Tíminn - 17.09.1981, Blaðsíða 5

Tíminn - 17.09.1981, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 17. september 1981 5 fréttir — segja Kristján Guðjónsson og Eva Dagmar Steinsson, sem eru að byggja sína fyrstu íbúð ■ „Við höfum engar áhyggjur. Maður hélt fyrst að þetta yrði voðaleg pressa, en venst þvl siðan eins og öðru”, sagði Kristján Guðjónsson, sem ásamt konu sinni Evu Dagmar Steinsson, eru að koma sér upp sinni fyrstu ibúð með Byggingarsamvinnufélagi Kópavogs. Timinn heimsótti þau til að fræðast um hvernig ungt fólk fer að þvi að fjármagna sitt fyrsta þak yfir höfuðið, nú á hin- um siðustu og verstu timum. En ósjaldan heyrist að slikt sé nánast orðiö ókleyft venjulegu launa- fólki. „Eina skiptið sem við vorum svolitið stressuð var i byrjun þeg- ar við þurftum aö herja út um 3ja millj.kr. skyndilán i banka til að hafa fyrir byrjunargreiðslunni. En fyrirvarinn var svo skammur frá þvi við fengum að vita að við gætumverið með i næsta áfanga, þar til greiða átti um 20% af áætl- uðu ibúöaverði. Það reyndist lika mörgum erfiður biti, þannig að sumir þurftu að hætta viö”, sagði Kristján. Hann lauk lögfræðinámi árið 1978, og er nú rikisstarfsmaður. Bæöi eru þau hjón undir þritugu, en sögðust þó meö elstu hús- byggjendum iþeim áfanga er BK stendur nú fyrir i Astúnslandi i Kópavogi. „Eva var svo forsjál að taka númer hjá B.K. áriö 1978. Okkur var siðan tilkynnt i fyrrasumar að við gætum veriö meö og erum að byggja litla 4 herbergja ibúð i 18 ibúða húsi. Fyrsta greiðslan var 6 milljónir kr., hjá okkur. Sjálf áttum viö 1.5 millj. hand- bærar auk öndvegis mótorhjóls, sem selja varð á stundinni, er tvöfaldaði þá upphæð. Hinum helmingnum varö siðan að bjarga með bankaláni”, sagði Kristján. 1 ágúst 1980 hófust siðan mán- aðargreiðslurnar, þær fyrstu 660 þús., en hafa siðan hækkað nokk- urnveginn i takt við almenn laun og eru nú 9.000 kr. á mán. Reikn- að er með hækkun i 10.000 kr. 1. nóv. n.k. Þau Kristján og Eva hafa nú greitt 14 af 28 áætluöum mánaðargreiðslum. Samtals sögðust þau búin að greiða rúm 169 þús. kr., sem framreiknað með byggingarvisitölu væru nú að jafnvirði um 220 þús. kr.. Þetta hafa þau náð að greiða af launum sinum að undanskildu 50 þús. kr. lifeyrissjóðsláni er að töluverðu leyti var notað til að greiða upp bankalánið er þau tóku i upphafi. Eva vinnur alla jafnan um hálfs dags starf en fulla vinnuyfir sumarið. Kristján bætir við sig töluverðri aukavinnu og auk þess vinna þau bæði i eig- endavinnu við bygginguna um 50 tima á mánuði. Þau búa með börnum sinum tveim i ákaflega litlu húsnæði i Kópavogi og sögðu húsaleigu þar mjög lága. — En þýðir þetta samt ekki mik- inn sparnað og sjálfsafneitun, — verður ekki að geyma fatakaup eftir mætti, fara sjaldan á veit- ingahús og sleppa alveg sumar- frium og sólarlandaferðum og öðru sem margir telja nú orðiö tilheyra sjálfsögðum hlutum? „Sólarlandaferöum höfum við ekki áhuga á, og út að borða för- um við kannski á afmælum eða við önnur slik tilefni. En þetta eru okkur engin viðbrigði”, sagöi Eva, „enda algengt að langskóla- fólk þurfi að fara sparlega meö fé.” „Maður gerir fjárhagsáætlun fyrir hvern mánuð, þannig að ekkert kemur á óvart. Eg held að við veitum okkur flest það, sem fólk almennt gerir”, sagði Kristján. Eitt kostnaðarsamt ■ Byggingarsamvinnufélag Kópavogs er hér að byggja 36 Ibúðir I 2 húsum, í Astúnslandi I Kópavogi. Sumir húsbyggjendur skila þarna jafnvel um 100 tima eigendavinnu á mánuði og lækka þá mánaðar- greiðslur slnar sem svarar vinnulaununum. — Timamynd: Eila. Kristján Guðjónsson og Eva Stelnsson ásamt börnum slnum Jóhannl Pétri 8 ára og Evu Björgu 6 ára. Tfmamynd Róbert. tómstundagaman hefur hann orð- ið að skera alvarlega niður, en hann hefur lengi haft gaman af flugi. — Enaf hverju varö byggingar samvinnufélag fyrir valinu? „Viö höfum lengi litið Verka- mannabústaði heldur hornauga, sýnist eigendur þeirra vera hálf- geröir leiguliðar. A