Fréttablaðið - 05.02.2008, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 05.02.2008, Blaðsíða 18
[ ] Dagana 15. til 17. febrúar verð- ur boðið upp á námskeið fyrir foreldra og börn um uppeldi og samskipti innan fjölskyldunnar í Vindáshlíð í Kjós. Að námskeiðinu standa Hólm- fríður Petersen, framkvæmda- stjóri Vindáshlíðar, og Hrund Þór- arinsdóttir djákni en þær eru báðar uppeldisfræðingar að mennt og fyrirlesarar á námskeiðinu. Hugmyndin er að fjölskyldan geti átt notalega samverustund yfir helgi í Vindáshlíð og hefur ríkuleg dagskrá verið skipulögð með skemmtun ekki síður en fræðslu. „Við Hrund ætlum að fjalla um uppeldishætti foreldra og glímuna við ágreiningsmálin og vinnum út frá bókinni „Ræðum saman heima“ eftir Sigrúnu Aðalbjarnar- dóttur og Árnýju Elíasdóttur,“ útskýrir Hólmfríður. Hrund bætir við að einnig verði stuðst við bók Sigrúnar „Virðing og umhyggja“ sem kom út núna fyrir jólin. Boðið verður upp á tvo fyrirlestra, annars vegar um uppeldishætti foreldra og hins vegar um leiðandi foreldra. „Flestir foreldrar reyna að halda uppi þessum uppeldis- háttum en við ætlum að færa rök fyrir því af hverju þetta eru heilla- vænlegustu uppeldisaðferðirnar og það getur líka verið gott að fá áminningu um það hvað maður er að gera rétt,“ segir Hrund. Hún segir þær hafa reynt að setja námskeiðið þannig upp að fjölskyldan geti átt notalega stund saman án þess að þurfa að hugsa um matargerð eða þvotta. Eftir námskeiðið vilja þær að allir fari heim með verkfæri í höndunum til að geta leyst ágreiningsmál sem upp koma. „Við viljum í rauninni minna á hvað hægt er að gera saman í erli dagsins. Nýta tímann í þessu daglega sem maður þarf að gera og gera það skemmtilegt með fjölskyldunni og styrkja þannig fjölskyldutengslin,“ bætir hún við. Krökkunum verður skipt upp í hópa eftir aldri og hverjum hóp kennt hvernig á að leysa ágrein- ingsmál. Svo munu foreldrar og börn hittast, vinna verkefni saman og æfa sig í að leysa einhverja til- búna klípu. Auk fræðslu og fyrir- lestra verður líka skemmtun, nátt- fatapartí fyrir börnin og kósíkvöld fyrir foreldrana og mikið húllum- hæ. „Það verður mikið fjör og ekta Vindáshlíðarstemning en það er svo mikilvægt að njóta þess að vera saman því börnin eru börn í svo stuttan tíma,“ segir Hrund og Hólmfríður bætir því við að lokum að frekar eigi að tala um að nota tímann með börnunum en ekki eyða honum með þeim. Hægt er að nálgast dagskrána á www.kfum.is og skrá sig í síma 588 8899 og er skráning í fullum gangi. Verð á mann er 5.900 krón- ur, ókeypis fyrir börn yngri en þriggja ára og hámarksverð fyrir fjölskyldu er 23.000 krónur. Inni- falið í verðinu er gisting, matur og öll dagskrá. heida@frettabladid.is Vetrarfrí í Vindáshlíð Hólmfríður Petersen og Hrund Þórarinsdóttir standa fyrir fjölskylduhelgi í Vindáshlíð. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN Nudd er bæði gott fyrir líkamann og sálina og getur verið mjög notalegt eftir erfiðan dag. Það getur verið mjög gefandi að nudda sína nánustu og finna hvernig þeir slaka á og fyllast vellíðan. „...fyrst á visir.is“ ...ég sá það á visir.is www.madurlifandi.is Næstu fyrirlestrar og námskeið 07. febrúar kl. 18:00 - 21:00 Heilsukostur - Matreiðslunámskeið Meistarakokkar Maður lifandi 09. febrúar kl. 11:00 - 14:00 Hláturjóga með jákvæðu ívafi Ásta Valdimarsdóttir hláturjógakennari 12. febrúar kl. 17:30 - 19:00 Góð heilsa er auðveldari en þú heldur Matti Ósvald heilsuráðgjafi 14. febrúar kl. 17:30 - 19:00 Heilbrigð skynsemi, og heilsan í lag Matti Ósvald heilsuráðgjafi YOGASTÖÐIN HEILSUBÓT Síðumúla 15, s. 5885711 og 6946103 YOGA YOGA YOGA Líkamsæfingar, öndunaræfingar slökun og hugleiðsla Sértímar fyrir barnshafandi og kraftyoga Allir yoga unnendur velkomnir www.yogaheilsa.is • yogaheilsa@yogaheilsa.is HEYRNARÞJÓNUSTA Dot er góður punktur fyrir þá sem vilja heyra vel. Þessi punktur er agnarsmátt heyrnartæki sem með nýjustu tölvutækni bætir við heyrnina þeirri tíðni sem notandinn hefur tapað. Hringdu og láttu okkur fræða þig meira um þessa undraverðu tækni. Höf›abakka 9 Sími: 511-1575 www.hreyfigreining.is S J Ú K R A fi J Á L F U N O G L Í K A M S R Æ K T Mó›ir og barn N‡ fimm vikna námskei› hefjast 5. febrúar. firi›judaga og fimmtudaga kl. 9:15-10:15 og 10:30-11:30. Áhersla er lög› á líkamsstö›u, grindarbotn, kvi›vö›va, almenna styrktarfljálfun, li›kandi æfingar og fræ›slu. Bo›inn er frjáls a›gangur a› tækjasal Hreyfigreiningar me›an á námskei›inu stendur. Sandra Dögg Árnadóttir, sjúkrafljálfari B.Sc sér um námskei›i›.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.