Fréttablaðið - 04.02.2008, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 04.02.2008, Blaðsíða 2
2 4. febrúar 2008 MÁNUDAGUR Hakkbollur í súrsætri sósu Verð áður 1.218.- 998 kr. Réttur dagsins Vilja heilsurækt á Húsavík Sveitarstjórn Norðurþings hefur skipað þriggja manna starfshóp sem á að skoða möguleika á uppbyggingu aðstöðu fyrir heilsurækt á Húsavík. Hópurinn á að skila tillögum um stærð, staðsetningu og möguleg rekstrarform fyrir 1. apríl. NORÐURÞING LÖGREGLUMÁL Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast í fyrrinótt. Alls voru 165 verkefni bókuð frá miðnætti, sem er í meira lagi. Tólf gistu fangageymslur, meðal annars vegna ölvunar og slagsmála. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni var einn stöðvaður vegna gruns um fíkniefnaakstur, fimm fyrir ölvunarakstur. Fjórar minni háttar líkamsár- ásir voru kynntar og fóru fjórir á slysadeild vegna þeirra. Sex árekstrar urðu um nóttina, en engin alvarleg slys urðu á fólki. - sþs Erill hjá lögreglunni í fyrrinótt: Tólf fengu að gista fangaklefa KJARAMÁL Samningaviðræður Samtaka atvinnulífsins, SA, og Starfsgreinasambandsins halda áfram í dag. Rætt er um að laun hafi hækkað meira en verð- bólgan eftir eitt ár þegar samn- ingurinn á að koma til endur- skoðunar. Ef svo verður framleng- ist hann sjálf- krafa um tvö ár. Vilhjálmur Egilsson, framkvæmda- stjóri SA, segir að aðalmarkmið- ið sé að kaupmáttur launa haldist og ganga þurfi frá ákveðnum útgangspunktum. Fundað hafi verið með formönnum landssambandanna og stærstu félaga fyrir helgi. Fundarhöld haldi áfram í vikunni. - ghs Samningaviðræður: Kaupmáttur launa haldist VILHJÁLMUR EGILSSON STJÓRNSÝSLA Leyfi fyrir byggingu bílskúrs á lóða- mörkum tveggja einbýlishúsa í Fífuhvammi í Kópavogi hefur verið ógilt af Úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála. Eigandi Fífuhvamms 25 fékk í ágúst í fyrra leyfi skipulagsnefndar Kópavogs til að byggja rúmlega 60 fermetra bílskúr á mörkum lóðar hans og Fífu- hvamms 27. Sú heimild var síðan staðfest í bæjarráði. Fimm dögum eftir staðfestinu í bæjarráði kom sama mál inn á borð byggingarnefndar sem einnig veitti leyfi fyrir bílskúrnum. Sú ákvörðun var staðfest af bæjarstjórn. Eins og kom fram í Fréttablað- inu í september andmæltu hjónin í Fífuhvammi 27 byggingar- áformunum. Sögðu þau meðal annars að skuggi frá bílskúrnum myndi rýra notkunarmöguleika eignar þeirra og að óhjákvæmi- lega yrði grafið undan stórum öspum í jaðri lóðar þeirra. Þegar jarðvegsvinna hófst við bílskúrinn kærðu hjónin til úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála sem stöðvaði fljótlega framkvæmdirnar tímabundið. Úrskurðarnefndin segir það alls ekki hafa verið á færi skipulags- nefndarinnar að taka umsóknina um byggingarleyfi til meðferðar. „Fór nefndin þannig úr fyrir valdmörk sín er hún samþykkti umsóknina og vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar,“ segir í niðurstöðu úrskurðarnefndarinnar. Hvað byggingarnefndina varðar segir úrskurðarnefndin að leyfisveit- ing hennar hefði verið órökstudd nema hvað nefndin segði teikningar