Fréttablaðið - 05.02.2008, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 05.02.2008, Blaðsíða 4
4 5. febrúar 2008 ÞRIÐJUDAGUR Bayern Líf. – Sundagörðum 2 104 Reykjavík Sími: 577 2025 Fax 577 2032 sparnadur@sparnadur.is www.sparnadur.is Sparnaður + Lífeyrir frá Bayern Líf (Versicherungskammer Bayern) er vænlegri kostur en hefðbundinn sparnaður – og mun öruggari en kauphallarviðskipti. Kynntu þér hvernig þú getur tryggt þér óbreytt lífskjör eftir starfslok. BANDARÍKIN, AP Barack Obama og Hillary Rodham Clinton, sem sækjast eftir forseta- framboðsútnefningu Demókrataflokksins, virtust standa mjög jafnt að vígi fyrir „þriðju- daginn mikla“ í dag, þegar forkosningar fara fram í 22 ríkjum Bandaríkjanna, þar á meðal þeim fjölmennustu. Hjá repúblikönum virtist John McCain eiga sigurinn vísan yfir keppi- nautnum, Mitt Romney. Niðurstöður einnar skoðanakönnunarinnar, sem gerð var um allt landið, bentu til að þau Obama og Clinton nytu nánast hnífjafns fylgis meðal kjósenda demókrata. Í annarri könnun mældist Clinton með smávægilegt forskot. Þótt stigsmunur sé á útkomu frambjóðend- anna tveggja í könnunum þá staðfesta þær allar að Obama hefur tekist að vinna upp hið yfirgnæfandi forskot sem Clinton naut í könnunum síðustu mánuðina áður en forkosn- ingahrinan hófst. Á síðustu kosningafundunum fyrir „þriðju- daginn mikla“ einbeittu þau sér hvort fyrir sig að kjarnafylgi sínu – Obama að þeldökkum kjósendum, Clinton að konum. McCain virtist hins vegar á beinu brautinni að útnefningu Repúblikanaflokksins. Sam- kvæmt könnunum eru jafnvel horfur á að hann sigri keppinaut sinn, Mitt Romney, í heimaríki hans, Massachusetts. Auðkýfingurinn Romney var þar ríkisstjóri. McCain nýtur jafnframt yfirlýsts stuðnings Arnolds Schwarzeneggers, hins vinsæla ríkisstjóra Kaliforníu, en þar er til mikils að vinna fyrir frambjóðendur þar sem Kalifornía sendir 370 kjörmenn á flokks- þingið sem velur forsetaframbjóðandann í sumar. Meðal kjósenda demókrata í Kaliforníu mældist Clinton með 36 prósenta fylgi, Obama 34 prósent og 18 prósent voru óákveðin. Í New York-ríki, fjölmennasta ríkinu sem kosið er í í dag, á Clinton aftur á móti sigur vísan, enda er hún öldungadeildarþingmaður ríkisins. Í könnun Pew-stofnunarinnar sem gerð var um öll Bandaríkin mældist fylgi Clinton 46 prósent en Obama 38 prósent. Kjörmenn demókrata skiptast hlutfallslega eftir atkvæð- um í forkosningum, og þar af leiðandi er óvíst að úr því skerist í dag hvort þeirra muni tryggja sér meirihluta kjörmanna þegar upp verður staðið í haust. audunn@frettabladid.is MILLI TANNA Í kjötkveðjuhátíðarskrúðgöngunni í Köln í gær var barátta Obama og Clinton túlkuð með þessum hætti. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Obama og Clinton hnífjöfn Fyrir „þriðjudaginn mikla“ í dag, þegar forkosningar fara fram í 22 ríkjum Bandaríkjanna, mælist fylgi demókratanna Obama og Clinton hnífjafnt. Repúblikaninn John McCain virðist hins vegar eiga sigur vísan. DÓMSMÁL Karlmaður frá Hvera- gerði hefur verið dæmdur í 400.000 króna sekt til ríkissjóðs og sviptingar ökuleyfis. Hann var tekinn á 143 kíló- metra hraða við Ingólfsfjall á síðasta ári. Þá reyndist hann óhæfur til að stjórna bifreiðinni vegna áhrifa fíkniefna. Hjá manninum fundust við húsleit maríjúana og amfetamín. Lögregla fann einnig óskráðan riffil af Glennfield-gerð, auk magasíns og 50 riffilskota, sem geymd voru ofan á skáp á heimili mannsins. Hann