Fréttablaðið - 02.02.2008, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 02.02.2008, Blaðsíða 56
32 2. febrúar 2008 LAUGARDAGUR Þ ess er ekki langt að bíða að nýbygging Háskólans í Reykjavík skríði upp úr Vatnsmýrinni en bygg- ingarframkvæmdir eru nú hafnar við þetta glæsi- lega mannvirki sem mun setja mikinn svip á höfuðborgina. En samhliða stendur yfir mikil uppbygging á inn- viðum skólans þar sem starfsemi hans til framtíðar er í mótun. Ráðið verður í tugi nýrra akademískra starfa á næstu misserum og jafnframt mun alþjóð- legt ráðgjafaráð sem skipað er fræði- mönnum og stjórnendum úr sjö erlend- um háskólum starfa við hlið nýs háskólaráðs sem tekur til starfa í febrúar. Hér leggst allt á eitt; upp- bygging aðstöðu á heimsmælikvarða og metnaður íslensks skólafólks sem ætlar að koma HR í fremstu röð háskóla í Evrópu og skapa Reykjavík sess sem alþjóðleg háskólaborg innan fárra ára. Segull í Vatnsmýrinni „Það sem er að gerast núna er að við erum að byggja alþjóðlegan háskóla sem verður segull fyrir Íslendinga sem hafa unnið erlendis en vilja vera hluti af alþjóðlegu vísindasamfélagi með starfsvettvang hérna heima. Á sama tíma viljum við einnig byggja stökkpall fyrir unga fólkið okkar sem vill kynnast því hvernig alþjóðlegt umhverfi er. Þau geta kynnst því hér í Vatnsmýrinni,“ segir Svafa Grönfeldt rektor. „Svo er spurningin hvernig við ætlum að gera þetta að veruleika.“ Komið hefur verið á fót sjö manna ráðgjafaráði við HR sem kemur til landsins í lok febrúar. Ráðið mun starfa með háskólaráði og stjórnend- um skólans að mótun framtíðarstefnu og aðgerðaáætlana næstu ára. Í ráðinu eru fræðimenn og stjórnendur frá sjö erlendum háskólum. „Þeirra hlutverk er að starfa með okkur að því að svara spurningunni um hvernig verður til alþjóðlegur háskóli í Vatnsmýri. Þetta markast þó af skýrri sýn á lítinn háskóla á alþjóðlegan mælikvarða sem er meðfærilegur í fræðilegum skiln- ingi. Það gerir það að verkum að teymi frá skólum eins og MIT og London Business School voru til í að koma og vinna með okkur að framtíðarupp- byggingu skólans. Við erum skemmti- leg áskorun fyrir þá og tækifæri til að gera eitthvað nýtt.“ Davíð og Golíat Til að ná settum markmiðum hefur HR tekið upp samstarf við öfluga erlenda háskóla. Hópur sérfræðinga frá MIT, sem er einn virtasti tækniháskóli í heimi, hefur að undanförnu unnið að þróun og skipulagningu meistaranáms í tækni- og verkfræði ásamt starfs- mönnum skólans. Viðskiptadeild HR hefur jafnframt hafið undirbúning að samstarfi við London Business School um framtíðaruppbyggingu á fram- haldsnámi í deildinni. Stefnt er að enn frekara samstarfi af þessum toga við leiðandi alþjóðlega háskóla á næstu misserum. En hvernig laðar skólastýra á Íslandi að sér hæfileikafólk frá stórveldum í háskólasamfélaginu eins og MIT, Colombia-háskóla, IESE og London Business School svo dæmi séu tekin? „Þetta byggist á persónulegum tengsl- um að hluta, maður þekkir mann sem leiðir til þess að samband næst við réttu aðilana. Þetta eru fræðimenn af ýmsum sviðum sem við leituðum uppi og fannst áhugavert að byggja háskóla sem þeir vildu sjálfir hafa byggt. Þeim fannst heillandi að byrja með hreint borð og hafa tækifæri til að móta starf- semi menntastofnunar eftir þeirra eigin hugmyndum. Að mínu mati