Tíminn - 15.09.1981, Síða 15
Þriðjudagur 15. september 1981
iþróttir
Enska knattspyrnan:
kílblVCl IKlHi f
UNITED MATTI ÞAKKA
FYRIR ANNAÐ STIGIÐ
— á Villa Park — miðjutríó Liverpool og landsliðsins
heillum horfið — West Ham með forystu Fyrsti sigur „Boro”
N „Ég er ekki óánægður með
leikinn hjá liðinu þetta er allt að
koma en það tekur sinn tima”
sagði Ron Atkinson fram-
kvæmdastjóri Man. United eftir
1:1 jafnteflið gegn Aston Villa á
Villa Park.
En þrátt fyrir að Atkinson hafi
verið ánægður með leik sinna
manna þá mátti United þakka
fyrir að ná jafntefli gegn
Englandsmeisturunum. Aston
Villa var yfirburðarlið á vellinum
en þeir urðu að sætta sig við jafn-
tefli er upp var staðið. Gordon
Cowans skoraði fyrst fyrir Villa
en áður hafði Donovan átt: skot i
stöngina á marki United.
Seint i siðari hálfleik jafnaði
siðanFrank Stapleton metin fyrir
United.
West Ham efstir
West Ham er nú efst i 1. deild
eftir 3:2 sigur þeirra yfir Stoke.
Paul Goddard var potturinn og
pannan i leik West Ham. Hann
skoraði tvö af þremur mörkum
þeirra, þriðja markið gerði Ray
Stewart. Það voru þeir Brendan
O’Callaghan og Paul Maguire
sem skoruðu mörk Stoke en það
dugði ekki til.
Tony Galvinskoraði sigurmark
Tottenham er þeir léku við Wolv-
es en Osvaldo Ardiles átti heiður-
inn af þvi marki sendi góða send-
ingu á Galvin sem skoraði.
Swansea fékk góða byrjun i
leiknum gegn Notts County þeir
höfðu yfir i hálfleik með mörkum
AlanCurtis og Leighton James og
fljótlega i upphafi siðari hálfleiks
skoraði Bob Latchford þriðja
markiö. Ray O’Brien minnkaöi
muninn á 65 min. úr vitaspyrnu
og 5 min. fyrir leikslok skoraði
Ian MacCulloch annað mark
Notts County en timinn var of •
skammur til þess að þeim tækist
að jafna metin.
„Bakkabræður”
Landsliðsmiðjutrióið hjá Liv-
erpool, Phil Neal, Phil Thompson
og Terry MacDermott varð fyrir
enn einu áfallinu á laugardaginn.
1 siðustu viku léku þeir með
landsliði Engiands gegn Noregi
og töpuðu 1:2 eins og kunnugt er
og á laugardaginn voru þeir heill-
um horfnir er Liverpool tapaði
fyrir Ipswich.
Phil Neal skoraði fljótt i leikn-
um sjálfsmark, Thompson braut
á John Wark og dæmd var vita-
spyrna sem Wark skoraði sjálfur
og þriðji bakkabróðirinn McDer-
mott var skipt út af i seinni hálf-
leik.
Coventrynáöi fljótlega yfirtök-
unum á miðjunni og þá var ekki
að úrslitum að spyrja, er upp var
staðið haföi Coventry skorað fjög-
ur mörk en Leeds ekkert. Rudi
Kaiser skoraöi fyrsta markið á 8.
min og tveimur minutum siðar
bætti Garry Thompson öðru
marki við. Steve Whitton bætti
þriöja markinu við og Thompson
skoraði sitt annað og fjórða mark.
Coventry sem hefur ungu og
skemmtilegu liöi á að skipa.
Tony Godden markvörður
West Bromwich Aibion kom i veg
fyrir að Nottingham Forest færi
meö öll þrjú stigin af velli er hann
i tvigang varði meistaralega frá
Justin Fashanu og W.B.A. náði
öðru stiginu i markalausu jafn-
tefli.
