Fréttablaðið - 02.02.2008, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 02.02.2008, Blaðsíða 26
26 2. febrúar 2008 LAUGARDAGUR Það sem hefur háð umræð- unni er hvernig forðast hef- ur verið að nefna hlut- ina réttum nöfnum og þar erum við að tala um fínni og næstum óáþreif- anlega fordóma. Tjaldinu var svipt þarna frá í síðustu viku og þeir blöstu við okkur. Allt sem heitir „geð“ –eitthvað er á bann- lista. ➜ VIÐMÆLENDUR Í HNOTSKURN B ók Sigurðar varð mjög fræg þegar hún kom út og er nær hvergi fáanleg í dag. Sigurður sjálfur lumar á einu snjáðu eintaki og lánar blaðamanni. Bókin Truntusól kom út árið 1973, tveimur árum eftir að hann hafði lagst inn á geðdeild Borgarspítalans. Frásögn Sigurðar þótti mjög hreinskilin og afdráttarlaus og gagnrýnendum í þá daga fannst Sigurður jafnvel minna á Þórberg og vakti ritið mikla athygli. Þegar bókin kom út sló Sigurður þann varnagla að hún væri skáldsaga. Það var fyrst fyrir ári síðan sem Sigurður sagði frá því að sagan væri aðeins annað og meira en það og segði frá raunverulegum tíma í lífi sínu. Og hann viðurkennir að sjálfur þurfi hann líka að berjast gegn eigin fordómum fyrir kafla í lífi sínu sem snerist um það að vera haldinn geðsjúkdómi – fordómum sem hann segist vita að margir séu með. Og umræðan undanfarnar vikur hafi opnað ofan í þann pytt. Veiktist fyrst í landsprófinu Sigurður er glaðlegur maður og það er næstum erfitt að trúa því að hann hafi lengi átt við þunglyndi að stríða. „Jú, ég er mjög léttur, með létt geð og kunningi minn segir að ég sé með kátustu mönnum sem hann þekki. En ég hef líka þunga hlið og er því hvort tveggja. Og er ofboðslega viðkvæmur og tek kannski inn á mig hluti sem aðrir taka ekki inn á sig og þarf að passa mig á hnjóskum mannlífsins. En veistu það, að fyrir 34 árum hefði næstum verið auðveldara fyrir mig að tala um þessa hluti en það er nú, tíðarandinn er allt annar í dag. Víðsýnin var ef til vill meiri hér þegar ég veiktist, enda töldu ýmsir þá að það væri þjóðfélagið sem væri fyrst og fremst sjúkt.“ Og saga Sigurðar hefst ... „Í Vestmannaeyjum. Ég ólst þar upp fyrstu fjögur árin og flutti þá til Reykjavíkur og tel mig Reykvíking. Ég er mjög náinn borginni og hef þrammað um öll hverfi hennar. Hvernig barn var ég? Já, ég var kannski ekki alveg venjulegt barn, með þó nokkuð af kækjum til dæmis, en veikindi mín dúkkuðu samt ekki upp fyrr en í landsprófinu, þegar ég var fimmtán ára gamall. Þá veiktist ég þannig að ég fékk hreinlega líkamleg einkenni. Öran hjartslátt og átti erfitt með öndun. Ég var sendur í rannsókn og í ljós kom að það sem á mér dundi var ofsakvíðakast. Þetta hafði sínar afleiðingar, ég fór til dæmis aldrei í skóla aftur.“ Ákvað að skrifa Sigurður jafnaði sig af kvíðakastinu en öðru hverju næstu árin, eða allt fram til 1980, varð hann veikur og lagðist meðal annars inn á geðdeild Borgarspítalans árið 1970. „Það skipti talsverðu máli á þessum tíma fyrir sjúklinga að þetta var partur af Borgarspítalanum en hét ekki Kleppur. Ég hefði ekki farið hefði þetta kallast Kleppur. Ári síðar var ég staddur heima hjá mér og hugsaði með mér: Skrifaðu um þetta. Og það gerði ég. Ég var mikill bókmennta- áhugamaður og vissi þó nokkuð um það hvernig ætti að skrifa bækur en ég var ekki nema 23 ára gamall þegar ég byrjaði að skrifa. Ég væri ekki heiðarlegur ef ég segði samt að þetta hefði verið auðvelt, þetta var nefnilega mikið átak.