Fréttablaðið - 02.02.2008, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 02.02.2008, Blaðsíða 24
24 2. febrúar 2008 LAUGARDAGUR timamot@frettabladid.is MERKISATBURÐIR 1653 Nýja-Amsterdam er út- nefnd borg og fær síðar nafnið New York. 1852 Fyrsta breska almenn- ingssalerni karla opnað í Lundúnum. 1883 Snjóflóð fellur á bæinn Stekk við Borgarfjörð eystri. Sex manns fórust. 1932 Al Capone fangelsaður. 1935 Lygamælir fyrst notaður í réttarhöldum. 1940 Frank Sinatra syngur opin- berlega í fyrsta sinn. 1943 Þýskar hersveitir gefast upp í Stalingrad. 1982 David Letterman byrjar með spjallþáttinn á NBC. 1983 Alþingi samþykkir að mót- mæla ekki hvalveiðibanni Alþjóðahvalveiðiráðsins. 1990 Þjóðarsáttin undirrituð. SID VICIOUS, BASSALEIKARI SEX PISTOLS, LÉST ÞENNAN DAG ÁRIÐ 1979 „Ég er í raun hvorki sið- laus né illgjarn. Ég lít á mig sem góðhjartaðan og elska mömmu. Hef á tilfinning- unni að ég deyi ungur, en veit ekki af hverju. Ég bara finn það á mér.“ Enski pönkarinn Sid Vicious var ímynd ræflarokksins og hrækti á áhorfendur. Hann lést af of- neyslu heróíns, 21 árs gamall. Á morgun hefst ný og spennandi þáttaröð á Rás 2 í tilefni 25 ára af- mælis útvarpsstöðvarinnar 1. desem- ber næstkomandi. „Ég ætla að telja niður vikurn- ar næstu sunnudaga og bjóða „eldri röddum“ Rásar 2 í molasopa til að rifja upp skemmtilegar sögur af rás- inni og sjálfum sér, í bland við tónlist og valin dagskrárbrot frá undanförn- um aldarfjórðungi,“ segir Hjálmar Hjálmarsson, leikari og umsjónar- maður þáttanna Fyrst og fremst, sem hljóma munu á öldum ljósvakans alla sunnudaga klukkan þrjú. „Mikið af áhugaverðu fólki hefur komið við sögu Rásar 2 sem nú er flest orðið þjóðþekktir einstaklingar. Sumir hafa síðan farið út í pólitík, eins og Kolbrún Halldórsdóttir og Stefán Jón Hafstein, og aðrir fært út kvíarn- ar innan fjölmiðlaheimsins, eins og Arnþrúður Karlsdóttir, Gulli Helga, Jón Axel, Þorgeir Ástvaldsson og Jón Ólafsson, svo fátt af því úrvalsfólki sé upp talið,“ segir Hjálmar um þá heim- ilisvini þjóðarinnar sem byrjuðu fjöl- miðlaferilinn á Rás 2 fyrir aldarfjórð- ungi síðan. Sjálfur hefur Hjálmar verið viðloð- andi útvarpsmennsku á Rás 2 síðan 1990. „Ég hef verið í dægurmálaút- varpi síðdegis, morgunútvarpi, með Ekki-fréttir og staka þætti einn míns liðs og með öðrum, en þættirnir skipta þúsundum án þess að ég hafi talið það saman. Það verður svo sem ekk- ert nýtt í þessum þætti. Þetta verður skemmtilegur spjallþáttur og sá fyrsti sem ríður á vaðið verður Þorgeir Ást- valdsson, fyrsti útvarpsstjóri rásar- innar. Þorgeir er maðurinn sem stofn- aði og vann að undirbúningi Rásar 2, lagði línurnar, fór til útlanda að hlusta á aðrar útvarpsstöðvar og réði fólk eftir prufur. Þorgeir var brautryðj- andinn holdi klæddur og á heiðurinn að öllu því hæfileikafólki sem hvert mannsbarn þekkir nú úr útvarpi,“ segir Hjálmar sem sjálfur á sína eft- irlætisútvarpsmenn frá fyrstu árum Rásar 2. „Stefán Jón Hafstein þótti mér skeleggur útvarpsmaður sem tók á málunum í Þjóðarsálinni síðdegis, en Sigurður G. Tómasson og Þorsteinn Joð fengu mig einnig til að leggja við hlustir. Ég er ekki frá því að Rás 2 hafi verið sterkari í pólitískri umræðu í kringum 1990 þegar Stefán Jón var með dægurmálaútvarpið, en þá gerð- ust merkilegir hlutir í beinni útsend- ingu eins og ræða Davíðs Oddssonar þar sem