Fréttablaðið - 02.02.2008, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 02.02.2008, Blaðsíða 16
16 2. febrúar 2008 LAUGARDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Kristján Hjálmarsson, Trausti Hafliðason og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál). FULLTRÚI RITSTJÓRA: Páll Baldvin Baldvinsson. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og þéttbýlissvæðum á suðvesturhorninu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 UMRÆÐAN Ráðhúsmótmæli Rottumaðurinn er sár, ekki aðeins út í heiðvirða borgarstjórann sinn heldur líka út í unglingabókahöfundinn og ofur- bloggarann Ólaf Sindra Ólafsson, sem hélt uppi bloggsíðunni Mengellu. Í Bakþönkum sínum á fimmtudag skrifar Ólafur Sindri um mótmæli sem áttu sér stað í Ráðhúsi Reykjavíkur í síðustu viku. Kemur hann sér í þá skemmtilegu stöðu að vera bara á móti öllum og öllu, nema Dr. Gunna (sem allir kunna að vísu vel við). Sérstaklega er hann Ólafur á móti mér og innblásinn af Freud nefnir hann mig Rottumanninn. Eflaust ætti ég að láta af mótmæl- um og taka í staðinn upp bloggskrif undir kven- mannsnafni (hvað segði Freud um það?) eða jafnvel skrifa unglingabók um strák sem er sendur til Akureyrar, svikinn af félaga sínum og loksins táldreginn af einstæðum tölvunarfræðingi á Sjallanum. Ég gæti nefnt bókina Ó Ó... Allt þetta er svo miklu betra en að mótmæla, ég meina hver er tilgangurinn með því? Er rangt að sýna spilltum stjórnmála- mönnum að þeir komist ekki upp með allt hljóðalaust? Var það kannski orðbragð mitt sem fór fyrir hjartað á unglingabókahöfundinum? Ég bið hér með alþjóð og Ólaf afsökunar, ég hefði átt að blóta á íslensku. Mér finnst það hins vegar mikið sorgarefni þegar þjóð sem allt lætur yfir sig ganga, myglað mjöl og enn myglaðari stjórnmála- menn, skammast yfir mótmælum og kallar þau skrílslæti. Hvenær munu Ólafar landsins standa upp fyrir sjálfum sér? Ég gerðist sekur um dónaskap en er það verra en að gerast sekur um andleysi og aðgerðaleysi? Ég er ekki í neinni ungliðahreyfingu og hef aldrei verið, ég er ekki úr MR né MH, ég er aðeins manneskja sem stóð upp og lét í mér heyra í stað þess að halda mig í öruggri fjarlægð og bíða eftir „klímax“ eins og stórvinur minn orðar það. En mig grunar að hann þurfi að bíða lengi eftir því ef hann stendur ekki fyrir neitt, nema kannski sjálfan sig. Páll Zophanías Pálsson borgarstarfsmaður og Rottumaður. xxxxxxx Rangur endi? Á mánudag stendur til að ræða á Alþingi tillögu Kolbrúnar Halldórs- dóttur og fleiri þingmanna um að settar verði siðareglur fyrir opinbera starfsmenn þar sem þeim verður meinað að kaupa eða þiggja kynlífs- þjónustu í vinnuferðum í útlöndum. Í greinargerð er bent á að slíkar siða- reglur hafi verið settar í Noregi og Svíþjóð og fylgir sögunni að það hafi verið gert eftir í ljós kom að „tölu- verður hluti“ opinberra starfsmanna í ríkjunum hefði keypt sér kynlífs- þjónustu á ferðalagi eða þegið hana í boði heimamanna. Ekkert liggur fyrir um hvort íslenskir embættis- eða þingmenn hafi heimsótt vændishús í útlöndum en kannski væri hyggilegt að gera á því rannsókn. Þá fyrst kæmi í ljós hvort þarft væri að banna slíkar heimsókn- ir sérstaklega. Hárréttur maður Ljóst er að borgarbúar og aðrir eig- endur Orkuveitu Reykjavíkur eru ljón- heppnir með nýjan stjórnarformann fyrirtækisins, Kjartan Magnússon borg- arfulltrúa. Þar fer maður sem hefur vit á málunum. Í grein í Moggann í gær leiðbeinir Kjartan fólki um hvernig það skuli haga sér í kuldakastinu sem nú stendur. Meðal ráða stjórnarformannsins er að hækka í ofnum og hafa ekki opið út. Stundum – stundum ekki Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir reykingar á veitingastöðum ekki koma sér við. Það sé ekki hennar að aðhafast þótt lög um reykinga- bann séu brotin. Í skjóli þess hafa veitingamenn í miðborg Reykjavíkur leyft viðskiptavinum sínum að kveikja sér í innandyra. Sama var ekki uppi á teningunum síðasta sumar þegar einmunablíða lék við landsmenn og einstaka veitingamaður í miðborginni heimilaði gestum sínum að sitja