Fyrstisigur Middlesbro á þessu
keppnistimabili leit dagsins ljós á
laugardaginn er þeir sigruðu
Birmingham 2:1. Heini Otto skor-
aði fyrra mark Middlesbro og
stuttu siðar bætti Dave Hodgson
öðwi marki við. Neil Whatmore
minnkaði muninn fyrir Birming-
ham, en leikmenn „Boro” vörð-
ust vel i seinni hálfleik og þaö var
ekki sist markveröi þeirra Jim
Plattað þakka að þeir deildu ekki
stigunum með Birmingham.
Kevin Keegankom Dýrlingun-
um á bragðið er hann skoraöi
mark fyrir þá úr vitaspyrnu á 22.
min. fyrri hálfleiks i leiknum
gegn Man. City. Keegan hefur
skoraðfjögur mörk i fjórum leikj-
um fyrir Southampton tvö þeirra
úr vitaspyrnum. Mark Keegans
dugði Dýrlingunum samt ekki til
sigurs, þvi að rétt fyrir hálfleik
jafnaði Kevin Reeves metin fyrir
City.
Billy Wrightskoraði mark Ev-
erton gegn Brighton beint úr
aukaspyrnu á 47. min. leiksins.
Lengi vel leit úr fyrir að Everton
myndi fara með sigur af hólmi en
er stundarfjórðungur var til
■ Kevin Keegan kom Dýrlingun-
um á bragðiö er hann skoraði
mark fyrirþá úr vitaspyrnu gegn
Man. City.
leiksloka náði Mick Robinson að
jafna metin.
Gary Rowell jainaði metin á 80.
min. fyrir Sunderland gegn Ar-
senal en áöur hafði Alan Sunder-
land skorað fyrir heimaliöið.
Heldur hefði veriö ósanngjarnt ef
Arsenal hefði farið með sigur af
hólmi þvi Sunderland hafði átt
sist minna i leiknum og jafntefli
voru þvi nokkuð sanngjörn úrslit.
Röp-.
ÍA sigr-
aði FH
3:1
■ A laugardag áttust við á
Akranesi fyrstudeildarlið
t.A. og F.H. i knattspyrnu,
og lauk leiknum með sigri
Í.A. 3-1, i fremur lélegum
leik.Staðan i hálfleik var 0-0.
Fyrsta hættulega mark-
tækifærið kom á 13. rnfnútu,
er Sigurdór Þorleifsson átti
gott skot að marki. Bjarni
hélt ekki boltanum, sem
barst til Pálma Jónssonar,
en hann skaut rétt yfir. Á 43.
minútu gaf Kristján Olgeirs-
son á Sigurö Lárusson, hann
skallaöi yfir Hreggvið, en
Ingi Björn bjargaði á linu.
Ekki var mikið um mark-
tækifæri fyrr en á 58. min. er
Pálmi Jónsson átti fast skot
fyrir innan vitateig, sem var
óverjandi fyrir Bjarna. En
Adam var ekki lengi i
Paradis, þvi l.A. jafnaði
tveimur minútum siöar er
Guðjón Þórðarson gaf á
Sigurð Lárusson, sem skall-
aði i þverslá. Þaðan hrökk
boltinn til Júliusar Péturs-
sonar, sem skaut i höfuð Sig-
urðar Halldórssonar og i
mark F.H. A 78. mi'nútu
skoraöi Jón Alfreðsson,
gamla kempan eftir mikla
þvögu við mark F.H. Á 88.
minútu átti Siguröur Lárus-
son hörkuskot að marki, en
Hreggviður varöi meistara-
lega. Þaö var svo á 90.
minútu sem Július Pétursson
innsiglaði sigur Skaga-
manna, erhann skoraði eftir
hornspyrnu frá Kristjáni.
Það var ekki góð knatt-
spyma sem liðin sýndu á
laugardaginn. Þó að lið l.A.
væri lélegt, þá var lið F.H.
enn lélegra. Menn nenntu
þessu einfaldlega ekki. Ef á
að nefna einhverja sem skör-
uöu fram úr, þá voru þeir
Jón Alfreðsson, Gunnar
Jónsson og Björn Björnsson
hjá l.A. bestir og hjá F.H.
voru þeir Hreggviöur, Viöar
Halldórsson og Pálmi Jóns-
son bestir.