hann skálaði Bermúdaskál,“ segir Hjálmar sem öfugt við marga man ekki hvar hann var þegar fyrsta útsending Rásar 2 fór í loftið og vinna lagðist niður á íslenskum vinnustöð- um svo enginn missti af þeim merka atburði. „Ég var á fyrsta ári mínu í Leiklist- arskólanum og hef örugglega verið í leikfimi úr því ekki gafst kostur á hlustun, en ég tók örugglega upp þráðinn um kvöldið. Frá upphafi hef ég verið dyggur hlustandi Rásar 2 og minnist ætíð setningar sem Andrés Björnsson sagði við Þorgeir Ástvalds- son við þessi tímamót; að Rás 2 ætti að vera „undirspil í amstri dagsins“. Það reyndist rétt hjá Andrési því enn léttir Rás 2 þjóðinni lífið við leik og störf,“ segir Hjálmar og útskýrir and- rúmsloftið þegar Rás 2 var hrundið af stokkunum á fullveldisdaginn 1983. „Það var eins og kúnum væri hleypt út að vori; slík var gleðin, krafturinn og viljinn. Þarna þurfti að losa um stíflu formfestu Ríkisútvarpsins sem á endanum brast. Mesta syndin er að margt hefur týnst frá þessum árum, sem ekki hefur verið skilgreint sem menningarverðmæti til lengri tíma þá, eins og upphaf Tvíhöfða með Jóni Gnarr og Sigurjóni Kjartans- syni. Tónlistarþættir í beinni útsend- ingu voru ekki teknir upp í þá daga, en í slíkum þáttum verða ómetanleg- ar uppákomur og merkilegur gesta- gangur; augnablik þar sem maður hefði viljað hafa segulbandið í gangi,“ segir Hjálmar sem lofar mikilli nost- algíu og skemmtilegheitum á afmæl- isári Rásar 2. thordis@frettabladid.is HJÁLMAR HJÁLMARSSON: AFMÆLISÞÆTTIR Í TILEFNI 25 ÁRA AFMÆLIS RÁSAR 2 Bermúdaskál í beinni Í AFMÆLISSKAPI Hjálmar Hjálmarsson leikari er einn ástsælasti dagskrárgerðarmaður Rásar 2 og sló í gegn með Ekki-fréttum á sínum tíma. Í tilefni 25 ára afmælis Rásar 2 á árinu verður hann með dásamlega sunnudagsþætti með gestum úr sögu rásarinnar sem rifja upp gamla tíð og nýja. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Það var þennan dag fyrir tuttugu árum að Hall- dór Halldórsson, 25 ára Kópavogsbúi, varð fyrstur Íslendinga til að fá nýtt hjarta og lungu með skurðaðgerð. Halldór hafði fæðst með alvarlegan hjartagalla og átti ekki langa ævi fyrir höndum fengi hann ekki ný líffæri. Hin flókna aðgerð fór fram á Old Court- sjúkrahúsinu í Lundúnum undir stjórn fremsta hjarta- skurðlæknis Breta, dokt- ors Magdi Yacoub. Að- gerðin heppnaðist í alla staði eins og best varð á kosið. Það var afríski lækn- irinn Christian Barn- ard sem fyrstur manna skipti um hjarta í manni árið 1967 en eftir það færðust að- gerðir sem þessar mjög í aukana. Þegar Halldór gekkst undir sína aðgerð þóttu hún enn áhættusamari því þrátt fyrir aukna tækni og betri lyfjagjöf var hætta á að líkaminn hafnaði hinum aðfengnu líffærum. En þótt það tæki Halldór nokk- urn tíma að jafna sig að fullu fór svo að hann gat lifað eðlilegu lífi með nýja hjartað og lung- un, en margir Íslendingar muna enn vel eftir baráttu Halldórs sem vakti mikla aðdáun landsmanna fyrir æðruleysi og hugrekki. ÞETTA GERÐIST 2. FEBRÚAR 1988 Íslendingur fær nýtt hjarta HALLDÓR HALLDÓRSSON HJARTA- OG LUNGNAÞEGI. AFMÆLI KJARTAN GUÐ- JÓNSSON leikari er 43 ára. JÓN AXEL BJÖRNSSON myndlistarmaður er 52 ára. SIGURBJÖRN BÁRÐARSON tamningameist- ari er 56 ára. Amtbókasafnið á Akureyri býður upp á sýningu um leik- list á Akureyri laugardag 2. febrúar í forsal og kaffiteríu safnsins. Tilefni sýningarinnar