Tíminn - 01.07.1981, Blaðsíða 11

Tíminn - 01.07.1981, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 1. júli 1981. 15 landfari menningarmál Jón úr Vör Erlendur Jónsson Tvö skáld ■ Nýlega sá ég Lesbók Morgunblaösins frá 23. mai s.l.'Þar voru meöal annarra á ferö tvö skáld: Jón Ur Vör og Erlendur Jónsson. Flest af þvi sem ég sé eftir Jón Ur Vör les ég, siöan hann var ritstjóri tJtvarpstiöinda og skrifaði „Þorpið” á sinum tima. Mér viröist hann betra skáld en almennt er látið i veðri vaka og litið er á hann minnst, nema það sem hann gerir sjálfur meö skrifum sin- um. NU lýsir hann þvi yfir, að hann ætli ekki að skrifa ævi- sögu sina, þótt boðist hafi hon- um Utgefandi að sliku riti. Það er illa farið. Jón gæti eflaust frá mck-gu sagt á góöu máli sem lesið yrði. „Beethoven varð frægur á röngum for- sendum. Þaö var ævisaga hans, en ekki mUsikin, sem geröi hann frægan.” Las ég nyiega ibók eftir Matthias rit- stjóra Jóhannessen. Mér býður i grun, að það yrði eins með Jón Ur Vör. Og hvað sem um alla ævisagnaframleiðsl- una má segja, verður sóttur i hana ómældur fróðleikur þegar timar liða. Það er annars meiri skálda- mergðin, sem safnast um Morgunblaðið. En hvers vegna er Matthias Jóhannessen hættur aö skrifa viðtöl i Morgunblaöið? Ofbýð ur honum framleiðslan á slfkri vöru kringum sig? Það væri ekki nema að vonum. HUn er jafnvel farin aö ógna visna og limrudálkunum sem nU tröll- riöa öllum blöðum, og Jón Ur Vör virðist litt hrifinn af — að vonum. Grein Erlends Jónssonar fjallar um Reykjavik. „Skipu- lag borgarinnar, er þvi siður en svo einkamál Reykvik- inga,” stendur þar. Þetta er laukrétt hjá Erlendi. Reykja- vik er byggð upp af öllum landsmönnum, og engum er sama um hana. Allir vilja veg hennar og viröingu sem mesta. Erlendur hefur áhyggjur vegna miðbæjarins, einkum norðan vindbelgingnum, sem hann segir aö þar sé mikill og dregurekkiUr. Vel má vera aö svo sé. En þeir sem um þessar mundir bUa i Reykjavik — þeirerumargir— og aldireru upp á Utnesjum eða jafnvel eyjum, kippa sér ekki upp við smágust og liður vel. Og ég heföi haldiö, aöErlendur, sem mun vera kennari að atvinnu, auk þess sem hann er skáld og rithöfundur, hefði gott af þvi, að láta norðan andvara af BotnsUlum leika um hærur sinar öðru hvoru. Ingólfur Arnarson valdi sér og sinum bUsetu á þessu nesi, og haföi hann þó áður farið um veöursælustu sveitir landsins, að almennt er talið. Eflaust hefur hann þó gert sér ljóst, að gustað gat um hibýli manna á þessu flata nesi. En hvað sem þvi lfður, er óhætt aö fullyrða, að mun betra tfðarfar er i mið- bæ Reykjavikur en upp við Rauðavatn eða á RjUpna og Vatnsendahæð. En þangað vilja nU margir þenja fitjar Reykjavikur og láta ótaldar byggingalóðir niðri i bænum ónotaöar. Annars er óþarfi fyrir einn eða annan sem nU lifir aö gera sér áhyggjur Ut af miðbæ Reykjavikurborgar. Hann stendur á fegursta stað Sel- tjarnarnessins og verður þar um aldur og ævi, a.m.k. með- an islensk þjóð ræður hér rikj- um. Ber margt til þess: Það er Tjörnin. HUn verður varla færð! En eflaust má fegra hana mikið, með þvi t.d. aö fjölga hólmum i henni eða stækka þá sem fyrir eru og rækta þar birkiskóg. Hákoni skógamanni væri best til þess treystandi. Eyþjóð sem stundar sigling- ar, þarf góða höfn. HUn er þegar fyrir hendi. Alþingi hefur hreiöraö þar um sig, að öllum likindum til frambUðar. Þarsitur æðsta stjórn lands- ins. Þar stendur Dómkirkjutetr- iðog mun svo verða, hvað sem „Tröllakirkju” á Skólavöröu- holtinu liöur. Allir aöalbankarnir, sem margir eiga erindi i daglega, með Seðlabankann i broddi fylkingar. Háskólinn er á næstu grös- um. ÞjóðleikhUsið, sem virðist einna helst hafa verið byggt sem eins konar Utskot eða við- bygging við hUs Jóns sáluga MagnUssonar. Og þá er það Þjóðarbók- hlaðan. HUn virðist nU hafa verið hrakin Ur fegursta hUsi bæjarins við hjartastað borgarinnar i ljótt stórhýsi vestur ibæ og ætlaö að bUa þar itvibýli við annað safn. Hærra er nU ekki risiö á þeirri fram- kvæmd bókaþjóöarinnar. — Bót er þó i máli, ef Þjóðskj ala- safnið fær að halda safnahUs- inu viö Hverfisgötuna. Bók- hlaöan heft* átt að risa