Fréttablaðið - 04.02.2008, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 04.02.2008, Blaðsíða 14
14 4. febrúar 2008 MÁNUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Kristján Hjálmarsson, Trausti Hafliðason og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál). FULLTRÚI RITSTJÓRA: Páll Baldvin Baldvinsson. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og þéttbýlissvæðum á suðvesturhorninu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 L agareglur þurfa stoð í siðrænum gildum. Án slíkra tengsla milli settra lagareglna og almennt viðurkenndra siðferði- legra viðhorfa er hætt við að lagareglurnar þyki einfaldlega óréttlátar eða reynist illframkvæmanlegar. Að sama skapi getur verið varhugavert að brjóta niður siðræn gildi sem mótast hafa á grundvelli reynslu og eru þannig for- senda eðlilegra og frjálsra samskipta manna. Siðgæðisvitundin virkar í samfélaginu með svipuðum hætti og ónæmiskerfið í líkamanum. Hún er í ýmsu tilliti vörn gegn margvíslegum félagslegum meinsemdum. Þetta eru kunn sannindi. En stundum er ástæða til að rifja þau upp. Það er gert hér í tilefni af áhugaverðu frumvarpi sem fjórir þing- menn Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs hafa flutt. Það er einfalt í sniðum og felur í sér að fella niður undanþáguheimild til nektarsýninga í atvinnuskyni á veitingastöðum. Í röksemdafærslu með frumvarpinu segir að því sé ætlað að efla almenna siðgæðis- vitund og meðvitund um siðræn gildi í samfélaginu. Fyrir um það bil fjórum áratugum gerði ungt fólk uppreisn gegn hefðum og ýmsum ríkjandi gildum samfélagsins. Ýmsir reyndu að spyrna á móti. En allt kom fyrir ekki. Fjölmörg vígi kristilegs siðgæð- is og borgaralegra gilda eins og þau voru gjarnan kölluð voru ýmist hefluð til eða spænd upp með öllu. Margt sem af þessu umróti spratt fól í sér nýja hugsun og framfarir. En sumt slævði gilda siðgæðis- vitund og veikti um leið ónæmiskerfið í samfélagi þjóðanna. Kynlífsbyltingin var eitt þeirra fyrirbrigða sem telja má til ávaxta þessara breytinga. Sumir ávextir hennar voru sætir, aðrir beiskir. Hún opnaði smám saman nýjar gáttir fyrir þá sem sáu tækifæri til margvíslegrar afbrotastarfsemi á því sviði. Slík starfsemi var síður en svo óþekkt en færðist í aukana. Þjóðir heims standa nú andspænis þeirri staðreynd að skipulagt vændi og mansal eru alþjóðlegar mein- semdir sem ógna siðmenningu þeirra. Og Ísland er ekki eyland í þessu tilliti fremur en öðru. Vandi stjórnmálamanna er í því fólginn að afbrotastarfsemi á þessu sviði er á snertifleti við heiðarlega atvinnustarfsemi. Einmitt við slíkar aðstæður verða óskýrar og veikar siðgæðiskröfur skálkaskjól afbrotamanna. Uppreisnin gegn borgaralegum gildum á sínum tíma leiddi einmitt til þess að færri siðferðisstoðir stóðu eftir sem áður þóttu eðlileg takmörkun á athafnafrelsi. Margir þeirra sem með skynsamlegum rökum standa vörð um athafnafrelsið í dag eiga þar af leiðandi erfitt með að skilja rökin að baki frumvarpi eins og því sem hér er gert að umtalsefni. Markað- urinn ræður yfir bestu tiltæku tækjum til að mæla hagkvæmni og arðsemi í viðskiptum. Allar athafnir manna lúta á hinn bóginn ein- hverjum siðrænum viðmiðunum. En í því efni gilda ekki mælikvarðar heldur mat. Fyrir þá sök er skýr siðgæðisvitund nauðsynleg í hverju mannlegu samfélagi. Skírskotun til siðferðilegra viðmiða og siðgæðisvitundar eru for- sendur þeirrar lagareglu sem þingmennirnir vilja gera undanþágu- lausa. Vel má vera að sú skírskotun sé til marks um að fjörutíu ára gömul uppreisn sé að leita jafnvægis á ný. Hér verður ekki lagður dómur á hversu virk tillagan í frumvarpinu er. En hitt er ljóst að henni er ætlað að styrkja stöðu þeirra sem eru fórnarlömb óþolandi ofbeldis. Frumvarpið er reist á gildum siðferði- legum hugmyndum og verðskuldar því málefnalega íhugun. Bann við atvinnunektardansi: Lög og siðræn gildi ÞORSTEINN PÁLSSON SKRIFAR UMRÆÐA Borgarmál Nokkrir þingmenn og einn ráðherra Sjálfstæðisflokksins hafa lýst ánægju með skörungsskap nýja meiri- hlutans í Reykjavíkurborg hvað varðar kaupin á húsunum við