þurfti að greiða allan sakarkostnað. - jss Sekt og ökuleyfissvipting: Ökuníðingur með vopn TSJAD, AP Tugir þúsunda manna flúðu N´Djamena, höfuðborg Tsjad, í gær meðan bardagar geisuðu milli uppreisnarmanna og stjórnarhermanna þriðja daginn í röð. Sameinuðu þjóðirnar gáfu Frökkum og öðrum þjóðum heimild til að aðstoða tsjadnesk stjórnvöld. Frönsk stjórnvöld halda úti herliði í þessari fyrrum nýlendu og hafa lýst sig reiðubúin til að skerast í leikinn. Óttast er að átökin geti breiðst út og aukið á spennu milli Tsjad og nágrannaríkisins Súdan. Tsjadnesk stjórnvöld saka súdönsk stjórnvöld um að styðja við uppreisnarmenn í Tsjad. Súdönsk stjórnvöld neita þessum ásökunum. - sdg Frakkar tilbúnir til íhlutunar: Áframhald á átökum í Tsjad ALÞINGI Steinunn Valdís Óskars- dóttir, þingmaður Samfylkingar- innar, mælti í gær fyrir þingsályktunar- tillögu um að nýtt starfsheiti verði tekið upp fyrir ráðherra. Telur Steinunn það stríða gegn almennri málvitund að konur séu sagðar herrar og leggur til að ríkisstjórnin leiti eftir tillögum sérfræðinga eða efni til sam- keppni til að finna nýtt orð fyrir ráðherra. Höskuldur Þór Þórhallsson Framsóknarflokki kvaðst ósammála Steinunni hvað varðar málskilning og sagði konur jafnt sem karla geta verið ráðherra. - bþs Steinunn Valdís Óskarsdóttir: Vill nýtt orð í stað ráðherra STEINUNN VALDÍS ÓSKARSDÓTTIR VIÐSKIPTI Stjórn Samtaka fjárfesta beinir því til stjórnar SPRON að hún skýri hvernig upplýsingar um viðskipti stjórnarmanna í SPRON geti „valdið ruglingi við hluta- bréfamarkaðinn“, eins og kom fram í svari stjórnar SPRON við spurningum Fréttablaðsins sem birtust 29. janúar. Stjórn Samtaka fjárfesta sendi frá sér ályktun í gær vegna svara stjórnar SPRON við spurningum Fréttablaðsins. Þær voru sendar stjórn SPRON í kjölfar þess að upplýst var að Gunnar Þór Gísla- son, stjórnarmaður í SPRON, hefði selt hluta stofnfjárbréfa sinna skömmu áður en félagið var skráð á markað. Spurt var hvort aðrir stjórnarmenn en Gunnar Þór hefðu selt bréf sín og hvort stjórn- armenn hefðu haft innherjaupp- lýsingar undir höndum þegar við- skipti með stofnfjárbréf fóru fram. Því var alfarið neitað að ólög- mæt viðskipti hefðu átt sér stað eða reglur með einhverjum hætti brotnar. Stjórnin svaraði því ekki hvort aðrir stjórnarmenn hefðu selt bréf áður en félagið var skráð á markað. Í ályktun stjórnar Samtaka fjár- festa beinir hún þeim tilmælum til stjórnar SPRON að hún „skýri efn- islega hvaða hagsmunir félagsins og eigenda þess réttlæti grund- vallarfrávik frá almennum regl- um um upplýsingagjöf um við- skipti stjórnarmanna“. - mh Stjórn Samtaka fjárfesta vill skýr svör frá stjórn SPRON um viðskipti innherja: Krefst upplýsinga frá SPRON SPRON Vilja skýrari svör um viðskipti stjórnarmanna. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA                   ! # $ %   %   &       '(    )&  * # $  +,- .,-!/ 0,- 1,- .,- 20,- 20,- 3,- 4/ +,- 5,- 20,- 5,- 25,-!/ 26,- 07,-!/                                                     !           "        ##$               %   %     & '"   !(    #    )    +       83926(    (   27921:  , -%  .&&    "       /    /   GENGIÐ 04.02.2008 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 125,6872 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 64,52 64,82 127,48 128,1 95,53 96,07 12,873 12,949 11,89 11,96 10,151 10,211 0,6031 0,6067 102,51 103,13 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.