Fréttablaðið - 01.02.2008, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 01.02.2008, Blaðsíða 70
34 1. febrúar 2008 FÖSTUDAGUR folk@frettabladid.is > Apaótti Allir hafa sínar fóbíur og Christina Ricci er dauðhrædd við apa. Sá ótti skánaði ekki eftir að hún lenti í klónum á simp- ansa við tökur á myndinni Penelope. Hann læsti krumlunum um vinstra brjóst leikkonunnar og sleppti ekki tak- inu fyrr en meðleikarar Ricci komu henni til bjargar. „Apar eru klikkaðir,“ sagði Ricci um reynsluna. Britney Spears var flutt á sjúkrahús aðfaranótt fimmtudags eftir að sál- fræðingur hennar hafði samband við lögreglu. Hann gæti farið fram á að söngkonunni verði haldið í meðferð í tvær vikur. Lögregla birtist við heimili Britn- ey Spears í Los Angeles aðfaranótt fimmtudags eftir að sálfræðingur söngkonunnar óskaði eftir því að hún yrði flutt á sjúkrahús. Sálfræð- ingurinn hefur meðhöndlað Spears við geðhvarfasýki, eða bipolar disorder, og ku hafa verið uggandi yfir annarlegri hegðun söngkon- unnar og kæruleysislegu aksturs- lagi. Britney hafði þá lítið sem ekk- ert hvílst eða sofið frá síðastliðnum laugardegi, að því er fram kemur á tmz.com. Sálfræðingurinn vildi að Britney yrði flutt á sjúkrahús og henni haldið þar á sömu forsendum og fyrr í mánuðinum, að hún væri hættuleg sjálfri sér og öðrum. Henni verður væntanlega haldið í 72 klukkutíma. Talið er að inngripið hafi verið skipulagt í þaula. Gluggar sjúkra- bílsins sem flutti Britney á UCLA- læknastöðina voru huldir og floti lögreglumanna fylgdi bílnum eftir til að koma í veg fyrir ágang ljós- myndara. Talið er að inngripið hafi í raun átt að eiga sér stað sólar- hring fyrr en verið frestað. Heimildir vefsíðunnar tmz.com herma að svo gæti farið að sál- fræðingur söngkonunnar fái dóms- úrskurð þess efnis að Britney verði haldið í tvær vikur til viðbótar við þá 72 tíma sem innlögnin gildir. Meðan á henni stendur er ekki hægt að skikka sjúklinga til að taka inn lyf gegn vilja sínum. Ef Britn- ey neitar lyfjatöku er því búist við því að sálfræðingurinn fari fyrir rétt, en hann mætti þá gefa sjúk- lingi sínum lyf næstu fjórtán dag- ana. Samkvæmt heimildum tmz.com hélt Britney ró sinni yfir inngrip- inu en aðstandendur hennar takast hins vegar á. Umboðsmaður henn- ar og vinur, Sam Lutfi, á í útistöð- um við foreldra söngkonunnar, þau Lynne og Jamie, að því er fram kemur á síðunni. Svo virðist sem Britney hafi falið Lutfi að taka læknisfræðilegar ákvarðanir fyrir sig, frekar en foreldrunum, sem eru ekki sátt við þá þróun mála. Að því er fram kemur vinnur Lutfi með læknunum, en Lynne ku hafa verið á móti innlögninni. Britney lögð inn á ný LÖGÐ INN Í ANNAÐ SINN Sálfræðingur Britney Spears óskaði eftir aðstoð lögreglu við að flytja söngkonuna á sjúkrahús eftir að honum fannst hegðun hennar annar- leg. Þetta er í annað skiptið í mánuðinum sem Britney er lögð inn. Fyrirsætan Kate Moss ku áforma að giftast kærasta sínum, tónlistarmanninum Jamie Hince úr The Kills, á Claridge’s hótelinu í London. Til Moss sást þar sem hún sótti brúðkaupsbæklinga á hótelið og í kjölfarið hefur orðrómur þess efnis að hún hyggist ganga í hjónaband í einhverj- um af glæsisölum þess farið af stað. „Kate ljómaði þegar hún kom að sækja brúðkaupsbækling- ana. Hún lítur út fyrir að vera elskuð og að það sé vel séð um hana,“ segir heimildarmaður á hótelinu. Samband þeirra Moss og Hince hófst í ágúst síðastliðn- um, um mánuði eftir að samband Kate og Pete Doherty fór endanlega í vaskinn. Hún og Doherty voru fastagestir á Claridge’s hótelinu, sem er á meðal þeirra virtustu í London. Frá því að sambandinu lauk hefur Moss hins vegar tekið Dorchester- hótelið fram yfir gamla staðinn, en hún hélt meðal annars upp á afmælið sitt þar með eftirminnilegum hætti fyrr í mánuðinum. „Fólk hélt almennt að Claridge’s hefði verið staðurinn hennar og Pete og að hún myndi