Fréttablaðið - 03.02.2008, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 03.02.2008, Blaðsíða 2
2 3. febrúar 2008 SUNNUDAGUR frábær verð um veröldina - bókaðu í dag! Kairó Dubai Bankok Manila Verð eru flug fram og til baka frá Reykjavík (4 flug á viku) og fela í sér þjónustugjald, skatta og flugvallargjöld. Einn smellur á www.klmiceland.is fyrir besta miðaverðið, bókun á netinu, upplýsingar um flug, flugpunkta og þar fram eftir götunum. Rafræn miðakaup gera ferðalagið þitt auðveldara. klmiceland.is frá ISK 68.900 frá ISK 85.400 frá ISK 101.500 frá ISK 110.700 STJÓRNMÁL „Það ætti að vera umhugsunarefni fyrir alla borgar- fulltrúana í Reykjavík af hverju þeir láta meiri- hluta borgarinnar standa og falla með einum manni,“ segir Ragnheiður Ríkarðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks og fyrrverandi bæjarstjóri í Mosfellsbæ. „Af hverju koma þeir sér ekki upp stærri og sterkari meirihluta? Ég hefði kosið að Sjálfstæðisflokkurinn hefði myndað sterkari meirihluta en þeir hafa gert, það hefði verið vænlegra fyrir borgina.“ Hún segir horfa öðruvísi við í borginni sem er með 15 borgarfull- trúa en í bæjarstjórn Mosfellsbæj- ar með sjö fulltrúa en þar var hún í eins manns meirihluta. - jse Ragnheiður Ríkarðsdóttir: Gagnrýnir borgarfulltrúa RAGNHEIÐUR RÍKARÐSDÓTTIR RÚSSLAND, AP Kosningabaráttan í Rússlandi hófst formlega í gær en gengið verður til kosninga 2. mars. Í framboði eru Dmitry Medvedev aðstoðarforsætisráð- herra, Gennady Zyuganov, formaður Kommúnistaflokksins, Vladimir Zhirinovsky, leiðtogi Frjálslyndra demókrata og Andrei Bogdanov, leiðtogi Demókrataflokksins. Vladimir Putin núverandi forseti má ekki bjóða sig fram aftur. Hann hefur hins vegar lýst yfir stuðningi við Dimitry Medvedev sem þykir líklegastur til að fara með sigur af hólmi. -rt Baráttan hafin í Rússlandi: Medvedev tal- inn líklegastur SJÁVARÚTVEGUR Útflutningur á óunninni ýsu hefur aukist um rúm 1.400 tonn eða sem nemur 32 prósentum á fjórum fyrstu mánuðum þessa fiskveiðiárs miðað við sama tímabil í fyrra. Útflutningur á óunnum þorski hefur á sama tímabili aukist um 674 tonn eða sem nemur 13 prósentum. Gunnar Bragi Guðmundsson, formaður Samtaka fiskframleiðenda og útflytjenda, segir afnám kvótaálagsins í byrjun þessa fiskveiðiárs helstu skýringuna á þessu. Álagið virkaði þannig að tíu prósenta aukakvóti dróst af heildarkvóta fyrirtækja þegar þau fluttu afurðina út óunna. „Það er alveg rétt að útflutningur á óunnum fiski hefur aukist á þessum fyrstu mánuðum fiskveiði- ársins sé miðað við sama tímabil í fyrra,“ segir Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra. „En ef þetta er skoðað í stærra samhengi til dæmis frá árinu 2005 blasir önnur mynd við. Þá sést að útflutningur á óunnum þorski hefur aðeins aukist um tvo hundruð tonn. Aukningin skýrist nánast að öllu leyti með auknum útflutningi á óunninni ýsu. Ég tel að meginskýringin á því sé sú að ýsuaflinn hefur aukist í kjölfar niðurskurðar í þorski og það eigi meiri þátt í þessu en afnám kvótaálagsins.“ Gunnar Bragi gefur lítið fyrir þessi rök Einars. „Það er ekki góð tölfræði að miða við árið 2005 en þá hafði dregið verulega úr útflutningi á óunnum fiski einmitt vegna kvótaálagsins. En sér Einar ekki hvað er að gerast nú þegar það hefur verið lagt af?