Fréttablaðið - 03.02.2008, Blaðsíða 82

Fréttablaðið - 03.02.2008, Blaðsíða 82
26 3. febrúar 2008 SUNNUDAGUR Nánar á expressferdir.is eða í síma 5 900 100 79.900 kr. Verð á mann í tvíbýli22.–27. maí Fararstjóri: Lilja Hilmarsdóttir Vorferð til Heidelberg Sumar í Svartaskógi og dvöl við Bodensee Innifalið: Flug með sköttum og öðrum greiðslum, akstur til og frá flugvelli, gisting á 4* hóteli með ríkulegum morgunverði og heilsdags skoðunarferð til Rothenburg ob der Tauber. 115.800 kr. Verð á mann í tvíbýli19.–30. ágúst Fararstjóri: Lilja Hilmarsdóttir Innifalið: Flug með sköttum og öðrum greiðslum, akstur til og frá flugvelli, gisting á 4* hótelum með ríkulegum morgunverði, eftirmiðdagssnarl á Hotel Baren, þrí- til fjórréttaður kvöldverður öll kvöldin og íslensk fararstjórn. WEST HAM CHELSEA W W W. I C E L A N DA I R . I S 28. FEB.– 3. MARS Verð á mann í tvíbýli frá 57.900KR. Icelandair er samstarfsaðili West Ham og býður ferðir á alla heimaleiki liðsins í vetur. Fjölmargir leikir framundan, s.s. á móti Blackburn, Portsmouth og Derby. + Nánari upplýsingar: www.icelandair.is/ithrottaferdir ÍS L E N S K A S IA .I S I C E 4 07 41 02 /0 8 Enska úrvalsdeildin: BIRMINGHAM CITY - DERBY COUNTY 1-1 1-0 Sebastian Larsson (68.), 1-1 Emanuel Villa (89.). BLACKBURN ROVERS - EVERTON 0-0 MANCHESTER CITY - ARSENAL 1-3 0-1 Emmanuel Adebayor (9.), 0-2 Eduardo da Silva (26.), 1-2 Gelson Fernandes (28.), 1-3 Emmanuel Adebayor (88.). PORTSMOUTH - CHELSEA 1-1 0-1 Nicolas Anelka (55.), 1-1 Jermain Defoe (64.). READING - BOLTON WANDERERS 0-2 0-1 Kevin Nolan (33.), 0-2 Heiðar Helguson (57.). TOTTENHAM - MANCHESTER UNITED 1-1 1-0 Dimitar Berbatov (20.), 1-1 Carlos Tevéz (94.). WIGAN ATHLETIC - WEST HAM UNITED 1-0 1-0 Kevin Kilbane (48.) LIVERPOOL - SUNDERLAND 3-0 1-0 Peter Crouch (57.), 2-0 Fernando Torres (69), 3-0 Steven Gerrard, víti (89.) STAÐAN: Arsenal 25 18 6 1 52-18 60 Man United 25 18 4 3 49-12 58 Chelsea 25 16 6 3 38-17 54 Everton 25 13 5 7 40-23 44 Liverpool 24 11 10 3 40-17 43 Aston Villa 24 11 8 5 43-31 41 Man City 25 11 8 6 32-28 41 Blackburn 25 10 9 6 32-31 39 Portsmouth 25 10 8 7 35-26 38 West Ham 24 10 6 8 29-22 36 Tottenham 25 7 8 10 45-41 29 Newcastle 24 7 6 11 27-42 27 Bolton 25 6 7 12 26-34 25 Middlesbrough 24 6 7 11 21-37 25 Wigan 25 6 5 14 24-40 23 Sunderland 25 6 5 14 24-45 23 Reading 25 6 4 15 30-52 22 Birmingham 25 5 6 14 24-37 21 Fulham 24 2 10 12 23-42 16 Derby County 25 1 6 18 13-52 9 ÚRSLIT FÓTBOLTI Það er ekkert lát á góðu gengi Arsenal í ensku úrvalsdeildinni. Hinir ungu sveinar Arsene Wenger gefa ekkert eftir í toppbaráttunni og unnu góðan útisigur á Man. City, 1-3, í gær. Arsenal er með tveggja stiga forskot á toppnum þar sem Man. Utd náði aðeins stigi gegn Tottenham sem Carlos Tevez bjargaði í uppbótartíma. Emmanuel Adebayor hélt uppteknum hætti fyrir Arsenal í gær. Wenger hefur trú á því að Adebayor muni halda áfram að sýna álíka spilamennsku. „Thierry er heimsklassaleikmað- ur og við gleymum honum ekki. Emmanuel hefur staðið sig stórkost- lega í að fylla skarðið sem hann skildi eftir sig. Hann hefur tekið stórt stökk fram á við og þess utan verið mjög stöðugur í sínum leik. Hann hefur bætt hreyfingar sínar með boltann sem og að klára færin,“ sagði Wenger himinlifandi en þetta var fyrsta tap City á heimavelli í vetur. Manchester United mátti þakka fyrir að ná stigi gegn Tottenham á White Hart Lane en Car- los Tevez jafnaði leikinn í uppbótartíma. Sir Alex Ferguson, stjóri United, var svekktur með að ná aðeins stigi sem hann sagði þó geta verið