Tíminn - 01.07.1981, Blaðsíða 19

Tíminn - 01.07.1981, Blaðsíða 19
Miðvikudagur 1. júli 1981. 23 flokkstilkynningar| skrifad og skrafað Austurla ndsk jördæmi Tómas Árnason, viðskiptaráðherra og Halldór Ásgrimsson, alþingismaður, helda almennan fund á Fáskrúðsfirði mánudaginn 9. júli kl.9 e.h. Fundurinn verður haldinn i Kaffistofu Hraðfrystihússins. Allir velkomnir. Kópavogsbúar Framsóknarferðin verður farin helgina 18.-19. júli Nánari u~pplýsingar hjá Einari Bolla sima 43420, Svönu Ingólfsdótt ur sima 43654, Erni Andréssyni sima 43691 og Skúla Sigurgrimssyni sima 41801. Nánar auglýst siðar. Sumarferð Hin árlega sumarferð Framsóknarfélaganna i Reykjavik verður farin 26. júli 1981. Nánar auglýst siðar. Upplýsingar i sima 24480 Nefndin. Þingmálafundir i Vestfjarðakjördæmi halda áfram sem hér segir: Patreksfirði laugardaginn 4. júli kl. 16.00. Bíldudal sunnudaginn 5. júli kl. 14.00. Tálknafirði sunnudaginn 5. júli kl. 17.00. Alþingismennirnir Steingrímur Hermannsson og Ólafur Þórðarson mæta á fundina. Allir velkomnir. Héraðsbókasafn Rangæinga vantar bókavörð í hálfa stöðu. Upplýsingar gefur Markús Runólfsson i sima 99-5311. Áfengisvarnadeild Heilsu- verndarstöðvar 0 Reykjavíkur — A.H.R., er flutt i Siðumúla 3-5, efri hæð. Opið dag- lega frá mánudegi til föstudags, kl.9.00-- 17.00. Ráðgjafarþjónusta allan daginn. Kynningarfundir, fimmtudaga kl.20.00 Fjölskyldunámskeið, mánudaga, þriðju- daga og miðvikudaga kl. 16.00 og kl.20.00. Heilbrigðisráð Reykjavikurborgar. Aðalfundur Aðalfundur Hagtryggingar h.f. árið 1981 verður haldinn í Átthagasal, Hótel Sögu laugardaginn 4. júli og hefst kl.14.00 Dagskrá: Aðalfundarstörf skv. 15. gr. samþykkta félagsins. Lagabreytingar Aðgöngumiðar að fundinum og atkvæða- seðlar verða afhentir hluthöfum eða öðr- um með skriflegt umboð frá þeim á skrif- stofu félagsins að Suðurlandsbraut 10, Reykjavik, dagana 1. til 4. júli á venjuleg- um skrifstofutima. Stjórn Hagtryggingar hf. Tilkynning Það tilkynnist hér með að Ingi R. Helga- son hrl. hefur hætt lögfræðistörfum á skrifstofu þeirri, sem hann hefur starf- rækt i Reykjavik siðastliðin 28 ár. Við rekstri skrifstofunnar að Laugavegi 31 hér i borg tekur alfarið Guðjón Ármann Jónsson hdl. og rekur hann skrifstofuna undir eigin nafni og á eigin ábyrgð frá og með 1. júli 1981. Reykjavík, 30. júni 1981 Guðjón Árn« uin Jónsson hdl. Ingi R.! plgason hrl. Sérð þú <3 það sem ég sé? Börn skynja hraða / og fjarlægðir á ahnan hátt en fullorðnir. rtas™ Það er gott að muna . . . . . . nýja símanúmerið okkar: 45000 Erum fluttir með aila starfsemi okkar að Smiðjuvegi 3, Kópavogi Verkstjórar hafa beinan síma: 45314 PRENTSMIÐJAN éddda hf. MEÐISCARGO TIL AMSTERDAM Lægsta flugfargjaldið FráKr.2.098.-báðarleiðir AMSTERDAM Glaðvær borg með fjölbreytt mannlíf og miðstöð lista ISCARGO Félag, sem tryggir samkeppni i flugi! SKRIFSTOFA AUSTURSTRJETI 3. 912125 og 10542. „Áhugasamtök menningar og íþrótta” ■ Fjórðungsmót hestamanna á Suðurlandi hefst á fimmtu- daginn á Ilellu og stendur fram á sunnudag. Þar verður margt hesta, hestamanna og áhugamanna um hesta- mennsku. Slfkir viðburðir leiða hug- ann að hestahaldi nútimans og samskipti samtaka hesta- manna og stjórnvalda, en um það efni fjallar Árni Þórarins- son, formaður ritnefndar Eið- faxa, einmitt i nýútkomnu töiublaði þess blaðs. Grein Arna nefnist „Skyldur og rétt- ur” og þar segir hann m.a.: „Ef véladýrkendur og slátr- arar hefðu ráðið ferðinni að fullu og öllu hefði islenski reið- hesturinn sennilega runnið æviskeið sitt á enda á árunum 1940-50. Rómantiskt hugsjónafólk karlar og konur, tók upp á arma sina þennan áður þarf- asta, þá litilsvirta, þjón þjóðarinnarsem litið var hægt að græða á, féll illa að til- beiðslu og aðdáun á vélum og dansinum kringum gullkálf- inn. Oraunsæir