í samræmi við lög. „Verður að telja þann rökstuðning með öllu óviðun- andi,“ segir úrskurðarnefndin. Reynt var að ná sáttum á málinu, bæði fyrir og eftir að byggingarleyfið var veitt og kært. „Hefur ítrekað verið fullyrt við starfsmenn úrskurðarnefndarinnar, bæði í símtölum og tölvubréfum að sátt væri komin á milli aðila en sáttaumleitanir þessar munu þó allar hafa runnið út í sandinn,“ segir úrskurðarnefndin og vísar jafnframt til þess að bæjaryfirvöld hafi staðið í þeirri trú að samkomulag væri í málinu áður en byggingarleyfið var veitt: „Slíkt samkomulag var hins vegar ekki fyrir hendi og því lágu rangar forsendur til grundvallar niðurstöðu bæjaryfirvalda að þessu leyti. Verður ekki séð að byggingaryfirvöldum hafi verið heimilt að veita leyfi sem óhjákvæmilega hefði í för með sér röskun á lögvörðum eignarréttindum nágranna.“ gardar@frettabladid.is Brotið á nágrönnum með bílskúrsleyfinu Yfirvöld í Kópavogi fóru út fyrir valdmörk og byggðu á röngum forsendum og beittu algerlega óviðunandi rökstuðningi við veitingu byggingarleyfis fyrir bíl- skúr á lóðamörkum tveggja einbýlishúsa að sögn úrskurðarnefndar. FRÉTTABLAÐIÐ Greint var frá bílskúrsdeilunni í Fréttablaðinu 1. september. LÓÐAMÖRKIN Framkvæmdir við bílskúr í Fífu- hvammi 25 ógnuðu stórum öspum nágrannanna. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON LÖGREGLUMÁL Þrír árekstrar urðu á sama blettinum við Eystri- Mókeldu á Suðurlandsvegi í gær. Enginn slasaðist en tveir bílar eru óökufærir. Öll slysin urðu þegar ökumaður lenti í snjódragi á veginum og missti stjórn á bílnum. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Selfossi varð fyrsta slysið um klukkan ellefu þegar fólksbíll rann á veginum og lenti á vegriði. Tveimur tímum síðar snerist annar bíll á sama stað og lenti í árekstri við bifreið sem var fyrir aftan hann. Síðasta slysið varð um klukkan fimm þegar fólksbíll snerist í sama farinu og lenti á sama vegriði. - sþs Snjódrag á Suðurlandsvegi: Þrír árekstrar á sama blettinum FORNMINJAR Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri í Hrunamannahreppi, segir hnífafund á Kili árið 1990 hugsanlega styrkja þá kenningu að dýrgripir sem svokallaðir Musterisriddarar varðveittu séu faldir í hvelfingu í Skipholtskrók. „Hnífurinn fannst innan og vestan við Grjótöldu innan við Mosfell. Einmitt á þeim stað þar sem góð yfirsýn er yfir sunnanverðan Skipholtskrók, þar sem hvelfingin er talin vera. Þar gæti hafa staðið varðmaður til þess að fylgjast með staðnum,“ skrifar Ísólfur í pistli á heimasíðu Hrunamannahrepps. Sveitarstjórnin gaf heimild til leitar að leynihvelfingu í Skipholtskrók. Þar telur ítalskur fræðimaður að meðal annars sé falinn hinn heilagi kaleikur úr síðustu kvöldmáltíð Krists. „Gianvarlo Gianazza hefur lagt fram mjög trúverð- ugar kenningar hvað þetta varðar,“ segir Ísólfur og bendir á að þótt reynt hafi verið að útrýma Musteris- riddurum í Evrópu hafi þeir meðal annars flúið til Skotlands. „Þeir gættu áfram leyndardóma reglna sinna og kenningar eru um að hluti af þessum leyndardómum þeirra sé ef til vill geymdur í Skipholskróki,“ skrifar Ísólfur og bætir við. „Hinn forni hnífur sem fannst í einni af fjallferðum Hruna- manna, skammt frá þessum stað, rennir ef til vill enn frekari stoðum undir þessar kenningar.