Laugaveg 4 og 6. Í sömu andrá hafa þeir lýst vanþóknun sinni á þeirri svokölluðu heimtufrekju fráfarandi meirihluta að hafa ætlað ríkis- sjóði að „borga brúsann“. Margoft hefur það verið áréttað að málefni húsanna að Laugavegi 4 og 6 voru í ágætum farvegi. Húsafriðunarnefnd mælti með friðun þeirra og það stóð upp á fagráð- herra húsafriðunar, menntamálaráðherra, að stað- festa þá friðun. Ef málið hefði farið sína leið hefði skaðabótaskyldan gagnvart eigendunum líklegast fallið á ríkið og það sem mikilvægara er – hún hefði fylgt markaðsverði. Um 280 milljónir hefðu þar með sparast. Eigandi húsanna hefði hvorki tapað né hagnast og ekki hefði verið sett vafasamt fordæmi sem hleypir markaðsverði á gömlum húsum upp í hæstu hæðir. Húsafriðun er enginn greiði gerður með svo flausturslegum vinnubrögðum. Áðurnefnd viðhorf þingmannanna og ráðherrans til þessara ævintýralegu kaupa lýsa talsverðri óbilgirni. Við sem störfum að sveitarstjórnarmálum könnumst vel við þá tilfinningu að „fá reikninginn sendan“. Við erum sífellt að „borga brúsann“ fyrir ríkið. Á síðasta ári var framlag til einkarekinna skóla lögbundið. Reikningur Reykjavíkurborgar hækkar um 90 milljónir fyrir vikið. Ríkið hefur um árabil þverskallast við að borga brúsann þegar kemur að framhaldsnámi í tónlist, sem ríkinu ber að gera lögum samkvæmt. Það gera 170 milljónir árlega hjá Reykjavíkurborg. Ný lög um leik- og grunnskóla gera ráð fyrir að kennarar hafi meistaragráðu við upphaf starfsævinnar. Sem skólapólitíkus fagna ég aukinni viðurkenningu á mikilvægi kennarastarfs- ins en hugsa óneitanlega til kostnaðaraukans sem fellur á sveitarfélögin. Í þessu umhverfi, þar sem svo ótal úrlausnarefni eru framundan fyrir ríkið og sveitarfélögin að leysa í sameiningu, er ekki sigurstranglegt að fara vígaleiðina. Hagsmunir íbúanna eru þeir sömu hvort sem ábyrgðin er heima í héraði – eða á hendi ríkisins. Höfundur er borgarfulltrúi. Að borga brúsann ODDNÝ STURLUDÓTTIR Enn hefur Morgunblaðið ekki beðið Dag B. Eggertsson afsökunar á leiðaraskrifum sínum frá laugardeginum 26. janúar. Þar stóð að það væri honum – læknin- um – til skammar að Ólafur F. Magnússon hefði lagt fram læknisvottorð þegar hann sneri aftur til starfa í borgarstjórn. Samt er blaðið hér uppvíst að því að veitast að Degi fyrir rangar sakir. Og með því að taka sérstaklega fram að þetta hafi verið honum til skammar sem lækni gefur blaðið til kynna að Dagur hafi sem læknir komið fram við Ólaf F. Magnússon á óviðurkvæmi- legan hátt. Það er nokkuð þung ásökun. Stóra vottorðsmálið Skorturinn á afsökunarbeiðni eða að minnsta kosti leiðréttingu á þessum skrifum hlýtur að vera til marks um að blaðinu finnist vegna pólitískra hagsmuna í lagi að fara með fleipur um nafn- greint fólk, veitast að heiðri þess fyrir rangar sakir. Þá vitum við það. En þá getur blaðið ekki jafnframt ætlast til að borin sé virðing fyrir því. Og alls ekki haldið áfram að birta Reykjavík- urbréf í þeim yfirlætislega ex- Cathedra-stíl sem við höfum átt að venjast. Meira að segja DV á sínu trylltasta skeiði birti einhvers konar leiðréttingar á ranghermi. Þetta er annars skrýtið mál, stóra vottorðsmálið. Um hríð virtist þetta mál hið eina sem Sjálfstæðismenn höfðu til marks um hinar bráðnauðsynlegu ofsóknir á hendur Ólafi F. Magnússyni í tíð meirihlutans sem hann sneri baki við. Næstum því daglega og með síauknum þunga gátum við lesið um þá sáru niðurlægingu sem hann hefði verið beittur – þau svipu- göng sem þessi stolti maður hefði mátt ganga þegar hann – sjálfur Hann – var af ísköldu miskunnarleysi bókstaflega krafinn um læknisvottorð, þar með ekki tekinn trúanlegur – ekki treyst ... Um síðir kom fram hinn hversdaglegi sannleikur um málið en Ólafur hirti sjálfur aldrei um að leiðrétta þessi fáránlegu skrif – kannski hefur hann ekki getað fengið af sér að sleppa hendinni af svo góðu píslarvætti – kannski fannst honum að þetta hefði alveg getað verið svona – og kannski er hann ekki sérlega gefinn fyrir að upplýsa mál fyrr en á hann er gengið. Jesús og Ólafur Thors og... Sú var tíð að Sjálfstæðismönnum þótti