“ segir hann. - jse Tölur Fiskistofu um útflutning á óunnum fiski: Meira flutt út af óunnum fiski EINAR K. GUÐFINNSON LÖNDUN HJÁ FARSÆLI Í GRINDAVÍK Deilt er um það hvað valdi auknum útflutn- ingi á óunnum fiski. SKIPULAGSMÁL Stækka á Kringluna yfir götuna til vesturs á svokallað- an Morgunblaðsreit. „Þessi stækkun er fyrirhuguð þannig að það verði framhald af húsinu í vestur,“ segir Sigurjón Örn Þórsson, framkvæmdastjóri Kringlunnar. Að sögn Sigurjóns liggja nú fyrir hjá borgaryfirvöldum tillög- ur um nýtt deiliskipulag á reitnum þar sem Morgunblaðshúsið, Sjóvá og Hús verslunarinnar standa. Hann segir að nú sé þess beðið að borgin komist að niðurstöðu í mál- inu. „Við höfum beðið talsvert eftir því fá niðurstöðu hjá borginni. Það hefur ekki hjálpað til þessi öra skipting á meirihluta. Við, eins og eflaust margir aðrir, erum að verða fyrir miklum seinagangi á okkar málum,“ segir Sigurjón. Framkvæmdastjórinn segist lítið vilja upplýsa að svo stöddu um hvernig nýja viðbyggingin verður útfærð. Núverandi stærð Kringlunnar er um 53 þúsund fer- metrar. Sigurjón segir að þótt sú tala verði ekki tvöfölduð með við- byggingunni verði stækkunin engu að síður veruleg. Hann kveðst síður en svo óttast að stækkunin verði of mikil. „Ég held að þetta sé sá staður í borginni sem hægt er að horfa til eðlilegs framhalds á uppbyggingu á verslunarhúsnæði. Það er miklu meiri ásókn inn í húsið hjá okkur en við getum nokkurn tíma orðið við þannig að við kvíðum engu. Ef við myndum setja saman lista yfir þá sem eru áhugasamir um að komast inn með sínar verslanir þá erum við komnir langt með að fylla það sem við fyrirhugum að bæta við,“ segir Sigurjón. Landic Property, sem er að meðal annars í eigu Baugs og Ingi- bjargar Pálmadóttur, á um 75 pró- sent í Kringlunni. Sigurjón segir að ásamt SPRON eigi Landic Prop- erty þær lóðir sem nýja deiliskipu- lagstillagan nái til. Fáist hún sam- þykkt taki við um eins árs hönnunartími og síðan um þriggja ára framkvæmdatími við nýju við- bygginguna . gar@frettabladid.is Byggt við Kringluna yfir götuna til vesturs Framkvæmdastjóri Kringlunnar segir fyrirhugað að stækka verslunarmiðstöð- ina mjög mikið til vesturs yfir götuna. Geysimikil ásókn sé í verslunarrými í Kringlunni. Ör meirihlutaskipti í borgarsjórn hafi tafið afgreiðslu málsins. KRINGLAN Viðbygging á að ná frá vesturhlið Kringlunn- ar og yfir á reitinn þar sem Sjóvá og Morgunblaðshús- ið gamla standa. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA SIGURJÓN ÖRN ÞÓRSSON UMFERÐ Mikil umferðarstífla myndaðist í gær við lokun Smáralindar klukkan sex. Ökumenn voru í allt að þrjú korter að komast frá byggingunni. Ástæða umferðarteppunnar er sú að aðeins ein akrein er nú opin til austurs frá Smáralind á meðan verið er að tengja bílastæði Smáralindar við bílahús nýja háhýsisins á Smáratorgi með brú. Stíflan myndaðist rétt fyrir lokun verslunarmiðstöðvarinnar þegar flestum bílunum var einmitt stefnt í austurátt frá byggingunni. Margir voru orðnir nokkuð úrillir þegar loksins leystist úr hnútnum upp úr klukkan hálfsjö. Vonast er til að brúarframkvæmdunum ljúki innan