— Daniel Ólfasson/AB
■ Aðaisteinn markvörður norðanmanna ver hér skot frá Frömurum. Timamynd: Ella
Framarar höfdu bet-
ur í leikleysurmi
■ Þau voru ekki mikil tilþrifin
sem lið Fram og KA sýndu á
Laugardalsvellinum sl. laugar-
dag. Leikurinn átti meira skylt
við leikleysu en nokkurt annað,
enda knattspyrnan ekki á háu
plani sem sýnd var. Liöin báru
það ekki meö sér aö þau voru i
toppbaráttunni i 1. deildinni.
Fram varð að vinna þennan
leik,með góðu eða ilíu, ef það átti
að eiga nokkra von um tslands-
meistaratitilinn. Varö raunin sú
aö þeir unnu leikinn meö tveimur
mö’kum gegn engu. Þar með
voru þeir komnir jafnfætis Vik-
ingum. Ef Vikingar hefðu siðan
tapað leiknum á mótiKR þá hefði
Fram unnið mótiöá betra marka-
hlutfalli, en þvi var ekki aö heilsa
eins og kemur fram hér annars
staöar á siöunni.
Þá er það sjálfur leikurinh. 1
fyrri hálfleik var fátt uppi á
teningnum sem gladdi augað, og
ekki hin minnstu tilþrif hjá
hvorugu liöanna að skora mörk.
Enda staðan i hálfleik 0:0.
Framarar friskuðust aöeins i
seinni hálfleik. Þaö var þó ekki
fyrr en á 27. min. þess hálfleiks
sem markagáttinn opnaöist. Þaö
var Marteinn Geirsson sem var
þar að verki, og skoraöi örugg-
lega Ur vitaspyrnu eftir að
Guömundi Torfasyni haföi
óumdeilanlega verið brugðiðinni
vitateig KA-manna.
Eftir þetta mark var sem allt
loft væri úr noröanmönnum, og
var það þó ekki mikið fyrir. Upp
frá þessu urðu hlutverkaskiptin
þvi þannig að Framarar voru
yfirleitt i sókn, en KA-menn i
vöm.
A 35. mín. seinni hálfleiks áttu
Framarar tvö dauðafæri. I fyrra
skiptiö lét Lárus Grétarsson,
Aðalstein markvörð noröan-
manna, verja frá sér annars
ágætt markskot, eftir aö hann
hafði komisteinn inn fyrir. Missti
Aðalsteinn knöttinn frá sér til
Guömundar Torfasonar sem
skaut framhjá, fyrir nær opnu
markinu.
Strax þar á eftir áttu KA-menn
sitt eina marktækifæri sem eitt-
hvert bragð var af, eftir slæm
varnarmistök hjá Marteini Geirs-
syni. Komst Gunnar Gislason inn
i sendingu sem ætluö var
Guömundi Baldurssyni mark-
verði, en skaut yfir.
Þaö var siöan á 41. min. seinni
hálfleiks sem Framarar ráku
endahnútinn a' leikinn. Þá er þaö
að Sighvatur Bjarnason kemst
yfir knöttinn rétt utan viö sinn
eiginn vitateig og leikur rétt fram
yfir miðju. Gefur knöttinn siðan
áfram aö Lárusi Grétarssyni,
sem leikur áfram nokkur skref.
en sendir hann siðan rakleiöis i
markiö, framhjá Aöalsteini
markverði norðanmanna. Staðan
2:0.
Sviplitill leikur, sem bó var
nauösynlegt aö færi fram, til aö
fá úr þvi skoriö, hvort Framarar
næðu Vikingum aö stigum fyrir
leikinn á móti KR. En sem sagt
Framarar unnu, og fengu annað
sætið i 1. deildarkeppninni að
launum.
—Kás.
Borg
tapaði
■ Tennisleikarinn frægi,
Björn Borg tapaði i úrslita-
leiknum i einliðaleik karla á
Opna bandariska mótinu i
tennis nú i fyrrakvöld, fyrir
Bandarikjamanninum John
McEnroe. Borg vann aðeins
fyrstu lotuna, en McEnroe
hinar þrjár. Þetta er þriðja
árið i röð sem McEnroe fer
með sigur af hólmi i þessu
móti.
AD/DAS íþróttaskór
SP0RTVAL Hlemmtorgi
* Simar (91) 1-43-90 & 2-66-90