Fréttablaðið - 02.02.2008, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 02.02.2008, Blaðsíða 18
 2. febrúar 2008 LAUGARDAGUR Badmintonkonan Ragna Ingólfsdóttir er orðin ein skærasta íþróttastjarna okkar Íslendinga. Ragna hefur náð frábærum árangri heima sem erlendis og leggur nú alla áherslu á að komast á Ólympíuleik- ana í Peking í haust. Það er ljóst að badmintonfólk er afar vel statt með að hafa Rögnu sem andlit íþróttarinnar út á við. Hún kemur alls staðar vel fyrir og er góð fyrirmynd yngri kynslóðarinnar innan vallar sem utan. Ragna hvorki reykir né drekkur áfengi og æfingasókn hennar og jákvæðni á æfingum er til mikillar fyrir- myndar. Ragna nýtur sín vel í allri athygl- inni sem hún hefur fengið að undanförnu og menn eru sammála um að það hvetji hana enn meir til dáða þegar hún fær slíka viðurkenningu. Hún hefur líka talað mikið um að hún ætli sér að reyna að standa sig fyrir yngri kynslóðina og leggur því mikið kapp á að vera eins góð fyrirmynd og hún getur. Ragna er mikil keppnismanneskja en er ekki skapstór nema þá inni á vellinum. Hún kann bæði að taka sigri og ósigri, en getur verið grimm út í sjálfa sig eftir tapleiki. Hún tekur sigri af mikilli hógværð og tapar með sæmd. Hún er að sjálfsögðu vonsvikin og svekkt þegar hún tapar en ber sig vel. Ragna setur sér markmið og leggur gríðarlega mikið á sig að ná þeim og það einskorðast ekki bara við badminton- íþróttina. Ragna þarf að nýta tímann vel þar sem hún æfir mikið jafnframt því að vera í háskólanámi í heimspeki og sál- fræði. Hún er því vel skipulögð og tekur skólabækurnar með sér í keppnisferðirnar og lærir í flugvélun- um og á flugvellinum og nýtir því biðina vel. Eitt besta dæmið um dugnað og einbeitni hennar að ná mark- miðum sínum er þegar hún sleit krossbönd í hné 13. apríl í fyrra. Rögnu var þá eindreg- ið ráðlagt af læknum og öðrum viðkomandi að fara í aðgerð til þess að fá bót meina sinna. Aðgerð hefði hins vegar þýtt að Ragna hefði ekki getað keppt á stiga- mótum á ólympíutíma- bilinu í langan tíma eftir aðgerðina. Hún hefði því hrunið niður heimslistann og þar af leiðandi aldrei átt neinn möguleika á að vinna sér inn þátttökurétt á Ólympíuleikunum. Ragna var alls ekki tilbúin að gefa drauminn um Ólympíuleikana upp á bátinn. Hún hugsaði því frekar þannig að fyrst að hún hafi lent í þessum meiðslum þá hafi það bara átt að gerast og málið væri bara að finna lausnir. Hún ákvað því upp á sitt einsdæmi að fresta aðgerðinni og þess í stað leggja enn meira kapp á æfingar til að þjálfa sig þannig upp að hún gat spilað með þessi meiðsli. Hún æfði í marga klukkutíma á dag og var tilbúin að leggja ennþá meira á sig til þess að geta haldið áfram og ná því að upplifa drauminn sinn. Sannarlega ótrúlegt afrek og fáheyrt að keppa með slitið krossband í íþrótt sem reynir mikið á snöggar fótahreyfing- ar og þetta undirstrik- ar ekki síst gríðarleg- an andlegan styrk sem hún býr yfir. Hún spáir í raun mikið í hina andlegu hlið íþróttar sinnar og leggur mikla áherslu á að vera andlega reiðubúin fyrir keppnir og stundar til þess hugleiðslu. En þrátt fyrir að Ragna sé fagmaður fram í fingurgómana í íþrótt sinni og eyði miklum tíma í hana þá hefur hún alltaf tíma fyrir vini sína og vanda- menn. Rögnu er lýst sem hinni fullkomnu vinkonu. Hún er ótrúlega