utandyra og sötra öl eða annað það sem var í glösum. Þá brást lögregla höfuðborgarsvæðisins við af mikilli einurð og skipaði mönnum að fjarlægja borð og stóla af stéttum og torgum. Þá var viðkvæðið að þannig væru lögin og þeim yrði að framfylgja. bjorn@frettabladid.is N ý stjórn í Orkuveitu Reykjavíkur kom saman í gær. Kjartan Magnússon fékk sinn stærsta bitling til þessa sem laun fyrir ljósmóðurstörf. Það er köttur í bóli bjarnar: um fætur sjálfstæðismanna í stjórninni hringar sig Ásta Þorleifsdóttir og þeir hlaupa ekkert með hana. Ekki að þá vanti höftin: Skýr útrásarstefna sem mótuð var á landsfundi sjálfstæðismanna glutraðist niður í falinni uppreisn borgarfulltrúa gegn gamla góða Villa. Þeir sáu skyndilega enga ástæðu til að fyrirtæki í opinberri eigu legðist í víking. Stundum vilja menn vera samkvæmir sjálfum sér, þrátt fyrir landsfundar- samþykktir. Þversagnakennd afstaða í þessum mikilvæga málaflokki held- ur því áfram að vera sjálfstæðismönnum fótakefli. Í síðustu viku var gengið frá viljayfirlýsingu REI, dótturfyrirtækis Orkuveitu Reykjavíkur, og ríkisstjórnar Djíbútí um samstarf í orkumálum á grunni einkaleyfis sem REI fékk til nýtingar á Assal-misgenginu fyrir réttu ári. Það voru stórmenni á staðnum, forseti og iðnaðar- ráðherra og margt fínt fólk. En ekki Kjartan – og Ásta. Og í gær hélt útrásin áfram: Hinn gamansami og gjörhuguli iðnaðarráðherra hélt þá stutta kynningu í Brussel fyrir kontórista í orkudeild framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins og bauð upp á samstarf um greiningu á jarðhitanýtingu í Evrópu þar sem mönnum er oft kalt á tánum á köldum vetrum. Lagði Össur til að Íslendingar og Evrópusambandið tækju upp samstarf í öðrum heimshlutum: Afríku og Suður-Ameríku. Margt mektarmanna úr íslenskum orkugeira var þar. Og á eftir ræddi ráðherra frekar við orkumálastjóra Evrópusambandsins, Andirs Piebalgs. Ekki var nýr stjórnarformaður Orkuveitunnar þar enda upptekinn við að stjórna fundi í nýrri stjórn í Árbænum. Er nema von að kjósendur í Reykjavík skilji bara ekkert í því hvað er í gangi með kjörna fulltrúa þeirra? Það er stutt milli heimila þeirra Össurar og Kjartans í Vesturbænum. Þeir ættu máski að hittast yfir kaffi og tala saman maður á mann um fram- tíð útrásar okkar í orkumálum? Líklega eru ekki nema örfá misseri sem íslenskir ráðamenn hafa til að fylkja íslenskum fyrirtækjum til útrásar í nýtingu jarðvarma. Lengi vel leit út fyrir að þar væru menn úr flestum flokkum samstiga, en svo truflaðist meirihluti sjálfstæðismanna í Reykjavík í tilhlaupinu, var að horfa annað – og datt. En eins og gerist í öllum keppnum spretta dugmiklir þátttakendur á fætur, dusta af sér óhreinindi, laga sig til og sækja á markið. Nýrri stjórn Orkuveitu Reykjavíkur er óskað til lukku með sætin. Vonandi tekst mönnum þar á stólum að finna og sameinast um stefnu sem verður ekki til trafala í rannsóknum og þróun á nýjum og löngum ónýttum jarðhitasvæðum heimsins. Ekki bara fyrir íslensk fyrirtæki á þessu sviði, ekki bara fyrir íslenska vís- inda- og tæknimenn, ekki bara fyrir eigendur íslenskra orkufyr- irtækja, heldur líka fyrir þá sem njóta ekki ylsins úr jörðu fyrir fótum þeirra. Sveltur sitjandi kráka, fljúgandi fær. Fundahöld um hitaveitu í kuldanum: Að stökkva eða hrökkva PÁLL BALDVIN BALDVINSSON SKRIFAR Á ég að gæta bróður míns? Málþing Sjónarhóls um systkini barna með sérþarfi r fi mmtudaginn 7. febrúar kl. 8.30 - 12.30 í Gullhömrum, Grafarholti. Á málþinginu verður fjallað um upplifun og aðstæður systkina barna með sérþarfi r. Fagfólk, foreldrar, systkini, afar og ömmur og allir þeir sem láta sig málefni barna með sérþarfi r varða eru hvattir til að mæta. Skráning fer fram á heimasíðu Sjónarhóls www.sjonarholl.net Þátttaka er endurgjaldslaus Á þriðjudag birti Morgunblað-ið grein eftir nafna minn, Hallgrím Helga Helgason, blaðamann sama blaðs. Hún hét „Ógæfuleg fyrirmynd“ og líkti ritstjórnarstefnu Moggans, í kjölfar umræðna um heilsu borgarstjóra, við aðferðir nasista sem kenndu vinstri- mönnum um ráðhúsbrunann í Berlín. Greininni