tíðar. - gar Umferðarteppa í Smáralind: Þrjú korter að komast burt LÖGREGLUMÁL Fulltrúar heilbrigð- is- og vinnueftirlits voru í gærkvöld og fyrrakvöld á ferðinni í miðborg Reykjavíkur og fylgdust með hvort brotið væri gegn reykingabanni á skemmti- stöðum. Eigendur nokkurra staða þar sem reykt var fengu áminn- ingu fyrir vikið. Hjá lögreglunni á höfuðborgar- svæðinu fengust þær upplýsingar í gærkvöld að lögregla hefði ekki haft sig sérstaklega í frammi vegna boðaðra brota á tóbaks- varnarlögunum á skemmtistöðum borgarinnar. Engar kærur hefðu borist þangað vegna meintra brota reykingamanna og kráareig- enda. - gar Reykingabannið í Reykjavík: Áminntir fyrir innireykingar Á ORGAN Á skemmtistaðnum Organ var boðið upp á reykingar við barinn. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN Bjarni, er þér nokkuð illa við Egil? „Nei, ég held að þetta hljóti nú að vera einhver misskilningur.“ Egill Helgason er einn vinsælasti sjónvarpsmaður landsins, nema á meðal framsóknarmanna, ef marka má könnun Fréttablaðsins. Bjarni Harðarson, þingmaður Framsóknarflokksins, er tíður gestur í Silfri Egils. ÍRAK, AP Mikill óhugur og reiði ríkir meðal írösku þjóðarinnar eftir að fréttir bárust þess efnis að hryðjuverkamenn í landinu hefðu notað tvær konur með Downs-heilkenni til að myrða um hundrað manns í sprengjuárás á tveimur gæludýramörkuðum. Árásirnar eru þær mannskæð- ustu sem gerðar hefur verið í landinu frá því að fjölgað var í herliði Bandaríkjamanna þar síðasta vor. - sh Ódæði í Írak vekur óhug: Notuðu þroska- heftar konur STJÓRNMÁL Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráð- herra og varaformaður Sjálfstæð- isflokksins, sagði á fundi flokks- manna sem haldinn var í Valhöll í gær að flokkurinn sem og stjórn- málin almennt hefðu beðið nokk- urn hnekki undanfarið. „Ég tel að við höfum tímabundið beðið hnekki vegna atburðanna undanfarið,“ segir hún við Frétta- blaðið. „Ekki aðeins við í Sjálf- stæðisflokknum heldur einnig ímynd stjórnmálanna í heild. Yfir- bragðið yfir borgarmálunum hefur verið með þeim hætti að fólk virðist hafa misst trúna að nokkru leyti og við fáum einna mest að súpa seyðið af því. En þó er tími fyrir mjög mikla bjartsýni núna þegar athyglin færist frekar yfir á málefnin en við erum vön því að láta verkin tala eins og við höfum þegar sýnt í borginni.“ Hún gagnrýnir einnig fráfarandi meirihluta fyrir aðgerðaleysi. „Við í ríkisstjórninni þurftum enga 100 daga til að fara í mjög viðamiklar aðgerðir eins og til dæmis að sam- þykkja áætlunargerð vegna hafnar, til að samþykkja breytingar á lög- gjöfinni varðandi útlendinga og breytingar á stjórnarráðinu sem búið var að tala um í áratugi. Þetta gerðum við á innan við fimmtíu dögum svo það er margt hægt að gera ef viljinn og hugmyndafræðin eru fyrir hendi en svo virðist ekki hafa verið hjá fráfarandi meiri- hluta sem talaði mikið en gerði akkúrat ekki neitt.“ - jse Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins: Segir flokkinn hafa beðið hnekki ÞORGERÐUR KATRÍN GUNNARSDÓTTIR Varaformaðurinn segir að Sjálfstæðis- flokkurinn sem og ímynd stjórnmálanna í heild hafa beðið hnekki. SPURNING DAGSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.