góð við annað fólk og það hefur aldrei stigið henni til höfuðs að vera orðin svona stór íþróttastjarna. Hún er hress og skemmtileg í hópi og vinkonur hennar tala líka um það að það sé alltaf hægt að stóla á hana og treysta henni fyrir öllu. Hún er jarðbund- in og hógværðin uppmáluð en þrátt fyrir hógværðina þá lætur Ragna engan labba yfir sig. Það er mikið í gangi hjá Rögnu og hún þarf því að passa upp á tímann. Hún er meðal annars með dagbók þar sem hún skrifar niður það sem hún þarf að gera á hverjum degi og þeir sem hafa fengið að skoða hana segja að það sér hreint ótrúlegt hvað stelpan nær að komast yfir á hverjum degi. Hún hefur vanið sig á að skrifa það niður sem hún þarf að gera bæði til þess að nýta tímann sem best en einnig til þess að passa upp á að hún komist yfir allt saman. MAÐUR VIKUNNAR Er hin fullkomna vinkona RAGNA INGÓLFSDÓTTIR ÆVIÁGRIP Ragna Björg Ingólfsdóttir er fædd 22. febrúar 1983 og verður því 25 ára í þessum mánuði. Hún er alin upp í næsta nágrenni Tennis- og badmintonfélags Reykjavíkur í Gnoðarvogi 1 sem hefur verið nánast annað heimili hennar. Faðir hennar er Ingólfur Ragnar Ingólfsson húsasmiður en móðir hennar er Guðbjörg Kristinsdóttir gjaldkeri. Ragna á einn bróður, Ingólf Ragnar Ingólfsson kírópraktor, sem er þremur árum eldri en hún. Ragna er í sambandi með Viðari Guðjóns- syni, knattspyrnumanni og blaðamanni á DV. Ragna hóf nám við Langholtsskóla einu ári á undan þar sem allar vinkonur hennar voru árinu eldri og hefur því alla tíð verið ári á undan í skóla. Hún kláraði málabraut við Menntaskól- ann við Sund og stundar nú nám í heimspeki og sálfræði við Háskóla Íslands þar sem hún á ekki mikið eftir. Hún hefur lagt ofurkapp á æfingar og keppni og á því aðeins eftir þau fög sem er skyldumæting í og einnig lokaritgerðina. Ragna er tólffaldur Íslandsmeistari í badminton, þar af hefur hún unnið fimm Íslandsmeistaratitla í röð í einliðaleik og vann þrefaldan sigur á Íslandsmeistaramótinu í fyrra. Hún er sjötta konan í sögu badmintoníþróttarinnar á Íslandi sem nær þeim árangri. Þegar Ísland vann Evrópukeppni B-þjóða sem haldin var í Laugardalshöll í janúar 2007 var Ragna einn af burðarásum liðsins en hún vann alla einliðaleiki sína á mótinu og alla tvíliðaleiki nema einn. Ragna hefur auk þess unnið fjögur alþjóðleg mót á ferlinum, þar af Iceland Express International tvö ár í röð. Ragna sigraði einnig í tvíliðaleik kvenna ásamt Katrínu Atladóttur á síðasta Iceland Express International. Ragna Ingólfsdóttir endaði í 3. sæti í kjörinu á Íþróttamanni ársins 2007 en aldrei áður hefur badmintonmaður orðið svo ofarlega í kjöri íþróttafréttamanna. Hún var nú síðast kjörin Íþróttamaður Reykjavíkur Ragna hefur komist hæst í 37. sæti heimslistans og 14. sæti Evrópulistans. Hún náði því á síðasta ári og miðað við stöðu hennar á heimslistanum í dag er líklegt að hún nái að vinna sér þátttökurétt á Ólympíuleikunum í Peking á þessu ári. Það kemur þó ekki endanlega í ljós fyrr en 1. maí 2008. VANN SÉR TIL FRÆGÐAR Ragna sleit krossbönd í hné þegar hún rann illa á gólfinu í leik gegn tékkneskri stúlku á opna hollenska meistaramótinu 13. apríl í fyrra. Þrátt fyrir að lenda í því mikla áfalli að slíta kross- bönd um mitt ár tók Ragna þátt í átján alþjóðlegum mótum víðs vegar um heiminn á árinu 2007. Hún