Tíminn - 17.09.1981, Blaðsíða 13

Tíminn - 17.09.1981, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 17. september 1981 Kvenna- landsliðið til Þýska- lands fdag ■ t dag heldur kvennalandslið tslands i handknattleik i keppnisför til Þýskalands og Bretlands, og stendur ferðin til 24. þessa mánaðar. Þátttakendur i ferðinni eru eft- irfarandi: Fararstjórn: Þórður Sigurðsson Jón Kr. Óskarsson Elin Helgadóttir Sigurbergur Sigsteinsson þjálf- ari. Keppendur: Jóhanna Pálsdóttir Markv. Val Kristin Brandsdóttir markv. IA Katrin Danivalsdóttir FH Kristjana Aradóttir FH Margrét Theódórsdóttir FH Auður Harðardóttir FH Oddný Sigsteinsdóttir Fram Erna Lúðviksdóttir Val Olga Garðarsdóttir KR Laufey Sigurðardóttir tA Ingunn Bernódusdóttir Vikingi -Erla Rafnsdóttir tR Katrin Fredrikson 1R Guðný Guðjónsdóttir Keppt verður i „Turneringu” i Vestur-Þýskalandi þar sem keppa A og B lið Vestur-Þýska- lands og landslið Sviþjóðar. Leik- iðerfyrstvið Sviþjóð 18.9. isport- halla in Neuenhaus kl. 18. siðan við V-Þjóðverja laugardaginn 19.9. a-lið in Jahnsporthalle in Schuttorf kl. 19.00, og á sunnudag kl. 09.30 við b-lið Vestur-Þjóð- verja in Kreissporthalle in Nord- horn. Meðan dvalið er i V-Þýska- landi er dvalið i Nordhorn Hotel Euregio Dortmunder Strasse 20 4460 Nordhorn. tel. 05921/5077. Farið til Bretlands sunnudaginn 20. september eftir hádegi leikið við Bretland kl. 20.00 sunnudags- kvöld og einnig á mánudags- kvöld. Golf ■ tSAL-keppnin fer fram um næstu helgi. Leiknar verða 36 holur og hefst keppnin kl. 9.00 á laugardag. Keppt er i 4 flokkum karla án forgjafar og 1 kvenna- flokki með forgjöf. Rásröð flokk- anna verður á laugardag sem hér segir: Meistarafl., 1. fl., 2. fl., 3. fl., kvennafl. A sunnudag hefst keppnieinnig kl. 9.00og þá verður rásröð þannig: 3. fl., 2. fl., 1. fl., kvennafl. og meistarafl. Meistaraflokkur karla mun leika á gulum teigum, 1. og 2. fl. á hvit- um og 3. flokkur karla og kvenna- flokkur á rauðum teigum. ■ Fram för með sigur af hólmi yfir irska liðinu Dundalk á Laugardalsvelli i gær, sigraði liðið með tveimur mörkum gegn einu I fremur lélegum og þóf- kenndum leik.þar sem Framarar voru heldur betri. Framan af fyrri hálfleik gerðist litið utan það, að þaö gekk á með þófkenndum, háum sendingum sem fóru einna heistfram á miðju vailarins. Heldur var það oftar sem Framararnir náöu að pressa að marki trana, en þó ekki svo að um hættuieg marktækifæri væri að ræða. A 37. minútu leiksins gerist það svo aö slæm varnarmistök eiga sér staö hjá Framliðinu, með þeim afleiðingum að Mick Fair- lough (no. 9) er einn inni i mark- teig og skorar örugglega, og staðan eitt — núll fyrir Dundalk. Rétt á eftir eru írarnir aftur komnir í sókn og Hilary Carlyle (no. 10) átti þrumuskot að marki, sem Guðmundur varði. Boltinn hrökk frá honum og var bókstaf- lega á li'nu þegar Agúst Hauksson bjargaöi á linu af snerpu. Staðan var 1-0 I hálfleik, trunum i vil. Heldur mikil deyfö var yfir fyrri hluta seinni hálfleiksins, en þegar 65. minútan fór að nálgast, var eins og Frömmurum hlypi kapp i kinn og þeir tóku að berj- ast. A 67. minútu á Pétur Ormslev mjög góða sendingu fyrir mark tranna, frá vinstra kanti, en fyrir markinu var Guðmundur Torfa- son vel staðsettur og stökk hann upp og skallaði boltann örugglega imarkið, vinstra megin niðri. Var þetta virkilega fallega upp byggt mark. Dundalk var nærri þvi að skora aftur strax á eftir, þegar Marteinn Geirsson fyrir mistök, bókstaflega lagði boltann fyrir fætur Hilary Carlyle sem þakkaði fyrir sig með þrumu- skoti, sem Guðmundur varði mjög vel. Hólmbert, þjálfari Framliðsins skipti á 70. minútu Gunnari Guðmundssyniút af og inn á fyrir hann kom Guömundur Steinsson. Það var viturleg ráðstöfun Hólm- berts, þvi það var Guðmundur Steinsson sem skoraði sigurmark Framara á 82. mfnútu, en þá hafði Pétur tekið hornspyrnu, og Viöar Þorkelsson skallað i átt að markinu, þar sem Guðmundur tók við boltanum og sendi hann i net tranna. Lyktaði leiknum þvi með 2-1 sigri Framara og er þetta annar E vrópusigur liðsins, en lið- ið sigraöi Möltu 1971. Liöin voru ósköp svipuð aö getu, en baráttan var þó öllu meiri i Framliðinu svo og snerp- an. trarnir höfðu hinsvegar betur isvo til öllum skallaeinvigjunum. Af einstökum mönnum i FramJið- inu sem sköruðu fram úr, ber helst að nefna þá Agúst Hauksson og Pétur Ormslev. Dómari leiksins, Alexander, hafði allan timann ágæt tök á leiknum og dæmdi ágætlega. —AB Sagt eftir leikinn ■ Guðmundur Torfason: „Mér fannst þetta vera baráttuleikur. Við hefðum getað skorað fleiri mörk. Mér finnst þetta Dundalkliö vera frekar jafnt lið og spila fremur stifa knatt- spyrnu.’ ’ Marteinn Geirsson: „Ég er ánægður með sigurinn, en ekki nógu ánægður með leikinn. Þetta mark sem við fengum á okkur var klaufamark. Það var deyfð yfir okkur þangað til við náðum að skora, þá tókum við góðan kipp. Það veröur erfitt úti, en ég erbjartsýnn á að okk- ur takist að komast áfram.” Hólmbert Friðjönsson, þjálfari Fram: „Ég er ánægður meö sigurinn, en óánægður með þetta mark, þvi það gæti orðið okkur dýrt. Við stefnum tvi- mælalaust á sigur úti, enda vor- um við betra liðið i þessum leik.” Ekki tókst aö ná tali af leik- mönnum Dundalk að leik lokn- um, en þjálfari þeirra John McLaughing haföi þetta um leikinn að segja: „Ég varö fyrir miklum vonbrigðum með mina menn. Þeir vanmátu and- stæðinga sína og uppskáru i samræmiviöþaö. Viðvissum að Fram hefur góöa hlaupara isin- um rööum, en brugöumst ekki rétt við þeirri vitneskju. Við hefðum átt að ná undirtökunum i leiknum en geröum það ekki. Framliðið var áberandi betra liöið i seinni hálfleik. Við höfum verk að vinna þegar við komum heimaö undirbúa siöari leikinn, en við stefnum aö sigri i hon- um.” —AB ■ Liösmenn Dundalk niðurbrotnir, en Guðmundur Torfason hleypur glaður á brott eftir að hafa skallað boltann I netið, eftir snilldarfyrirgjöf frá Pétri Ormslev. Timamynd — Ella Mgwif ■ ■ Fram sigraoi f slökum leik Fimm — núll sigur Villa yf ir Val síst of stór landi. Það væri út I hött að bera þessi tvö lið saman, en engu að siður, þá hefðu Valsmenn mátt hafa meira sjálfstraust. Það heyrði til undantekninga að þeir kæmust fram yfir miðju. Ragnar örn Pétursson simar frá Villa Park, Birmingham — AB. ■ Valsarar upplifðu hálfgerða martröð hér á Villa Park nú i kvöld, er þeir töpuðu fyrir Aston Villa, sem skoraði 5 mörk gegn engu, og var sá sigur sist of stór, þvi Aston Villa átti a.m.k. 3 góð marktækifæri til viðbótar. Valsarar máttu sætta sig við það að tapa stórt fyrir Englands- meisturunum, en með stöðugum varnarleik, allan leikinn reyndu þeir að koma i veg fyrir að tapið yrði einhver rosaskellur. Ef leikurinn er rakinn i stuttu máli, þá er fyrst frá þvi að segja að á 6. min þá fengu Valsarar dæmda aukaspyrnu svona metra fyrir utan miðjan vitateiginn og Sjá eirmig bls. 19 það var Peter Withe sem tók aukaspyrnuna og gaf hálfan metra út til hliöar á Tony Morley, sem tók viðstöðulaust skot í vinstra markhornið og staðan eitt-núll. Ef hægt er að tala um mark- tækifæri hjá Völsurum, þá kom það á 14. min. er Þorvaldur Þor- valdsson átti skot að marki, sem var varið. Heldur betra tækifæri kom hjá Valsmönnum á 20. min. er hann fékk sendingu á sig eftir hornspyrnu, sem ekkert kom upp úr og átti Guðmundur þá mjög gott skot að marki, sem Jimmy Rimmer varði. A 36. minútu átti Marley þrumuskot i stöng og minútu siðar bæta liðsmenn Aston Villa öðru markinu við, en þá var það Bremner sem gaf fyrir markið, yfir Sigurð Haraldsson og Withe skallaði inn af markteig. Hálf- klaufalegt hjá Sigurði mark- manni það. Það er svo á 40. mlnútu sem þriðja markið kemur. Þá kemur sending inn i teiginn og Withe skallar niður i jörðina fyrir fæt- urna á Donovan sem skaut upp i netmöskvana. Staðan 3-0 i hálf- leik. Slðari hálfleikur býrjaði hálf- dapurlega — Villa að þreifa fyrir sér og Valsarar lágu stöðugt i vörn. Ekkert markvert gerðist fyrren á 68. min. að Donovan lék upp hægri kantinn og inn á miðj- una og gaf slðan boltann út á Bremner sem lék upp og gaf fyrir markið, þar sem Withe, rétt stað- settur sá um að skalla boltann i markið. Var þetta eitt fallegasta mark leiksins. Siðasta markið skorar Villa svo á 69. minútu, þegar Morley lék upp vinstri kantinn og gaf fyrir markið, þar sem Donovan skallaði inn. Leikurinn bar þess merki að þarna áttust við Englandsmeist- arar og áhugamannaliö frá Is- * AD/DAS íþróttaskór SP0RTVAL Hlemmtorgi * Simar (91) 1-43-90 €t 2-66-90

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.