Tíminn - 17.09.1981, Blaðsíða 7

Tíminn - 17.09.1981, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 17. september 1981 7 erlent yfirlit ■ ANWAR Sadat, forseti Egyptalands, lætur nú skammt stórra högga á milli. Fyrra laugardag (5. sept.) til- kynnti Sadat egypzka þinginu, að hann heföi undanfarna þrjá daga látið handtaka með leynd um 1500 manns, sem hann taldi ýmist sitja á svikráðum við stjórn sina, eða vera liklega til að valda róstum og uppþotum i landinu. 1 siöarnefnda hópnum voru að- allega forustumenn ýmissa trú- arsamtaka. Annars vegar voru það leiðtogar koptisku kirkjunn- ar, sem játar kristni, en hins veg- ar leiðtoga hópa eða samtaka strangtrúaðra Múhameðstrúar- manna. Að undanförnu hafði nokkrum sinnum komið til átaka milli manna, sem tilheyrðu þess- um trúflokkum. ■ Sadat að skýra egypzka þinginu frá handtökunum Sadat beitir vaxandi hörku Er hann aó styrkja álit sitt hjá Reagan? Sadat taldi sig óttast, að þessl átök gætu magnazt og orðið visir að andstöðu gegn rikisstjórninni. Hann gerði þvi meira en að fang- elsa forustumennina, heldur bannaði jafnframt tiu trúarfélög strangtrúaðra Múhameðsirúar- manna og lagði koptisku kirkjuna undir stjórn rikisins. Páfi hennar var sviptur öllum völdum og dvelst nú i klaustri i eins konar stofufangelsi. Talið er, að um 6 milljónir Eg- ypta eða um 15% af ibúum lands- ins tilheyri koptisku kirkjunni. Aðrir eru Múhameðstrúar. Kopt- iska kirkjan hefur verið sjálfstæð siðan á 5. öld, er hún sagði skilið viðpáfann i Róm, og stofnaði sinn eigin páfastól. Páfinn, sem Sadat svipti völdum, er sá 117. i röðinni. Oft hefur verið grunnt á þvi góða milli koptisku kirkjunnar og Múhameðstrúarmanna i Egypta- landi. Þessar deilur hafa þó ekki verið þess eðlis, að stjórn Sadats ætti að stafa hætta af þeim. Stjórn Sadats gæti hins vegar stafað meiri hætta af samtökum strangtrúaðra Múhameðstrúar- manna. Ef til vill hefur Sadat tal- ið að bannið á samtökum þeirra myndi mælast betur fyrir, ef hann léti hið sama ganga yfir koptisku kirkjuna. 1 FYRRI hópnum, sem Sadat lét fangelsa, voru þeir menn, sem hann taldi beinlinis sitja á svik- ráðum við stjórn sina. Sá hópur var þó býsna blandaður og ósam- stæður. 1 honum voru m.a. fyrr- verandi borgaralegir stórnmála- menn, blaðamenn og prófessorar, sem ekki var vitað um, að til- heyrðu neinum andbyltingarsam- tökum. Þekktastur þeirra var Heikal, sem um langt skeið hefur verið talinn fremsti blaðamaður Egypta. Hann hefur gagnrýnt Sadat i greinum, sem hafa verið birtar i blöðum viða um heim, en hins vegar ekki tekiö þátt i nein- um samtökum gegn stjórninni. Mörg þekktustu blöð i Bandarikj- unum og Vestur-Evrópu hafa sér- staklega mótmælt fangelsun hans. Hann var handtekinn klukkan þrjú að næturlagi. Margir þeirra, sem nú voru handteknir, höfðu setið i fangels- um i stjórnartið Nassers, fyrir- rennara Sadats, en Sadat hafði leystþá úr haldi, þegar hann kom til valda. Sadat átti eftir að koma mönn- um meira á óvart en með þessum fangelsunum. Siðastl. þriðjudag (15. þ.m.) visaði hann rússneska sendiherranum úr landi, ásamt mörgum sendiráðsmönnum, og auk þess um 1000 rússneskum