Fréttablaðið - 05.02.2008, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 05.02.2008, Blaðsíða 16
16 5. febrúar 2008 ÞRIÐJUDAGUR Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettab- ladid.is eða hringja í síma 550 5000. Samorka, samtök orku- og veitufyrir- tækja, heldur í samstarfi við hitaveitur á landinu upp á 100 ára afmæli hita- veitu á Íslandi. Afmælið miðast við frumkvöðlastarf Stefáns B. Jónssonar sem virkjaði hver til hús hitunar á Suður-Reykjum í Mosfellssveit árið 1908 og verður þessum tímamótum fagnað á fjölbreyttan hátt. „Samorka og Mosfellsbær hafa í sameiningu valið úr tillögum í sam- keppni um útilistaverk sem reist verð- ur við Þverholt í hjarta Mosfellsbæjar en auk 100 ára afmælis hitaveitunnar er verkið unnið í tilefni af 20 ára af- mæli Mosfellsbæjar. Niðurstaða sam- keppninnar verður kynnt fljótlega samhliða sýningu á tillögunum og verð- ur hún haldin í Bókasafni Mosfellsbæj- ar,“ segir Gústaf Adolf Skúlason, að- stoðarframkvæmdastjóri Samorku, áhugasamur og bætir við: „Svo er ým- islegt fleira í bígerð. Valdimar Leifs- son og Ari Trausti Guðmundsson eru að vinna að heimildamynd fyrir sjón- varp um hitaveitur á Íslandi og Heil- brigðisvísindastofnun Háskólans á Ak- ureyri er að vinna að samantekt um heilsufarsáhrif heitavatnsnotkunar á Íslandi sem eru mikil.“ Samorka vill á þessum tímamótum beina sjónum fólks að því mikilvæga hlutverki sem heita vatnið hefur gegnt í því skyni að bæta heilsufar og almenn lífsgæði Íslend- inga. „Við þekkjum öll sögurnar af því hvernig Reykjavík var áður. Það eru til myndir af borginni með kolareyk yfir byggðinni og því fylgdi óþrifnaður, óhreinindi og mengun. Í dag erum við hins vegar með heilnæmara andrúms- loft vegna hitaveitunnar og betur hituð híbýli og betra heilsufar sem því fylg- ir. Það er sundlaugamenning og tæki- færi þá til útivistar, hreyfingar og fé- lagslífs. Til viðbótar við þetta er mun ódýrara fyrir þjóðarbúið að nýta heita vatnið heldur en að flytja inn olíu og kol,“ segir Gústaf og nefnir að líklega sparist um tíu til tuttugu milljarðar á ári í gjaldeyri. Háskóli Íslands skipuleggur í sam- vinnu við Nordic Energy Research og Samorku fjölþjóðlega ráðstefnu um hitaveitur. „Þá kemur fólk úr jarðvísinda- og hitaveitugeiranum víðs vegar að úr heiminum til ráð- stefnu sem haldin verður um mánaða- mótin ágúst/september. Svo munu ein- staka hitaveitur vera með opið hús og við munum standa fyrir prentútgáfu í tilefni afmælisins. Þess má einnig geta að Íslandspóstur mun gefa út frímerki af þessu tilefni í maí,“ útskýrir Gúst- af og getur þess að sérstakt merki hafi verið hannað í tilefni afmælisins. Af- mælinu verður því fagnað á ýmsan máta og verður heilsufarslegur ávinn- ingur í brennidepli. hrefna@frettabladid.is HITAVEITUR Á ÍSLANDI: 100 ÁRA AFMÆLI HITAVEITU Bætt lífsgæði vegna hitaveitu ÍSLAND Í FREMSTU RÖÐ Gústaf Adolf, aðstoðarframkvæmdastjóri Samorku, segir að jarðhiti gegni hvergi í heiminum jafnstóru hlutverki og á Íslandi. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM LEIKKONAN JENNIFER JASON LEIGH ER 46 ÁRA Í DAG „Í partíum plantaði ég mér iðu- lega við hlaðborðið því þar þarf maður ekki að tala við neinn. Ef maður varð að tala gat maður allavega rætt um matinn.