Fréttablaðið - 03.02.2008, Blaðsíða 68

Fréttablaðið - 03.02.2008, Blaðsíða 68
32 sport Annað hvert ár fl ykkjast njósnarar allra stærstu félagsliða heims á Heimsmeistarakeppni U-17 ára landsliða til að fylgjast með framtíðarstjörnum fótboltans. Cesc Fabregas, Giovanni Dos Santos og Anderson eru í hópi þeirra leikmanna sem hafa verið uppgötvaðir á þessu móti undanfarin ár og hafa í framhaldinu fengið tækifæri hjá stærstu félögum heims. Sport skoðaði þrjá bestu leikmenn mótsins sem lauk í Suður-Kóreu seint á síðasta ári. 5 mörk, 1 stoðsending Hlaut 19% atkvæða Fæddur: 28. ágúst 1990 Félag: Barcelona Staða: Sóknarmaður Krkic hefur vakið verðskuldaða athygli með aðalliði Barcelona á þessu tímabili og á föstudaginn var hann valinn í A- landsliðshóp Spánar. Krkic er af mörgum talinn efnilegasti leikmaður sem spænska stórveldið hefur alið af sér. Hann fæddist í Serbíu en fluttist með föður sínum til Barcelona þegar hann gerðist útsendari fyrir liðið árið 1997. Árið 1999 hóf hann að spila fyrir akademíu Barca og átti hann eftir að skora 960 mörk á sjö árum, allt þar til hann var færður upp í aðal- liðið í fyrra – aðeins 16 ára gamall. Krkic er ótrúlegur markaskorari og var fyrirliði spænska u-17 ára liðsins sem var Evrópumeistari í vor. Krkic var auk þess markahæsti leikmaður þess móts. Krkic var í banni í úrslitaleiknum gegn Nígeríu og kostaði fjarvera hans Spánverja líklega titilinn. Hann er fljótur, teknískur og með einstakt lag á að koma sér í færi sem hann nýtir gríðarlega vel. Bojan Krkic Toni Kroos 5 mörk, 4 stoðsendingar Hlaut 26% atkvæða Fæddur: 4. janúar 1990 Félag: Bayern Munchen Staða: Miðjumaður Kroos er sagður búa yfir leiðtogahæfni Stefan Effenberg og yfirvegun Michael Ballack og hefur verið stimplaður sem framtíðarfyrirliði og leiðtogi þýska landsliðsins. Kroos var keyptur til Bayern Munchen í fyrra og er þegar farinn að spila reglulega fyrir liðið þrátt fyrir að vera aðeins 17 ára gamall. . Kroos, sem var fyrirliði þýska liðsins á mótinu, átti frábært mót og var maðurinn á bak við flest af þeim tuttugu mörkum sem Þýskaland skoraði í mótinu. Kroos hefur þann hæfileika að ná alltaf að búa sér til pláss á miðjunni og hefur mikla skot- og sendingagetu. Sem miðjumaður skoraði hann fimm mörk, lagði upp fjögur og leiddi þannig þýska liðið til 3. sætis í mótinu. 7 mörk, 2 stoðsendingar Hlaut 25% atkvæða Fæddur: 20. ágúst 1990 Félag: Abjuna (í Nígeríu) Staða: Sóknarmaður Chrisantus er hlaupandi martröð fyrir þá varnarmenn sem þurfa að gæta hans hverju sinni. Hann skoraði fimm mörk strax í riðlakeppninni, þar af tvö mörk í leikjum gegn Japan og Haiti, og stimplaði sig þannig inn sem einn allra hættulegasti sóknarmaður mótsins. Mörkin hans voru auk þess hvert öðru mikilvæg- ara því hann tryggði liði sínu sigur á Argentínu í 8-liða úrslitum og skoraði eitt mark í 3-1 sigri á Þjóð- verjum í undanúrslitum. Nígería sigraði Spánverja í úrslitaleik mótsins. Christantus er eldfljótur og lunkinn sóknarmaður sem þykir minna um margt á Kanu og Emmanuel Adebayor. Hann hafði líkamlega yfirburði á flesta andstæðinga sína í Suður- Kóreu og þykir klára færin sem hann kemst í einstaklega vel. Macauley Chrisantus L E G G I Ð N Ö F N I N Á M I N N I Ð P ato skaust fyrst upp á sjón-arsviðið árið 2006 þegar hann leiddi U-20 ára lið Internacional til brasilíska meist- aratitilsins með því að verða markahæsti leikmaður tímabils- ins. Pato var í kjölfarið valinn í U- 18 ára landslið Brasilíu til að taka þátt í hinni árlegu unglingalands- liðakeppni um Sendei-bikarinn svokallaða í Japan. Pato sló þar rækilega í gegn og áttuðu fjöl- margir njósnarar frá helstu stór- liðum Evrópu, sem koma ávallt saman í Japan, að þarna væri á ferðinni leikmaður sem hefði alla burði til að verða stórstjarna. Þrátt fyrir mörg