Fréttablaðið - 03.02.2008, Blaðsíða 83

Fréttablaðið - 03.02.2008, Blaðsíða 83
SUNNUDAGUR 3. febrúar 2008 27 Opnunartími: Sunnudag 12 – 18 Eigum gríðarlegt úrval af tröppum og fylgihlutum Athugið opið í dag NFL Úrslitaleikur ameríska fót- boltans, Super Bowl eða Ofurskál- in, fer fram í kvöld þegar hið ósigraða lið New England Patriots mætir New York Giants í Arizona. Patriots hefur unnið alla leiki sína á tímabilinu og Patriots er aðeins annað liðið sem nær þeim árangri. Fyrsta liðið til að gera það var Miami Dolphins árið 1972. Þá var tímabilið hins vegar tveim leikj- um styttra en það er í dag og því hefur Patriots þegar unnið fleiri leiki í röð en Dolphins. Patriots á þó eftir að vinna stóra leikinn sem Dolphins gerði á sínum tíma. Tak- ist það verður árangur Patriots einstakur og 2007-liðsins verður klárlega minnst sem besta liðs í sögu deildarinnar. Í veginum stendur New York Giants sem er leitt af hinum unga Eli Manning sem er yngri bróðir Peytons Manning, leikstjórnanda Indianapolis Colts, sem vann Super Bowl á síðasta ári. Giants átti ekkert sérstakt tímabil og rétt komst inn í úrslitakeppnina þar sem liðið hefur algjörlega farið á kostum og meðal annars lagt Dall- as Cowboys og Green Bay Packers á útivelli. Liðin mættust síðast í lokaum- ferð deildarkeppninnar en þá var Giants næstum búið að eyðileggja hið fullkomna tímabil Patriots. Giants leiddi með tólf stigum í lokaleikhlutanum en Tom Brady, leikstjórnandi Patriots, kom til baka enn eina ferðina og sá til þess að Patriots landaði sætum þriggja stiga sigri, 38-35. Leikurinn er í beinni útsendingu á Sýn og hefst útsending klukkan 22.45. - hbg Úrslitaleikurinn í ameríska fótboltanu, Super Bowl, fer fram í kvöld á milli Patriots og Giants: Patriots getur orðið besta lið sögunnar GULLDRENGUR Tom Brady, leikstjórnandi New England Patriots, er að stimpla sig endanlega inn sem einn besti leikstjórnandi í sögu NFL og er mikið borinn saman við Joe Montana, fyrrum leikstjórnanda 49ers, þessa dagana. NORDIC PHOTOS/GETTY NFL Ekki eru allir leikmenn New York Giants fullkomlega klárir í slaginn gegn Patriots í kvöld. Helsti höfuðverkur Risanna er meiðsli stjörnuútherja þeirra, Plaxico Burress, sem er meiddur á hné og ökkla. Hann hefur þar af leiðandi sama sem ekkert æft í vikunni en Giants mun engu að síður tefla honum fram í leiknum. Burress er reyndar búinn að vera meiddur í allan vetur og hefur lítið æft en það hefur ekki stöðvað hann frá því að spila. Varnarmaðurinn sterki, Osi Umenyiora, er slappur í lærinu og æfði ekki á föstudag. Giants vonast til þess að hann verði klár í leikinn. - hbg Meiðsli hjá NY Giants: Óvissa með Burress PLAXICO BURRESS Getur vonandi spilað í kvöld. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES NFL Super Bowl-leikurinn er stærsti einstaki íþróttaviðburður heimsins og er leikurinn sýndur í beinni útsendingu úti um allan heim. Í Bandaríkjunum ríkir sann- kölluð þjóðhátíðarstemning þegar leikurinn fer fram og teiti í öðru hverju húsi. Forseti Bandaríkj- anna, George W. Bush, lætur leikinn ekki fram hjá sér fara frekar en samlandar hans. „Ég er mjög spenntur fyrir leiknum og mun vaka eins lengi og ég get,“ sagði Bush sem er mikill íþróttaáhugamaður og átti meðal annars hafnaboltaliðið Texas Rangers á sínum tíma. Hans lið í boltanum er að sjálfsögðu Dallas Cowboys. - hbg Allir horfa á Super Bowl: Bush spenntur fyrir leiknum GEORGE BUSH Sést hér með Peyton Manning eftir Super Bowl í fyrra. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES NFL New England Patriots-liðið hafði nokkrar áhyggjur af ökklameiðslum leikstjórnanda síns, Tom Brady, eftir að hann sást með umbúðir um ökklann tveim vikum fyrir Super Bowl. Meiðslin virðast aftur á móti ekki hafa háð Brady síðustu dagana fyrir leikinn og hann hefur æft af fullum krafti án þess að vera bundinn um ökkla. Annars eru allir heilir í liði Patriots. Eina áhyggjuefnið er útherjinn Jabar Gaffney sem er að glíma við smávægileg meiðsli en ætti að geta spilað. - hbg Engar áhyggjur hjá Pats: Brady er klár í slaginn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.