Fréttablaðið - 03.02.2008, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 03.02.2008, Blaðsíða 11
SUNNUDAGUR 3. febrúar 2008 11 Ferðaskrifstofa heiminum og maður finnur að leikarar eru viðkvæmir fyrir gagnrýni og svo geta gagnrýnend- ur verið misjafnir eins og þeir eru margir. Gerð er krafa til okkar leikaranna að setja okkar hluti fram af smekkvísi og þá finnst mér líka vel hægt að gera þá kröfu til gagnrýnenda að þeir geri slíkt hið sama á móti. Að þeir setji hlut- ina fram af smekkvísi. Allt í lagi að gagnrýna og vera á móti því sem gert er. Slík umræða er alltaf hressandi og fín en það er alltaf spurning hvernig hlutirnir eru settir fram. Leikhúsheimurinn hefur stækkað mikið og í öllu þessu framboði er það skiljanlegt að hinn almenni borgari styðjist meira en áður við það sem gagn- rýnandinn segir til að velja það sem hann vill sjá.“ Hefði Jóhann sjálfur til dæmis sett Jón Viðar út í kuldann? „Ég veit það ekki. Mér þykir nú ósköp vænt um Jón Viðar. Hann kenndi okkur í gamla daga þegar við Guðjón Pedersen vorum saman í bekk í leiklistarskólan- um. Kenndi okkur leiklistarsögu og leikhúsfræði og ég græddi mikið á því. Gagnrýnendur eru auðvitað misjafnlega stemmdir eins og aðrir og það getur verið að það bitni á skrifunum. Þetta er svolítið erfið spurning verð ég að segja.“ Ekki allt jafngott Annað sem Jóhann nefnir sem honum finnst miður í leikhús- heiminum er það sem hann kallar „tilfinningafælni“ leikhúsanna. „Leikhúsin hafa ekki mikið treyst sér til að setja upp alvöru dramat- ísk verk. Samtíminn er svolítið þannig – þetta á allt að vera skemmtun og fólk á ekki að nenna að hanga yfir einhverju sem er „leiðinlegt“. En drama er alveg eins og gamanleikir – það getur verið jafngott og það getur verið slæmt. Góð harmræn og dramat- ísk verk sem virkilega snerta þig og breyta þér sem manneskju vantar og hef ég til dæmis leikrit- ið Abel Snorko þar oft sem við- miðun um hvernig dramatískt verk getur í senn verið gott, skemmtilegt og áhrifaríkt. Einnig finnst mér umræðan oft á villi- götum um hvað sé svo gott og hvað sé vont. Það er stundum eins og gæðakröfurnar séu ekkert sér- staklega strangar og allt er orðið „bara ágætt“. Það mætti alveg taka þá umræðu: Hvað er kúnst og hvað er ekki kúnst. Sumir hafa svolítið villst af þessari leið og allt sett undir sama hatt – þótt það liggi í augum uppi að gæðin séu afar misjöfn.“ Urðum öll ástfangin af verkefninu Sitthvað er þó frábærara en annað. Þannig hefur myndin Brúðguminn fengið afbragðsvið- tökur áhorfenda sem og gagnrýn- enda en þar leikur Jóhann stórt hlutverk – Lárus – föður brúðar- innar, sem býr í Flatey. Lárus á sér einmitt sama draum og Jóhann; drauminn um óperu- söngvarann. Leikhópurinn dvaldi síðastliðið sumar í Flatey þar sem glatt var á hjalla og þröng á þingi. Er Jóhann hissa á viðtökunum – hvernig vill það til að almanna- rómur lofar svo myndina? „Manni þykir auðvitað óskaplega vænt um hvað myndinni er vel tekið, sér í lagi þar sem það er enginn drepinn í þessari mynd, ekkert ofbeldi og engin sifjaspell – þætt- ir sem hafa verið svolítið dómín- erandi í íslenskum kvikmyndum. Þetta er fyrst og fremst mynd um manneskjur með alla sína drauma og vonir. Kannski hefur verið svo- lítil vöntun á svona söguefni og áhorfendur eflaust þakklátir fyrir það. Baltasar er líka mjög naskur sem leikstjóri á ýmis lítil smáat- riði og hefur gott auga.“ Myndin er byggð á leikritinu Ívanoff sem Jóhann leikur einnig í um þessar mundir í Þjóðleikhúsinu. Upptök- ur í Flatey tóku um mánuð og dvöldu leikararnir þar – en þeir hafa nær allir unnið oft saman áður og þekkjast því vel og segir Jóhann slíkt hafa verið gefandi og mikinn kost. „Við urðum ein- faldlega ástfangin af þessu verk- efni og það skilar sér í mynd- inni.“ Er léttur og þungur Margt fleira er á döfinni hjá leik- aranum sem eftir tuttugu ára fast- ráðningu í Þjóðleikhúsinu ákvað að ganga laus fyrir um tveimur árum. Samlestur er hafinn á verk- inu Gítarleikararnir sem sýnt verður eftir páska í Borgarleik- húsinu og í febrúar verður kvik- myndin Heiðin frumsýnd, sem fjallar um fólk á afskekktum stað með alla sína drauma og þrár. Gosi er einnig sýndur fyrir fullu húsi þar sem Jóhann leikur föður Gosa. Gætir ekki leiða eftir svo langa veru í leikhúsinu? „Ég ætl- aði að hætta fyrir tveimur árum en sneri fljótt aftur. Leiði kemur í öllum störfum öðru hvoru og þá þarf maður bara að ganga út í sól- skinið og koma svo aftur. Þetta er sársaukafullt starf þannig að maður þarf alltaf tíma öðru hvoru til að jafna sig. Maður er alltaf að kroppa ofan af einhverjum sárum því þegar þú tekur að þér ein- hverja persónu þarftu að leggja henni til tilfinningar og hugsanir frá þér sjálfum og það þýðir nátt- úrulega að þú þarft að leita inn á við og opna eigin flóðgáttir. Það getur verið erfitt.“ Þú virkar nú samt léttur maður. Er það ekki raunin eða hvað? „Bæði og. Ég er léttur og svo getur fokið í mig. En samt ekki mikið í seinni tíð. Mun meira áður. Maður er farinn að læra að stjórna sér betur með árunum og nú er maður auðvitað í hlutverki uppalanda, með tvo syni að nálgast unglingsaldur, og maður þarf að kenna ungviðinu að hafa stjórn á sér. Annars held ég að ég sé í grunninn nokkurn veginn sá sami og ég var hér áður. Breytingin er kannski helst sú að ég hef breikkað!“ GÍTARLEIKARARNIR EFTIR PÁSKA Jóhann leikur undir stjórn Hilmis Snæs í leikritinu Gítarleikararnir sem frumsýnt verður eftir páska. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.