Fréttablaðið - 02.02.2008, Blaðsíða 66

Fréttablaðið - 02.02.2008, Blaðsíða 66
42 2. febrúar 2008 LAUGARDAGUR sigrún pálmadóttir jóhann friðgeir valdimarsson tómas tómasson kurt kopecky jamie hayes elroy ashmore filippía elísdóttir björn bergsteinn guðmundsson kór og hljómsveit íslensku óperunnar föstudagur 8. febrúar – frumsýning - uppselt sunnudagur 10. febrúar – örfá sæti laus föstudagur 15. febrúar – uppselt sunnudagur 17. febrúar – örfá sæti laus miðvikudagur 20. febrúar – örfá sæti laus föstudagur 22. febrúar – uppselt sunnudagur 24. febrúar – uppselt laugardagur 1. mars – örfá sæti laus föstudagur 7. mars – örfá sæti laus sunnudagur 9. mars – örfá sæti laus LA TRAVIATA verdi 2008 LAUG 2. FEB. KL. 13 FJÖLSKYLDUTÓNLEIKAR PÉTUR OG ÚLFURINN OG MYNDIR Á SÝNINGU. MYRKIR MÚSÍKDAGAR VIKUNA 3.-10.FEB´08 SUN 3. FEB. KL.14 OG KL.17 NOSFERATU (1922) MÁLÞING OG KVIKMYNDATÓNLEIKAR. GEIR DRAUGSVOLL, HARMONIKA OG MATTIAS RODRICK, SELLÓ. MÁN 4. FEB KL. 20 TRIO LURRA NÝ SAMTÍMATÓNLIST. Tónleikar fyrir alla fjölskylduna verða í Salnum í dag. Þar verður flutt tónævintýrið vinsæla um Pétur og úlf- inn ásamt þáttum úr Myndum á sýningu eftir Mussorgsky. Sögumaður á tónleikunum er Sigurþór Heimisson leikari. Tónleikarnir eru liður í TKTK-tónleikaröð kennara Tónlistarskóla Kópavogs og eru um klukkustund á lengd án hlés. Tónlistin er leikin í útsetningum fyrir blásara- kvintett sem skipaður er Pamelu De Sensi flautuleikara, Eydísi Franzdóttur óbóleikara, Rúnari Óskarssyni klar- ínettuleikara, Kristínu Mjöll Jakobsdóttur fagottleikara og Emil Friðfinnssyni hornleikara. Pétur og úlfurinn er ævintýri fyrir leiklestur og hljómsveit og er bæði sagan og tónlistin eftir rússneska tónskáldið Prokofiev. Sagan segir frá Pétri sem stelst út á engið í óþökk afa síns. Þar glímir hann við ógnvættinn ógurlega, úlfinn, með hjálp fuglsins og kattarins, en úlf- urinn hefur þá þegar gleypt vesalings öndina. Hver per- sóna verksins hefur sitt hljóðfæri; flautan er fuglinn, óbóið öndin, klarínettan kötturinn, fagottið afinn, hornið úlfurinn og hér skiptast öll hljóðfærin á að leika stef Péturs í stað strokhljóðfæranna. Rússneska tónskáldið Modest Mussorgsky samdi verkið Myndir á sýningu árið 1874 í tengslum við sýn- ingu náins vinar síns, myndlistarmannsins Victors Hart- mann. Á tónleikunum verða fluttir átta þættir úr verk- inu sem hver lýsir sinni mynd og eru þær allt frá því að vera glaðlegar og fallegar yfir í að vekja hræðslu í brjósti tónskáldsins. Þannig fá áhorfendur að kynnast litrófi tilfinninganna sem Mussorgsky upplifði á sýn- ingu vinar síns. Tónleikarnir hefjast kl. 13. Miðaverð er 1.500 kr. - vþ Listsýning og ógurlegur úlfur TÓNLISTARKENNARAR Leika verk fyrir alla fjölskylduna í Saln- um í dag. Það er að halla á þriðja ára- tuginn síðan Tónskáldafélag Íslands hrinti af stað vetrar- hátíð í svartasta skammdeg- inu, Myrkum músíkdögum. Þar hafa íslensk tónskáld ung og eldri lagt til ótal tón- verk smá og stór sem fjöldi íslenskra tónlistarmanna hefur flutt. 28. hátíðin hefst á sunnudag og stendur í átta daga. Myrkir músíkdagar verða ekki bara á suðvesturhorninu: í fjögur ár hefur verið gott samstarf við staðarhaldara á Laugaborg í Eyja- firði og þar hefst hátíðin á sama tíma og hún hefst í Salnum í Kópa- vogi. Nyrðra verða fernir tónleikar, þeir fyrstu á sunnudag kl. 15 með einsöngstónleikum Margrétar Bóasdóttur, en syðra þjófstarta áhugamenn um guðfræði og kvik- myndir hátíðinni með pallborðs- spjalli um hina ódauðu – lifandi dauða – í tónlist og kvikmyndum. Tilefnið er upphafsatriði hátíðar- innar, sýning á expressjónísku tímamótaverki F. W. Murnau, Nos- feratu, með tónlist Helle Solberg sem Geir Draugsvoll harmonikku- leikari og Mattias Rodrick rafselló- leikari flytja. Hefjast umræður guðfræðinga með bíódellu kl. 14 en sýning myndarinnar kl. 17. Á sama tíma er Lúðrasveit Reykjavíkur með tónleika í Neskirkju undir stjórn Lárusar Grímssonar. Tuttugu ný verk verða flutt á hátíðinni: hápunkturinn er frum- flutningur Sinfóníunnar á tveimur nýjum íslenskum sinfóníum, þeirri