Fréttablaðið - 02.02.2008, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 02.02.2008, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 50002. febrúar 2008 — 32. tölublað — 8. árgangur LAUGARDAGUR Skóli í fremstu röð í Evrópu Framkvæmdir eru hafnar við nýbyggingu Háskól- ans í Reykjavík við Öskjuhlíð. Svafa Grönfeldt rektor segir háskólann munu verða í fremstu röð í Evrópu. MEÐ FORDÓMA GEGN EIGIN SJÚKDÓMUM Sigurður Þór Guðjónsson skrifaði bók um eigin geðsjúk- dóm fyrir 34 árum. Hann segir sjúklinga oft með for- dóma gegn eigin veikindum. 26 Síðastahelgin! Opið 10–18 í dag                 MINNKANDI FROST MEÐ KVÖLDINU - Í dag verða norðan 5-10 m/s við austurströndina, ann- ars hægari. Él norðan til og austan, annars bjartviðri. Frost 10-20 stig framan af degi en dregur heldur úr frosti seint í dag eða í kvöld. VEÐUR 4 ! " !! # # # # # LOGI EFTIRLÆTI SJÁLFSTÆÐISMANNA 36 2. febrúar 2008 LAUGARDA GUR Hvernig veðrátta hen tar þér best? Mildir, íslenskir sumar- dagar. Logn og um þa ð bil 15 stiga hiti. Ég panta mér pitsu með... pepperoni, sveppum, jalapeño og svörtum pipar. Hvaða kæki ertu með ? Held úti tveimur til þremu r skipu- lagsbókum í einu. Þegar ég var lítil h élt ég lengi... að dýr gætu tala ð saman á mannamáli þegar ma nnfólkið heyrði ekki til. Mig hefur alltaf lang að í... simpansa. Hvaða frasa ofnotar þú? Humm... Ef þú yrðir að fá þér h úðflúr – hvernig myndirðu fá þér og hvar myndirðu láta se tja það? Setninguna „Always y our Juli- et“ neðst á spjaldhrygg inn, 10- 15 cm neðan við mjóbak ið. Hvaða teiknimyndape rsónu myndirðu vilja búa með ? Super- man. Hann gæti flogið með mig hvert sem er. Eftirlætislykt? Lyktin a f rist- uðum möndlum í 10 stig a frosti á Strikinu í Köben. Hvernig hringitón ertu með í símanum þínum? Einhverra hluta vegna er ég með Nokia-tune. Eftirlætisgrænmeti og hvaða grænmeti geturðu alls ek ki borð- að? Gulrætur eru í uppá haldi og ég hugsa að ég borði nú flest grænmeti en er þó ekk ert sér- staklega hrifin af miklum lauk. Hvaða þrjá hluti leggurð u til í gott afmælispartí? Hlj ómsveit- ina Arctic Monkeys, Str awberry daiquiri kokteila og fim mtíu frá- bæra vini. Hver var fyrsta færs la lífs þíns á eigið kreditkort? I nnborg- un á utanlandsferð me ð bestu vinkonunum til Portúga ls sumar- ið 2001. Hverju tekurðu fyrst eftir í fari fólks? Augnsamban dinu. Hvaða fáránlega dýr a hlut værirðu til í að eiga en m unt lík- lega aldrei kaupa þé r, sama hversu rík þú verður? Ef ég væri til í að eiga einhv ern hlut og ætti vel fyrir honum myndi ég líklega kaupa hann. Nefndu fjórar vefsíðu r sem þú ferð gjarnan á. Ruv. is, visir. is, mbl.is og myspace.c om. Hvaða bíómynd geturð u horft á aftur og aftur? Almost Famous. Þú færð þér páfagauk. Í hvern- ig lit – hvað nefnirðu ha nn – og hvaða fimm orð kennirð u honum að segja? Fjólubláan og hvítan, skíri hann Lennon o g kenni honum setninguna „All you need is love“. Seint á kvöldin finnst m ér gott að fá mér... eitthvert n asl yfir sjónvarpinu. Bubbi Morthens er... sn illing- ur. Og að lokum, ef þú v ærir í Bandinu hans Bubba á hvaða hljóðfæri myndirðu hel st spjara þig? Hljómborð. ■ Á uppleið Veðurfréttamenn Þeir eru n ýju hasarhetjurnar og áhorf á veðurfréttir hefur slegið öll met. Lands menn sitja límdir við skjáinn á m eðan veðurfréttamennirnir horfa