Fréttablaðið - 05.02.2008, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 05.02.2008, Blaðsíða 34
18 5. febrúar 2008 ÞRIÐJUDAGUR ■ Pondus Eftir Frode Overli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Kjölturakkar Eftir Patrick McDonnell ■ Barnalán Eftir Kirkman/Scott Síðastliðna viku hefur kötturinn Khufu verið í pössun á heimilinu. Hingað til hefur gæludýraeign íbú- anna verið bundin við hamstur að nafni Brynjar og sá var rétt að komast í takt við heimilishaldið eftir tveggja ára dvöl þegar honum var vinsamlegast gert að víkja um stundarsakir. Enda hefði kötturinn að öllum líkindum reynt eftir fremsta megni að éta litla saklausa nagdýrið á meðan heimilisfólkið væri á bak og burt. Þrátt fyrir að kettir séu jafn vin- sælir fjölskylduvinir og til dæmis hundar eru dýrin eins ólík og svart og hvítt. Hundar eru til að mynda ekki eftirsóknarverð trúartákn. Þeir eru þó dýrkaðir og dáðir hjá hindúum í Nepal en múslimar eiga ekki hunda enda taldir skítug dýr. Því hefur hins vegar verið haldið fram að Múhameð spámaður hafi átt kött. Sá hét Muezza og var eig- anda sínum svo kær að ef Muezza svaf á klæðum eiganda síns þá kaus Múhameð frekar að ganga nakinn um en að styggja ferfætlinginn. Ekki má gleyma kattardýrkun Egypta sem reistu glæsilegar graf- ir til minningar um köttinn sinn. Og kettir eru ákaflega meðvitað- ir um sérstöðu sína í gæludýra- heiminum. Kettir ákveða hvenær á að leika og hvenær ekki. Hundar klóra í hurðina af hungri en köttur- inn stekkur á eiganda sinn og vælir ef hann langar í eitthvað gómsætt. Hlýði maður ekki kalli kattarins þá heldur hann mjálmi sínu bara áfram og reynir að trufla mann við heimilisstörfin með öllum tiltæk- um ráðum. Og það þýðir ekkert að segja kettinum að þegja eins og hundi eða sitja. Og þannig hefur kötturinn Khufu haldið heimilisfólkinu á tánum að undanförnu. Þrátt fyrir að klukkan sé fjögur að morgni þá á að leika með bolta eða klóra honum. Vilji enginn vakna þá hefur hann upp sína raust þar til einhver gefst upp. Enda er Khufu minnugur þess að forfeður hans voru dýrkaðir eins og guðir og maður abbast ekki upp á slíka veru. STUÐ MILLI STRÍÐA Söngur Khufu FREY GÍGJU GUNNARSSYNI ER GERT AÐ HNEIGJA SIG Jább! Splunkunýtt! Demparar, 21 gír, breið dekk... Flott! Blikkljós... Heyrumst! Það má vel nota þetta. AAAAA! Tölvan mín! Pierce, þú getur ekki bara kippt snúrum í gítarinn minn úr tölvunni minni! Er það vanda- mál? Þá finn ég nýja fyrir þig... Svona. Alveg eins og ný. AAAAA! Músin mín! Áfram Má ég fá smáköku? Hvert er töfraorðið? Ég klaga! Ég meina, hvert er töfraorðið sem virkar á mig, ekki Sollu. Nú... Þá er það... takk? Slakaðu á, herra Natoli. Það varð bara smá misskilningur í þvottahúsinu. Kraftmiklar ryksugur fyrir öll heimili Verð frá kr.: 16.900 Miele ryksugur SMS LEIKUR Vin nin ga r v er ða af he nd ir h já BT Sm ár ali nd . K óp av og i. M eð þv í a ð t ak a þ át t e rtu ko m inn í S M S k lúb b. 99 kr /sk ey tið . F R U M S Ý N D 8 . F E B R Ú A R SENDU JA ROFÁ NÚMERIÐ1900 OG ÞÚ GÆTIR UNNIÐ! Vinningar eru Bíómiðar fyrir tvo, tölvueikir, DVD myndir,varningur tengdur myndinni og margt fleira!

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.