Fréttablaðið - 05.02.2008, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 05.02.2008, Blaðsíða 36
20 5. febrúar 2008 ÞRIÐJUDAGUR menning@frettabladid.is Hádegistónleikaröð Hafnarborgar, menning- ar- og listastofnunar Hafnarfjarðar, heldur áfram á nýju ári næstkomandi fimmtudag. Þá koma fram þau Bjarni Thor Kristinsson bassi og Antonía Hevesi píanóleikari og flytja fagra tóna fyrir áhorfendur. Efnisskrá tónleikanna er að þessu sinni helguð tónskáldinu Wolfgang Amadeus Mozart og því ljóst að flestir ættu að geta notið hennar. Bjarni Thor nam sönglistina hér heima og við óperudeild Tónlistarháskólans í Vín. Vorið 1996 var Bjarni ráðinn til þriggja ára sem aðalbassasöngvari Þjóðaróperunnar þar í borg. Að því verkefni loknu sneri hann sér að lausa- mennsku og hefur komið víða við á ferli sínum. Hann hefur sungið í ríkisóperunni í Berlín auk þess að koma fram í óperuhúsunum í Chicago, París, Verona, Feneyjum og Flórens svo eitt- hvað sé nefnt. Bjarni þekkir vel til tónskálds- ins Mozarts þar sem að hann söng hlutverk Osmins í margrómaðri uppfærslu Íslensku óperunnar á Brottnáminu úr kvennabúrinu haustið 2006. Hlaut Bjarni Grímuna, leiklistar- verðlaun Íslands, fyrir frammistöðu sína. Antonía Hevesi er fædd í Ungverjalandi. Hún útskrifaðist árið 1988 úr F. Liszt Tónlist- arakademíunni í Búdapest með meistaragráðu í kórstjórn og sem framhaldsskólakennari í söng- og hljómfræði. Antonía fluttist til Íslands árið 1992 og frá því í september 2001 hefur hún verið búsett í Hafnarfirði. Antonía hefur haldið fjölda tónleika sem orgelleikari og píanómeðleikari víða um heim, en hún starfar nú sem meðleikari og æfingapíanisti við Íslensku óperuna. Að auki hefur hún verið listrænn stjórnandi hádegistónleikaraðar Hafnarborgar frá því árið 2003. Tónleikarnir hefjast kl. 12 og standa yfir í um hálfa klukkustund. Þeir eru hugsaðir sem tæki- færi fyrir fólk í Hafnarfirði til að njóta góðrar tónlistar í hádegishléi. Aðgangur er ókeypis og öllum opinn á meðan húsrúm leyfir. - vþ Hádegi í Hafnarfirði BJARNI THOR KRISTINSSON Kemur fram á hádegistónleikum í Hafnarborg á fimmtudag. Tónlistarhátíðin Myrkir músíkdagar stendur nú sem hæst. Á hennar vegum fara fram áhugaverðir tónleik- ar í Norræna húsinu í dag. Söngkonan Margrét Bóas- dóttir og píanóleikarinn Daníel Þorsteinsson flytja lög eftir tónskáldið Jón Hlöðver Áskelsson við ljóð eftir Þorgeir Sveinbjarnar- son, Jón Bjarman, Sverri Pálsson og Snorra Hjartar- son. Ljóðin verða ekki aðeins sungin heldur mun Kristján Valur Ingólfsson lesa þau upp. „Á tónleikunum verða fluttir tveir lagabálkar, eða söngvasveigar eins og ég kýs að kalla þá,“ segir Jón Hlöðver aðspurður um efnis- skrá tónleikanna. „Fyrri sveigur- inn kallast Vísur um draum, en hann samanstendur af tónlist sem ég samdi við við tólf ljóð úr ljóða- bók Þorgeirs Sveinbjarnarsonar, Vísur um drauminn. Ég lenti í höfuðaðgerð fyrir nokkrum árum og átti í kjölfarið erfitt með að einbeita mér að lengri textum. Ég gat aftur á móti vel lesið ljóð og tók þá hálfgerðu ástfóstri við þessa bók Þorgeirs; ég lærði hana meira að segja utan að. Ég ákvað svo að semja lög við tólf ljóðanna og var þessi sveigur frumfluttur í Reykholti árið 2005 í tilefni af því að 100 ár voru þá liðin frá fæðingu Þorgeirs Sveinbjarnar sonar.“ Einnig verður fluttur söngva- sveigur sem kallast Mýrarminni, en í honum hefur Jón Hlöðver samið tónlist við ljóð eftir þá Jón Bjarman, Sverri Pálsson og Snorra Hjartarson. „Faðir minn, Áskell Jónsson var frá bænum Mýri í Bárðardal, og því þótti mér viðeigandi að semja tónlist við þessi þrjú ljóð þar sem þau tengj- ast bænum öll á einhvern hátt. Fyrsta ljóðið í sveignum er eftir Jón Bjarman og fer hann í því draumförum frá Bjarnarstöðum í Bárðardal inn að Mýri. Ljóð Sverris varpar fallegu og glað- legu ljósi á þátt söngs og tóna á Mýrar heimilinu í uppvexti föður míns. Ljóð Snorra Hjartarsonar vekur svo ljúfsáran söknuð eftir þeirri stemmingu sem ríkti á Mýri. Þannig býður sveigurinn hlustendum í ferðalag um land- svæði og tíma sem er mér hjart- fólginn,“ segir Jón. Ljóst er að hér fara tónleikar sem áhugafólk jafnt um ljóðlist sem tónlist ættu ekki að láta fram hjá sér fara. Tónleikarnir hefjast kl. 12.15. Almennt miðaverð er 1.000 kr., en eldri borgarar, öryrkjar og nemar fá miðann á 500 kr. Myrkir músíkdagar standa fyrir fleiri viðburðum í dag; Camilla Söderberg kemur fram í tónleika- húsinu Laugarborg í Eyjafirði kl. 20.30 og leikur tónlist sem byggist á blokkflautum og rafhljóðum. Að auki leikur tónlistarhópurinn Njúton á tónleikum í Iðnó kl. 20 og frumflytur þar verk eftir sex nútímatónskáld. vigdis@frettabladid.is Ferðalag í ljóðum MARGRÉT BÓASDÓTTIR Flytur lög Jóns Hlöðvers Áskelssonar við ljóð ýmissa skálda. KL. 20 Kvikmyndin Occupation 101 verður sýnd í Alþjóðahúsinu, Hverfisgötu 18, í kvöld kl. 20. Myndin fjallar um hina langvinnu deilu á milli Ísraels og Palestínu, líf Palestínumanna í hersetnu landi, hlutverk Bandaríkj- anna í deilunni og helstu hindranir sem standa í vegi fyrir friði. Aðgang- ur að viðburðinum er ókeypis og öllum opinn. Volkswagen – kolefnisjafnaður útblástur Passat 4x4 F í t o n / S Í A

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.