sérfræðingum, sem dvalið hafa i Egyptalandi, flestir um lengra skeið. Brottvisun þeirra rök- studdi Sadat með þvi, að uppvist hefði orðið, að rússneskir stjórn- arerindrekar hefðu staðið að ráðabruggi um að steypa rikis- stjórn hans. ÞESSAR aðgerðir Sadats hafa orðið til að vekja margar spurn- ingar, sem enn er ósvarað. Marg- ir fréttaskýrendur draga i efa, að stjórnbyltingartilraunir hafi ver- ið á döfinni, en Sadat hafi hins vegar óttast, að til þeirra gæti komið. Hann hafi þvi kosið að verða fyrri til og reyna að upp- ræta jarðveginn fyrir þær, og úti- loka þær á þann hátt. Þetta hafi hann talið tilvinn- andi, þótt það kipptifótum undan þeim málflutningi hans, aö Egyptaland búi við frjálsasta stjórnarhætti allra Arabarikja og pólitiskar fangelsanir eigi sér þar ekki stað. Sennilega hefur Sadat haft hlið- sjón af þeim áróðri erlendis, að stjórn hans væri ótraust i sessi og gæti hrunið eins og keisarastjórn- ini íranmeöóvæntum hætti. M.a. voru slik ummæli nýlega höfð eft- ir yfirmanni Israelshers og lét Sadat afboða fyrirhugaða heim- sókn hans til Kairó af þeirri ástæðu. Jafnframt þvi að sýna, að hann hefði i fullu tré við andstæöing- ana, mun Sadat hafa talið klókt að tefla af hörku við Rússa. Það myndi mælast vel fyrir i Wash- ington og afla honum aukins stuðnings Reagans i samningum við Israelsstjórn. Þótt deilt kunni að verða um starfsaðferðir Sadats, verður það ekki haft af honum, að hann er harðskeyttur og klókur. Þó telja sumir fréttaskýrendur, að hér kunni hann aö hafa reynzt of klók- ur, þvi að hinar miklu fangelsanir geti átt eftir að veikja hann, þeg- ar frá liöur, þótt þær geti gagnaö honum um stund. erlendar f réttir i Herða aðskiln aðarstefnuna ■ Rikisstjórnin i Suður- Afriku hyggst setja ný lög, sem auðvelda eiga fram- kvæmd laga þeirra sem banna þeldökku fólki og kyn- blendingum búsetu i ákveðn- um hverfum borga i S-Afriku, sem einvörðungu eru ætluö hvitu fólki. Þessi nýju lög veröa þess eðlis að þau gefa embættismönnum vald til þess að bera þeldökka og kyn- blendna ibúa út úr hverfum þessum, án þess aö til þess þurfi að fá Urskurö dómara. Þessi nýju lög, sem taka eiga gildi á næsta ári, munu valda þvi að tugþúsundir fjöl- skyldna verða bomar út Ur húsnæði sinu, flestar þeirra á svæðum umhverfis miðborg Jóhannesarborgar. Fólk þetta, sem flest hefur neyðsttilaðflytjaólöglega inn á svæðin vegna gifurlegs skorts á mannsæmandi hús- næði i þeim hverfum sem ætluð eru lituðum, hefur þurft að greiða allt að margfaldri húsaleigu, til þess aö fá hUs- eigendur til að ganga á snið viö lögin. Stjómvöld halda því fram, að þetta fólk hafi tafið af- greiðslu brottvisunarmála, sem höfðuö hafa verið gegn þvi, og hafi það þannig valdið erfiðleikum idómskerfi lands- ins. Stjórnarandstaöan i Suður- Afriku hefur gagnrýnt þessa fyrirætlan rikisstjórnarinnar harölega. Einn þingmaður stjórnarandstööunnar lýsti þvi yfir að stjórnin ætti fremur að afnema þau lög sem kveða á um hvar hver kynþáttur fyrir sig á að búa, í það minnsta ekki að herða á aöskilnaðar- stefnunni. ast skæmliðarnir fremur ráðast gegn bandariskum her- mönnum og öflugri vopnurn er beitt. Engar