skýjaglópar, eins og þeir voru stundum nefndir, leiddu þrátt fyrir allt hestinn til vegs og virðingar, þarfa og heilla að nýju”. „Nátttröll” „Viða i nánd þéttbýlisstaða hafa risið þorp, sums staðar stærðar hverfi, þar sem fólk hýsir og hirðir hross sin og dútlar við þau vetrarlangt. Flest þessara húsa eru all- vandlega gerð og sum ágæt- lega, að sjálfsögðu hefur verið samið um lóðaréttindi, greidd fasteignagjöld og öðrum byggingarskyldum fullnægt. Lagt hefur verið i umtals- verða fjárfestingu til að geta sinnt hugðarefnum sinum. Liklega er þarna að verki ný kynslóð skýjaglópa og sérvitr- inga, eða hvað? Gljáandi blikkgálkn ráða samt viðast rikjum. Keppst er við og miklu til fórnað að maka malbiki milli fjalls og fjöru landið um kring og er þá ekki verið að hlifa fornum reiðleiðum, þjóðleiðum öldum saman. Sums staðar þarf breiðbrautin nýja jafnvel helst að liggja yfir nýlega reista hestabyggð og athafnasvæði hestamanna. Tillögusmiðir slikra framkvæmda eru nátt- tröll niunda áratugs tutt- ugustualdar. Gifta kynslóðar- innar er sú að aðrir koma til skjalanna og stöðva háskaleg- ar fyrirætlanir. Lifsviðhorf mikils hluta þjóðarinnar er nú annað en á styrjaldartimabilinu og eftir- striðsárunum, þegar þjóðin glataði verðmætaskynisinu að veruleguleyti.landniðsla vakti tæpast athygli, umhverfismál að engu metin svo ekki sé minnst á jafnfáfengilegt framferði sem skepnuhald til dægradvalar. Alit og viðmiðun til flestra hluta tengdist striðs- gulli öðru f ramar. Þá gengu of margir i björg og áttu þaðan ekki afturkvæmt”. „Veigamiklar skyldur” „Hestamannafélög eru mörg i landinu, langflest i fullu fjöri. Hér er um að ræða ótviræð áhugasamtök menn- ingar og iþrótta. Verkefni þeirra er að gera hlut hestsins sem mestan og bestan,efla og móta eðlislæga hæfni hans og gera sem flestum kleift að njóta fágætra kosta þessarar dýrmætu eignar landsmanna. Þarna á samleið fólk úr öllum stéttum og á öllum aldri frá æsku til elli. Hestamannafélögin verða að gera sér ljóst að á þeim hvila veigamiklar skyldur sem þeim ber að gegna og framfylgja af fremsta megni. En skyldum fylgir einnig rétt- ur, réttur til viðurkenningar, stuðnings og velvilja sam- félagsins. Tæpast er viðeigandi að tala um skyldur bæjarfélaga að styrkja félög hestamanna með beinum fjárframlögum. Hitt er sönnu nær að bæjarstjórn- um ætti að vera einkar ljúft og þykja að þvi mikil sæmd að hlúa til hins ýtrasta að jafn heilbrigðum áhugasamtökum og hestamannafélögin eru. Varla er hugsanlegt að nokkurs staðar geti verið á dagskrá að leggja stein i götu áhugastarfs þessa fólks. Það væri likt og leggja til að draga skyldi úr heilbrigðu uppeldi barna og unglinga með hollu starfi og leik og koma i veg fyrir að fólk roskið að árum ætti þess kost að stunda tóm- stundaiðju við þess hæfi, auk allra annarra, fólks á venju- legum starfsaldri, sem kosið hefur sér samskipti við hesta sem fristundagaman. En öðru hverju skjóta hætt- ur upp kollinum. Reglustika, tölva og önnur álika tæki eru hættuleg i meðförum sé þeim beitt af einsýni og skilnings- skorti á sanngjörnum óskum samborgaranna. Þá þurfa aðrir að vera vel á verði og gripa i taumana áður en út i ófæruna er komið”. Sameiginleg vanda- mál „Stjórn sam félagsins, sveitafélaga og rikis, og for- ráðamenn hestamanna þurfa að ná saman, ræðast við af lipurð og skilningi. Vandamál- in eru sameiginleg. Hvorugur aðilinn einn saman getur leyst þau farsællega. Þröngsýni, stifni og annarleg sjónarmið leiða til óþurftar. Samkomu- lag um hagkvæma lausn er báðum jafn nauðsynlegt”. Tekið skal undir það með Arna að nauðsynlegt er að all- ir aðilar sem mál þessi snert- ir, leysi þau vandamál sem við er að etja i sameiningu. —ESJ Elfas Snæland Jónsson ritstjóri, skrifar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.