fylgdi hins vegar mynd af undirrituðum. Leiðrétting mun hafa birst daginn eftir en ég hnykki hér með á henni þótt ég hefði auðvitað glaður gengist við greininni. Föstudagskvöldið áður sat ég í Kastljósþætti gegnt Agnesi Bragadóttur blaðakonu á Morgunblaðinu. Umræðan snerist um kúppið í borgarstjórn og heilsu borgarstjóra. Agnes taldi illa komið fram við Ólaf F. Magnússon. Krafan um að hann sýndi læknisvottorð er hann sneri aftur til starfa hefði verið hreinn dónaskapur. Þetta kvöld hafði enn ekki komið fram hver hefði beðið um téð vottorð, en í þættinum ýjaði blaðakonan að því að hún vissi það. Hér var um klassísk Morgunblaðsvinnu- brögð að ræða; almenningur látinn vita að blaðið viti eitthvað sem hann veit ekki, og ekkert víst að fólki verði sagt það. Álag á uppsagnadeild Að þessu sinni var þó slag látið standa. Hinar eldfimu upplýs- ingar voru reyndar ekki settar fram í fréttaformi heldur í leiðara, strax daginn eftir: „Forystumenn Samfylkingar- innar hafa síðustu daga staðið fyrir ósæmilegri aðför að nýjum borgarstjóra, Ólafi F. Magnús- syni. Sú aðför hófst með tilraun þeirra til þess að koma í veg fyrir, að hann tæki setu í borgarstjórn, sem hann var kjörinn til setu í, með því að krefjast heilbrigðisvottorðs, þegar hann sneri til baka úr veikindaleyfi. Það er ekki hægt að krefja kjörinn fulltrúa um slíkt vottorð og sú gjörð var Degi B. Eggertssyni, lækni og fyrrverandi borgarstjóra til skammar.“ Á sunnudeginum mætti Dagur í Silfur Egils og bar þessa „frétt“ til baka. Um kvöldið mætti Ólafur sjálfur í Manna- mál Stöðvar 2 og þvertók fyrir að Dagur hefði komið illa fram við sig. Á mánudag staðfesti svo fyrrum skrifstofustjóri Reykja- víkurborgar að hann hefði beðið um vottorðið; slíkt heyrði til formsatriða þegar kjörnir fulltrúar lykju veikindaleyfum. Morgunblaðið hefur enn ekki borið óhróðurinn til baka og enn ekki beðist afsökunar. Margir hafa hins vegar borið Morgun- blaðið til baka. Þegar hringt var í skiptiborð á mánudag áttu sumir erfitt með að ná sambandi við uppsagnadeild. Fyrrnefndur leiðari hefur sjálfsagt verið Degi B. Eggerts- syni þungbær lesning. Dagur og Ólafur munu hafa þekkst um árabil og síðustu mánuði hafði borgarstjórinn fyrrverandi verið í daglegu vinar- og ráðgjafasambandi við Ólaf sem var að snúa aftur úr erfiðum veikindum. Þeim sem fylgdust með sjónvarpsmyndum af lyklaskiptum í Ráðhúsinu duldist ekki dramatíkin sem undir lá. Ólafur tók sakbitinn við lyklunum úr hendi Dags og setti á mikla lofræðu um hann. „Gangi þér vel,“ var það eina sem Dagur sagði. Verðið skrifað niður Ekk veit ég hvað sá sjúkdómur heitir sem hrjáir blaðið sem eitt sinn var „allra landsmanna“. En í heilögu stríði þess gegn andstæðingunum (sem munu vera tæpur helmingur þjóðar- innar) virðist allt leyfilegt. Mogginn gerir í því að skrifa sig út af markaðnum. Stundum hvarflar jafnvel að manni að verið sé að skrifa blaðið niður í verði svo einhver févana maður geti keypt það í fyllingu tímans. Keypt þann meirihluta sem nú er á hendi Björgólfs Guðmunds- sonar, aðaleiganda Morgun- blaðsins. Þegar ég var drengur var gefið út blað í Reykjavík sem kom út vikulega og hét Mánu- dagsblaðið. Af umtali mátti halda að það væri málgagn djöfulsins; hæfileg blanda af slúðri, klámi og mannorðsmeið- ingum með léttum andblæ af fasisma. Aldrei sá ég þó meira en forsíðu þessa blaðs sem selt var undir borðið í vissum sjoppum borgarinnar, en sá þó eitt sinn útgefandann ganga út úr Shell-sjoppunni á Miklabraut og að sínum ameríska kagga. Mér leið eins og ég hefði séð sjálfan Al Capone. Og nú er Björgólfur kominn í fötin hans. Andblærinn úr Hádegismóum er að minnsta kosti létt fasískur. Fyrrnefndur leiðari endaði á fallegri hótun: „Forystumenn Samfylkingarinn- ar ættu að sjá sóma sinn í því að hafa hægt um sig á næstunni.“ Hversu lengi ætlar eftirlætis auðmaður þjóðarinnar að þola prentsvertu á hvítflibba sínum? Mánudagsblaðið HALLGRÍMUR HELGASON Í DAG | Morgunblaðið H PÁLL ZOPHANÍAS PÁLSSON Rottumaðurinn skrifar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.