mikilvægt á endanum. „Þetta passar ekki við okkur. Eitthvað er ekki rétt þegar við fáum sjö gul spjöld,“ sagði Ferguson en honum fannst að Jermaine Jenas hefði þess utan átt að fjúka af velli fyrir að brjóta á Ronaldo um miðjan fyrri hálfleik. Spurs hefur ekki lagt United síðan árið 2001. Jermain Defoe byrjaði með glæsibrag hjá Port- smouth er hann skoraði jöfnunarmark liðsins gegn Chelsea í gær og tryggði sínu liði eitt stig í leiknum. „Við hefðum getað unnið í lokin en það hefði kannski verið svolítið harkalegt fyrir Chelsea. Ég hélt ég hefði skorað er ég lyfti yfir markvörðinn en því miður fór boltinn framhjá. Annars er ég kominn hingað til þess að skora og hjálpa liðinu að fá stig og vonandi var þessi byrjun aðeins for smekkurinn að því sem koma skal,“ sagði Defoe. henry@frettabladid.is Góður dagur fyrir Arsenal Arsenal náði tveggja stiga forskoti á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í gær. Lund- únaliðið lagði Man. City á meðan helstu keppinautarnir – Man. Utd og Chelsea – urðu að sætta sig við jafntefli í sínum leikjum. Tevez bjargaði Man. Utd. GÓÐ BYRJUN Jermain Defoe skoraði mark í sínum fyrsta leik fyrir Portsmouth og tryggði liðinu stig gegn Chelsea. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES MIKILVÆGT STIG Sir Alex Ferguson sagði að mark Tevez sem tryggði stig í gær gæti reynst liðinu dýrmætt þegar upp er staðið. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES GLÆSIMARK Eduardo da Silva skoraði gullfallegt mark gegn City í gær án þess að markvörður City kæmi nokkrum vörnum við. Adebayor skoraði hin tvö mörk Arsenal í leiknum. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES HEIÐAR Á SKOTSKÓNUM Dalvíkingurinn Heiðar Helguson gat leyft sér að gleðjast í gær þegar hann skoraði langþráð mark fyrir Bolton Wanderers en Heiðar skoraði síðara mark Bolton í 2-0 sigri á Reading. Einhverjir vildu meina að Heiðar hefði verið rangstæður en sjónvarpsmyndir sýndu að svo var ekki. Heiðar hefur verið að glíma við þrálát meiðsli síðan hann meiddist eftir aðeins þrjá leiki í upphafi leiktíðar. Hann spilaði sinn fyrsta leik eftir meiðslin fyrir viku síðan og hann skoraði svo í gær í aðeins sínum öðrum leik eftir meiðslin erfiðu. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES FÓTBOLTI Avram Grant, stjóri Chelsea, segist hafa breytt leikstíl Chelsea á þann hátt að hann fái það besta út úr þýska landsliðsmanninum Michael Ballack sem hefur leikið mjög vel síðustu vikur. „Við breyttum leikstílnum nokkuð og Michael og aðrir leikmenn eru nú vanir þessum stíl,“ sagði Grant sem er himinlif- andi með frammistöðu Ballacks sem hefur þess utan verið fyrirliði liðsins í fjarveru Terry og Lampards. „Hann er greindur leikmaður og við reynum að spila fótbolta sem hentar honum. Það eru allir sáttir við þann bolta sem við erum að spila þessa dagana,“ sagði Grant. - hbg Avram Grant, stjóri Chelsea: Mjög ánægður með Ballack MICHAEL BALLACK Hefur blómstrað síðustu vikur. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES FÓTBOLTI Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, er á því að dugnaður Waynes Rooney komi í veg fyrir að hann skori fleiri mörk. „Við sögðum honum um síðustu helgi að hann þyrfti ekki að eyða svona miklum tíma á miðjum vellin- um. Scholes og Carrick réðu fullkomlega við hlutina þar. Wayne var einfaldlega of duglegur og það gæti hafa gert það að verkum að hann skoraði ekki í leiknum,“ sagði Ferguson. - hbg Sir Alex Ferguson: Vill ekki að Rooney spili
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.