Fréttablaðið - 02.02.2008, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 02.02.2008, Blaðsíða 10
10 2. febrúar 2008 LAUGARDAGUR FASTEIGNIR Mikil uppbygging á atvinnuhúsnæði er nú á höfuð- borgarsvæðinu en samkvæmt upplýsingum frá Magnúsi Ara Skúlasyni, hagfræðingi og ráðgjafa, er áætlað að meira en hálf milljón fermetra af atvinnu- húsnæði sé í bygggingu. Sam- kvæmt upplýsingum frá Magnúsi Ara, sem rannsakað hefur fasteignamarkaðinn, er líklegt að verktakar haldi að sér höndum og dragi úr byggingarhraða á næstunni. Fasteignamarkaðurinn hefur róast mikið að undanförnu og veltan minnkað snögglega. Fermetraverðið fer lækkandi en hægt þó. Mestu ræður þar minnkandi útlán banka og annarra fjármála- stofnana og skörp lækkun á hlutabréfamörkuðum. - mh Fasteignamarkaðurinn: Miklar bygging- ar á áætlun KÖLD KYRKISLANGA Kyrkislanga hjúfrar sig saman ofan á potti með rafmagns- ljósi í til að fá þaðan hita í dýragarðin- um í Ahmedabad í Indlandi. Gífurlegur kuldi hefur verið á þessum slóðum undanfarið. NORDICPHOTOS/AFP VINNUMARKAÐUR Kristján Gunnars- son, formaður Starfsgreinasam- bandsins, segir að örlítið hafi miðað í samningaviðræðum við Samtök atvinnulífsins fyrir helgina og að línur séu orðnar skýrari en áður. Kristján hefur boðað samninga- nefnd sambandsins á fund á þriðjudag og telur að í næstu viku reyni á hvort samningar náist eða ekki. Samningamenn SGS og SA hittast eftir hádegi á mánudag. Búist er við að samningamenn SA ræði nú við fulltrúa fleiri landssambanda innan ASÍ áður en samningaviðræðum við SGS verður haldið áfram. - ghs Formaður SGS: Línur eru farn- ar að skýrast SVÍÞJÓÐ, AP Sænskur dómstóll dæmdi á föstudag breskan mann, Christer Merrill Aggett sem kallaður er HIV-maðurinn, í fjórtán ára fangelsi og til að greiða bætur fyrir að smita tvær ungar konur og sex börn af HIV-veirunni. Þá kom hann þrettán konum í smithættu með því að hafa mök við þær án þess að nota verju. Mál Aggetts hefur vakið gríðarlega athygli í Svíþjóð og víðar á Norðurlöndum. Sænskir fjölmiðlar hafa sagt frá því að Aggett hafi að öllum líkindum verið í kynferðislegu sambandi við að minnsta kosti 130 konur á fimm ára tímabili. Konurnar komst hann í sam- band við í gegnum netið. Búist er við að Aggett áfrýi. - ghs Dómstóll í Svíþjóð: HIV-maðurinn hlýtur dóm LÖGREGLUMÁL Lögreglan í Vest- mannaeyjum hefur haft afskipti af manni sem gerði að minnsta kosti fjórar tilraunir nýverið til þess að lokka ung börn upp í bíl til sín. Fyrsta atvikið átti sér stað um miðjan janúar, samkvæmt upplýs- ingum Fréttablaðsins. Síðari til- raunirnar þrjár gerði maðurinn svo á hálfs mánaðar tímabili eftir það. Hann lónaði í nágrenni við grunnskólana á staðnum á bíl sínum og bauð börnum sem hann komst í tæri við að skutla þeim eitthvert eða að gefa þeim sæl- gæti. Ekkert barnanna, sem voru í kringum tíu ára aldurinn, beit á agnið. Öll tilvikin áttu sér stað um seinni part dags, eftir að dimmt var orðið. Málið komst upp þegar börnin sögðu foreldrum sínum frá mann- inum og gylliboðum hans. Foreldr- arnir leituðu samstundis til lög- reglu og tilkynntu um tilvikin. Ein stúlknanna, sem maðurinn reyndi að nálgast, náði hluta af bílnúmeri hans og með þær upplýsingar í farteskinu reyndist lögreglu eftir- leikurinn auðveldur. Maðurinn játaði sök, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins, en gat harla litlar skýringar gefið á athæfi sínu. Ekki er vitað til þess að hann hafi orðið uppvís að athæfi af þessu tagi áður en þetta gerðist við grunnskólana. Tryggvi Kr. Ólafsson, fulltrúi lögreglunnar í Vestmannaeyjum, vildi lítið tjá sig um málið sem slíkt. Hann bendir hins vegar á mikilvægi þess að útivistarreglur barna séu virtar. „Oft á tíðum hafa þessir menn verið á ferðinni á kvöldin og því viljum við ítreka að foreldrar sjái til þess að farið sé eftir gildandi útivistarreglum,“ segir hann. „Við undirstrikum við börn og foreldra á haustin að fara eftir úti- vistarreglunum, svo að allir séu samstiga,“ segir Fanney Ásgeirs- dóttir, skólastjóri í Vestmannaeyj- um. „Þá hefur lögreglan komið og spjallað við börnin um útivistar- málin sem og önnur öryggismál.“ Fanney segir það mikilvægt að börn séu meðvituð um tiltekin atriði eins og að fara ekki upp í bíl eða í heimsóknir til fólks sem þau hvorki þekkja né treysta. Í þess- um tilvikum sem að ofan greinir hafi þau farið hárrétt að og látið vita um tilraunir mannsins. „Í tengslum við þetta var rætt á almennum nótum við börnin í yngri bekkjunum.“ jss@frettabladid.is Reyndi ítrekað að lokka börn upp í bíl Karlmaður í Vestmannaeyjum hefur gert að minnsta kosti fjórar tilraunir til að lokka ung börn upp í bíl hjá sér. Hann bauð þeim bæði bílfar og sælgæti. Ekkert barnanna þáði gylliboðin. Lögregla hefur haft afskipti af manninum. FRÁ VESTMANNAEYJUM Karlmaður lónaði í nágrenni við grunnskólann í Vest- mannaeyjum á bíl sínum og reyndi síðan að lokka börn upp í með því að bjóðast til að skutla þeim eða að bjóða þeim sælgæti. Ein stúlknanna mundi hluta af bílnúmerinu og þannig gat lögreglan haft uppi á honum. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.