Fréttablaðið - 05.02.2008, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 05.02.2008, Blaðsíða 33
ÞRIÐJUDAGUR 5. febrúar 2008 33 Leikskólinn Sólborg á Ísafirði fagnaði tíu ára afmæli á föstu- dag. Í tilefni dagsins var boðið til veislu í leikskólanum þar sem ým- islegt var gert til hátíðabrigða. Skólinn fékk margar góðar gjafir og að því er fram kemur í fréttum á landsmálavefnum Skutli vakti indjánatjald sem Þorsteinn Þráinsson færði leik- skólanum fyrir hönd Fjarðanets mesta hrifningu. Í afmælinu söng Sólborgarkórinn skemmtileg af- mælislög með textum eftir Hildi Jósepsdóttur leikskólakennara og boðið var upp á glæsilega af- mælistertu. Leikskólinn Sólborg starfar eftir ítalskri uppeldistefnu sem kennd er við borgina Reggio Emilio. Í henni er lögð megináhersla á sköp- un, tjáningu og gagnrýna hugsun. Sólborg á Ísafirði fagnar 10 ára afmæli AFMÆLISSKEMMTUN FYRIR VESTAN Börnin á leikskólanum Sólborg á Ísafirði fögn- uðu tíu ára afmæli á föstudag. Næsta laugardag, 9. febrúar næstkomandi, verða fjörutíu nemendur brautskráðir frá Há- skólanum á Bifröst. Frá félagsvís- indadeild útskrifast fjórir nem- endur með BA-gráðu í heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði og einn með MA-gráðu í menningar- stjórnun. Frá lagadeild útskrif- ast fimmtán nemendur með BS- gráðu í viðskiptalögfræði og sjö með ML-gráðu og frá viðskipta- deild útskrifast átta nemendur með BS-gráðu í viðskiptafræði og fimm með MS-gráðu, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá skólanum. Tónlistarskóli Borgarfjarðar annast tónlistarflutning við at- höfnina og verða verðlaun veitt fyrir góðan námsárangur. Dr. Ágúst Einarsson rektor flytur hátíðarræðu. Nemendur Háskólans á Bifröst eru nú um 1.100 talsins að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá skólanum. Þar segir einn- ig frá nýjum námsbrautum en í janúar síðastliðnum hófst kennsla í meistaranámi í stjórnun heil- brigðisþjónustu í viðskiptadeild. Alls eru námsbrautir í meist- aranámi við skólann sjö talsins. Næsta haust hefst síðan kennsla í viðskiptafræði til BS-prófs sem öll fer fram á ensku og er þar jafnframt um nýja námsleið að ræða. Allar nánari upplýsingar er að finna á: www.bifrost.is Útskrift og nýjar námsbrautir NÝJAR NÁMSBRAUTIR Kennsla í meist- aranámi í stjórnun heilbrigðisþjónustu í viðskiptadeild hófst á Bifröst í janúar. Frá haustinu hefst síðan BS-nám í við- skiptafræði á ensku. Flugfélagið Ernir bætir við flugi á Höfn frá og með 19. febrúar næst- komandi. Frá því að Ernir tók við flugi á Höfn hefur farþega- straumur aukist mikið að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá félaginu. Vegna þessarar aukningar hefur verið tekin sú ákvörðun að bæta við flugi á þriðjudögum, en ekki hefur verið flogið áður þá daga. Um er að ræða hádegisflug á þriðjudögum yfir veturinn og síðan verður flogið að morgni og á kvöldin yfir sumar- ið. Þessar breytingar taka í gildi 19. febrúar og verður þá flogið hvern einasta virka dag og á sunnudögum til Hafnar í Hornafirði. Fleiri flugferðir á Höfn AUKINN FARÞEGASTRAUMUR Tíðari flugferðir til Hafnar í Hornafirði hefjast innan skamms. Ferðunum fjölgar enn frekar í sumar. EKKI VERA SÚR Eru tennurnar í sýrubaði oft á dag? Sýran í sykruðum og sykurlausum gos- drykkjum getur eytt glerungi tannanna – og hann kemur aldrei aftur. Drekktu vatn – líka kolsýrt vatn! Launa mið ar og verk taka mið ar Bif reiða hlunn inda mið ar Hluta fjár mið ar Launa fram tal Skýrsla um við skipti með hluta bréf Ýmis lán til ein stakl inga Stofn sjóð smið ar Tak mörk uð skatt skylda - greiðslu yf ir lit Greiðslu mið ar – leiga eða afnot Hluta bréfa kaup skv. kaup rétt ar samn ingi Nánari upplýsingar eru á vef ríkisskattstjóra www.rsk.is Jón a J óns dót tir Rim a 2 4 112 Re ykj aví k 210 272 -22 29 1.9 67. 043 78. 684 860 39. 340 860 1.9 67. 043 274 .67 0 Við minnum á að enn er tími til að skila gögnum á rafrænu formi www.skattur.is 8. febrúar

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.