Tíminn - 01.07.1981, Blaðsíða 13

Tíminn - 01.07.1981, Blaðsíða 13
Miðvikudagur 1. júli 1981 íþróttir ¦ Jóhannes Hjálmarsson kraftlyftingamaður ætlar sér stóra hluti á HM öldunga i ágúst. Ljósmynd GK-Akureyri. Fylkir sló Blikana út Sigradi 1-0 og eru komnir í8 lida úrslit ¦ „Ég er að sjálfsögðu mjög ánægður með þessi úrslit, að okk- ur skyldi takast að slá Breiðablik úr Bikarkeppninni. Blikarnir byrjuðu með miklum látum i fyrri hálfleik en ekkert gekk. Ég held að það hafi verið mistök hjá þeim að leggja ekki meiri áherslu á vörnina", sagði Theódór Guð- mundsson þjálfari Fylkis. En i gærkvöldi sigraði Fylkir Breiða- blik með einu marki gegn engu i 16-liða úrslitum Bikarkeppni KSÍ á Laugardalsvellinum. Blikarnir sóttu mun meira i fyrri hálfleik og voru þá óheppnir aðskora ekki mark, Fylkismenn gáfu aldrei þumlung eftir og börðust eins og ljón. Litlu munaði að Blikunum tækist að ná foryst- unni er Ogmundur Kristinsson varði gott skot á 11. min, siðari hálfleiks. Mark Fylkis kom á 15. min. sið- ari hálfleiks. Tekin var horn- spyrna og upp úr henni skallaði Gunnar Gunnarsson til Birgis Þórissonar sem skallaði áfram til Ómars Egilssonar á markteig og hann skaliaði i markið, sérlega glæsilegt mark. Eftir þetta sóttu Blikarnir mik- ið en Fylkismenn voru ekkert á þvi að gefa eftir og sigurinn var þeirra. Blikarnir sitja þvi eftir með sárt ennið að komast ekki áfram i Bikarkeppninni, sem á öllu mátti dæma að þeim hafi fundist auðvelt fyrir leikinn. Eins og áður sagði börðust Fylkismenn mjög vel og þar voru allir vel með á nótunum. Litil barátta var i Blikunum það mun- aði að visu um minna að fyrirlið- inn Ólafur Björnsson var meiddur og lék ekki með, en fyrrum at- vinnumaður Sigurður Grétarsson lék að nýju með Blikunum en þvi miður iéll á sama plan og aðrir leikmenn i liðinu. röp—. Ekki áfaka- laus sigur er FH sigraði Árroðann 2-0 í Bikarnum ¦ „Það var ekkert vafamál að ég hélt á boltanum og Pálmi sparkaði honum úr höndunum á mér", sagði Ævar Stefánsson markvörður Árroðans um fyrsta mark FH i leik þeirra i 16-liða úr- slitum Bikarkeppninnar á Lauga- lansvellinum i gærkvöldi. „Þetta er tóm della að ég hafi sparkað boltanum úr hendinni á mark- verðinum", sagöi Pálmi eftir leikinn. FH sigraði 2-0 i leiknum gegn Arroðanum en i hálfleik var stað- an 0-0. Fyrsta mark FH kom ekki fyrren á 67. min., boltinn vargef- inn fyrir markið og virtist Ævar markvörður hafa boltann en svo var ekki þvi Pálmi Jónsson náði til hans og skoraði. FH-ingum tókst ekki að bæta öðru marki við fyrr en rétt fyrir leikslok, gefin var sending til Ólafs Danivals- sonar sem lék á tvo varnarmenn Arroðans og skoraði auðveldlega. FH-ingar voru betri aðilinn i leiknum en þó án þess að skapa sér nein verulega hættuieg mark- tækifæri. Óvist er hvernig leikurinn hefði þróast ef Árroðanum heföi tekist að skora úr tækifæri sem þeir fengu á 38. min. fyrri hálfleiks, en þa missti Hreggviður markvörð- ur boltann frá sér en leikmenn Arroðans náðu ekki til hans. Bestu menn Árroðans voru örn Tryggvason framherji sem sóma myndisér i hvaða l.deildarfélagi sem væriog þá átti Rúnar Arason einnig góðan leik. Þrátt fyrir ósigurinn kom lið Árroðans veru- lega á óvart með góðri frammi- stöðu. Hjá FH bar mest á Inga Birni og Guðmundi Kjartanssyni. GK—Akureyri. Næsti heims- meistari okkar íslendinga? — Jóhannes Hjálmarsson kraftlyftinga- maður á Akureyri hefur verið að lyfta 17,5 kg meira í réttstöðulyftu en gildandi heimsmet er — hann ætlar sér stóra hluti á HIVI öldunga í kraftlyfting- um sem f ram fer í Chicago í ágúst ¦ „Éger alveg viss um að ég get tekið þetta heimsmet hvenær sem er, það er einungis spurning hvort ég geri það á Heimsmeistaramót- inu i Chicago eða hvort sett verð- ur upp fyrir mig mót hérna heima áður en ég fer til Chicago" sagði Jóhannes Hjálmarsson kraft- lyftingamaður á Akureyri er Timinn ræddi vift hann i vikunni. Jóhannes er i hópi elstu iþrótta- manna landsins sem keppa opin- berlega, sennilega elstur allra, enda 50 ára að aldri. Hann hóf að æfa lyftingar i desember 1979, fór þá með syni sinum á æfingar, en „smitaöist illilega" og fékk „bakteriuna" sjálfur. A sinu fyrsta móti lyfti Jó- hannes 380 kg, en best á hann nú i keppni 550 kg. Framfarirnar hafa þvi verið örar og Jóhannes sem keppir i 100 kg flokki hefur að undanförnu verið að lyfta 265 kg i réttstöðulyftu sem er ein þriggja keppnisgreinanna i kraftlyfting- unum. Heimsmetið i þeirri grein er 247,5 kg og er þvi ljóst aö Jó- hannes á að geta tekið það hve- nær sem er. En hvað segir hann um sigurmöguleika sina i 100 kg flokknum á Heimsmeistaramót-. inu i Chicago. „Það er ekki alveg á hreinu hvort ég á möguleika á þvi, ég þyrfti að fá mót til þess að sjá ná- kvæmlega hvernig ég stend að vigi i dag. En ég geri mér góðar vonir um aö verða við toppinn á Heimsmeistaramótinu sem fram fer i Chicago i byrjun ágúst',' sagði Jóhannes. gk-Akureyri. Barist í Bikarnum ¦ Fimmleikireruá dagskrái 16- liða Urslitum Bikarkeppni KSl i kvöld. Eftir þá leiki er áðeins ein- um leik ólokið en það er viðureign Þrdttar R. og Þróttar Neskaup- staðar. KA leikur gegn IBV á Akureyri, Leiftur ólafsfirði leik- ur gegn Þór Akureyri -eg Skaga- menn fá Val enn einu sinni i heim- sókn upp á Skaga. 2. deildarlið Keflavikur leikur við efsta liðið I 1. deild, Viking, og siöasti leikur- inn er á milli KR og Fram á Laugardalsvellinum. Fyrrnefndu félögin eiga heima- leikina, en allir leikirnir hefjast kl. 20. Ö, w> '&sr VTsWLÍf ,400 ¦r \\W sfa**xtxiÞ- \ng Öís0* M

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.