Fréttablaðið - 05.02.2008, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 05.02.2008, Blaðsíða 2
2 5. febrúar 2008 ÞRIÐJUDAGUR Kjartan, kemur þetta ekki með kalda vatninu? „Þurfti ekki bara gott kuldakast til að kæla menn niður?“ Metnotkun varð á heita vatninu á höfuðborgarsvæðinu um hádegisbil á laugardag. Kjartan Magnússon er stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur. Saltkjöt og baunir Verð áður 2.998.- 1.949 kr.kg Réttur dagsins DÓMSMÁL Tólf manna kviðdómur mun kveða upp sektar- eða sýknu- dóm yfir íslenskum karlmanni í stærsta fíkniefnamáli sem upp hefur komið í Færeyjum. Þetta segir Linda Margarete Hassel- berg, saksóknari í málinu. Þetta mál er angi af Pólstjörnu- málinu svokallaða, þegar um 40 kíló af fíkniefnum fundust í skútu í Fáskrúðsfjarðarhöfn. Lögregla leitaði hjá manninum sem búsettur hefur verið í Fær- eyjum, eftir að þeir tveir menn, sem sigldu fíkniefnaskútunni frá Hjaltlandseyjum til Íslands höfðu stoppað um hríð í Færeyjum. Í skotti bíls mannsins fann lögregl- an um tvö kíló af fíkniefnum. Um var að ræða e-töfluduft og amfet- amín. Rannsókn málsins er lokið. Íslendingurinn verður ákærður fyrir að hafa haft í fórum sínum ofangreint magn af fíkniefnum. Einnig fyrir hlutdeild í Pólstjörnu- málinu, þar sem hann er grunaður um að hafa aðstoðað Íslendingana sem reyndu að smygla 40 kílóum af amfetamíni, e-töfludufti og e- töflum til landsins í september. Maðurinn hefur tengsl bæði hér á landi og í Færeyjum, þar sem hann hefur búið um tíma og haft þar mismunandi dvalarstaði. Hann hefur verið við vinnu þar en á ekki afbrotaferil að baki. „Það er mjög sjaldgæft að kvið- dómur sé kallaður saman í Fær- eyjum,“ segir Linda Margarete Hasselberg. „Það gerðist einu sinni á síðasta ári, en þá höfðu liðið tuttugu ár án þess að hann hefði verið kallaður til.“ Ástæða þess að kviðdómur mun fella sektar- eða sýknudóm í máli Íslendingsins er sú að brot hans eru talin geta varðað fjögurra ára fangelsi eða meira í Færeyjum. Hann hefur neitað sök. Tólf manna kviðdómurinn verður valinn af lista með nöfnun 60 almennra borgara í Færeyjum. Ef meirihluti kviðdóms segir sak- borning sekan er það síðan kvið- dóms og dómara að ákvarða í sameiningu refsingu hans. Vægi dómara er þá tólf atkvæði og vægi kviðdóms einnig tólf. Meiri- hluti atkvæða ræður hve refsing sakbornings verður þung. Gert er ráð fyrir að dómur verði kveðinn upp í mars. Íslendingurinn sem um ræðir hefur setið í gæsluvarðhaldi í Færeyjum síðan 21. september. Hann á yfir höfði sér brottvísun og innkomubann í Færeyjum eftir afplánun dóms sem kveður á um tveggja ára fangelsisvist eða meira. jss@frettabladid.is PÓLSTJÖRNUMÁLIÐ Langstærstur hluti fíkniefnanna sem fundust í Fáskrúðsfjarðar- höfn. Tvö kíló til viðbótar fundust í Færeyjum, í skotti bíls hjá 24 ára Íslendingi. Skútumaður fyrir kviðdóm í Færeyjum Íslendingur sem setið hefur í gæsluvarðhaldi frá því í september í Færeyjum vegna Pólstjörnumálsins fer líklega fyrir kviðdóm þar. Hann er ákærður fyrir vörslu á tveimur kílóum af fíkniefnum svo og aðild að stóra málinu. LÖGREGLUMÁL „Þetta er auðvitað gríðarlegt áfall fyrir starfsfólkið en það brást allt hárrétt við í þessum aðstæðum,“ sagði Már Másson, upplýsingafulltrúi Glitnis, en skömmu eftir að útibú bankans við Lækjar- götu var opnað í gærmorgun réðst þar inn maður vopnaður öxi og heimtaði peninga af starfsfólki. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sendi frá sér lýsingu á ræningjanum skömmu eftir ránið og fljótlega var maður handtekinn í Aðalstræti en sá var talinn búa yfir upplýsingum um málið. Öxin sem notuð var til að ógna starfsfólki fannst svo stuttu síðar í herbergi gistiheimilis Hjálpræðishersins en þar hafði einn mannanna dvalið. Lögreglan handtók svo tvo menn við Garðatorg í Garðabæ og var annar þeirra með peningana í fórum sínum en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins nam upphæðin um það bil einni milljón króna. Í gærkvöldi leitaði lögregla svo fjórða mannsins en að sögn Ómars Smára Ármannssonar, yfirlögreglu- þjóns hjá auðgunarbrotadeild lögreglunnar, veit lögreglan hver sá maður er og bjóst hann við því að ná tali af honum innan skamms. Mennirnir voru allir rétt rúmlega tvítugir og búsettir í Reykjavík. Ómar segir að svo virðist sem ránið hafi virst lítillega skipulagt. Ekki er vitað hvað mennirnir hugðust gera við ránsfenginn en Ómar segir að almennt séu flest rán sem framin eru á Íslandi annaðhvort vera til að fjármagna fíkniefnaneyslu eða greiða niður skuldir vegna hennar. Málið telst að mestu upplýst. - kdk Fjórir menn um tvítugt í haldi lögreglu vegna bankaránsins í Lækjargötu: Ógnaði starfsfólki með öxi SKÖMMU EFTIR RÁNIÐ Útibúi Glitnis í Lækjargötu var lokað eftir ránið, sem varð um níuleytið, og þar til klukkan hálftólf um hádegi. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON ALÞINGI Árni Johsen, þingmaður Sjálfstæðisflokks, vill að Alþingi sjálft stundi sjónvarpsdagskrár- gerð með fréttum og umræðum um þingstörfin. Árni opinberaði þessa skoðun sína á þinginu í gær í umræðum um útvörpun þingfunda. „Það hlýtur að koma að því fyrr en seinna að þessi leið verði valin því að auðvitað getur hæstvirt Alþingi ekki staðið undir því til lengdar að láta misvitra túlkunar- menn velja það og hafna sem þing- menn eru að fjalla um,“ sagði Árni í ræðu sinni. Hann kvað þau vinnubrögð fjöl- miðlamanna að velja hvað birt væri úr ræðum þingmanna skekkja málflutning og kynningu frá Alþingi auk þess sem þau skekktu dómgreind og rugluðu fólk. „Ég held að það væri mjög spennandi að hugsa þessa leið og taka svolítið völdin af sjálfskipuð- um pistlahöfundum sem eru að leika sér með fjöreggið á margan hátt við meðferð mála eins og þeim sýnist en ekki á forsendum þeirra sem koma með þau og kynna þau,“ sagði Árni. Mörður Árnason hjá Samfylk- ingunni gat ekki tekið undir hug- mynd Árna, sagði að tæpast yrði samkomulag um dagskrá og frétt- ir slíkrar Alþingissjónvarpsstöðv- ar „og kannski bara betra að láta fjölmiðlana okkar aðra um þann þátt málsins.“ - bþs Árni Johnsen segir fjölmiðla skekkja málflutning þingmanna og rugla fólk í ríminu: Þingið segi fréttir af sjálfu sér ÁRNI JOHNSEN Þingmaðurinn lýsti þeirri skoðun sinni á þingi á gær að Alþingi ætti sjálft að sjá um fréttaflutning í sjónvarpi. VEÐUR Elliðaá flæddi yfir bakka sína í gærmorgun og náði flóðið yfir Rafstöðvarveg svo honum var lokað í nokkra klukkutíma. Ástæðan fyrir flóðinu er sú, að sögn Eiríks Hjálmarssonar, upplýsingafulltrúa Orkuveitunn- ar, að vegna þessa mikla kulda- kasts sem verið hefur myndast grunnstingull á botni árinnar. „Þetta eru ísnálar sem sökkva til botns og festast þar,“ segir Eiríkur. „Það var ekkert annað að gera en að kalla til gröfumann og hann hrærði í þessu og þá tekur straumurinn þetta burtu.