gylliboð ákvað Pato að vera ár til viðbótar hjá Internacional áður en hann var keyptur til Milan í ágúst í fyrra fyrir um 1,5 milljarða króna. Hefur nærvera Kaka, Ronaldos og fleiri Brasilíumanna hjá liðinu líklega haft mikið að segja í þeirri ákvörð- un Pato að fara til Ítalíu. HEFUR EINSTAKA HÆFILEIKA Gríðarlegar væntingar eru gerðar til Pato hjá Milan. Forseti félags- ins, Silvio Berlusconi, segir Pato vera hæfileikaríkasta framherja sem spilað hafi fyrir félagið frá því að Marco van Basten var upp á sitt besta. Knattspyrnusérfræðingar í Brasilíu halda ekki vatni yfir sínum manni og segja hann hafa skyn- bragð Ronaldos fyrir marktæki- færum, boltatækni Careca, skalla- tækni Jardel og persónuleika Romarios. Um er að ræða rjómann af bestu framherjum Brasilíu undanfarin ár og Pato þykir sam- eina helstu kosti þeirra allra. MEÐ BÁÐA FÆTUR Á JÖRÐINNI Pato fékk ekki atvinnuleyfi á Ítalíu fyrr en í upphafi þessa árs og var hann settur í byrjunarlið AC Milan í fyrsta leiknum sem hann var gjaldgengur í. Pato þakkaði traust- ið með því að skora eitt mark og spila mjög vel í 5-2 sigri á Napoli. Frammistaðan varð ekki til að draga úr væntingunum sem gerðar voru til Pato og telja stuðnings- menn AC að Pato geti verið maðurinn til að koma liðinu upp töfluna í ítölsku úrvals- deildinni, en lítið hefur gengið hjá stórveldinu það sem af er leiktíð. Sjálfur er Pato hinn hógværasti og eftir fyrsta leikinn sagðist hann hafa fundið fyrir litlu stressi. „Ég naut þess bara að spila við hlið Kaka og Ronaldos, tveggja átrúnaðargoða minna. Það er draumur að geta spilað við hliðina á Ronaldo,“ segir Pato. Aðspurður hvort hann geti skorað 30 mörk á sex mánuðum, líkt og Berlusconi hélt fram, sagði Pato: „Hversu mörg mörk get ég skor- að? Ég ætla að fá að sofa á því og segja ykkur það seinna.“ ALEXANDRE PATO Alexandre Pato hefur stimplað sig rækilega inn í lið AC Milan í þeim fáu leikjum sem hann hefur spilað frá áramótum. ALEXANDRE PATO Fæðingardagur: 2. september, 1989 Hæð: 179 cm Þyngd: 71 kg Staða: Framherji U M M Æ L I U M P A T O „Hann gerir hluti á æfingum sem ég hef aldrei orðið vitni að áður. Allir búast við mjög miklu af honum og ég er sannfærður um að hann sýni hvað hann getur um leið og hann fær tækifæri með liðinu.” Marek Jankulovski, varnarmaður AC Milan. „Það er enginn vafi á því að Pato hefur ótrúlega hæfileika. En hann er aðeins 18 ára og það má ekki leggja of mikla ábyrgð á herðar hans. Fjölmiðlar hafa sett allt of mikla pressu á hann og það getur bitnað á frammistöðu hans inni á vellinum.” Clarence Seedorf, miðjumaður AC Milan. „Hann býr yfir lygilegri tækni og getur fært boltann frá vinstri fæti á þann hægri við allar aðstæður. Það sem kom mér mest á óvart er líkamlegur styrkur hans, hann er frekar lítill og léttur en samt haggast hann varla í návígjum.” Paulo Maldini, fyrirliði AC Milan. „Ég hef rætt við Carlo Ance- lotti um hvað Pato getur gert fyrir félagið. Hann sagði mér að ef hann næði að sýna í leikjum það sem hann hefur gert á æfingum, þá gæti hann skorað 30 mörk frá janúar til júní.” Silvio Berlusconi, forseti AC Milan. Með tilkomu Pato er sterkasta framlína AC Milan eingöngu skipuð brasilísk- um snillingum. Kaka, Ronaldo og Pato láta líklega flesta varnarmenn heims skjálfa á beinunum. SPO RT/A FP BRASILÍSKA UNGSTIRNIÐ SEM ER Á ALLRA VÖRUM Í MÍLANÓ Mikið fár hefur gripið um sig í Mílanóborg í tengslum við nýjustu vonarstjörnu AC Milan, brasilíska ungstirnið Alexandre Pato. Hinn 18 ára gamli framherji, þekktur undir gælunafninu „Öndin”, þykir gríðarlegt efni og hefur náð frábærlega saman við aðra landa sína og snillinga í framlínu AC Milan, þá Kaka og Ronaldo, frá því hann spilaði sinn fyrsta leik í upphafi árs. STJÖRNURNAR Á HM U-17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.