Fréttablaðið - 02.02.2008, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 02.02.2008, Blaðsíða 29
HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA GRÆJUR ATVINNA TILBOÐ VINNUVÉLAR O.FL. Þó að landpóstarnir þurfi ekki lengur að vaða vötnin ströng þá verða þeir að hafa trausta fararskjóta því kröfurnar eru miklar um hrað- virka þjónustu. Pétur Jónsson póstbílstjóri er að leggja af stað frá Stórhöfðanum í Reykjavík út á Keflavíkurflugvöll. Hann ekur Renault Midlum 220 og sá bíll fer fjórar ferðir suður eftir á dag. „Þetta er ljómandi góður bíll sem hefur reynst okkur vel,“ segir Pétur. „Við feng- um hann árið 2004 og það er búið að keyra hann rúm- lega 360 þúsund kílómetra. Hann hefur ekki þurft mikið viðhald, bara eðlilega umhirðu.“ Pétur er búinn að keyra út hjá Póstinum í fimmtán ár, þar af rúm átta á Suðurnesjabílnum. „Ég ætlaði upphaflega bara að vera í fjóra mánuði en þeir hafa teygst upp í þetta.“ segir hann hlæjandi. „Ég hafði reyndar komið nálægt pósti áður því ég var á mjólk- urbíl á sjöunda og áttunda áratugnum og dreifði pósti á sveitabæina. Þá voru dagblöðin með. Allir voru glaðir að fá póstinn sinn, sérstaklega blöðin og sendi- bréfin. Eftir það fór ég að keyra rútur bæði í Borgar- fjörð og á Akureyri og póstpokarnir voru í farangurs- hólfinu.“ Nú keyrir Pétur ýmist frá hálf fimm á morgnana til klukkan eitt eða frá tvö til eitt að nóttu og einnig þriðju hverja helgi. Aukabíll fer líka upp úr hádeg- inu suður eftir til að sækja kúfinn af bréfapóstinum frá útlöndum því hann þarf að vera kominn á póstaf- greiðslur morguninn eftir, hvar sem er á landinu. Hið sama gildir um póst sem kemur í útibúin á Reykjanesskaganum fyrir hálf fimm. Bögglapóstur fer deginum seinna, nema um hraðsendingar sé að ræða. Þó að oft gusti um Reykjanesið kveðst Pétur aldrei hafa lent í verulegum háska eða töfum á póstbílnum. „Maður reynir að fara með gát og oftast er hægt að paufast þetta í rólegheitum,“ segir hann að lokum. gun@frettabladid.is Pósturinn Pétur á ferð „Þetta er ljómandi góður bíll og hefur reynst okkur vel,“ segir Pétur um Renaultinn sem hann ekur á reglulega milli Reykjavíkur og Keflavíkur. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA VETRARTÍSKA Hlýjar kápur og úlpur koma sér vel í frost- hörkunum og geta verið hátískuflíkur samhliða því að halda á manni hita. TÍSKA 4 UPPBOÐ Á BÍLUM Lausafjármunauppboð Sýslu- mannsins í Reykjavík verður haldið í dag en inn á það rata meðal annars alls konar bifreiðar. BÍLAR 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.