er nú komin út á sitt annað alþjóðlega mót á árinu 2008 og það alla leið til Írans. Auglýsingasími – Mest lesið Skeifa n söluskr ifstofur16 www.r emax. is Einn ö flugas ti faste ignave fur lan dsins Allar fastei gnasö lur eru sjálfs tætt re knar o g í ein kaeign Fasteig nablað 151. T ölublað - 6. ár gangur - 27. J anúar 2 008 bls. 24ER ÞÍN ATVINNUAUGLÝSING HÉR? MEST LESNA ATVINNUBLAÐ LANDSINS LjósleiðarasérfræðingurLeitað er að metnaðarfullum og árangurs- drifnum einstaklingi til liðs við okkur í tæknideild Gagnaveitu Reykjavíkur. Tæknideild sér um tæknilega uppbyggingu, rekstur og viðhald á gagnaflutningskerfi GR. Starfssvið Starfsmaðurinn mun starfa sem sérfræðingur í ljósleiðarahópi GR sem er í forsvari fyrir:• Uppbyggingu ljósleiðaranets• Rekstri ljósleiðaranets• Línubókhaldi ljósleiðaranets• Heimlögnum • Innanhússlögnum• Verklagsreglum og gæðaskjölum Menntunar- og hæfniskröfur• Háskólapróf í verkfræði, tæknifræði, tölvunarfræði eða sambærileg menntun• Reynsla af lagningu innanhússlagna eða rafvirkjun/rafeindavirkjun er kostur• Reynsla af verkefnisstjórnun er kostur• Góð almenn tæknikunnátta• Fagleg, markviss og öguð vinnubrögð Umsjón með starfinu hafa Helga Jónsdóttir (helga.jonsdottir@capacent.is) og Tómas Oddur Hrafnsson (tomas.hrafnsson@capacent.is) hjá Capacent Ráðningum. Umsóknarfrestur er til og með 10. febrúar nk. Umsækjendur eru vinsamlega beðnir um að sækja um starfið á heimasíðu Capacent Ráðninga, www.capacent.is Verkefnastjóri Leitað er að drífandi og metnaðarfullum einstaklingi til starfa á verkefnastofu Gagnaveitu Reykjavíkur. Verkefnastofa heyrir beint undir framkvæmdastjóra og sér um að leiða stærri framkvæmdaverkefni á borð við ljósleiðaravæðingu heimila. Starfssvið Verkefnastjóri mun stýra fjölda verkefna tengdum ljósleiðaravæðingu og annarri starfsemi GR. Í starfinu felst:• Yfirverkstjórn mannafla verkefnis• Gerð tíma-, kostnaðar- og forðaáætlana• Áhættumat og viðbrögð við áhættu• Upplýsingagjöf til stjórnenda• Gerð útboðslýsinga og þátttaka í framkvæmd útboða• Samningagerð við verktaka Menntunar- og hæfniskröfur• Háskólapróf æskilegt• Reynsla af verkefnastjórn nauðsynleg• Góð almenn tæknikunnátta• Góð samskiptahæfni• Góð skipulags- og stjórnunarhæfni• Fagleg, markviss og öguð vinnubrögð Um Gagnaveitu ReykjavíkurGagnaveita Reykjavíkur, dótturfélag Orkuveitu Reykjavíkur, vinnur að uppbyggingu, þjónustu og rekstri á einu öflugasta ljósleiðaraneti landsins. Ljósleiðaranet GR nær um allt höfuðborgarsvæðið, til fjölda fyrirtækja og þúsunda heimila. Einnig nær netið um Vesturland til Bifrastar og um Suðurland til Vestmannaeyja. Um ljósleiðaranetið rekur Gagnaveitan öflugt dreifi- og samskiptakerfi fyrir sjónvarp, síma og Internet, byggt á IP/MPLS tækni. ANTONIO PUERTA MIKLOS FEHER MARC-VIVIEN FOÉ 20. JÚLÍ 1979 - 25. JANÚAR 2004 25. MARS 1972 - 29. DESEMBER 2007 1. MAÍ 1975 - 26. JÚNÍ 2003 PHIL O’DONNELL 26. NÓVEMBER 1984 - 28. ÁGÚST 2007 KNATTSPYRNUHREYFINGIN LEITAR LEIÐA TIL AÐ STÖÐVA HIÐ VAXANDI MEIN KNATTSPYRNUMANNA EIÐUR SMÁRI MÆLTI MEÐ HEMM VIÐ HARRY REDKNAPP ÓLAFUR JÓHANNESSON SVARAR ÖÐRUVÍSI 5 ERFIÐUSTU ANDSTÆÐINGAR ATLA EÐVALDSSONAR HVER ER ÞESSI ALEXANDER PATO? [ SÉRBLAÐ FRÉTTABLAÐSINS UM ÍÞRÓTTIR ] Sport febrúar 2008 SKYNDIDAUÐI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.