staða borgarstjórans í Reykjavík vera helsta tignar- staða heimsins á eftir Jesú Kristi og Ólafi Thors. Þegar vinstri menn komust til valda á áttunda áratugnum í kjölfar stórsigurs Guðrúnar Helgadóttur og Þórs Vigfússonar í Alþýðubandalaginu treystu þeir sér ekki til að velja neinn úr sínum röðum í slíkan hefðarsess heldur fengu verk- fræðing utan úr bæ Egil Skúla Ingibergsson til að gegna starfinu eins og hverju öðru stjórnunarstarfi; reyndu þannig að svipta embættið guðlegri áru sinni. Það tókst ekki betur en svo að fyrir vikið bjuggu þeir í haginn fyrir nýjan leiðtoga Sjálfstæðismanna, Davíð Oddsson, sem lét áru embættis- ins leika um sig svo að um munaði. Vinstri menn gerðu ekki sömu mistök næst þegar þeir komust til valda, og Ingibjörg Sólrún náði að slíta hin nánast órjúfanlegu tengsl Flokks og borgarstjóraembættisins. Síðan hafa ýmsir gegnt starfinu og almennt byrjað vel en engum auðnast að gegna embættinu nógu lengi til að festa sig í sessi í vitund almennings – nema ef til vill Degi B. Eggerts- syni, á sínum hundrað dögum. Það fundu Sjálfstæðismenn og guldu það dýru verði að ná að bola honum úr embætti: létu sjálft djásnið af hendi. Í þennan stól hinna miklu leiðtoga – Bjarna Ben og Gunnars Thor og sjálfs Davíðs – í sjálfan gullstólinn hafa nú Sjálfstæðismenn leitt liðhlaup- ann gamla, Ólaf F. Magnússon. Einhver kynni að segja að þar með væri flokkurinn loksins búinn að finna sinn leiðtoga eftir að hafa verið svo lengi höfuðlaus her. Öðrum verður hugsað til páfadóms og niðurlægingar- skeiðs þess embættis á 14. öld þegar sjálft embættið var af kaldhæðnum mönnum flutt frá Róm og til Avignon í Frakklandi. Kannski að hinir útsmognu hugsuðir Sjálfstæðismanna standi um síðir fyrir því að embætti borgarstjórans í Reykjavík verði flutt til Akur- eyrar ... En Morgunblaðið hefur sem sé enn ekki séð sóma sinn í að biðja Dag B. Eggertsson afsökunar á því að birta meiðandi rangfærsl- ur um hann í forystugrein. Það skiptir hann eflaust litlu máli en kann að varða sjálfsmynd blaðsins og margra ágætra blaða- manna sem þar starfa. Raunar bendir flest til þess að herferðin á hendur Degi hafi enn styrkt hann í sessi sem leiðtoga í Reykjavík. Hvað segir Davíð um það? Að sjá ekki sóma sinn GUÐMUNDUR ANDRI THORSSON Í DAG | Borgarpólitíkin Að tala um sjálfan sig Athygli vakti í síðustu viku þegar Ingvi Hrafn Jónsson bauð þekktum athafnakonum í sjónvarpsumræður á ÍNN, vitnaði í óþekkta og ónafn- greinda karlmenn og tönnlaðist á því fyrir þeirra hönd af hverju konur væru að „troða sér“ í stjórn fyrirtækja. Þegar honum var bent á að enginn væri að troða sér og fyrirtækin myndu bara græða á því að fá svona klárar konur inn virtist hann ekkert heyra. En vegna þess hve eyðilagður Ingvi Hrafn var virtist ljóst að hann væri ekki málpípa fyrir þessa ónafngreindu karlmenn heldur væru þeir bara ímyndaðir og hann væri í raun að tala um sjálfan sig. Eftirlitsmenn úti á lífinu Reykingabannið og viðbrögð veitinga- manna hafa haft ýmsar afleiðingar og sumar meira að segja nokkuð skemmtilegar. Til dæmis gengu starfsmenn Vinnueftirlitsins og Heil- brigðiseftirlitsins á milli veitingastaða um helgina og gerðu athugasemdir þar sem reykingar voru leyfðar. Var ekki orðið tímabært að eftirlitsmenn hresstu svolítið upp á tilveruna og brygðu sér út á lífið? Reykjavík í rugli Húsafriðunarmál í Reykjavík hafa verið mikið til umræðu að undanförnu. Ólöf Nordal þingmaður Sjálfstæðisflokksins kom með nýjasta innleggið og sagði í Silfri Egils í gær að leggja ætti Árbæjarsafnið niður og skila húsunum til baka til Reykjavíkur. Þetta er það sem Reykvíkingar þurfa, aðeins meira hringl og ruglandahátt. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skipulagshagfræðingur sagði á fundi á Ísafirði fyrir skömmu að höfuð staður Vestfjarða væri bær tækifæranna. Sagði hann það sérstöðu Ísafjarðar að þar væru mörg gömul hús sem standa þétt öfugt við Reykjavík þar sem þau væru á tvist og bast. Það virðist allt vera verst í Reykjavík þessa dagana. ghs@frettabladid.is/jse@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.