Fréttablaðið - 02.02.2008, Blaðsíða 71

Fréttablaðið - 02.02.2008, Blaðsíða 71
LAUGARDAGUR 2. febrúar 2008 47 „Þetta gekk hörkuvel og kom eiginlega á óvart,“ segir tónlistarmaðurinn Mugison, sem er nýkomin heim frá kaupstefnunni Midem sem var haldin í Frakklandi. Um þrjátíu Íslendingar kynntu tónlist sína á hátíðinni. Auk Mugison voru þar tónlistarmenn á borð við Sigtrygg Baldursson, Óttar Proppé, Samúel J. Samúels- son, Kenyu og píanóleikar- ann Nínu Margréti Gríms- dóttur, auk fulltrúa frá Senu, Smekkleysu, 12 Tónum, Blánótt, Dimmu og Zonet. „Það er ekki búið að skrifa undir neitt en markmiðið hjá okkur pabba var að reyna að ná dreifingu í Evrópu. Við erum að klára Evrópu, Japan og Bandaríkin og svo held ég að stóri dreifingaraðilinn okkar í Evrópu verði Cargo. Þeir sjá um að dreifa í Bretlandi, Þýskalandi, Benelux- löndunum og Frakklandi.“ Vonast Mugison til að plata sín Mugiboogie komi út erlendis í apríl. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamála- ráðherra, var á staðnum og spilaði Mugison þrjú lög fyrir hana. Í bakröddum voru faðir hans, Sigtryggur, Óttarr og Samúel. „Það var dálítið fyndið að spila þarna því þetta var ekki beint svið en það skapaðist smá stemning.“ Midem kom einnig vel út fyrir píanóleikarann Nínu Margréti, sem á í viðræðum við breska fyrirtækið Toccata Classics um útgáfu á þremur plötum. Heilsíðuumfjöllun var um íslensku tónlistarsen- una í tímaritinu Music Week sem kom út fyrir skömmu en það er viðskiptablað tónlistargeirans. Þá var heimasíðan icelandmusic.is einnig kynnt rækilega á vefsíðu Music Week, www.musicweek. com. Vel heppnuð kaupstefna MUGISON Á MIDEM Tónlistarmaðurinn Mugison tók lagið fyrir menntamálaráðherra á Midem-kaupstefnunni. Leikkonan Nancy Cartwright, sem talar fyrir teiknimyndapersónuna Bart Simpson, hefur fengið Patron Laureate-verðlaunin frá Vísinda- kirkjunni. Ástæðan er sú að Cartwright gaf kirkjunni um 650 milljónir króna á síðasta ári og varð þar með sú stjarna sem hefur gefið kirkjunni mestan pen- ing. Nemur fjár- hæðin tæplega tvö- földum árslaunum hennar fyrir Simpson- þættina. Cartwright sló þar með út Tom Cruise, sem er sagður næstæðstur innan kirkjunnar, en hann hefur gefið kirkjunni um 320 milljónir á undanförnum fjórum árum. Á meðal fleiri stjarna sem dældu peningum í hina umdeildu Vísindakirkju í fyrra eru leik- konan Kirstie Alley sem lét um 320 milljónir af hendi rakna, hjónin John Travolta og Kelly Prest- on sem gáfu um 65 millj- ónir hvort, og Priscilla Presley. Fengu þau öll verðlaun fyrir fjár- framlög sín í leyni- legri athöfn á Flórída síðasta sumar. Gaf 650 milljónir til Vísindakirkju NANCY CARTWRIGHT Ungfrú Bart Simpson virðist vera afar hrifin af Vísindakirkjunni. Amy Winehouse var flutt á læknastöð á miðvikudagskvöld til að fá næringu í æð, að því er The Sun greinir frá á vefsíðu sinni. Söngkonan er sem stend- ur í meðferð á Capio Nightingale Hospital, þar sem hún reynir að sigrast á eiturlyfjafíkn sinni. Afvötnunin hefur hins vegar reynst söngkonunni erfið og þurfti hún á læknisaðstoð að halda sökum mikils vökvataps. „Amy var mjög föl og afar grönn,“ segir heimildarmaður á London Clinic-læknastöðinni, þar sem hún dvelst nú. Heimild- armaðurinn segir hana hafa litið út fyrir að vera að niðurlotum komin. Faðir Amy, Mitch Winehouse, hefur áður sagt í viðtali við The Sun að dóttir hans hafi þurft að takast á við skelfileg fráhvarfs- einkenni. „Henni miðar áfram en hún á eftir að vera í meðferð í langan tíma,“ sagði hann á fimmtudag. Winehouse leitaði sér aðstoðar eftir að myndir af henni þar sem hún reykir krakk skutu upp koll- inum. Winehouse flutt á sjúkrahús AMY LÖGÐ INN Amy Wine- house tekst nú á við fráhvarfs- einkenni vegna eiturlyfjaneyslu sinnar og var lögð inn á sjúkrahús í vikunni. NORDICPHOTOS/GETTY Leikarinn George Clooney var opinberlega skipaður friðar- sendiherra Sameinuðu þjóðanna við hátíðlega athöfn í New York. Clooney, sem mun kynna friðar- aðgerðir Sameinuðu þjóðanna víðs vegar um heiminn, mætti til athafnarinnar eftir ferðalag til Darfúr-héraðs í Súdan. Clooney, sem er tilnefndur til Óskarsverðlaunanna fyrir hlut- verk sitt í Michael Clayton, mætti með foreldrum sínum til athafnarinnar. Þar tók Ban Ki- moon, framkvæmdastjóri Sam- einuðu þjóðanna, á móti þeim. Clooney er einn af stofnendum mannréttindasamtakanna Not On Our Watch sem vekja athygli á ástandinu í Darfúr-héraði. Skipaður sendiherra GEORGE CLOONEY Leikarinn hefur verið skipaður friðarsendiherra Sameinuðu þjóðanna. HEKLA Laugavegi 172-174 · sími 590 5000 · www.hekla.is · hekla@hekla.is Umboðsmenn HEKLU um land allt: Akureyri · Akranesi · Ísafirði · Reyðarfirði · Reykjanesbæ · Selfossi Das Auto. FÁANLEGUR MEÐ TDI® DÍSELVÉLINNI EINSTAKUR 4X4 DRIF- BÚNAÐUR Passar Variant 4MOTION® kostar aðeins frá 3.475.000 kr. Eða 39.900 kr. á mánuði miðað við gengistryggðan bílasamning til 84 mánaða og 20% útborgun. Árleg hlutfallstala kostnaðar er 6,19%. Passat Variant sameinar kraft, þægindi og magnaða akstursupplifun DÚXAÐI Á EURO NCAP PRÓFINU 5 SINNUM GULLNA STÝRIÐ SVEIGJAN- LEGIR SÖLUMENN KOLEFNIS- JAFNAÐUR Í EITT ÁR EYÐIR AÐEINS FRÁ 6,7 l/100 KM Í fjórhjóladrifinni útfærslu færir Passat Variant þér kraftinn sem gerir allan akstur skemmtilegri og gerir gæfumuninn í erfiðri færð. Innra rýmið í Passat er í algjörum sérflokki, vel búið farþegarýmið setur ný viðmið fyrir þig og þína. Komdu og láttu lúxusinn drífa þig áfram. Fjarlægðarsk ynjarar að fr aman og afta n, 16" álfelgur, hiti í sætum, dökk ar afturrúður , króm- bogar á þaki , leður á stýri og gírstanga rhnúð. Aukahlutapa kki fylgir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.