frjálsa mark- aðinum hraus okkur aftur á móti hugur við háum útborgunum. Eftir á, þegar maöur leggur saman allt sem búið er að greiöa sýnist manni þó að það heföi kannski alveg getað gengið upp”, sagði Kristján. Það var gaman aö heimsækja þessa ungu f jölskyldu sem vonast til ab geta flutt i sina nýju ibúð eftir ár eöa svo. Þar var siður en svo nokkurn barlóm að finna, heldur þvert á móti trú á framtið- ina. —HEI BYGGINGARSAMVINNUFÍLÖGIN ORDIN EFTIRSÓTTUR KOSTUR — en mánaðargreiðslurnar vid byggingu þriggja herbergja fbúðar geta verið 15.000 krónur í 30 mánudi ■ ,,Með gifurlega hækkuðu ibúðaverði og byggingarkostnaði og núverandi lánakjörum er orðið vonlaust að ungt fólk ráði við að koma sér upp þaki yfir höfuðið!” „Leiguibúðavandinn stafar ekki hvað sist af þvi að ungt fólk er hætt að leggja i að kaupa sér ibúðir ” — Hver kannast ekki við að hafa margsinnis heyrt framannefndar staðhæfingar eða aðrar i svipuðum dúr? Timanum finnst þvi ástæða til að kynna þessi mál að nokkru, og fjalla um þá valkosti sem til boða standa. Leitað var álits og upplýsinga ýmissa aðila, sem starfa beint og óbeint við hús- næðismarkaðinn og fólk i ibúðarhugleiðingum þarf þvi einmitt að hafa samband við. Einnig var rætt við fólk, sem stendur i ibúðarbyggingu — eða kaupum. í blaðinu i dag er fjallað um byggingar- samvinnufélög. ■ „Eftirspurnineftirþviað fá að byggja meö okkur fer gifurlega vaxandi. Aö undanförnu hafa að meðaltali um 12-18 manns á dag hringt og spurt um möguleika á aö komast i' byggingarflokk. Jafnframt sækir fólk fast að kom- ast á biðlista, ef einhver skyldi hætta, þótt það sé nær alveg von- laust”, sagði Siguröur Ólafsson hjá Byggingarsamvinnufélagi Kópavogs. Siguröur sagöi siðasta bygg- ingaráfanga þeirra — 36 ibúðir i tveim sambýlishúsum — hafa farið af staö fyrir rétt nlmu ári. Þá varö gerð kostnaðaráætlun á þvi verðlagi er þá gilti og var sú áætlun fyrir fullfrágengna 3ja herb. ibúð — 79 fm. nettó — 24.330.000 kkr. Stofnframlag var 20% eða um 5 'millj. gkr. og mánaöargreiðslur byrjuöu i ágúst 1980, þá 550.000 gkr. Þær hækka slöan á þriggja mánaða fresti nokkurn veginn i samræmi við almenna verðþróun og voru isiðasta mánuöi komnar I 7.600 kr. (760.000 gkr.) Með þessu eiga endar aö ná nokkurn veginn saman þegar upp verður staðið, en þessar mán- aöargreiðslur eru i 28 mánuöi. „Það liggur ljóst fyrir að þetta eru stifar greiðslur. Yfirgnæfandi meirihluti er þarna aö byggja sina fyrstu Ibúö. Mann undrar þvi nánast, að þaö heyrir tii algerra undantekninga t.d. i þessum flokki, ef fólk stendur sig ekki með greiðslurnar, og ástandið aö þvfleytier raunar betra en stund- um áöur”, sagði Siguröur. Hins vegar sagði hann mikiö i þessum flokki af harðduglegu fólki, þar sem bæði hjónin vinna úti auk þess sem margir vinna i eigendavinnunni. Ekki sé óal- gengt aö hjón komi bæði I vinnu dag eftir dag og um helgar og dæmi um aö þaö hafi eitt sumar- friinu á byggingarstað. 100 tima i eigendavinnu á mánuði sagði Sig- urður ekki óalgenga, en fyrir það reiknast 2.755 kr. laun, eöa 27,55 kr. á ti'mann. Þá sagöist hann hafa tekið eftir meiri áhuga hús- byggjenda I þessum litlu húsum heldur en þegar t.d. hafi veriö byggö. allt upp i 60 ibúöa háhýsi. Vegna eftirspurnarinnar sagði Siguröur þá sem ganga i félagið um þessar mundir vart hafa nokkurn möguleika á að komast i byggingarflokk næstu 2 árin að minnsta kosti. Þvi má bæta hér við, aö Bygg- ingarsamvinnufélagið Aðalból er nú að hefjast handa viðbyggingu 26 ibúöa i lyftuhúsi i „Nýja Mið- bænum” í Reykjavik. Byggingar- kostnaður 80-90 fermetra fullfrá- genginnar 3ja herbergja ibúöar þar erreiknaður 658.000kr. miöað við núgildandi kostnað. Byrj- unargreiðslan er 80.000 kr., en siðan 30 mánaöargreiðslur, 15.000 kr. f byrjun en siðan hækkandi til samræmis við hækkun lánskjara- visitölu á byggingartima. —HEI „Maður venst pressunni eins ogöðru”

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.