Fréttablaðið - 02.02.2008, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 02.02.2008, Blaðsíða 38
● hús&heimili 2. FEBRÚAR 2008 LAUGARDAGUR4 „Það heyrir kannski undir fá- heyrða tryggð við vinnuveitenda nú á dögum, en mér hefur allt- af þótt jafn gaman að vinna hjá sjálfri mér hér í búðinni,“ segir Anna Ringsted þar sem hún geng- ur léttfætt innan um dásamlegan borðbúnað frá öldum áður; silfur, postulín og kristal. „Sumir verða sjóveikir hér þótt gólfið sé sterkt sem áður. Búðin dúar bara aðeins meira nú en áður því hún er orðin þyngri. Því hrist- ist stundum og klingir í glösum ef stigið er fast,“ segir hún stríðni- slega og strýkur af íburðarmikl- um lömpum sem eitt sinn lýstu forfeðrum Íslands. „Það er alltaf hægt að koma fyrir fallegu dóti og mig vantar alltaf dót. Mest kemur til mín úr dánarbúum, en einnig við flutn- inga og þegar fólk skiptir um smekk,“ segir Anna sem manna best veit hvað Íslendingar eiga mikið af fínu dóti. „Íslensk heimili hafa alltaf verið full af fallegum húsbúnaði. Eldra fólk hélt meira í dótið sitt og passaði það betur, en í dag er fátt framleitt til að endast og margt sem endist ekki út sambúðina hjá fólki,“ segir Anna innan um höfð- inglega húsmuni sem umvafðir eru fagurri áru. „Hérlendis hefur lengi verið heilmikill áhugi á antík og allt- af einhver hópur sem heldur mér gangandi. Antík er sígild, en það endist enginn lengi í naumhyggj- unni sem ráðið hefur ríkjum und- anfarin misseri. Það er svo kalt og dimmt hérna að fólki er nauð- synlegt að hafa kósí í kringum sig, auk þess sem sárafáir af heildinni verða ofurseldir tískunni. Antík- búðir eru svo fyrir þá sem vilja finna akkúrat sitt dót og leita að fjársjóðum fyrir sín heimili,“ segir Anna af festu, en hún opnaði búðina í apríl 1981. „Þá voru second hand-verslanir að ryðja sér til rúms, en engin slík var til á Íslandi. Þetta voru mikl- ir umbreytingatímar og þá opn- uðu Fríða frænka, Flóin og Kjall- arinn, en ég stend ein eftir af þeim búðum. Ég var duglegri þá að vera með fatnað og smáhluti, dúka og gardínur, en búðin hefur stækk- að jafnt og þétt svo ég geti tekið inn stærri hluti, og svo breyt- ist smekkur minn líka fyrir vöru- vali,“ segir Anna sem man eftir og þekkir hvern einasta hlut í búð- inni sem er á tveimur hæðum og kemur fyrir sjónir eins og smekk- full gullkista. „Ég á þetta hús og ætla hvergi að fara á meðan mér finnst svona gaman að selja antík og second- hand. Við erum duglegar konurn- ar hér á horninu; Kogga og kon- urnar í Kirsuberjartrénu, en allar svo bissí að hæ að hraðferð verð- ur oftast að nægja.“ - þlg Dúar af þungri antík ● Antíkverslunin Fríða frænka er einn af dýrgripum íslenskra verslana, en þar er að finna gersemar liðins tíma, að mestu úr dánarbúum íslensku þjóðarinnar. Búðin verður 27 ára á vordögum, en við búðarborðið hefur eigendinn Anna Ringsted staðið frá upphafi. Anna Ringsted eigandi fornvöruverslunarinnar Fríðu frænku segir bera í bakkafullan lækinn að bæta við fleiri antíkvarningi heima, en á Vesturgötunni, innan um gersem- ar úr liðinni tíð er hún hamingjusöm árið um kring. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Hún fer aldrei eftir uppskriftum heldur fer alltaf sínar leiðir yfir pottunum. Þjóðarréttinn saltkjöt og baunir hefur hún útfært í tímans rás og nú er svo komið að matargestir eru í áskrift að veisluborði Önnu á sprengidag. Hráefni: Saltkjöt og baunir à la Anna Ringsted ÁRMÚLA 42 - SÍMI 553 4236 BÍLSKÚRS OG IÐNAÐARHURÐIR • Hurðir til á lager • Smíðað eftir máli • Eldvarnarhurðir • Öryggishurðir # $  %%%&  & '() !* +,,                  Ármúla 42 · Sími 895 8966 mánudaga - föstudaga 10-18 laugardag 10-17 sunnudag 13-17Opið 30-70% afsláttur Sprengihelgi Bolludagur verður alvöru og eftirminnilegur með leirtaui fyrri tíma, þegar bollapör voru framleidd til að endast kynslóða á milli og borðbún- aður var listaverk fyrir augað. 1 poki baunir 1 stór laukur 2 hvítlauksrif 1 rauður chili-pipar, fræhreinsaður 2 sellerístönglar 1 stór gulrót 2 rófur heil svört piparkorn engiferrót að stærð hálfs þumals Aðferð: Baunir lagðar í bleyti kvöldið áður og skolaðar vel daginn eftir fyrir suðu. Suða látin koma upp og saltkjötsbitum hent út í, en magn ræður styrkleika. Grænmeti skorið og sett út í baunasúpuna ásamt svörtum piparkornum og raspaðri engiferrót. Gott að láta suðu koma upp að morgni og halda áfram eldamennsku að kvöldi þegar krydd hefur tekið sig yfir daginn og baunir haldið áfram að mýkjast meðan kólnaði. Uppskriftin er fyrir fjóra en auðvelt að stækka, og margfalda þá kryddjurtir varlega með því að smakka sig áfram.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.