Fréttablaðið - 03.02.2008, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 03.02.2008, Blaðsíða 8
8 3. febrúar 2008 SUNNUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Kristján Hjálmarsson, Trausti Hafliðason og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál). FULLTRÚI RITSTJÓRA: Páll Baldvin Baldvinsson. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og þéttbýlissvæðum á suðvesturhorninu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 Verður að setja meiri kraft Ríkisstjórnin ákvað á síðasta sumri að þorskveið-ar skyldu dregnar saman um þriðjung. Þetta var í samræmi við tillögu Hafrannsóknastofnunar. Veiða má 130 þúsund tonn á yfirstandandi fiskveiðiári. Þingflokkur framsóknarmanna lagði til að veidd yrðu 150 þúsund tonn að hámarki og studdist m.a. við niðurstöður og tillögur Norður-Atlantshafsfisk- veiðiráðsins. Tillagan var sett fram að vel yfirveg- uðu ráði og rökin m.a. þau að margir óvissuþættir væru til grundvallar tillögu Hafrannsóknastofnunar. Með því að fara svo langt niður í afla væri tekin mikil áhætta á frekara brottkasti. Einnig að markað- ir sem unnist hafa af þrautseigju væru settir í hættu og að sýnt þætti að sjávarbyggðirnar þyldu ekki svona mikinn niðurskurð. Mótvægisaðgerðir Um leið og ríkisstjórnin tilkynnti um niðurskurðinn í þorskveiðum var sagt að farið yrði út í öflugar mótvægisaðgerðir sem kæmu í framhaldinu. Þetta vakti upp miklar væntingar um allt land. Tíminn leið og lítið heyrðist frá ríkisstjórninni þar til á 12. degi septembermánaðar. Þann dag bárust þjóðinni fréttir af mótvægisaðgerðum ríkisstjórnarinnar sem voru sagðar hljóða upp á 11 milljarða króna og kenndi þar ýmissa grasa. Þess má t.d. geta að tillögur Vest- fjarðanefndar sem unnar voru í síðustu ríkisstjórn og framlög til Byggðastofnunar frá sama tíma voru hluti af pakkanum. Þar var líka að finna margvísleg- ar tillögur um vegaframkvæmdir sem þegar höfðu verið teknar ákvarðanir um. Auk þess má segja að um samtíning ýmissa verkefna hafi verið að ræða sem voru í pípunum í hinum ýmsu ráðuneytum. Byggðamálaráðherrann lét þau orð falla að hér væri um stórkostlegustu mótvægisaðgerðir að ræða sem nokkru sinni hefði verið gripið til á Íslandi. Hann virðist einn um þá skoðun. Staðan í dag Nánast daglega berast fréttir af uppsögnum innan fiskvinnslunnar og nema þær á sjötta hundrað það sem af er. Viðbrögð ríkisstjórnarinnar voru í fyrstu að þetta væri bara eins og búast mátti við. Nú virðast þessir háu herrar hins vegar vera að átta sig á alvarleika málsins. Framsóknarflokkurinn var í forystu fyrir uppbyggingu stóriðju á Vesturlandi og Austurlandi. Menn geta gert sér í hugarlund hvernig ástandið væri á Akranesi og í Fjarðabyggð í dag ef ekki hefði orðið af þeim framkvæmdum. Við þá ákvarðanatöku var lítið að treysta á stuðning Samfylkingarinnar þegar mest á reyndi. Nú getur hún bætt ráð sitt og sett fullan kraft í stóriðjuframkvæmdir við Húsavík í stað þess að draga lappirnar. Eitt er víst að það verður að gera miklu betur ef ekki á illa að fara. Það vita allir þeir sem þekkja til í sjávarbyggðum. Vel í lagt Þegar Hafrannsóknastofnun lagði til þriðjungs samdrátt í þorskafla síðasta vor lá fyrir að ákvörðun um afla myndi verða sársaukafull fyrir sjávarútveginn og þá sem hafa af honum atvinnu vítt og breitt um land. Íslendingar hafa bitra reynslu af huglausum stjórnmálamönnum sem ekki hafa treyst sér til að fylgja ráðgjöf okkar færustu vísindamanna við ákvörðun heildarafla. Það er því sérstaklega hrósvert að núverandi ríkisstjórn hafði hugrekki til að fara að ráðgjöf Hafró, en féll ekki í sömu gildru og ístöðulaus forysta Framsóknar- flokksins. Til að vega upp á móti þessu áfalli ákvað ríkis- stjórnin að verja allt að 12 milljörðum króna í mótvægisaðgerðir, sem einkanlega færu til