er aldarafmæli Samkomu- hússins í fyrra og níræðisafmæli Leikfélagsins á sama ári. Á sýningunni er gefið yfirlit í máli og myndum yfir leik- starfsemi á Akureyri frá því þar var fyrst leikið árið 1860 til dagsins í dag. Sagt er frá fyrstu tilraunum áhugamanna, þegar leikið var nánast jöfnum höndum á dönsku og ís- lensku. Auk þess hvernig íslenskan vann á jafnt og þétt með leikritum skálda eins og Matthíasar Jochumssonar, Páls J. Árdals, Ara Jónssonar, Tómasar Jónssonar og fleiri. Með tilkomu Samkomuhússins árið 1907 batnaði öll að- staða til leiksýninga til mikilla muna og smám saman komst aukin festa á leikstarfið, einkum eftir stofnun Leik- félags Akureyrar árið 1917, en það hefur starfað óslitið síðan. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá forsvars- mönnum sýningarinnar. Til sýnis er mikið myndefni frá sýningum félagsins, auk þess sem sagt er frá helstu burða- rásum leikstarfsins. Þá eru nokkur sýnishorn af leikmun- um og búningum frá Leikfélagi Akureyrar og á mynd- skjá verða sýnd brot úr gömlum upptökum frá sýningum félagsins. Leikminjasafn Íslands stendur fyrir sýningunni. Textahöfundar eru Sveinn Einarsson, Jón Viðar Jónsson og Ólafur Engilbertsson, en hönnun sýningarinnar er í hönd- um Ólafs Engilbertssonar, Björns G. Björnssonar og Jóns Þórissonar. Sérstakur ráðgjafi vegna sýningarinnar er Haraldur Sigurðsson. Sýningin stendur til 10. mars og er opin á sama tíma og Amtsbókasafnið. Leiklist í rúma öld á Akureyri LEIKLIST Í RÚMA ÖLD Akureyri hefur verið þekkt fyrir blómstrandi leiklistarlíf en samkomuhúsið fagnaði í fyrra aldar starfi. Sony Computer Entertainment Europe gaf nýlega út nýja hugbúnaðaruppfærslu fyrir Playstation Portable, eða PSP- vélina, sem er lítil Playstation-leikjatölva. Ný uppfærsla fyrir PSP-tölvuna sem er útgáfa 3.90 Play station portable styður nú við Skype™ samskiptaforritið. Uppfærsla 3.90 gerir PSP Slim & Lite kleift að taka á móti og hringja sím- töl sem opnar fyrir nýja notkunarmögu- leika tölvunnar. Skype™ er tölvubún- aður sem gerir það mögulegt að hringja í aðra Skype™ not- endur frítt yfir netið og einnig er hægt að hringja í aðra síma gegn vægri greiðslu. Einnig er hægt að senda og taka á móti talskilaboðum frá yfir 200 milljónum Skype™ notenda víðs vegar um heiminn. PSP getur því sparað símkostnað sér- staklega á ferðalagi um heiminn. Til þess að nota Skype™ á PSP þarf að uppfæra hugbúnaðinn í útgáfu 3.90, skrá sig og spjalla með því að nota heyrnartól og fjarstýringu. Playstation komin í símsamband SÍMI Í LEIKJATÖLVUNNI Playstation getur nú þjónað hlutverki símtækis auk þess að vera leikfang. Faðir okkar og tengdafaðir, Haukur Hafstað lést á Heilbrigðisstofnuninni Sauðárkróki þriðju- daginn 29. janúar. Þórólfur H. Hafstað Þuríður Jóhannsdóttir Ingibjörg H. Hafstað Sigurður Sigfússon Ásdís H. Hafstað Sveinn Klausen Steinunn H. Hafstað Eiríkur Brynjólfsson Hjartans þakkir til allra þeirra er sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför móður minnar, tengdamömmu og ömmu, Sigurbjargar Guðmundsdóttur frá Útibæ í Flatey á Skjálfanda. Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki hjúkrunar- heimilis Sunnuhlíðar fyrir ástríka umönnun og hjartahlýju. Hjördís Ásberg Hjörleifur Jakobsson Guðmundur Gauti Sveinsson Elísa Björg Sveinsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.