getur enginn staðist svona tilboð og Ísland hefur margt fram að færa sem við van- metum. Þeir segja hiklaust að Ísland skari fram úr sem samfélag og telja sig fá til baka þekkingu á fjölmörgum Hafnar eru framkvæmdir við nýbyggingu Háskólans í Reykjavík við rætur Öskjuhlíðar. Byggingin verður ein sú stærsta í Reykjavík, um 40 þúsund fermetrar, og er hönnuð með það að leiðar- ljósi að bjóða upp á aðstöðu á heimsmælikvarða fyrir nemendur, kennara og vísindamenn. Skólinn verður einn best búni háskóli í Evrópu og mun nýja húsið gjörbylta aðstöðu til kennslu og vísindastarfa hér á landi. ÍSTAK er að hefja uppsteypu hússins og fyrsta hluta byggingarinnar lýkur haustið 2009. Í ágúst á næsta ári hefst kennsla í húsinu í viðskipta- fræði og tækni- og verkfræði. Byggingarframkvæmdum þessa áfanga mun svo ljúka á árinu 2010 og verður þá öll starfsemi Háskólans í Reykjavík sameinuð á einum stað. Þróunarsjóður HR sem stofnaður var í tengslum við hlutafjáraukningu félagsins á síðasta ári mun styðja við uppbyggingu skólans. Skólinn er í meirihlutaeigu Viðskiptaráðs Íslands, Samtaka iðnaðarins og Samtaka atvinnulífsins en auk þeirra hafa Bakhjarlar HR ehf. bæst í hóp hluthafa, en það félag er í eigu Glitnis, Eimskips og Salt Investments. Í HR eru 3.000 nemendur og um 250 starfsmenn og annað eins af stundakennurum. Skólinn skiptist í fimm deildir: tækni- og verkfræðideild, tölvunarfræði, lagadeild, viðskiptadeild og kennslufræði- og lýðheilsudeild. Starfsemin er á fjórum stöðum í Ofanleiti 2, gamla Morgunblaðs- húsinu við Kringluna, Höfðabakka 9 og í Húsi verslunarinnar. EINN BEST BÚNI HÁSKÓLI EVRÓPU Segullinn í Vatnsmýrinni Framkvæmdir eru hafnar við nýbyggingu Háskólans í Reykjavík. Samhliða stendur yfir uppbygging á innviðum skólans. Svav- ar Hávarðsson komst að því að „á meðan húsið rís þá er mannauður skólans í þrekþjálfun“, eins og Svafa Grönfeldt, rektor HR, orðar það. Hún hefur gegnt starfi rektors í rúmt ár og hefur sannfærst um að háskóli er geysisterkt hreyfiafl í íslensku samfélagi. FRÁ ÖSKJUHLÍÐINNI Hugsunin bak við teikningu skólans var að hann væri lágreistur og félli vel inn í umhverfið í Vatnsmýrinni. sviðum sem nýtist þeim á fjölbreyttan hátt.“ Svafa segir jafnframt að fram undan séu nemendaskipti á milli HR og MIT auk þess sem samstarf um rann- sóknir sé í pípunum. Einvalalið ráðið til kennslu Ráðið verður í fjörutíu nýjar akadem- ískar stöður á næstu misserum og koma þessir starfsmenn skólans frá yfir fimmtán þjóðlöndum. Einnig hafa að undanförnu bæst í hóp HR-inga inn- lendir og erlendir sérfræðingar frá fjölmörgum háskólum um allan heim sem og starfsmenn frá fyrirtækjum og stofnunum á borð við tölvurisann Microsoft, Geimferðastofnun Banda- ríkjanna (NASA) og Alþjóðaheilbrigð- isstofnuninni (WHO). „Við erum ekki bara að steypa veggi niðri í Vatnsmýri heldur einnig að bæta markvisst við öflugan hóp HR-inga svo þegar við flytjum í áföngum næsta haust og á árinu 2010 séum við tilbúin. Á meðan húsið rís þá er mannauður skólans í þrekþjálfun. Þetta er alveg hrikalega gaman og við höfum lært mikið á stuttum tíma.