verk- efna sem sköpuðu störf á landsbyggðinni. Hér er um margs konar verkefni að ræða, allt frá opinberum framkvæmdum og auknum framlögum til viðhalds eigna ríkisins til fjárveitinga til eflingar ferðaþjón- ustu á áhrifasvæðum niðurskurðar og eflingar Byggðastofnunar til að mæta vanda sjávarútvegs- fyrirtækja, þar sem slíkt er mögulegt. Mótvægisaðgerðir leysa aldrei allan vanda En þrátt fyrir þetta höfum við séð að sjávarútvegs- fyrirtæki víða um land eru að draga saman seglin eða loka starfsstöðvum. Því fylgja þungar búsifjar fyrir þá mörg hundruð starfsmenn sem missa munu vinnuna. Það er hins vegar mikil einföldun að kenna ákvörðun um þorskniðurskurð um þær breytingar allar. Á mörgum stöðum glíma fiskvinnslufyrirtæk- in við afleiðingar ósanngjarns kvótakerfis, sem flutt hefur lífsbjörgina burt frá viðkomandi svæði. Fiskvinnslufyrirtæki hafa líka búið við mjög erfið rekstrarskilyrði á undanförnum árum vegna hás gengis krónunnar og gríðarlega hárra stýrivaxta. Mótvægisaðgerðirnar voru mikilvægar til að mæta erfiðleikum vegna kvótaniðurskurðar. Þær geta hins vegar ekki komið í staðinn fyrir raunveru- legar lausnir á vanda sjávarútvegsins. Tímabundnar aðgerðir koma aldrei í stað veiðiheimilda sem seldar hafa verið burt. Þær bæta ekki heldur tjón útflutn- ingsgreinanna af hágengi krónunnar. Raunverulegar lausnir þarf Það er full ástæða til að muna að enginn flokkur hefur staðið dyggari vörð um kvótakerfið en Framsókn og að sá flokkur var jafnframt höfuðarki- tekt þenslu undanfarinna ára. Vegna þess er það auðvitað skiljanlegt – þótt ekki sé það stórmannlegt – að framsóknarmenn reyni nú að halda því fram að allur vandi sjávarútvegsins sé niðurskurði í þorskafla að kenna. Við þurfum nú helst að ná efnahagslegum stöðugleika svo vextir geti farið að lækka. Þess vegna á ekki að gefa undir fótinn með álver eða almennar skattalækkanir, sem einungis myndu viðhalda væntingum um spennu á markaði og seinka vaxtalækkunarferlinu. Síðan þurfum við að skapa þjóðarsamstöðu um breytingar á kvótakerfinu sem mæta hagsmunum hinna dreifðu byggða. Vonandi er Framsókn til í þann leiðangur. Er nóg gert með mótvægisaðgerðum? BITBEIN Valgerður Sverrisdóttir spyr: VALGERÐUR SVERRISDÓTTIR ÁRNI PÁLL ÁRNASON Byggðamálaráðherrann lét þau orð falla að hér væri um stórkostlegustu mótvægisaðgerðir að ræða sem nokkru sinni hefði verið gripið til á Íslandi. Hann virðist einn um þá skoðun. Það er full ástæða til að muna að enginn flokk- ur hefur staðið dyggari vörð um kvótakerfið en Framsókn... Rúllandi staksteinar Almannatengslafélag Íslands var í heimsókn hjá Morgunblaðsmönnum fyrir skömmu. Styrmir Gunnarsson ritstjóri ávarpaði hópinn en í máli hans kom fram að hann hygðist standa upp úr ritstjórastóli í október næstkomandi. Ætli það standi þá nokkuð steinn yfir staksteini í nóvember næstkomandi? Arnbjörg dagskrár- stjóri? Reyndar voru staksteinar mjög krassandi í gær en þar sagði frá ólgu í Sjálfsstæðisflokknum þar sem Arnbjörg Sveinsdóttir, formaður þingflokksins, vildi geta ákveðið hve- nær þingmenn flokksins tækju þátt í umræðum á þingi og jafnvel stýrt því hverjir tækju til máls. Átti að hafi skorist í odda milli formannsins og Ragnheiðar Ríkarðsdóttur sem sætti sig ekki við slíkt fyrirkomu- lag. Arnbjörg eða andstaðan? Þegar Ragnheiður var svo spurð út í þessa ólgu sagði hún þetta hreinasta bull og vissi ekki hvaðan staksteinar hefðu þetta. Hún hefði aldrei háð neina rimmu við Arnbjörgu um þessi mál. „Ég myndi ekki vera í flokki sem hefði slíkt fyrirkomulag,“ sagði hún í samtali við Fréttablaðið. Hún var hins vegar hin hressasta með umræðurnar á þingi eftir að breytingar voru gerðar á þing- sköpum. Sagði hún umræðuna snarpari og skemmtilegri nú. Mætti þá ekki segja að það hafi verið stjórnarandstaðan, með málþófi sínu, en