Fréttablaðið - 02.02.2008, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 02.02.2008, Blaðsíða 30
[ ]Frostlögur kemur að góðum notum á þessum árstíma og um að gera að athuga hvort ekki sé nóg af honum. Lausafjármunauppboð sýslu- mannsins í Reykjavík fer fram í dag, en dæmi eru um að þar hafi bíll selst á átta milljónir króna. Sóley Guðmundsdóttir, skrifstofu- stjóri Vöku, segir alls kyns bifreið- ar rata inn á lausafjármunauppboð sýslumannsins í Reykjavík, allt frá bílum sem komnir eru til ára sinna upp í margra milljóna króna lúxus- kerrur. Hún minnist þess meira að segja að hafa einu sinni séð bílgrind selda, sú var ekki með sæti, vél eða stýri, en kaupandinn var engu að síður hæstánægður. „Þetta er í raun lausafjármuna- uppboð þar sem margt fleira er í boði, svo sem vinnuvélar, kerrur, tölvur og skrifstofuvörur,“ segir Sóley um uppboðið sem fer fram á sex til átta vikna fresti á Eldshöfða 6 þar sem Vaka úthlutar aðstöðu. Opnað er inn á svæðið klukkan tíu um morguninn og hægt er að skoða munina til klukkan 13.30. Þá setur sýslumaður uppboðið sem fer að sögn Sóleyjar alveg eins fram og í bíómyndunum: Boðið er upp og slegið þrisvar í borðið þegar hæsta verð fæst. „Bílarnir eiga það margir sam- eiginlegt að eigendurnir hafa ekki getað borgað af þeim. Svo mæta umboðsmenn kröfuhafa til að fylgja eftir kröfunum,“ segir Sóley og tekur fram að stundum komi skuld- hafarnir til að gera sín mál upp. Það sé mögulegt fram á síðustu stundu. Aðeins er hægt að staðgreiða fyrir bílana þótt Sóley muni ekki eftir nokkrum með skjalatösku fulla af reiðufé. Enda stundum um háar fjárupphæðir að ræða. „Já, hér voru þrír bílar á uppboði í sumar metnir á tíu milljónir króna hver,“ segir Sóley og bætir við að bifreiðarnar kosti oftast frá nokkr- um hundruðum þúsunda upp í þrjár milljónir. Mest hafi átta milljónir fengist fyrir einn bíl, en það hafi verið trukkur. Sóley vill þó hvorki kannast við að mikið fari fyrir dýrum köggum né að þeim hafi fjölgað, þótt bíla- floti landsmanna verði sífellt flott- ari. „Ástæðan er sú að lánadrottn- arnir vilja vera skráðir eigendur bílanna þar til lántakar hafa borgað þá. Þeir eru þá umsjónarmenn bíl- anna og ef þeir geta ekki staðið í skilum láta lánadrottnarnir sækja þá.“ Bílafjöldi er á bilinu 50 og upp í 120 og reiknar Sóley með að úr nógu verði að velja þegar uppboð- ið verður opnað í dag. „Ætli það verði ekki 90 bílar,“ segir hún og bætir við að menn verði að muna að munirnir séu seldir í því ástandi sem þeir eru þegar hamar fellur. Eins og segir í lögum sé „engin ábyrgð tekin á ástandi þeirra eða heimild yfir þeim og að kaupandi geti ekki krafist riftunar kaupa, afsláttar eða skaðabóta eftir að sýslumaður hefur ráðstafað sölu- verði“. roald@frettabladid.is Fyrsta, annað og þriðja! Sóley Guðmundsdóttir, skrifstofustjóri Vöku, á uppboðssvæðinu þar sem hægt verður að bjóða í bifreiðar og alls kyns hluti í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Vagnhöfða 7 110 Reykjavík Sími: 517 5000 fjallabilar@fjallabilar.is Japan/U.S.A. Öxulliðir í flestar gerðir jeppa FRAMÖXLAR Í JEPPA Frekari upplýsingar á www.lexi.is Sýning og kynning á keppendum verður Föstudagskvöldið 1. Febrúar kl. 21.00 fyrir framan Össur hf., Grjóthálsi 5. ÍSLANDSMEISTARAMÓTIÐ Í SNOCROSS Aðgangseyrir 1.000 kr. Frítt fyrir 14 ára og yngri. Fyrsta umferð verður haldin í Motocrossbrautinni í Bolöldu Laugardaginn 2. Febrúar kl. 13.00. (við Litlu Kaffi stofuna) A u k i n ö k u r é t t i n d i - M e i r a p r ó f Upplýsingar og innri tun í s íma 567 0300 N æ s t a n á m s k e i ð h e f s t 9 . j a n ú a r
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.