Fréttablaðið - 02.02.2008, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 02.02.2008, Blaðsíða 12
12 2. febrúar 2008 LAUGARDAGUR Umsjón: nánar á visir.is KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] OMX ÍSLAND 15 Fjöldi viðskipta: 678 5.464 -0,32% Velta: 6.496 milljónir HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Atorka 8,24 +0,73% ... Bakkavör 49,80 -0,40% ... Eimskipafélagið 32,30 +0,78% ... Exista 14,22 +4,41% ... FL Group 10,20 +0,00% ... Glitnir 19,35 -0,77% ... Ice- landair 27,45 -0,18% ... Kaupþing 775,00 -1,15% ... Landsbankinn 30,80 +0,00% ... Marel 99,60 +0,10% ... SPRON 6,87 +1,63% ... Straumur-Burðarás 13,89 -0,64% ... Teymi 5,70 +0,53% ... Össur 95,70 +0,53% MESTA HÆKKUN EXISTA 4,41% SPRON 1,63% FØROYA BANKI 1,45% MESTA LÆKKUN FLAGA 3,20% KAUPÞING 1,15% ICELANDIC GROUP 0,87% „Við ætlum ekki að selja kjarna- eignir í nánustu framtíð. Þetta eru langtímafjárfestingar og þær eru ekki til sölu,“ segir Lýður Guð- mundsson, starfandi stjórnarfor- maður Existu. Félagið kynnti afkomu sína fyrir síðasta ár í gær- morgun. Óróleiki og gengislækkun á alþjóðlegum fjármálamörkuðum höfðu talsvert að segja um afkomu Existu á seinni hluta árs. Að sögn Lýðs getur Exista lítið gert til að bregðast við slíkum hræringum en það sé vel tilbúið til að takast á við þær. Félagið losaði engu að síður um stöðutökur og lokaði veltubók með einskiptikostnaði sem féll til á fjórða ársfjórðungi í fyrra. Á henni var um hálfur til einn milljarður evra að jafnaði, að sögn Lýðs. Fjórum starfsmönnum var sagt upp í kjölfarið. Félagið kynnti í kjölfarið breyt- ingar á skipuriti sínu, stofnun tveggja deilda, rannsókna og fjár- stýringar, sem undirstriki enn frekar fjármálaþjónustu sem kjarnastarfsemi félagsins. Greiningardeild sænska bank- ans Enskilda birti álit um eigna- stöðu Existu fyrir tæpum hálfum mánuði en þar sagði að fyrirtækið gæti neyðst til að selja eignir í Kaupþingi, Sampo og Storebrand með afslætti vegna mikillar geng- islækkunar frá miðju síðasta ári. Enskilda hefur dregið í land og viðurkennt að forsendur útreikn- inganna hafi verið rangar. Lýður segir orðróm sem þennan hafa komið mjög illa við Existu, jafnt hluthafa sem aðra. Slíkt sé slæmt þar sem þagnarskylda hvíli á stjórnendum Existu þremur vikum fyrir birtingu uppgjörs og bindi hendur þeirra. Engu að síður hafi félagið sýnt fram á sterka lausafjárstöðu sína í kjölfarið. „Þetta voru ímynduð vandræði,“ segir Lýður og ítrekar góða eigna- stöðu Existu en félagið er fjár- magnað til næstu 69 vikna, eða fram á næsta ár. jonab@frettabladid.is Óábyrgur orðróm- ur kom Existu illa Staða Existu er sterk og félagið ætlar ekki að selja eignir. Stjórnendur segja orðróm um slæma stöðu, sem byggist á röngum forsendum, óábyrga og hafa komið félaginu illa. UPPGJÖRIÐ KYNNT Lýður Guðmundsson, starfandi stjórnarformaður Existu, segir félagið ekki geta stjórnað utanaðkomandi áföllum en að það standi sterkum fótum. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN Hagnaður Skipta, móðurfélags Símans, nam 3,1 milljarði króna árið 2007. Um er að ræða viðsnúning upp á 6,7 milljarða frá fyrra ári. Sala Skipta nam 32,7 milljörðum króna á árinu og jókst um rúmlega þrjátíu prósent milli ára. Skipti hafa á undanförnum misser- um keypt fyrirtæki með starfsemi í Bret- landi og á Norðurlöndum. Á árinu myndaðist um fimmtungur tekna samstæðunnar utan Íslands. Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Skipta, segir afkomuna mjög góða hvort sem horft er til fjarskipta eða upplýsingatækni. Horf- ur í rekstri fyrir þetta ár eru ágætar. „Und- irbúningur fyrir skráningu Skipta á markað gengur vel en vegna viðræðna um möguleg kaup á slóvenska fjarskiptafélaginu Telec- om Slovenije þá hefur ferlinu seinkað nokk- uð og er nú stefnt að skráningu í lok mars,“ segir Brynjólfur. - jsk Viðsnúningur hjá Skiptum Stefnt er að skráningu í marslok. Kaupum í Slóveníu hefur seinkað. BRYNJÓLFUR BJARNASON Til stendur að skrá Skipti á markað í lok mars. Skipti skiluðu 3,1 milljarði króna í hagnað árið 2007. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓBERT Samkeppniseftirlitið heimilar að Kaupþing eignist 49 prósent í Ekortum, að uppfylltum skilyrð- um. Ekort eru í eigu SPRON og Kaupþings. Samkeppniseftirlitið segir að fyrirtækin verði að tryggja að rekstrarlegur og stjórnunarleg- ur aðskilnaður verði milli þeirra og Ekorta. Kaupþing og SPRON mega ekki hafa með sér neina sam- vinnu um greiðslukort sem hvor banki gefur út um sig. Þá er stjórnar- og starfsmönnum Ekorta óheimilt að veita eigend- um sínum hvers konar viðskipta- legar upplýsingar. - ikh Kaupþing má eiga í Ekortum www.skrifstofa.isÁrmúla 22 108 Reykjavík • Sími 533 5900 • Fax 533 5901 • skrifstofa@skrifstofa.isOpnunartími: mánud. - föstud. 9:00 til 18:00 og laugard. 11:00 - 15:00 BR O S 01 37 /2 00 7 Þreytist þú eftir langan vinnudag? Verð frá kr. 49.900 Lausnin gæti einfaldlega verið að skipta reglulega um stellingar. Núna bjóðum við úrval af hæðarstillanlegum rafmagnsskrifborðum. TANNVERNDARVIKA 2008 KYNNINGARFUNDUR 5. FEBRÚAR KL. 11.00 Í FRÆÐSLUSAL BARNASPÍTALA HRINGSINS VIÐ HRINGBRAUT Fræðslufundur verður á vegum Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og Lýðheilsustöðvar í tilefni af útgáfu margmiðlunardisks með fræðsluefni um munnhirðu. Fræðslan er einkum ætluð starfsfólki á heilbrigðisstofnunum en einnig öllum öðrum sem vinna við að fræða um heilbrigða lífshætti. DAGSKRÁ 11:10 Ávarp - Guðmundur Einarsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins 11:15 Kynning fræðsluefnis - Hólmfríður Guðmundsdóttir, tannlæknir hjá Miðstöð tannverndar og Lýðheilsustöð 11:30 Frumsýning fræðsluefnis 11:50 Umræður - fyrirspurnum svara tannlæknarnir Inga B. Árnadóttir, forseti tannlæknadeildar Háskóla Íslands, Helga Ágústsdóttir, deildarstjóri í Heilbrigðisráðuneytinu, og Hólmfríður Guðmundsdóttir 12.00 Fundarslit Fundarstjóri: Þórólfur Þórlindsson, forstjóri Lýðheilsustöðvar. Léttar veitingar í boði. Fundurinn er öllum opinn en að auki er með fjarfundarbúnaði hægt að fylgjast með honum hvar á landinu sem er. Þeir sem þess óska þurfa að hafa samband við bruarstjori@landspitali.is og gefa upp IP tölu fyrir hádegi mánudaginn 4. febrúar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.