Fréttablaðið - 03.02.2008, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 03.02.2008, Blaðsíða 4
4 3. febrúar 2008 SUNNUDAGUR SKIPULAGSMÁL Orkuveita Reykja- víkur hefur enn ekki fengið framkvæmdaleyfi fyrir svokallaða Hellisheiðaræð frá Hellisheiðar- virkjun að miðlunargeymum Orkuveitunnar á Reynisvatnsheiði. Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar segir að þar sem aðalskipulags- breyting, sem geri ráð fyrir lögninni, sé enn í afgreiðsluferli sé ekki unnt að veita framkvæmda- leyfið. Um 7,3 kílómetrar af lögninni verða í landi Mosfellsbæj- ar og hefur skipulagsnefndin falið starfsmönnum bæjarins að ræða við önnur hlutaðeigandi sveitarfé- lög um væntanlega málsmeðferð við veitingu framkvæmdaleyfis og eftirlit með verkefninu. - gar Framkvæmdleyfi fyrir OR: Hellisheiðaræð ekki samþykkt HELLISHEIÐARVIRKJUN Orkuveitan þarf nýja lðgn til byggða. BANDARÍKIN, AP Vikulöngum fundi sextán mestu mengunarríkja heims lauk í Bandaríkjunum í fyrradag án þess að tekist hefði að setja skýr markmið um hvernig draga mætti úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda. Þátttak- endur hrósuðu þó auknum vilja bandarískra stjórnvalda til að ræða mögulegar lausnir. Tillaga Evrópusambandsins um að iðnvædd ríki dragi úr útblæstri um 25 til 40 prósent var ekki rædd. Tillagan var helsta bitbeinið á loftslagsráðstefnunni í Balí í desember vegna andstöðu Bandaríkjanna. - sdg Fundur mestu mengunarríkja: Aukinn sam- starfsvilji BNA SPÁNN, AP Kaþólskir biskupar á Spáni hafa hvatt fólk til að kjósa ekki flokka sem hafa stutt það að samkynhneigðir geti gengið í hjónaband. Biskuparnir hvetja fólk einnig til að kjósa ekki flokka sem vilja ganga til samninga við aðskilnað- arsinna, sem stundað hafa opinbera baráttu gegn stjórnvöldum. Sósíalistaflokkurinn, sem fer með stjórnina á Spáni, gagnrýnir biskupana fyrir þetta inngrip kirkjunnar í kosningabaráttuna. Þingkosningar verða haldnar á Spáni í næsta mánuði. - gb Kaþólskir biskupar á Spáni: Segja fólki að kjósa kristilega JOSE LUIS ZAPATERO Forsætisráðherra Spánar ósáttur við inngrip kirkjunnar. FRÉTTABLAÐIÐ/AP KENÍA, AP Átökin í Keníu náðu hámarki nú fyrir helgina. Tveir þingmenn stjórnarandstöðunnar voru myrtir í síðustu viku og á föstudaginn varð óður múgur, vopnaður boga og örvum, spjótum og sveðjum, níu manns að bana, þar á meðal einum lögreglumanni. Átökin, sem hófust strax í kjölfar kosninganna 27. desember síðastliðinn, snúast að grunni til um niðurstöðutölur þeirra, sem Raila Odinga, einn helsti leiðtogi stjórnarandstöðunnar, segir hafa verið falsaðar. Mwai Kibaki forseti hafi því ekki haft neinar forsendur til að lýsa yfir sigri. Fljótlega snerust átökin þó upp í átök milli ættbálka, þar sem hinn valdamikli Kikuyu-ættbálkur, sem Kibaki forseti tilheyrir, á í útistöðum við flesta aðra ættbálka landsins. Ofbeldið virðist hins vegar einkum skrifast á reikning smærri glæpahópa, og stórtækust þar hefur Mungiki-klíkan verið. Mungiki eru samtök skipuð Kikuyu-mönnum sem voru upphaflega eins konar sértrúarsöfnuður en hafa árum saman verið til vandræða. Önnur klíka nefnir sig talibana. Þetta eru Luo- menn, stuðningsmenn Raila Odingas. Nafnið völdu þeir sér líklega frekar vegna þeirrar ógnar sem af því stafar heldur en vegna trúarlegra öfga afgönsku múslímanna sem einnig ganga undir þessu heiti. Á föstudaginn