Fréttablaðið - 05.02.2008, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 05.02.2008, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI ÚTSALA! ÚTSALA! BORGARHOLTSBRAUT 20 • 200 KÓPAVOGUR • S.5811191 6.-16. FEBRÚAR. 20-70% AFSL. www.tjorvar.is www.tjorvar.is dýrin stór og smáÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRÚAR 2008 HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA GRÆJUR ATVINNA TILBOÐ VINNUVÉLAR O.FL. Sandra Erlingsdóttir dansar afró og hipphopp- dans fimm daga vikunnar og segir nauðsynlegt fyrir alla að dansa. „Ég var bara að koma heim frá Afríku núna í og búin að vera þar í hf hipphopp-dansi og afródansinum, til dæmis það að vera alltaf boginn í hnjánum svo það sé auðveldara að hreyfa sig. Hún segir dan ihreyfing Hipphopp heldur manni lengur ungum í anda Sandra Erlingsdóttir segist fá útrás með því að dansa hipphopp. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN FJÖLSKYLDUHELGIHólmfríður Petersen, fram-kvæmdastjóri Vindáshlíðar, og Hrund Þórarinsdóttir djákni standa fyrir helgar-námskeiði fyrir foreldra og börn með áherslu á góð samskipti. HEILSA 2 TANNVERNDARVIKAÍ tilefni vikunnar er nýr margmiðlunardiskur um munnhirðu kominn út sem verður kynnt-ur á opnum fundi í fræðslusal Barna-spítala Hringsins í dag.HEILSA 3 Með breyttu hugarfari getur þú öðlastþað líf sem þú óskar þér. NLP er notað af fólki um allan heim sem hefur náð frábærum árangri í lí nu.Námskeið í NLP tækni verður haldið 22.-24.feb. og 29.feb.-02.mars 2008.www.ckari.com; Mail: rosa@ckari.com; Sími: 894-2992 Kári Eyþórsson MPNLP „Hugurinn ber þig alla leið“ - Er sjálfstraustið í ólagi?- Viltu betri líðan?- Skilja þig fáir?- Viltu vinna bug á einhverju í fari þínu? - Gengur öðrum betur í lí nu en þér?- Gengur illa að klára verkefni?- Er er tt að höndla gagnrýni? © cKari.com Sími: 512 50005. febrúar 2008 — 35. tölublað — 8. árgangur Masterklass Girnileg nýjung með 2 í pakka. Fæst í næstu verslun. Meistara- flokkssúpur Nýjung FÓLK „Það var verið að taka af mér spek og skinn,“ segir Grétar Mar Jónsson, þingmaður Frjálslynda flokksins, sem er í leyfi frá störf- um eftir umfangsmikla lýtaaðgerð sem hann gekkst undir í síðustu viku. Aðgerðin, sem var framkvæmd á spítalanum í Keflavík og gekk vel að sögn Grétars, fólst í að fjarlægja fitu og skinn af líkama hans. „Ég er með skurð allan hringinn og hef ekki tölu á saumunum,“ segir Grétar sem lá í sex klukkustundir á skurðarborðinu. Í gríni veltir hann fyrir sér hvers vegna læknarnir nýttu ekki tækifærið og huguðu að öðru í leiðinni. „Það er synd að þeir lengdu mig ekki í leiðinni,“ segir hann hlæjandi. Aðgerðina bar brátt að því reiknað var með að hún yrði framkvæmd í vor eða sumar enda bið- listar langir. Grétar segir eitthvað hafa breyst sem varð til þess að hann var kallaður inn með fárra daga fyrirvara. Fyrsti varamaður hans á þingi átti ekki heimangengt með svo skömmum fyrir- vara og því þurfti að kalla annan varamann, Hönnu Birnu Jóhannsdóttur, á þing. Grétar Mar vonast til að komast til vinnu á ný eftir tvær til þrjár vikur en næstu daga liggur hann rúm fastur og les blöð og horfir á sjónvarp. - bþs Grétar Mar Jónsson alþingismaður liggur heima eftir umfangsmikla lýtaaðgerð: Synd að þeir lengdu mig ekki í leiðinni GRÉTAR MAR JÓNSSON SANDRA ERLINGSDÓTTIR Kennir afró og hipp- hopp í Kramhúsinu heilsa Í MIÐJU BLAÐSINS DÝRIN STÓR OG SMÁ Greindir og vinnu- samir smalahundar Sérblað um gæludýr FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG ÁRMANN REYNISSON Leggur Indland að fótum sér Vinjetturnar féllu Indverjum vel í geð. FÓLK 30 VIÐSKIPTI Forráðamenn tuttugu fasteignasala eiga í viðræðum þessa dagana um að koma á náinni samvinnu eða svokallaðri klasamynd- un. „Það eru viðræður í gangi um að við vinnum í samvinnu og samkeppni og það yrðu ákveðin samlegðaráhrif af því án þess að ég geti lýst þeim á þessu stigi,“ segir Óskar Rúnar Harðarson, annar eigandi fasteignasöl- unnar Mikluborgar. „Við sem höfum átt í viðræðum erum allir fasteignasalar með mikla reynslu og þekk- ingu og það verður lögð mikil áhersla á fagleg vinnubrögð þar sem við sjáum ekki fram á að löggjöfin búi til það umhverfi fyrir okkur að fasteignasala sé aðeins stunduð af fólki sem hafi til þess löggilda heimild.