þriðju eftir Atla Heimi Sveinsson og fjórðu sinfóníunni eftir John Speight. Þeir tónleikar verða í Háskólabíói 7. febrúar og verða sendir út beint á Rás 1 og til allra Norðurlandanna. Verður að telja þann viðburð stór tíðindi því fátítt er að ný sinfónísk verk hljómi fyrir öllum landsmönnum sama kvöldið kjósi þeir að hlusta. Flutningur á sinfónískri tónlist á vegum Ríkisút- varpsins sætir alltaf tíðindum og er þá tækifæri til að keyra hljómflutn- ingstækin í botni. Roland Kuttig stjórnar en einsöngvarar tveir taka slaginn á sviðinu, Ágúst Ólafsson baritón og Gunnar Guðbjörnsson tenór, báðir fantasöngvarar. Kammersveit Reykjavíkur er líka með tónleika á sunnudag: þrír einleikskonsertar verða fluttir í Listasafni Íslands klukkan 20. Þeir Hugi Guðmundsson, Hafliði Hall- grímsson og Sveinn Lúðvík Björns- son hafa samið verk fyrir þrjá ein- leikara. Verk Hafliða var frumflutt í Ósló á síðastliðnum vetri þar sem Einar Jóhannesson klarinettuleik- ari lék með Norsku kammersveit- inni, en hin tvö verða frumflutt: Konsert fyrir horn og strengi, sem samið er fyrir Stefán Jón Bern- harðsson hornleikara og Konsert fyrir fiðlu og strengi eftir Svein Lúðvík Björnsson en einleikari er Una Sveinbjarnardóttir. Verk Haf- liða, La Serenissima, fyrir klarin- ett, strengi og slagverk, leikur Einar Jóhannesson eins og í fyrra í Víkinni. Stjórnandi er Bernharður Wilkinson. Blásarakvintett Reykjavíkur ætlaði að halda tónleika til heiðurs Páli P. Pálssyni, en þeim er aflýst, en blásaraoktettinn Hnúkaþeyr er með tónleika í Salnum þar sem frumflutt verða verk eftir Önnu S. Þorvaldsdóttur og Jónas Tómasson, auk verka eftir Toshio Hosakawa, Herbert H. Ágústsson og Pál Pamp- ichler Pálsson en sá merki frömuð- ur í íslensku tónlistarlífi verður átt- ræður síðar á þessu ári. Alla hátíðardagana verða hádeg- istónleikar í sal Norræna hússins en tónleikahaldið fer fram víða: Salnum, Listasafni Íslands, Nor- ræna húsinu, Háskólabíói, Nes- kirkju, Langholtskirkju, Seltjarn- arneskirkju, Þjóðmenningarhúsi, hátíðarsal Háskólans og Iðnó. Hátíðin heldur úti vef með upplýs- ingum um tíma tónleika og dag- skrá: www.listir.is/myrkir og prent- uð dagskrá er komin út. Miðar eru seldir við inngang á hverjum stað. Styrktaraðilar Myrkra músíkdaga eru menntamálaráðuneyti, Reykja- víkurborg, Íslensk tónverkamið- stöð, Glitnir, Ríkisútvarpið, Nor- ræna húsið og að auki hefur margt verka á hátíðinni orðið til fyrir til- stuðlan Musica Nova og sjóðs lista- mannalauna. pbb@frettabladid.is Myrkur, kuldinn og hiti Steinn Kristjánsson opnar sýninguna „Hugrenningar“ á Café Karólínu á Akureyri í dag kl. 14. Steinn útskrifaðist frá fagurlista- deild Myndlista- skólans á Akureyri 2007 og stundar nú nám við kennaradeild Háskólans á Akureyri. Sýningin á Café Karólínu er tilraun lista- mannsins til að færa samfélags- umræðuna úr heimi vefmiðla og aftur inn á kaffihúsið. Hann hengir því upp renning á kaffi- húsinu og skrifar á hann sínar hugrenningar, límir á hann teikningar, ljósmyndir og úrklippur. -vþ Samskipti á kaffihúsi SAMSKIPTI Teikning eftir Stein Kristjánsson. Það ber vel í veiði fyrir áhugafólk um íslenska myndlist og hönnun í dag vegna þess að KorpArt-hópur- inn á Sjónlistastöðinni á Korpúlfs- stöðum opnar vinnustofur sínar á milli kl. 13 og 17. Starfsemin sem fer fram á Korpúlfsstöðum er fjöl- breytt og gefst gestum því tækifæri til að kynnast ólíkum verkum og aðferðum listamannanna sem þar hafa aðstöðu. Á meðal þess sem er til sýnis og sölu á þessum opna degi eru málverk, grafík, textíl, leirlist, fatnaður, hreyfimyndir, grafísk hönnun og landslagsarkitektúr. Opni dagurinn í dag er hluti af röð slíkra daga sem verða fyrsta laugar- dag í hverjum mánuði á Korpúlfs- stöðum í vetur. Á hverjum slíkum degi er boðið upp á nýjar sýningar og ýmsar uppákomur. - vþ Korpúlfsstaðir bjóða heim KORPÚLFSSTAÐIR Fallegt umhverfi og tilvalið til listsköpunar. TÓNLIST John Speight: Fjórða sinfónía frumflutt. TÓNLIST Atli Heimir Sveins- son: Ný sinfónía.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.