Fréttablaðið - 01.02.2008, Blaðsíða 80

Fréttablaðið - 01.02.2008, Blaðsíða 80
GÓÐAN DAG! Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík Akureyri Heimild: Almanak Háskólans SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 512 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 512 5313, fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 512 5000 BAKÞANKAR Þórgunnar Oddsdóttur Ég er ekki af þeirri kynslóð sem ólst upp í stöðugum ótta við atómbombuna. Þegar ég var í grunnskóla höfðu annars konar heimsendaspár tekið við og fólk var farið að trúa því að mengun af mannavöldum myndi tortíma öllu lífi innan skamms. Eitt árið voru nemendur skólans hvattir til að kaupa stílabækur úr endurunnum pappír og ég minnist óteljandi þemaverkefna þar sem unnið var með mengun og umhverfi. Í einni þemavikunni var ég látin gera listaverk úr rusli sem fannst við þjóðveginn og þegar ég var níu ára samdi ég kraftmikinn ljóðabálk um eyðingu ósonlagsins. ALLUR þessi lærdómur var lengi að síast inn. Það er ekki fyrr en núna sem umræðan um umhverfis- málin er farin að hafa áhrif á mig og það ekki í formi aðgerða heldur í bullandi samviskubiti. Ég get ekki lengur borðað hamborgara á McDonalds því mér verður óglatt af því að horfa á allar umbúðirnar og pappaglösin sem fara í súginn og á hverjum morgni þegar ég klöngrast yfir dagblaða- og auglýs- ingabunkann í forstofunni hugsa ég um eyðingu regnskóganna og fæ sting í hjartað. EFLAUST eiga afkomendur okkar eftir að hrista hausinn yfir sóun- inni þegar þeir skoða einnota pappadiska og innpökkuð sogrör og tannstöngla á Þjóðminjasafninu. Það er að segja ef það verða ein- hverjir afkomendur. Ég hef nefni- lega lúmskan grun um að það sé styttra í heimsendi en við höldum. Líklega ekki nema svona mánuður, í mesta lagi ár. Það þarf ekki annað en að kveikja á sjónvarpinu eða fletta blöðunum til að sjá að það er allt að fara til fjandans. VITLEYSAN í heiminum hefur sjaldan náð jafn miklum hæðum og nú. Í Kenía eru menn farnir að brytja hver annan í spað og ekkert lát er á sláturtíðinni í Ísrael. Hlutabréfamarkaðurinn hrynur og íslenska útrásin hangir á bláþræði. Í miðborginni er dómsdagur runn- inn upp þar sem farsinn um hvaða hús skuli senda í hreinsunareldinn ætlar engan endi að taka og í ráð- húsinu hefur kjaftæðið náð að vaða svoleiðis uppi að vesalings nýi borgarstjórinn má ekki fá svo mikið sem kvef án þess að eiga á hættu að allt fari í bál og brand eina ferðina enn. SPÁIN um heimsendi árið 2000 rættist ekki. Fuglaflensa, kúariða og hlýnun loftlags eru ekki heldur líkleg til að eyða öllu lífi í bráð. Það liggur í augum uppi að mannskepn- an á eftir að drepast úr vitleysu og rugli. Og það eflaust löngu áður en henni tekst að drekkja sér í rusli. Þvílík vitleysa Í dag er föstudagurinn 1. febrúar, 32. dagur ársins. 10.10 13.41 17.13 10.08 13.26 16.45 ÚRVAL ÚTSÝN ~ LÁGMÚLA 4 ~ 108 REYKJAVÍK ~ SÍMI 585 4000 ~ FAX 585 4065 ~ INFO@UU.IS Töfralandið Tyrkland verður stöðugt vinsælli áfangastaður fyrir ævintýraþyrsta Íslendinga sem vilja hafa það náðugt á fallegum ströndum, leika sér í sjónum eða kynnast glæsilegri menn- ingarsögu landsins. Marmaris er einn líflegasti strandbær Miðjarðarhafsins og smábærinn Içmeler hefur slegið í gegn með fegurð sinni og jákvæðu viðmóti við gesti. Komdu til Tyrklands og sjáðu sumar og sól í nýju ljósi. Innifalið: Flug, flugvallarskattar, gisting og íslensk fararstjórn. Verð miðast við að bókað sé á netinu. Ef bókað er á skrifstofu eða símleiðis er bókunargjald 2.500 kr. fyrir hvern farþega. Ferðaskrifstofa Leyfishafi Ferðamálastofu Verðdæmi: 65.972,- Nýtt og glæsilegt íbúðahótel með stórum og björtum íbúðum, vel staðsett við aðalgötuna í Marmaris. Ströndin er í göngufæri og stutt í verslanir og veitingastaði. Nýlegt hótel við fallega einkaströnd í útjaðri Marmaris. Aðstaðan er frábær og allt innifalið í verðinu; matur allan daginn og innlendir drykkir fyrir alla fjölskylduna. Verðdæmi: 93.071,- á mann m.v. 2 með 2 börn í 1 viku, 25. ágúst. Verð á mann m.v. 2 fullorðna 102.880,- á mann m.v. 2 með 2 börn í 2 vikur, 25. ágúst. Verð á mann m.v. 2 fullorðna 78.275,- Ódýrustu sætin bókast fyrst! Forum Residence - Marmaris Club Turban - Marmaris
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.