“ Spurður hvort þetta séu viðbrögð við samdrætti á fasteignamarkaði segir Óskar: „Nei, en við erum alltaf að leita að tækifær- um til að getað þjónustað betur okkar viðskiptavini. Það eru reyndar ýmis einkenni um að hægt hafi á, markaðurinn er að leita jafnvægis en við slíkar aðstæður skapast líka ákveðin tækifæri til að huga að innra skipulagi fyrirtækisins.“ Hann segir ennfremur að þessari samvinnu sé á engan hátt beint gegn fasteignasölukeðj- unni Remax sem er sú stærsta á landinu. Spurður hvort fyrirtækin sem hugi að samvinnunni mynduðu stærri einingu en Remax ef af yrði segir Óskar: „Við erum ekkert að metast við þá svo ég hef ekki velt því fyrir mér. En ef af þessari samvinnu verður mun þetta verða langöflugasti fagaðalinn á markaðnum.“ Hann segir viðræður nú vera á viðkvæmu stigi. Forráðamenn fasteignasalanna fundi á næstu dögum. Aðspurður hvenær af samvinn- unni yrði ef til kæmi segir hann, „ef allir eru jákvæðir gagnvart þessu ætti þetta að geta gengið nokkuð hratt fyrir sig en ég vil þó ekki nefna neina tímasetningu í þessu sambandi.“ Hann segist ekki sjá neitt í þessu ferli sem gæti stangast á við samkeppnislög. „Hér er ekki um neina sameiningu að ræða svo ég get ekki ímyndað mér hvað ætti að stangast á við þau.“ - jse Nýr risi á fasteignamarkaði Viðræður standa yfir um að tuttugu fasteignasölur hefji náið samstarf. Einn fasteignasalanna segir þetta hvorki viðbrögð við samkeppni frá Remax né við samdrætti á markaði. Fundað verður á næstu dögum. VIÐSKIPTI Verið er að skoða kosti þess að sameina orkufyrirtækin Geysi Green Energy (GGE) og Enex og skýrist síðar í febrúar hvort af sameiningunni verður eða ekki. Ásgeir Margeirsson, forstjóri GGE, segir að fyrirtækin tvö eigi afar vel saman, Enex afli verkefna á sviði jarðhitanýtingar og Geysir fjárfesti í slíkum verkefnum. Þá eigi Geysir um 73 prósent hlutafjár í Enex. Verði af sameiningunni þarf að boða til hluthafafundar í báðum fyrirtækjum. Enex er í eigu Geysis Green Energy (73%) og Reykjavík Energy Invest (26%) ásamt ráðgjafarstofum í orkugeiranum. Enex fæst við verkefni á sviði endurnýjanlegrar orku, til dæmis rekstur jarðvarmavirkjana og orkusölu til endursöluaðila. - ghs Forstjóri Geysis Green: Sameining við Enex skoðuð ÁSGEIR MARGEIRSSON ÞRIÐJUDAGUR Gríðarleg vinna í súginn Lárus Jóhann- esson, annar eigenda 12 Tóna, er ósátt- ur við endalok Jakobínarínu. FÓLK 24 Bætt lífsgæði vegna hitaveitu Samorka, samtök orku- og veitufyrirtækja, heldur í dag upp á 100 ára afmæli hitaveitu á Íslandi. TÍMAMÓT 16 Handrit eftir ævisögu Hreins Leikarinn Ólafur Egill Egilsson skrifar kvikmyndahandrit eftir sjálfsævisögu utangarðsmannsins Hreins Vilhjálmssonar. FÓLK 30  NORÐVESTLÆG ÁTT Hvöss á Vesturlandi en hægari annars staðar. Snjókoma víða um land, en þurrt að mestu austan til. VEÐUR 4 HAFIST HANDA Ólafur F. Magnússon borgarstjóri og krakkar í Norðlingaholti tóku í gær fyrstu skóflustungurnar að nýjum skóla sem rís þar í hverfinu. Norðlingaskóli er fyrsti skólinn í Reykjavík þar sem leikskólabörn og grunnskólanemendur verða undir sama þaki. Þar verður einnig tónlistarskóli. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Tap gegn Möltu í gær Íslenska karlalands- liðið í fótbolta tapaði sínum öðrum leik í röð á Möltu- mótinu. ÍÞRÓTTIR 26 VEÐRIÐ Í DAG

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.