“ Í ritdómum um bókina var sér í lagi tekið til mannlýsinga og minnst á hve vel sjúklingum væri lýst – það er að segja sem eðlilegu fólki en ekki kúkú og gaga. Bókin kom út á afmælisdegi Sigurðar árið 1973 en næstu árin voru ekki baráttulaus. „Ég drakk mikið áfengi á þessum árum og þótt ég hafi ekki verið í þeirri óreglu sem nú viðgengst og notaði ekki annað en áfengi sem betur fer, hafði það sín áhrif. Ég hætti að drekka árið 1980 og það er lykilatriði í allri geðheilsu að koma ekki nálægt vímugjöfum. Þegar árin fóru að líða fór þetta að hverfa og það gæti verið aldurstengt. En ég var líka í tólf ára stífri sálfræðimeð- ferð eftir að ég hætti að drekka. Sú meðferð var erfið og krefjandi en þegar lífsgleðinni er ógnað og maður nýtur sín ekki vill maður allt til vinna. Maður naut sín aldrei.“ Fáir sem vissu um innra ástand mitt Geðsjúkdómar geta verið miserfiðir og kippt fólki út úr lífinu en það sem Sigurður kljáðist við var ekki af því tagi. „Þetta var allt saman innra með mér en ég lenti aldrei í árekstrum við ytra umhverfið og þeir voru svo sem ekki margir sem vissu hvernig mér leið. Það er sérstaklega þannig með þunglyndið, maður dregur sig kannski í hlé en það er engan sem grunar neitt. Þetta markerar mann helst þannig að Feluleikurinn meiri í dag Sigurður Þór Guðjónsson skrifaði bók um eigin dvöl á geðdeild fyrir um 34 árum. Hann segir fordómana jafnvel meiri í dag en þeir voru þá og ekki síst séu sjúklingarnir sjálfir með fordóma gegn eigin sjúkdómum. Júlía Margrét Alexandersdóttir hitti Sigurð sem segist seint munu losna undan titlinum Siggi Truntusól. VIÐKVÆMARI FYRIR UMRÆÐUNNI Í DAG „Ég verð nú bara að segja að mér finnst ég eiginlega viðkvæmari fyrir þessu núna en ég var fyrir 30 árum. Og ég sjálfur, eins og aðrir, þarf að passa mig að fara ekki inn í einhverja skel og vera ekki að verja þennan kafla og fela mig,“ segir Sigurður Þór Guðjónsson um umræðu um eigið þunglyndi. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN Sigurður hefur lengi fengist við skriftir og skrifar þessa dagana á eina vin- sælustu bloggsíðu landsins: www.nimbus.blog.is. Úr bók Sigurðar, Truntusól, útgefin árið 1973: Nýtt líf Það var miðvikudagur 21. október 1970. Ég gekk hikandi skrefum með stóra ferðatösku í hendi inn um aðalinngang Miklaspítalans í Reykjavík. Ég skimaði í allr áttir. Á spjaldi á einum veggnum stóð skrifað stórum stöfum sem mér fannst æpa framan í mig: Geðdeild A-2. Þangað var ferð minni heitið. Ég vildi þó vera viss í minni sök og ávarpa mannsmynd nokkurra sem sat þarna í anddyrinu: Er þetta ekki geðdeildin? Jú, anzar maðurinn og bandar hendinni að stórri glerhurð þar sem spjaldið stendur. Ég opna hurðina varlega og gægist inn. Síðan hleypi ég í mig kjarki og smokraði mér inn fyrir. Ég var kominn í langan gang og hafði eitthvert hugboð um að í þeim gangi væru margar dyr. Þarna stóð ég eins og steintröll með þessa æglegu tösku í höndunum og góndi í allar áttir. Ég vissi ekkert hvað ég átti af mér að gera. En þá birtist ung stúlka í hvítum slopp. Hún sagði: Get ég eitthvað hjálpað þér? Ja, ég á að leggjast hér inn, stama ég vandræðalega. Þá bendir hún mér á stóran glerkassa fyrir miðjum ganginum og segir að þar sé hjúkrunarkvennavaktin. Þessi fyrsta manneskja sem ég hitti í þessu húsi var handavinnukennari stofnunarinnar. Hún hét Lilja. Á vaktinni tók á móti mér ung hjúkrunarkona, holdug og broshýr á svipinn. Hún segir mér að koma með sér inn í litla kompu við vaktstofuna sem merkt var deildar- hjúkrunarkona. Ég hlammaði mér á stól sem þar var og beið þess er verða vildi með titringi og hjartslætti. Fullt nafn? Spurði hjúkrunarkonan. Sigurður Guðjónsson. manni getur þótt of mikil mannblendni óþægileg.