djúpt í myndavélina og útskýra ná kvæmlega hvernig vindurinn muni ma gna upp harðindin. Afneitun 29. febrúar nálgast. Notaðu tækifærið og gerðu eitthva ð hræði- legt af þér. Dagurinn kemu r ekki aftur fyrr en eftir fjögur ár. Jeppaeigendur Nú er Hanu kka hjá jeppaeigendum. Þeir keyra um bæinn með „I told you so“-svip o g klappa jeppanum að lokinni bæja rferð eins og traustum hundi. Það gó ða við þá er að þeir eru boðnir og bú nir að aðstoða litlu bílana, því þe ir eru jú svo stórir og sterkir. Morgunútvarp Rásar 2 Lífs nauð- syn á morgnana. Skemmti leg viðtöl, góð tónlist og fréttir. ■ Á niðurleið Flugferðir frá Kanarí Önnu r hver vél sem kemur frá Kanarí l endir í hrakningum og endar á Eg ilsstöðum. Stuð að vera á fjórða gin í tónik og strápilsi og hanga í blindby l á Aust- fjörðum. Útlitið Hár og húð þjást í þurru og köldu lofti. Skór eru útataðir í salti og bílar skítugir. Í frosti eru allir ljótir. Dópsalar Er ekki einhverja aðra vinnu að hafa í Vogunum? Gyllt og silfur Karríguli liturin n kemur sterkur inn í stað þe ss gyllta og glæðir svartnættið birtu . ÞRIÐJA GRÁÐAN FULLT NAFN: Unnur Birn a Vilhjálmsdóttir FÆÐINGARÁR: 1984, sam a ár og kvótakerfið var teki ð í notkun. Á HUNDAVAÐI: Stúdent f rá Menntaskólanum við Sun d, lögreglukona í sumarafle ysing- um, danskennari/dansar i og mikil hestamanneskja. Tó kst að vinna keppnina Ungfrú H eimur fyrir Íslands hönd árið 20 05 og er nú lögfræðinemi við H áskól- ann í Reykjavík og kynnir í Bandinu hans Bubba. Held úti þremur skipu- lagsbókum ALWAYS YOUR JULIET Ef Un nur Birna fengi sér húðflúr myndi hún láta setja þess a línu neðst á spjaldhrygginn . FRÉTTABLAÐIÐ/GVA MÆLISTIKAN Unnur Birna Vilhjálmsd óttir hefur frá því hún var krýnd sú fegu rsta í heimi, árið 2005, verið önnum k afin í ýms- um verkefnum og það all ra nýjasta er kynnisstarf sem hún m un sinna í þættinum Bandið hans Bubba sem hóf göngu sína í gær kvöldi. Fréttablaðið dró Unni Bir nu undir yfirheyrslukastaran n. Heill hellingur af búningum í Just4Kids Fólk flykkist í Just4Kids til að versla búninga fyrir öskudaginn og kaupa bollur á aðeins 150 kr. Allur þessi texti er í sjálfu sér algerlega óþarfur vegna þess að allt sem máli skiptir kom fram í fyrsögninni hér fyrir ofan. Að vísu má við þetta bæta að boðið verður upp á bollur á aðeins 150 kr. alla helgina. En bara svo allir séu með það á hreinu, þá er heill hellingur til af öskudags- búningum í Just4Kids og er fólki bent á að drífa sig á staðinn og tryggja sér rétta búninginn fyrir öskudaginn. Verið velkomin! REYKJAVÍK HAFNARFJÖRÐUR VEÐRIÐ Í DAG Egill Helgason er ekki í uppáhaldi hjá Fram- sókn en Sigmundur Ernir er sjónvarpsmaður Samfylkingarinnar. HELGIN 28 ST Íl l 3 6 SKOÐANAKÖNNUN Íslendingar eru ekki eins bjartsýnir á það hvernig fjármál fjölskyldunnar muni þróast á næstu tólf mánuðum og þeir voru fyrir einu og hálfu ári, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Frétta- blaðsins. 57,5 prósent telja að efnahagur fjöl- skyldunnar muni standa í stað á árinu sem er svipað hlutfall og í ágúst 2006. Nú telja 19,2 prósent að efnahagur fjölskyldunnar batni á árinu, aðeins færri en fyrir einu og hálfu ári. Þá telja 23,3 prósent að efnahagurinn muni versna á árinu, en það voru 20,2 prósent í ágúst 2006. Þá er fólk bjartsýnna á höfuð- borgarsvæðinu en á landsbyggð- inni. 23,1 prósent svarenda á höfuð- borgarsvæðinu telur að efnahagurinn fari batnandi, en ein- ungis 13,7 prósent íbúa á lands- byggðinni. Hringt var í 800 manns á kosn- ingaaldri. 