gagn- ráóstafanir ■ Sovéska sjónvarpið sagði I gær að ásakanir Egypta, þess efnis að Sovétmenn hefðu verið að reyna að grafa undan stjórn Sadat, forseta, I Egyptalandi, væm fáránleg- ar. Sagði sjónvarpiö að þessar ásakanir væra ekkert annað en áróðursherferð gegn Sovét- rikjunum, og vopn i baráttu Sadat við erfiðleika þá sem stjóm hans hefur átt við að glima undanfariö heima fyrir. Sagði sjónvarpið að sovéskir embættismenn og fréttamenn hefðu verið beðnir að yfirgefa Egyptaland, en skýröi ekki nánar frá ástæðum. Ekkert bendir enn til þess að Sovétmenn hyggist gripa til gagnrábstafana. Ekkert bendir til þess aö embættis- menn egypska sendiráðsins i Moskvu verði látnir fara þaban. BANDARiKIN: Nýleg athugun hefur leitt i ljós að misnotkun á- fengis og fikniefna af öðru tagi, sé mun algengari innan bandariska hersins, en talið var. Sérstaklega leiddi athugun þessi I ljós alvar- lega mikla notkun þessara lyfja innan ramma vinnutima her- manna. BRETLAND: Flokksþing Frjálslynda fiokksins i Bretlandi samþykkti i gær með yfirgnæfandi meirihluta, aö ganga til kosningabandalags við hinn nýstofnaða flokk sósial-demókrata I landinu, i næstu þingkosningum. Skoðanakannanir benda til þess að slikt kosningabandalag myndi vinna yfirburöasigur, ef kosið yrði nú. EVRÓPA: Bandarikjamenn búast við þvi að samningaviðræður við Sovétmenn, um takmörkun fjölda meðaldrægra eldflauga i Miö- Evrópu, muni hefjast i siðarihluta nóvembermánaðar á þessu ári. INDLAND: Rikisstjórn Indlands er nú harðlega gagnrýnd af stjórnarandstöðu landsins, fyrir setningu laga, sem afnemur verk- fallsrétt þúsunda af starfsmönnum rikis og bæja á Indlandi. Tals- menn stjórnarinnar segja lagasetninguna nauðsynlega, til að koma I veg fyrir neyðarásiand i landinu. KINA: Orðrómur er nú á kreiki um að stjórnvöld i Kina séu nú að undirbúa nýjar tillögur til stjórnvalda i Taiwan, sem fælu i sér að eyjan sameinaðist Kina að nýju. Talið er mögulegt, aö Kinverjar hyggist hafa tillögur þessar þess efnis, að þeir virðist rétta stjórn- völdum I Taiwan sáttahönd, án þess að hin siöarnefndu gætu gengið að þeim. Með þvihyggist þeir snúa almenningsáliti i Bandarikjun- um gegn Taiwan og gera bandariskum stjórnvöldum með þvi erfið- ara um vik með að selja Taiwan herþötur. Enn eitt tilræðid ■ Tvær heimageröar sprengjur fundust I gær á járnbrautarspori sem liggur aö bandariskum herflugvelli i grennd viö Frankfurt I Vestur- Þýskalandi. Sprengjurnar voru nægilega öflugar til þess að sprengja lest i loft upp, en sérfræðingum tókst aö gera þær óvirkar. Þetta atvik, svo og sprengjutilræðið á annarri bandariskri flugstöð nýlega, benda til þess að hin vestur- þýska deild Rauöu herdeild- anna sem oftast er kennd við Baader-Meinhof, hyggist heröa til muna baráttu sina gegn hernaðarlegri nærveru Bandarikjamanna i V-Þýska- landi. A þessu ári hafa verið gerð- arellefu árásirá bandariskar herstöðvar og bandariska her- foringja I V-Þýskalandi. Framan af árinu voru það þó yfirleitt árásir á byggingar bandariska hersins, oftast að- eins varpað að þeim bensin- sprengjum. Undanfariö virð-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.