“ Enda hefur Sigurðar aðallega fengist við skriftir af ýmsu tagi. Þótt ekki hafi fleiri bækur litið dagsins ljós hefur hann skrifað mikið fyrir blöðin og lengst af skrifaði hann fyrir Þjóðviljann og var tónlistargagn- rýnandi, eingöngu í klassískri tónlist. Og skrifin eru líka þó nokkur á blogginu en hann er einn vinsælasti bloggari landsins. Þar skrifar hann mikið um veður og mál málanna hverju sinni. Síðustu vikur segist hann hafa fundið það á þjóðfélagsumræð- unni – nokkuð sem hann hafði lengi grunað – að fordómar gegn geðsjúk- dómum séu ekki litlir í dag. Allt tal um „geð“ er bannað „Ég verð nú bara að segja að mér finnst ég eiginlega viðkvæmari fyrir þessu núna en ég var fyrir 30 árum. Og ég sjálfur, eins og aðrir, þarf að passa mig að fara ekki inn í einhverja skel og vera ekki að verja þennan kafla og fela mig. Umræðan undanfar- ið hefur mér hins vegar þótt hreint súrrealísk þegar borgarstjórinn okkar er gerður að einhverri hetju fyrir það að fara undan í flæmingi með sjúkdóm sinn. Ýmsir menn og konur hafa hingað til komið fram og rætt um geðsjúkdóma sína á hugrakkan hátt, svo sem Árni Tryggvason, Þórunn Stefánsdóttir sem gaf út bókina Konan í köflótta stólnum og fleiri. Auðvitað þurfa menn að vera með sterk bein til að koma fram og ræða svona mál og Ólafur borgarstjóri kallaði sín veikindi andlegt mótlæti. Það er hins vegar ekki réttnefni því enginn læknir skrifar upp á vottorð fyrir andlegu mótlæti. Það sem hefur háð umræð- unni er hvernig forðast hefur verið að nefna hlutina réttum nöfnum og þar erum við að tala um fínni og næstum óáþreifanlega fordóma. Tjaldinu var svipt þarna frá í síðustu viku og þeir blöstu við okkur. Allt sem heitir „geð“- eitthvað er á bannlista. Sem gerir umræðunni sannarlega ekki gott. Ég get alveg tekið undir það að Spaugstof- an hafi verið á mörkunum og sumir hafi nýtt sér veikindi Ólafs á móti honum, en hann bauð einfaldlega upp á það sjálfur með því að koma ekki heiðarlega fram. Viðbrögðin voru kannski svona vegna þess og hefðu aldrei farið út á þessar brautir ef hann hefði einfaldlega sagt hvað amaði að honum. Veikindi borgarstjóra eru ekki hans einkamál ef sú staða getur komið upp að hann veikist og hann hafi ekki varamann til að fylla í skarðið. Af þessum ástæðum varð umræðan um veikindin til.“ Sigurður segir að halarófan hafi svo elt í þessum undarlega feluleik. „Meira að segja Morgunblaðið gleymdi sér og fór út í leikinn og horfði framhjá þætti borgarstjórans í þessu öllu. Það sem er viðsjárverðara og erfiðara að eiga við eru þessir fínlegu fordómar heldur en þeir sem eru stórkarlalegir. Svo fínir og flottir að fólk á erfitt með að henda reiður á þeim.“ Sér Sigurður að lokum hvernig megi minnka fordóma? „Ég er nú ekki sá fyrsti til að vera spurður að því. Það er ekki hægt að vera viskubrunnur þegar kemur að þessari spurningu. Aðalatriðið er samt sem áður að vera meðvitaður um fordómana. Ég þarf að passa mig og allir aðrir. Og að fara ekki í feluleikinn.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.