91,4 prósent svarenda tóku afstöðu til spurningarinnar. -ss Væntingar Íslendinga til þróunar efnahagsmála á næstu tólf mánuðum: Dregur heldur úr bjartsýni TELUR ÞÚ AÐ EFNAHAGUR FJÖL- SKYLDU ÞINNAR BATNI, VERSNI EÐA STANDI Í STAÐ NÆSTU 12 MÁNUÐI? Standi í stað 57,5% Batni 19,2% Versni 23,3% Skv. könnun Fréttablaðsins 29. janúar FROST Á FRÓNI Það var líf og fjör hjá krökkunum í Austurbæjarskóla í gær þótt kulda- boli léti á sér kræla. Búast má við áframhaldandi kulda í dag, jafnvel tíu til tuttugu stiga frosti. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM LÖGREGLUMÁL Þrjátíu og tveggja ára Íslendingur var handtekinn í spænska bænum San Fulgencio skammt frá Torrevieja síðastlið- inn miðvikudag eftir að eitt kíló af örvandi efnum fannst undir sæti bifreiðarinnar sem hann ók. Að sögn lögreglunar í San Fulgencio vakti hann grunsemd- ir lögreglumannanna þar sem hann ók fram og aftur í bænum og höfðu þeir því afskipti af honum. Lögreglan segir að sá handtekni hafi verið einn á ferð og sé líklega ferðamaður á svæð- inu. Hann er í haldi lögreglu og bíður nú dóms í bænum Guardamar del Segura. - jse Spænska lögreglan með Íslending í varðhaldi: Tekinn með örvandi efni MENNTAMÁL Framkvæmdir eru hafnar við nýbyggingu Háskólans í Reykjavík. Samhliða þeim stend- ur yfir mikil uppbygging á innri starfsemi skólans. Ráðið verður í tugi nýrra akadem- ískra starfa á næstu misserum. Jafnframt mun alþjóðlegt ráð- gjafaráð fræðimanna og stjórn- enda úr sjö erlendum háskólum starfa við hlið nýs háskólaráðs sem tekur til starfa í þessum mán- uði. „Við erum að byggja alþjóðlegan háskóla sem verður segull fyrir Íslendinga sem hafa unnið erlend- is en vilja vera hluti af alþjóðlegu vísindasamfélagi með starfsvett- vang hérna heima,“ segir Svafa Grönfeldt, rektor Háskólans í Reykjavík. Að undanförnu hafa bæst í hópinn innlendir og erlendir sérfræðing- ar frá fjölmörgum háskólum um allan heim sem og starfsmenn frá fyrirtækjum og stofnunum á borð við tölvurisann Microsoft, Geim- ferðastofnun Bandaríkjanna og Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni. „Við erum ekki bara að steypa veggi niðri í Vatnsmýri heldur einnig að bæta markvisst við öfl- ugan hóp HR-inga svo þegar við flytjum í áföngum næsta haust og á árinu 2010 séum við tilbúin,“ segir Svafa. Nýbygging HR við rætur Öskju- hlíðar verður ein sú stærsta í Reykjavík eða um 40 þúsund fer- metrar. Til samanburðar er Kringl- an um 54 þúsund fermetrar. Svafa lýsir í viðtali við Frétta- blaðið að ekki sé einungis verið að bylta aðstöðu kennara, nemenda og starfsfólks með nýjum húsa- kosti heldur standi yfir uppbygg- ing á allri innri starfsemi hans. Stefnt sé að því að móta háskóla í fremstu röð í Evrópu og skapa Reykjavík sess sem alþjóðleg háskólaborg innan fárra ára. „Við erum í raun með marga háskóla undir einu þaki sem verð- ur segull á hæfileikafólk hér á landi og erlendis. Þannig getur HR haft mikil áhrif því við verðum að skapa vöggu þekkingar sem fæðir starfskraftinn fyrir fyrirtækin okkar,“ segir Svafa Grönfeldt. - shá / sjá viðtal á síðu 26 32
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.