þar sem dönsku kofarnir standa enn, og nU munu ganga undir nafninu „Torfan”. Nafniö mun eiga að vera þjóðlegt og minna á gömlu torfbæina hér á landi, sem flestir eru nU liðn- ir undir lok sem betur fer. Kofarnir á brekkubrUninni við Lækjargötu verða Reykja- vik til skammar meðan þeir hUka þar. Veriö hefði sök sér, að flytja þáupp i Arbæ. Það er hvort eð er bUið að eyöileggja þá fögru bUjörö með aöfluttum hUsaskrokkum sem þangaö áttu aldrei neitt erindi. B.Sk. Mynd- verka- sýning 1 ■ Á afmælisdegi Siglu- fjarðar, þann 20. mai s.l. var opnuð myndverka- sýning i Ráðhúsi bæjar- ins, var það vel til fallið í tilefni dagsins, og ekki siður vegna þess að það var á sjötugasta og fimmta aldursári lista- mannsins, sem er auk ■ Siguröur Gunnlaugsson þess borinn og barn- fæddur Siglfirðingur, og hefur meðal annars ver- ið starfsmaður bæjarins i 43 ár, lengst allra bæj- arstarfsmanna. Hér á hlut að máli Sigurður Gunnlaugsson, sem er vel kunnur langt Ut fyrir mörk þessa bæjar. Sigurður er fæddur 5. dag októ- bermánaðar 1906, sonur hjónanna Margrétar Meyvantsdóttur og Gunnlaugs Sigurðssonar, sem einnig voru kunnir Siglfirðmgar að góðu einu. Fjölhæfni Sigurðar dregur eng- inn i efa sem lögðu leið sina á sýn- inguna, þar voru myndir málaöar með akrillitum, vatnslitum, pastellitum og tUsslitum. Einnig voru þar íjölmargar teikningar, tréskurðargripir, keramikhlutir, postulinsmálaðir hlutir. Þarna voru tauþrykktir dúkar, slæður og heilu kjólarnir. Flosaðar myndir af sveitabæjum, bátum, mönnum,dyrum o.fl. Skartgripir Ur leðri, tini, beini og tré og þann- ig mætti halda lengi áfram upp að telja. Þaö er vissulega vand- fundnir slikir þUsund þjala smið- ir. Þar með er ekki allt upp talið, Sigurður er og hefur verið söng- maður i betra lagi, og tekið mik- inn þátt i sönglifi bæjarins um áratugaskeið og stjórnaði um langa hrið ágætum kvartett hér i bænum. Sigurður er sagöur skap- andi i tónum og bundnu máli. An efa gætu sjálfskipaðir listgagn- rýnendur margt Ut á þessa sýn- ingu sett, en fólkið vill vita á hvaö þaö er aö horfa, i stað þess aö vita i mörgum tilfellum ekkert hvern- ig listaverkið á að snúa, eða af hverju það er. Þannig er komið með margar þær málverkasýn- ingar sem boðið er uppá nú til dags. Sem betur fer var sýning þessi vel sótt og var þannig mörg- um til ánægju. Sigurði eru hér með sendar þakkir fyrir sýning- una, hamingjuóskir með afmælis- árið, og velfarnaðarheill með ókomin ár. Svínabændur GALVELPOR Getum útvegað flest allt fyrir svinabú- skap. Erum að fá gotstiur og hitalampa. FANCO s.f. Heildverslun c/o Svinabúið Þórustöðum ölfusi 801 Selfossi simi 99-1174 Garðabær- Lóðaúthlutun Úthlutað verður um 30 einbýlishúsalóðum á svæðinu austan Silfurtúns. Umsóknarfrestur er til 15. júni n.k. Umsóknareyðublöð afhent á bæjarskrif- stofunni. Eldri umsóknir þarf að endurnýja. Upplýsingar gefur byggingafulltrúi i sima 42311 Bæjarritarinn Laus staða Umsóknarfrestur um lausa kennarastöðu i sérgreinum heilsugæslubrautar við Flensborgarskólann i Hafnarfirði, fjölbrautaskóla, sem auglýst var i Lögbirtingablaði nr. 46/1981, er hér með íramlengdur tii 13. júli n.k. Til greina kemur 1/2 starf eöa 2/3 starfs. Umsóknareyðublöð fást i menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavik. Menntamálaráðuneytið 29. júni 1981. Bændaskólinn á Hólum auglýsir: Bændadeild 1. Tveggja ára búfræðinám (4 annir) að bú- fræðiprófi hefst 1. nóv. n.k. Inntökuskilyrði: — Umsækjandi hafi lokið grunnskólanámi og fullnægt lágmarkskröfum til inngöngu i framhaldsskóla. — Umsækjandi hafi öðlast nokkra reynslu við landbúnaðarstörf og að jafnaði stundað þau eigi skemur en 1. ár. — Heilbrigðisvottorð. Bændadeild 2 Búfræðinám til búfræðiprófs á einum vetri (2 annir) hefst 1. okt. Sömu inntökuskilyrði og i Bændadeild 1 auk eftirfarandi: — Umsækjandi sé eigi yngri en 18 ára. — Umsækjandi hafi viðtæka reynslu i landbúnaðarstörfum að mati skólastjóra. Umsóknir iim skólavist sendist skólanum fyrir 1. ágúst n.k. Nánari upplýsingar veitir skólastjórinn á Hólum. Simi um Sauðárkrók. Skólastjóri Skúli Jónasson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.