“ Hann segist ekki vita til þess að nokkurt tjón hafi hlotist af. - jse Kuldakastið hefur víða áhrif: Elliðaá flæðir yfir bakka sína HRÆRT Í ELLIÐAÁ Gröfumaður losaði ísinn sem straumurinn rak svo sína leið. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON LÖGREGLUMÁL Stjórnandi snjór- uðningstækis slapp með skrekk- inn í Kambanesskriðum þegar snjóflóð féll þar á veginn eftir hádegi í gær. Að sögn Jónasar Vilhelmssonar, lögreglumanns á Eskifirði, var heppni að tækið snerist á veginum undan flóðinu en fór ekki tugi metra niður í sjó. Á Fagradal aðstoðuðu björgun- arsveitarmenn ökumenn fjölda bíla sem voru fastir í ófærð. „Sumir neituðu tilmælum björgunarsveitarmanna um að snúa við svo við vorum komnir á fremsta hlunn með að skerast í leikinn þegar menn höskuðu sér loks til baka,“ segir Jónas. - gar Snjóflóð í Kambanesskriðum: Hætt kominn við snjóruðning Snjóhengja féll á fimm ára Fimm ára stúlka var hætt komin þegar snjóhengja féll á hana af húsþaki á Akureyri í fyrrakvöld. Að sögn Ríkisútvarpsins heyrði móðir telpunnar skruðninga, fór út og gróf dóttur sína upp úr snjónum. AKUREYRI BANDARÍKIN, AP George W. Bush Bandaríkjaforseti lagði fram síðasta fjárlagafrumvarp sitt á embættistíð sinni í gær. Lagði hann mesta áherslu á aukin framlög til hermála og eflingu efnahags með því að standa vörð um fyrirhugaðar skattalækkanir. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir útgjöldum næsta fjárlagaár upp á rúmlega þrjú þúsund milljarða dollara sem jafngildir rúmum 200 þúsundum milljarða króna. Demókratar gagnrýndu frumvarpið og sögðu lausnir skorta á vaxandi hallarekstri sem myndi lenda á næstu stjórn að lagfæra. - sdg Síðasta fjárlagafrumvarp Bush: Fjárlög 200 þús- und milljarðar LÖGREGLUMÁL Tuttugu og fimm grömm af amfetamíni fundust við bíl- og húsleit lögreglunnar á Akureyri í fyrrinótt. Hluti efnisins var ætlaður til sölu. Málið hófst þegar lögreglan stöðvaði bifreið þar sem hún var vanbúin til vetraraksturs, auk þess sem of margir farþegar voru í henni. Í bílnum reyndust vera þekktir fíkniefnaneytendur. Fjögur grömm af amfetamíni fundust í hanskahólfinu, eitt gramm á einum farþega, sextán á öðrum og fjögur við húsleit. Sá sem var með grömmin sextán á sér viðurkenndi að hafa ætlað að selja efnið. - sþs Lögreglan á Akureyri: Fundu fíkniefni í vanbúnum bíl SVÍÞJÓÐ Flugmaður á herflutninga- vél af gerðinni Hercules TP 84 flaug á 350 kílómetra hraða í minna en fimm metra hæð yfir höfði félaga sinna í sænska hernum um helgina. Þetta segist hann hafa gert til að sýna þakklæti sitt eftir vel heppnaða æfingu. Lágmarks flughæð fyrir svona vél er 30 metrar. „Ekkert mátti út af bera. Ekki þurfti mikið til að þetta breyttist í martröð,“ hefur Aftonbladet eftir Johan Svetoft, yfirmanni í sænska hernum. - ghs Sænskur herflugmaður: Lífshættulegt lágflug SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.