ekki Arnbjörg sem réði því hvað hún fékk lítið að tala. jse@frettabladid.is V araformaður Sjálfstæðisflokksins hafði rétt fyrir sér í gær þegar hún sagði að stjórnmálaflokkar eigi ekki að stjórna starfi sínu í takt við skoðanakannanir. Stundum þurfa stjórnmálamenn að gera áhlaup; taka ákvarðanir sem þeir trúa að séu þjóð og kjósendum til heilla, ákvarð- anir sem eru í samræmi við sannfæringu sína, þrátt fyrir að þær séu jafnframt líklegar til óvinsælda. Þá er sannfæringin betri leiðarvísir en skoðanakannanir. Skoðanakannanir gefa mynd af ástandi og ná jafnvel að grípa hugarvíl þeirra sem verið er að kanna. Þannig er hægt að nota kann- anir til að fylgjast með því hvort kjósendur telji stjórnmálaflokka vera á réttri leið eða rangri. Hvað stjórnmálamennirnir svo gera við þær upplýsingar er þeirra sjálfra að ákveða. Skoðanakannanir geta einnig verið prýðis staðfesting á því að innanhússmein stjórnmála- flokka fara ekki fram hjá kjósendum. Í borginni hafa þrír listar af fimm átt við mikil innanhússmein og deilur. Hvort sem litið er til skoðanakönnunar Fréttablaðsins eða Gallup frá því að borgarstjórnarmeirihlutinn sprakk, eru það sömu þrír flokkarnir sem fá að gjalda þess í könnunum; Framsóknarflokk- ur, Frjálsyndi flokkurinn og óháðir og Sjálfstæðisflokkur. Innan sömu þriggja flokka er mikil barátta um næsta leiðtoga. Það þarf ekki útlærða stjórnmálaspekinga til að átta sig á að kjós- endur treysta síður stjórnmálaflokkum sem ekki hafa sín mál í lagi. Kjósendur vilja ekki horfa upp á flokksdeilur líkt og geysuðu milli Guðjóns Ólafs Jónssonar og Björns Inga Hrafnssonar. Þó svo aðeins annar þeirra hafi verið í borgarmálunum var það sá sem þekktari var og því munu þessar „persónulegu deilur“, eins og formaður þeirra orðaði það á svo óskiljanlegan hátt, hafa áhrif á fylgi flokksins í borginni. Þessar deilur höfðu ekkert með borgina að gera og lítið með hver sagði hvað fyrir löngu liðnar kosningar. Hins vegar er ekki gert ráð fyrir að Guðni verði lengi formaður og baráttan um sætið hans er hafin. Kjósendur vilja heldur ekki horfa upp á flokksdeilur og innan- hússátök eins og áttu sér stað innan Sjálfstæðisflokksins í borginni. Sjálfstæðisflokkurinn á enn eftir að sýna fram á að hann sé heill, flokksdeilurnar séu niðurlagðar og fyrirgefnar. Það er annars vegar „unga fólkið“ sem var í uppreisninni gegn Vilhjálmi. Nú er talað um Gísla Martein og Hönnu Birnu gegn Vilhjálmi og Kjartani. Ekki er gert ráð fyrir að Vilhjálmur endist lengi í pólitík og geta átökin innan flokksins orðið enn harkalegri í kapphlaupinu um oddvitasætið. Þá er klofningur innan F-listans aldeilis óleystur og verður svo út kjörtímabilið. Sá klofningur nær út fyrir Reykjavík því ekki er það einungis þannig að F-listinn í Reykjavík skiptist á milli meirihluta og minnihluta í borgarstjórn, heldur tala núverandi og fyrrverandi þingmenn frjálslyndra í kross. Nokkrir vilja eigna sér Ólaf F. með húð og hári. Aðrir segja nýjan borgarstjóra ekkert tengjast flokkn- um og vilja enga ábyrgð á honum taka. Flækjast málin allverulega þegar núverandi formaður Frjálslynda flokksins og fyrrverandi for- maður Nýs afls eru þeir sem tala þvers og kruss og eru lýsandi fyrir enn frekari deilur innan flokksins. Átök um stjórnmál og völd eru eðlileg innan hvers stjórnmála- flokks. En leiðtogar og aðrir liðsmenn stjórnmálaflokkanna þriggja ættu kannski að íhuga hvers vegna það eru Samfylking og Vinstri græn sem ekki tapa á uppstokkuninni í Reykjavík. Það er ekki bara að kjósendur séu mótfallnir nýjum meirihluta í Reykjavík og séu að refsa Sjálfstæðisflokki og Frjálslynda flokknum fyrir að mynda nýjan meirihluta. Vindar blása í allar áttir í stjórnmálum: Kuldasamur vetur SVANBORG SIGMARSDÓTTIR SKRIFAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.