ekki snúa aftur, svo þið getið ímyndað ykkur stemninguna þegar hún birtist,“ segir heimildarmaðurinn. Heimildir herma að Kate hafi beðið Jamie um mánuði eftir að samband þeirra hófst. Þá mun hún hafa sagt vinum sínum að þau væru trúlofuð. Kate Moss undirbýr brúðkaup á hóteli Í ÞAÐ HEILAGA Kate Moss sótti brúð- kaupsbæklinga á Claridge‘s hótelið í London. Talið er að hún og Jamie Hince hyggist ganga í það heilaga. Verslunin KVK opnar á nýjum stað í dag. Þær Íris Eggertsdóttir og Kolbrún Ýr Gunnarsdóttir hafa flutt sig um sel ofar á Laugaveg- inn, og opna í dag dyrnar fyrir við- skiptavinum á ný. „Við höfum haft lokað í svona þrjár vikur, á meðan við vorum að vinna í þessu. Það er svolítið fyrir- tæki að flytja heila búð,“ segir Íris og hlær við. „Við kláruðum eigin- lega allar vörur fyrir jólin, þær seldust bara upp. Við ákváðum þá að í staðinn fyrir að sprengja okkur á því að hanna nýjar flíkur í gömlu búðina myndum við bara loka, og fylla þessa nýju í stað- inn,“ útskýrir hún. Nýja búðin, sem er á Laugavegi 58, verður því full af nýjum vörum þegar hún opnar í dag. Þar verður einnig að finna vinnustofu þeirra Írisar og Kolbrúnar, sem selja ein- göngu eigin hönnun í versluninni. „Svo fáum við reyndar bráðum sendingu af japönskum fylgihlut- um, skarti og töskum og slíku,“ útskýrir Íris. Gömlum og nýjum viðskipta- vinum KVK er boðið opnunarteiti í dag á milli 17 og 20. - sun KVK á nýjum stað NÝJAR VÖRUR Íris Eggertsdóttir og Kolbrún Ýr Gunnarsdóttir hafa fyllt nýju búðina af eigin hönnun. Hún opnar í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Ethan Hawke á von á barni með kærustu sinni, Ryan Shawhughes. Hún var áður barnfóstra barna Hawkes með Umu Thurman, þeirra Maya Ray og Levon Roan. Samband þeirra Hawkes og Shawhug- hes hófst um ári eftir að hann skildi við Thurman. Talsmaður leikarans segir parið vera yfir sig ánægt, en að þau hyggist ekki tjá sig frekar um gleðiefnið. Börn Hawkes og Thurman eru nú níu og fimm ára gömul, og sagði leikarinn nýlega að þau væru mesta gleðiefni lífs síns. „Það er eina hlutverkið sem er þannig að ég muni líta á líf mitt sem misheppnað ef ég stend mig ekki í því,“ sagði leikarinn. Ethan verður pabbi Söngkonan Björk Guðmundsdóttir segir að útlendingar hafi löngum verið litnir hornauga á Íslandi og þeir taldir slæm- ar og spilltar manneskjur. „Ég held að Danir hafi ekki verið góð fyrirmynd fyrir okkur hvað þetta varð- ar sem nýlendueigendur. Að eignast nýlendur er ekki góð hugmynd og það skiptir engu máli hverrar þjóðar þú ert,“ sagði Björk í viðtali við ástralska dagblaðið The Australian. Björk segir að sjálfstraustið hafi vantað hjá Íslendingum vegna tengsla þeirra við Dani. „Þegar þú ert nýlendu- búi í svona langan tíma líður þér eins og annars flokks borgara. Ég er íslensk en ég ferðaðist líka um og blandaði rödd- inni minni saman við raftónlist. Ég starfaði með útlendingum og ferðaðist mikið,“ sagði hún. Björk segist vera íslensk á allan mögulegan hátt en samt hafi hún sem Íslendingur þurft að fara af stað og hitta fólk. „Ég held líka að með alþjóðavæð- ingunni sé það ekki rétt að hljómur manns endurspegli endilega það sem heimaland þitt hefur fram að færa. Slíkt er ekki til staðar lengur. Lífið í dag er alþjóðlegt, sérstaklega hvað tónlist varðar. Þegar þú hlustar á útvarpið í leigubíl og ferð á indverskan veitinga- stað og hlustar á indverska tónlist þá ertu að heyra alla flóruna. Ég held að maður geti ennþá verði trúr uppruna sínum og á sama tíma verið manneskja allra þjóða.“ Danir voru slæm fyrirmynd BJÖRK Björk Guðmundsdóttir segir að útlendingar hafi löngum verið litnir hornauga á Íslandi. ÞREFALDUR PABBI Ethan Hawke á von á barni með kærustunni. LAUGAVEGI 91 VERÐHRUN ...á fatnaði, skóm og fylgihlutum fimmtudag, föstudag og laugardag GÖTUMARKAÐUR laugavegi 91
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.