Fréttablaðið - 05.02.2008, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 05.02.2008, Blaðsíða 19
ÞRIÐJUDAGUR 5. febrúar 2008 Tannverndarvika 2008 stend- ur yfir og í tilefni hennar er nýr margmiðlunardiskur um munnhirðu kominn út. Hann verður kynntur á opnum fundi í fræðslusal Barnaspítala Hringsins í dag milli ellefu og tólf. „Allar vikur ársins ættu auðvitað að vera tannverndarvikur,“ segir dr. Inga B Árnadóttir, forseti Tann- læknadeildar Háskóla Íslands og formaður Tannverndarráðs. Hún segir góða munnhirðu felast í að nota góðan tannbursta, tannþráð og flúortannkrem. Einnig að passa upp á mataræðið og fara reglulega í eftirlit. „Tannsjúkdómar eru svo margþættir og við verðum að sjá hlutina í samhengi,“ segir hún og útskýrir nánar. „Það er ekki nóg að bursta tennurnar á kvöldin ef menn eru nartandi í sælgæti alla daga eða stöðugt drekkandi eitthvað annað en vatn. Unga fólkinu stafar til dæmis stór hætta af ofneyslu gosdrykkja og orkudrykkja því þeir drykkir valda alvarlegri gler- ungseyðingu. Svo er nauðsynlegt að láta skoða tennurnar minnst einu sinni á ári því hægt er að stöðva tannsjúkdóma á byrjunar- stigi með ýmsum forvarnarbrögð- um.“ Inga situr fyrir svörum á fundi sem haldinn er í dag á Landspítal- anum enda kemur hún fram á margmiðlunardiski sem Lýðheilsu- stöð og Heilsugæslan í Reykjavík hafa nýlega gefið út. Á honum eru meðal annars leiðbeiningar til þeirra sem bera ábyrgð á tann- heilsu langveikra, fatlaðra og aldr- aðra. Sjálf átti Inga fatlaðan dreng sem lést fyrir tveimur árum og diskurinn er gerður til minningar um hann. „Þetta er fyrsti diskurinn sem mér vitanlega er gerður hér á landi um tannvernd og vinna að honum hefur staðið þrjú til fjögur ár,“ segir hún. „Munnurinn er til- finningaríkt svæði og með honum borðar fólk, kyngir og talar. Hver og einn ber ábyrgð á eigin munn- heilsu en sumir einstaklingar eru þess ekki þess megnugir vegna fötlunar eða veikinda og þá kemur til kasta foreldra eða umönnunar- stétta,“ bendir hún á. Inga segir tannhirðu hjá þeim sem þurfi aðstoð við allt stundum vilja sitja á hakanum í annríki dagsins, þótt þeir séu að öðru leyti þrifnir hátt og lágt. Oft sé því þó stjórnað hvenær þeir borði svo auðvelt ætti að vera að setja tann- burstun á dagskrá eftir máltíðirn- ar. „Ef burstað er að minnsta kosti þrisvar á dag þá eru allir með hreina munna,“ segir hún. Handbrögðin við tannhirðu annarra skipta miklu máli að sögn Ingu. Þau handbrögð er hægt að læra af hinum nýja margmiðlunar- diski sem Hólmfríður Guðmunds- dóttir, tannlæknir á Lýðheilsustöð, hefur séð um framkvæmd á. Hann verður frumsýndur í dag og svo verður hægt að nálgast hann hjá Lýðheilsustöð. gun@frettabladid.is Munnheilsan mikilvæg „Það er ekki nóg að bursta tennurnar á kvöldin ef menn eru nartandi í sælgæti alla daga eða stöðugt drekkandi eitthvað annað en vatn,“ segir Inga sem leikur á nýjum margmiðlunardiski um tannhirðu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Morgunverðarfundur um öryggi vegfarenda verður haldinn á morgun. Fundurinn er á vegum Slysa- varnaráðs og er undir yfir- skriftinni „2+2 eða 2+1 vegir: Öryggi vegfarenda – kostnaður samfélagsins – erum við á réttri leið?“ Guðlaugur Þór Þórðar- son heilbrigðisráðherra setur fundinn sem verður haldinn á Grand hóteli í Reykjavík og hefst klukkan 8.25. Áhugasam- ir skrái sig á vef Lýðheilsu- stöðvar. - eö Öruggir vegir Þar sem umferðarþungi er mikill getur verið nauðsynlegt að hafa fleiri en eina akrein í hvora átt. Breskar konur láta skurðhnífa laga andlit sitt í auknum mæli. Alls fóru 32.453 konur úr breska konungsveldinu í lýtaaðgerð á andliti árið 2006, en það er 12 pró- senta aukning milli ára, eftir því sem fram kemur hjá Sambandi breskra lýtalækna. Þar sem marg- ir úr þeirri stétt eru ekki meðlimir þeirra samtaka er talan vafalaust miklu hærri, en af sjúklingum sambandsins var 91 prósent konur, þótt svuntuaðgerðir og brjósta- minnkun ykist einnig til muna meðal karla. Meðal kvenna fóru 4.238 í and- lits- eða hálsstrekkingu, en það samsvarar 37 prósenta aukningu milli ára. Sem fyrr er vinsælasta aðgerðin meðal kvenna brjósta- stækkun, en fast á hælana koma augnlokaaðgerð, andlitsstrekking, fitusog og brjóstaminnkun. Segja samtök lýtalækna að ástæðu þessarar miklu aukningar sé að finna í aukinni aðsókn í lýta- aðgerðir án skurðaðgerðar, með fylliefnum og Botox. Breskir karlar fara oftast undir hnífinn til að fegra nefið, en vax- andi vinsælda nýtur fitusog, aðgerðir á augnlokum og eyrum, sem og andlitsstrekking. - þlg Ný andlit og brjóst Brjóstastækkun er vinsælasta lýtaaðgerðin meðal breskra kvenna. Grensásvegi 12A 108 Reykjavík UMBROT AUGLÝSINGAR Tökum að okkur að setja upp prentverk, stór sem smá. Auglýsingar, bækur, blöð, dreifibréf, fréttabréf, fermingarkort, gjafakort, nafnspjöld, tímarit og hvað eina sem þarf að prenta. Útbúum auglýsingar í alla prentmiðla. Einnig skjá-, strætisvagna- og skiltaauglýsingar. Láttu þínar upplýsingar sjást. sími: 568 1000// frum@frum.is// www.frum.is Fr um Original Arctic Root Ein vinsælasta lækningajurt heims Original Arctic Root öðru nafni Burnirót er ein vinsælasta lækningajurtin í heiminum í dag. Klínískar rannsóknir hafa leitt í ljós að hún eflir einbeitingu, úthald og vinnur gegn streitu og álagi. Vinnur gegn streitu og álagi Original Arctic Root er fljótverkandi og þeir sem nota hana finna jákvæða breytingu á einbeitingu og úthaldi á skömmum tíma. Original Arctic Root hefur svo sannarlega slegið í gegn á Íslandi og nýtur nú mikilla vinsælda. Fæst í apótekum og heilsubúðum. Heilsuvara ársins í Svíþjóð 2003, 2004 og 2005

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.