Fréttablaðið - 02.02.2008, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 02.02.2008, Blaðsíða 42
● hús&heimili þessi dæmigerða vísitölufjölskylda. Þó ekki alveg þar sem húsfreyjan þvertekur fyrir að taka kött. Segir slíkt alls ekki vera í boði. Einhver bið varð þó á því að fjölskyldan flytti inn í húsið þar sem hjónunum þótti það hreinlega óíbúðarhæft fyrir kornabarn. „Við leigðum bara úti í bæ á meðan Ól- afur, sem er smiður, vann í húsinu með dyggri hjálp vina og vanda- manna. Svo rifum við bókstaf- lega allt út þótt það hafi upphaf- lega ekki verið ætlunin, enda var kominn tími á viðhald,“ segir Ásdís og lýsir því hvernig skipt var um klóak, hita- og rafmagnslagnir og búin til tvö baðherbergi, kompa og þvottahús á meðan því gamla var rutt burt til að stækka eldhúsið um helming. Ásdís viðurkennir að mest hafi þau langað til að gera húsið meira gamaldags, en þau hafi loks ákveð- ið að halda því í sínum upprunalega stíl. „Já, við ákváðum að laga okkur bara að húsinu,“ segir hún og bætir við að sum húsgögnin hafi meira að segja fallið vel að stílnum, þar á meðal tekkhúsgögn sem þau Ól- afur erfðu eftir afa sína og ömmur. „Svo útfærðum við allt eftir okkar hugmyndum og græddum á því að gera svona mikið sjálf,“ segir Ásdís, sem vill þá frekar eiga pen- inga aflögu til ferðalaga og annarr- ar skemmtunar. Þrátt fyrir alla þá vinnu sem parið hefur lagt í húsið segir Ásdís enn nokkuð í land með að þau fullklári verkið. „Nei, ætli þetta verði bara ekki svona eilífðarverkefni,“ segir hún hress í bragði og ekki annað að heyra en gamli miðbæingurinn kunni vel við sig í Brooklyn. -rve Ásdís segir að tími hafi verið kominn til að lagfæra gólf og gera húsinu til góða. Ásdís segir að upphaflega hafi ekki staðið til að rífa allt út en smám saman hafa endurbæturnar undið upp á sig. Í þessari litríku ævintýraveröld hefst erfðaprinsinn á heimilinu við og unir hag sínum vel. Barnaherbergið á efri hæðinni er hreint út sagt ótrúlegt eftir breytingarnar. Meira að segja barnastóllinn er í gamaldags stíl. fyrir endurbætur Stund milli stríða. Ljóst er að það var heljarmikið verk að koma húsinu í núverandi mynd. 2. FEBRÚAR 2008 LAUGARDAGUR8
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.