“ - gar Sveitarstjóri telur hnífafund styrkja kenningu um heilagan kaleik í Skipholtskróki: Hnífur gæti vísað á kaleikinn ÍSÓLFUR GYLFI PÁLMASON HNÍFURINN Fannst nærri meintri leynihvelfingu. ÍSRAEL, AP Ehud Barak, varnar- málaráðherra Ísraels, tilkynnti í gær að hann myndi ekki segja af sér í kjölfar gagnrýni á aðkomu hans að stríðinu í Líbanon árið 2006 sem fram kemur í skýrslu sem var birt á miðvikudaginn. Afsögn hans hefði sett ríkisstjórn Ehuds Olmerts forsætisráðherra í uppnám. Áður en Barak tók við ráð- herraembættinu í júní sagðist hann ætla að kalla eftir afsögn Olmerts eða krefjast þess að boðað yrði til kosninga eftir að fyrrgreindri skýrslu yrði skilað. Í skýrslunni er ríkisstjórnin gagnrýnd fyrir „alvarleg mistök og bresti“ en Olmert sjálfum er að mestu leyti hlíft. - sdg Ríkisstjórn Olmerts örugg: Barak mun ekki segja af sér EHUD BARAK VARNARMÁLARÁÐHERRA Sagðist ætla að sitja áfram til að laga vanda hersins. NORDICPHOTOS/AFP Yfir 400 umsóknir um lóðir Bæjaryfirvöldum í Hafnarfirði bárust alls 438 umsóknir um lausar lóðir á Völlum 7. Alls sóttu 364 um einbýlis- og parhús og 74 lögaðilar sóttu um byggingarrétt fyrir fjölbýli og raðhús. HAFNARFJÖRÐUR GAZA, AP Landamæraveggnum milli Gaza-svæðisins og Egypta- lands var lokað í gær af egypsk- um hermönnum og um leið var bundinn endir á frjálsa för Palestínumanna frá Gaza um landamærin frá því þau voru sprengd fyrir tólf dögum. Nokkr- um dögum fyrr hafði landamær- um Gaza að Ísrael verið lokað í refsingarskyni fyrir eldflauga- árásir þaðan. Egyptar munu hrinda öllum til- raunum Palestínumanna til að rjúfa landamærin á ný að sögn talsmanns egypska forsetaemb- ættisins, Suleiman Awwad. „Þetta mun ekki gerast aftur, aldrei. Egyptaland er virt ríki, landa- mæri þess geta ekki verið rofin og hermenn þess eiga ekki að vera grýttir með steinum.“ Awwad skoraði á Evrópusam- bandið að vinna að lausn á deilu Ísraels og Palestínu um landa- mæri Gaza. Javier Solana, utan- ríkismálastjóri ESB, er staddur í Kaíró í Egyptalandi vegna landa- mæradeilunnar. Tugir palestínskra vígamanna þjálfaðir í Íran hafa komist inn á Gaza frá Egyptalandi með eld- flaugar og önnur vopn undan- farna daga að því er Yuval Diskin, yfirmaður Shin-Bet öryggisþjón- ustunnar, greindi ísraelsku ríkis- stjórninni frá í gær þegar hann fór yfir stöðu öryggismála eftir að landamærin voru rofin. - sdg Egyptar munu hrinda öllum tilraunum til að rjúfa landamæri Gaza og Egyptalands: Landamærunum lokað á ný SNÚIÐ HEIM Egypskir hermenn fylgdust með þegar Palestínumenn sneru aftur til Gaza í gær gegnum eina hliðið sem enn er opið á landamærunum. NORDICPHOTOS/AFP Örn, lestu mikið af hafn- sögum? „Nei, ég hafna því alveg.“ Örn Bragason er hafnsögumaður en einnig afar bókhneigður eins og fram kom í greininni Vika í lífi í Fréttablaðinu í gær. SPURNING DAGSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.