“ Jennifer hefur leikið í fjöl- mörgum misgóðum kvikmynd- um. Einna vinsælust er líklega „Single White Female“ frá árinu 1992. Á þessum degi árið 1936 þurfti að kalla út óeirðalögreglu að Rivoli-kvikmynda- húsinu við Broad- way í New York- borg. Ástæðan var sú að mikill mannfjöldi hafði safnast að kvik- myndahúsinu til að berja augum kvikmyndastjörn- ur á borð við Douglas Fairbanks, Gloriu Swan- son, George Burns og Ginger Rogers. Voru þau öll væntan- leg á frumsýningu nýjustu mynd- ar Charlies Chapl- in, Modern Times, eða Nútíminn. Myndin gagnrýn- ir á gamansam- an hátt aðstæð- ur verkafólks, atvinnuleysi og erfitt líf fólks á krepputímanum. Þetta var í síðasta sinn sem Charlie Chaplin birtist mönnum í kvik- mynd í gervi um- renningsins geðþekka. Myndin þykir ein sú besta úr smiðju Chapl- in en hann samdi sjálfur tónlist- ina í henni. ÞETTA GERÐIST 5. FEBRÚAR 1936 Nútíminn frumsýndur CHARLIE CHAPLIN Í myndinni Modern Times. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför mannsins míns og föður okkar, Gunnars Guðjónssonar Laugalæk 40. Hjördís Georgsdóttir og börn. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð, hlýhug og stuðning við and- lát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, Almars Viktors Þórólfssonar Tjarnarbakka 14, 260 Reykjanesbæ. Sérstakar þakkir færum við séra Baldri Rafni Sigurðssyni. Hrefna Pétursdóttir Viktoría Ósk Almarsdóttir Steinþór Kristinsson Þórólfur Almarsson Guðrún Petra Tómasdóttir Jón Einar Jónsson Sigurgeir Guðni Tómasson Sjöfn Olgeirsdóttir Alma Tómasdóttir Hrefna Guðný Tómasdóttir Ásgeir Svavar Ólafsson barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tendamóðir og amma, Margrét G. Albertsdóttir Krosshömrum 1a, 112 Reykjavík, lést á Landspítalanum 25. janúar. Jarðsett verður frá Grafarvogskirkju miðvikudaginn 6. febrúar kl. 13.00. Birgir Þór Ólafsson Helga Sólveig Jóhannesdóttir Guðmundur P. Jónsson Þuríður Guðjónsdóttir Þórhallur Vigfússon og barnabörn. Hugheilar þakkir fyrir auðsýnda samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför okkar elskulega eiginmanns, stjúpföður og bróður, Svanbergs Inga Ragnarssonar Kirkjuvegi 11, Keflavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja fyrir alla umönnun og aðhlynningu. Fyrir hönd aðstandenda, Karen Sigurðardóttir Guðmundur Kr. Þórðarson Þóra T. Ragnarsdóttir Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Ólöf Þórarinsdóttir til heimilis að Brúnavegi 5, 105 Reykjavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut föstudaginn 1. febrúar. Jarðarförin auglýst síðar. Ólafur Hafþór Guðjónsson Níels Ólafsson Björg Ólafsdóttir Magnús Magnússon Daníel Ólafsson Guðjón Hafþór Ólafsson Þuríður Edda Skúladóttir Elsku vinir og vandamenn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengda- föður, sonar og afa, Jóns Ástvaldar Hall Jónssonar Brekkustíg 1, Bíldudal. Þuríður Sigurmundsdóttir Ómar Hall Ástvaldsson Viðar Örn Ástvaldsson Rut Ólafsdóttir Andri Már Ástvaldsson Joanna Sielawa Elísabet Árnadóttir og barnabörn. 100 ára afmæli 100 ára er í dag, 5. febrúar, Jóhannes Sólbjartur Sigurbjörnsson fyrrverandi skipstjóri til heimilis á hjúkrunarheimilinu Grund. Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Elsa A. Vestmann Skarðshlíð 36f, Akureyri, lést á Sjúkrahúsi Akureyrar fimmtudaginn 31. janúar. Útför hennar fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 8. febrúar kl. 13.30. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Krabbameinsfélag Akureyrar. Hallur Sveinsson Margrét Hallsdóttir Reynir Hjartarson Sigursveinn Hallsson Ingibjörg Guðjónsdóttir Þorvaldur Hallsson Kristrún Þórhallsdóttir Unnur Elva Hallsdóttir Heiðar Ólafsson Sævar Örn Hallsson Bryndís Valtýsdóttir Auður Hallsdóttir Birgir Árnason ömmu og langömmubörn. timamot@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.