“ Svafa sér HR fyrir sér sem opinn háskóla á mörkum tveggja heima, aust- urs og vesturs, og telur landfræðilega staðsetningu Íslands einn meginstyrk skólans. „Húsið eitt og sér er bara starfsvettvangur, en umgjörð og aðstaða skiptir máli. Háskóli í eðli sínu á að vera án allra landamæra, bæði persónulegra og landfræðilegra, og við ölum á þeirri hugsun að engar tak- markanir eða hindranir séu til staðar í hugsun eða vali á verkefnum.“ Skólinn verður að sögn Svöfu samfélag sem fólkið í landinu mun hafa aðgang að á margvíslegan hátt. Sem dæmi nefnir hún háskólatorg skólans þar sem kaffi- hús, veitingastaðir, bóksala, verslanir og ýmis önnur þjónusta verður boðin þeim sem leið eiga um nágrenni skól- ans. „Við erum líka einn tveggja skóla í heiminum sem hafa baðströnd,“ segir Svafa hlæjandi. „Hinn er á Indlandi.“ Ný tegund háskóla Aðgerðir HR nú eru ekki síst til að renna stoðum undir akademískan styrk skólans, sem er skilgreindur eftir fjölda doktorsmenntaðra kennara og birtingu ritrýndra greina í fagtímarit- um. „En það er líka að verða til ný teg- und af háskólum í heiminum þar sem ekki síður er lögð áhersla á gæði kennslu en akademískan styrk. Sér- staða HR sem skóla felst í gæðum kennslu, en ekki síst í óvenjulegum aðferðum við þekkingarmiðlun. Það kemur til vegna sterkra tengsla við atvinnulífið og alþjóðlegt háskólasam- félag. Þannig verður styrkur okkar sambærilegur við það sem best gerist. Það er grunnurinn en við munum ekki gleyma upphaflegu hlutverki okkar sem er að mennta. Ástæðan fyrir því að hæfileikafólk er tilbúið að vinna með okkur er að hér gefst tækifæri til að prófa sig áfram og þróa nýjar aðferðir við kennslu.“ Nú árið er liðið Svafa tók við starfi rektors við HR fyrir rúmu ári en hafði áður gegnt lyk- ilstöðu hjá lyfjafyrirtækinu Actavis. Í viðtali við Fréttablaðið á þeim tíma- mótum sagði hún ástæðuna fyrir því að hún þáði starfið vera sannfæring henn- ar um að með framsæknum skóla væri hægt að hafa djúpstæð áhrif á íslenskt samfélag. „Hér er tækifæri til að hafa áhrif til lengri tíma litið,“ sagði Svafa. En hefur framtíðarsýnin og vænt- ingar hennar til starfsins og skólans breyst á því ári sem liðið er? Voru for- sendur hennar rétt metnar þegar hún tók við skólanum? „Starfið hefur farið fram úr mínum væntingum. Það er svo auðvelt að hreyfa við hlutunum í þessu umhverfi. Það sem kom mest á óvart er að upplifa hvað hægt er að hafa mikil áhrif á framtíðina. Það vanmat ég. Ég gerði mér ekki grein fyrir því þá hvað starfsemi skóla eins og við erum að byggja hefur mikla þýðingu fyrir samfélagið í heild. Við erum í raun með marga háskóla undir einu þaki sem verður segull á hæfileikafólk hér á landi og erlendis. Þannig getur HR haft mikil áhrif því við verðum að skapa vöggu þekkingar sem fæðir fyrirtækin okkar af starfskrafti.“ Svafa segir að arkitektar kalli HR „universcity“ af því að í raun sé lítil háskólaborg að verða til í Vatnsmýr- inni. Hún vonar að þessi borg innan borgarmarkanna verði órjúfanlegur hluti af því litríka samfélagi sem Ísland er orðið. „Við ætlum svo sannarlega að leggja okkar á vogarskálarnar,“ segir Svafa að lokum. Háskóli í eðli sínu á að vera án allra landa- mæra, bæði per- sónulegra og land- fræðilegra Á SKRIFSTOFUNNI Kannski endurspeglar skrifstofa rektors að Háskólinn í Reykjavík er ekki hefðbundin menntastofnun. Pappírinn flæðir ekki af gömlu skrifborði og skrifborðsstól er hér ekki að finna. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.