Fréttablaðið - 05.02.2008, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 05.02.2008, Blaðsíða 22
● fréttablaðið ● dýrin stór og smá 5. FEBRÚAR 2008 ÞRIÐJUDAGUR2 Gunnar Guðmundsson hefur ræktað Border Collie-hunda um nokkurra ára skeið og stendur ásamt öðrum fyrir fjárhundanámskeiði næstu helgi. „Þetta er tveggja daga námskeið, fyrir þá sem eru komnir lengra af stað. Við erum að fá Colin Gordon, einn nafntogaðasta mann í bransanum, til að leiðbeina okkur sérstaklega með áframhald á keppnishundunum okkar,“ segir Gunnar Guðmundsson hundaræktandi um fjárhundanámskeið sem fer fram um næstu helgi í Söðulsholti á Snæfellsnesi. Gunnar hefur verið hvatamaður fyrir því að fá erlenda fjárhundaþjálfara til landsins og fengist við hundarækt um nokkurra ára skeið. „Já, ætli ég sé ekki eini áhugamað- urinn á landinu sem tekur þátt í fjárhunda- keppnum en á engar kindur,“ segir Gunnar, sem á tvær Border Collie-tíkur, Kotru og Týru, sem er nýbúin að gjóta átta hvolpum, en tveir misfórust og eftir eru sex. Hvolp- arnir eru undan innfluttum, fulltömdum keppnis hundi, en þeim hefur fjölgað hér- lendis. Gunnar segir Border Collie og skyldar tegundir henta einna best til smölunar, þótt aðrar eins og íslenski hundurinn komi líka vel til greina. „Border Collie er skemmti- legur og greindur hundur sem auðvelt er að temja, kenna fínu hreyfingarnar og stilla hann af í góðri fjarlægð. Hann er sterkast- ur í að sækja fé og er áhugasamur um vinn- una. Svo hefur hann einn kost umfram aðra hunda, sem er þetta einstaka þjónustueðli við manninn,“ segir Gunnar og bætir við að fólk megi þó ekki láta orku hundsins vaxa sér í augum, hún rjátli af honum við þjálfun. Að mörgu þarf að huga við þjálfunina, því ef ekki er haldið rétt á spöðunum er hætt við því að hundurinn bíti kindurnar. Gunnar seg- ist vita til þess að fella hafi þurft hunda sem réðust á kindur af því að þjálfunin var ekki nógu góð. Hann segir líka mikilvægt að menn venji kindurnar við smalahunda og kenni þeim að víkja fyrir þeim án þess að hund- arnir þurfi að sýna þeim hörku. Því miður sé það alltof sjaldgæft að menn hugsi út í það en slíkt geti endað með ósköpum. Þannig séu dæmi um að kindur hafi hreinlega stangað hunda fram af klettum og drepið. Árlega fara fram nokkrar keppnir þar sem eigendum smalahunda gefst færi á að sýna fimi dýranna, en 22 hundar tóku þátt á síð- asta landsmóti og fer fjölgandi. Næsta mót fer fram í ágúst sem er ákveðin nýbreytni þar sem mótið og aðrar keppnir fara yfirleitt fram eftir smölun. „Ástæðan er sú að hópur- inn sem tekur þátt er svo dreifður um land allt. Þannig að það er alltaf erfitt að koma sér saman og finna vettvang. Svo eru menn með kindur heima hjá sér, sem þarf að huga að,“ útskýrir Gunnar og bætir við að draum- urinn sé að fjölga keppnum einhvern tím- ann í framtíðinni, svo hægt sé að halda þær hverja helgi eins og erlendis. Gunnar hvetur áhugasama að mæta á fyrirhugað námskeið. Því miður sé orðið fullt á það en alltaf hægt að fylgjast með úr áhorfendastúku. „Svo er þetta tækifæri fyrir byrjendur að fá góð ráð,“ segir hann. „Menn geta líka haft samband við mig með því að senda póst á sveipur@hive.is eða tekið þátt í spjalli á www.123.is/smali. Svo heldur félag- ið úti síðu á sfi.vefurinn.is.“ - rve Mikilvægt er að venja hunda og kindur hvert við annað því annars getur illa farið. Hér sést hvar Týra hefur synt í ísköldu vatninu í Jökulsárlóni upp á ís. MYND/GUNNAR GUÐMUNDSSON Greindir vinnuþjarkar Heimasæturnar Arna Margrét og Inga Sóley með hundana. Kotra liggur á gólfinu en Týra er með hvolpana uppi í sófa. Hérna sést tíkin Týra með afkvæmin. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Það kemur sér vel fyrir Líf Kjartansdóttur að vinna í gæludýrabúð en hundarnir hennar tveir éta 45 kíló af þurrfóðri á mánuði. Diego og Paris eru hreinræktað- ir Dogue De Bordeaux en einung- is 24 hundar þeirrar tegundar eru til hér á landi. Líf Kjartansdóttir hefur átt tíkina Paris í eitt ár en hundinn Diego í tvö ár eða frá því að hann fæddist. Þau eru systkini úr fyrsta goti Dogue De Bordeaux hundakynsins hér á landi. Diego er 60 kíló og Paris 45 kíló og hafa náð fullri þyngd en munu halda áfram að breikka og stækka til þriggja ára aldurs. Þau éta 45 kíló af þurrfóðri á mánuði. „Þetta er svolítð dýrt en ég fæ gott verð því ég vinn hérna í dýrabúðinni,“ útskýrir Líf sem tekur hundana með sér í vinnuna á hverjum degi. „Þau eru bara eins og heima hjá sér hérna í búð- inni, liggja, sofa og borða. Ég hreyfi þau annaðhvort fyrir eða eftir vinnu og þau elska snjóinn og finnst gaman að synda. Ég fer með þau á Rauðavatn eða Elliða- vatn eða bara eitthvert upp á fjöll og sleppi þeim. Þau eru oftast góð í taumi líka, nema ef þau sjá kött þá rjúka þau af stað og þá fylgi ég bara með í gegnum runna eins og flagg á eftir þeim.“ Líf er mikil dýramanneskja og á hverjum jólum setti hún gælu- dýr á jólagjafalistann sinn og tók sérstaklega fram að það ættu að vera lifandi dýr svo hún fengi ekki einhvern tuskubangsa í pakkann. Hún fékk stundum ósk sína uppfyllta og rifjar upp að hafa fengið kött ein jólin. „Við systkinin fórum nú hálf- illa með hann án þess að fatta það, settum hann í dúkkuvagn- inn og í poka á öxlina og þóttumst vera að flytja að heiman. Hann varð á endanum bældur og var látinn fara. Svo fékk ég fiska líka en þeir dóu líka smátt og smátt. Svo átti ég líka hest og fór mikið á hestbak sem krakki.“ Líf segir Diego og Paris koma vel saman og þau hlýði yfirleitt þótt þau geti verið mjög þrjósk. „Þau hlýða alltaf fyrir rest en eru oft að spekúlera hvað þau fái fyrir og eru alls ekki heimsk. Ef þau fá ekki það sem þau vilja geta þau starað á mig klukkutím- um saman með fýlusvip,“ útskýr- ir Líf og segir að ef þeim hafi ein- hvern tímann verið leyft að fara upp í rúm þá fari þau þangað aftur og aftur og þykjast sofna. „Stundum eru þau líka búin að taka af mér sófann og ég enda á stofuborðinu.“ - rt Húsbóndahollir og þrjóskir Líf með hundana sína tvo, Diego og Paris. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.