undirrituðu fulltrúar Odingas og Kibakis samkomulag um að stöðva ofbeldið. Sam- komulagið er í fjórum liðum og felur í sér verkefni bæði til skamms tíma og til langframa. Þeir Kofi Annan og Ban ki-Moon, fyrrverandi og núverandi framkvæmdastjórar Sameinuðu þjóðanna, áttu hlut að því að miðla málum. gudsteinn@frettabladid.is Glæpaklíkur knýja áfram ofbeldið Múgæsing leiddi til morðs á lögreglumanni í Keníu. Tveir þingmenn stjórnarand- stöðunnar hafa verið myrtir og almenningur segir stjórnvöld bera ábyrgðina. BÖRNIN BÍÐA MATAR Heimilislaus börn á lögreglustöðinni í Limuru fengu mat frá hjálparstofnunum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP BRETLAND, AP Breskir þingmenn þurfa nú að gefa upp hve marga ættingja sína þeir eru með á launaskrá. Gordon Brown forsætisráðherra fór fram á að þingmenn Verka- mannaflokksins gerðu þetta opinbert eftir að David Cameron, leiðtogi Íhaldsflokksins, skýrði frá því að ekki færri en 70 af þing- mönnum þess flokks hefðu ráðið ættingja sína í vinnu. Gagnrýnin hófst eftir að Derek Conway, þingmaður Íhaldsflokks- ins, viðurkenndi að hafa greitt syni sínum 50 þúsund pund fyrir rannsóknarstörf, þótt sonurinn væri í fullu námi í Newcastle. - gb Breskir þingmenn: Skipað að gefa upp ættingja ÍRLAND Plastpokar eru ekki lengur notaðir við innkaupin í verslunar- venjum á Írlandi. Eða svo gott sem. Eftir að írska stjórnin ákvað að leggja skatt á plastpoka, sem nemur um það bil tuttugu krónum á hvern poka, og jafnframt banna verslunareigendum að greiða skattinn fyrir neytendur, varð mikil vakning og á nokkrum vikum hafa Írar útvegað sér taupoka sem þeir hafa jafnan með sér í verslanir. - gb Verslanir á Írlandi: Plastpokar ekki lengur notaðir PARÍS, AP Nicolas Sarkozy Frakk- landsforseti kvæntist í gær ást- konu sinni, söngkonunni og fyrr- verandi tískufyrirsætunni Cörlu Bruni, á heimili sínu í Elysee-höll- inni í París. Aðeins nánir aðstand- endur og vinir voru viðstaddir. Francois Lebel, borgarstjóri Par- ísar, gaf þau saman og sagði hann athöfnina hafa verið látlausa og innilega. Sarkozy og Bruni kynntust í nóvember þegar hann var nýskil- inn við seinni konu sína Ceciliu. Samband þeirra hefur hlotið mikla athygli frönsku þjóðarinn- ar sem á því ekki að venjast að forsetarnir opinberi ástalíf sitt. Sarkozy er 53 ára og á þrjú börn frá fyrri hjónaböndum og á Bruni einn son frá hjónabandi sínu og heimspekingsins Raphaels Entov- en. Bruni er fædd árið 1967 og flutti sem barn til Frakklands með foreldrum sínum, auðkýf- ingnum og tónskáldinu Alberto Bruni og píanóleikaranum Mar- ysu Borini. Fyrisætuferill Cörlu Bruni hófst strax á táningsaldri og hefur hún átt í samböndum við fjölda frægra manna eins og Eric Clapton, Mick Jagger og Donald Trump. Hún gaf út sína fyrstu hljómplötu árið 2002. - rt Frakklandsforseti kvæntist fyrirsætunni Carla Bruni: Innileg og látlaus athöfn HAMINGJUSÖM HJÓN Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti og Carla Bruni ásamt syni hennar. Ekki hafa verið birtar mynd- ir úr athöfninni. GENGIÐ 01.02.2008 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 126,1138 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 64,52 64,82 128,43 129,05 95,97 96,51 12,873 12,949 11,957 12,027 10,139 10,199 0,6062 0,6098 102,83 103,45 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.