Fréttablaðið - 05.02.2008, Blaðsíða 43

Fréttablaðið - 05.02.2008, Blaðsíða 43
ÞRIÐJUDAGUR 5. febrúar 2008 27 FÓTBOLTI Heiðar Helguson var á skotskónum með Bolton um síð- ustu helg i og skoraði seinna mark liðsins í gríðarlega mikilvægum 0- 2 sigri gegn Reading í fallbaráttu- slag á Madejski-leikvanginum. Þetta var aðeins annar leikurinn sem Heiðar spilaði eftir að hafa jafnað sig af meiðslum sem héldu honum frá keppni síðan um miðj- an ágúst, en Heiðar hefur skorað í báðum leikjunum sem hann hefur verið í byrjunarliði Bolton á tíma- bilinu. „Það var frábært að komast inn í þetta um leið, eftir löng og erfið meiðsli. Gary Megson, knatt- spyrnustjóri Bolton, talaði við mig á fimmtudegi fyrir leikinn og spurði mig hvort ég væri í nógu góðu standi til þess að vera í byrj- unarliðinu og ég sagði ekkert mál,“ sagði Heiðar. Hann skoraði á 58. mínútu eftir að hafa komist einn inn fyrir vörn Reading og potað boltanum undir Marcus Hahnemann í markinu. Heiðar var réttur maður á réttum stað þegar Matthew Taylor átti misheppnað skot sem fór eins og segir beint í hlaupalínu Heiðars og hann var fljótur að átta sig á aðstæðum og kláraði færið vel. Leikurinn end- aði 0-2 og fyrsti útisigur Bolton í deildinni því staðreynd og mikil- væg þrjú stig í fallbaráttunni. Endurkoma Heiðars í byrjunar- lið Bolton fór ekki fram hjá bresk- um fjölmiðlum og talað var um að samvinna hans og Kevins Davies í framlínunni hefði verið góð og tví- eykið einfaldlega verið of líkam- lega sterkt fyrir Reading-vörnina. „Það er frábært að leika með Kevin Davies og mér fannst við ná vel saman. Hann tekur mikið af slagsmálunum og barningnum sem maður var kannski sjálfur vanur að gera og þá fær maður frið til þess að gera eitthvað annað og koma sér í betri marktæki- færi,“ sagði Heiðar í samtali við Fréttablaðið í gær. - óþ Heiðar Helguson ánægður með að hafa gripið tækifærið og skorað fyrir Bolton: Frábært að leika með Davies FÖGNUÐUR Heiðar fagnar hér marki sínu með Matthew Taylor og fyrirliðanum Kevin Nolan. NORDIC PHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Samkvæmt fréttatil- kynningu á sunnudagskvöldið er írska knattspyrnusambandið nú að nálgast ráðningu á nýjum þjálfara og virðist ætla að taka Englendinga til fyrirmyndar og fara ítölsku leiðina. Hinn litríki og sigursæli Giovanni Trapattoni er talinn líklegastur til þess að hreppa hnossið ef marka má heimildir BBC Sport. Trapattoni stýrði landsliði Ítalíu á HM 2002 og EM 2004, en náði ekki tilsettum árangri og var gagnrýndur mjög fyrir að spila leiðinlegan varnarbolta. Hann er nú hjá Red Bull Salzburg í Austurríki. - óþ Frétt á BBC Sports í gær: Trapattoni að taka við Írum? Sendu sms BTC RAF á númerið 1900 og þú gætir unnið! Vinningar eru DVD m yndir, varningur tengdur myndinni og margt fleira! SMS LEIKUR Vi nn in ga r v er ða a fh en di r h já B T Sm ár al in d. K óp av og i. M eð þ ví a ð ta ka þ át t e rt u ko m in n í S M S kl úb b. 1 49 k r/ sk ey tið . Kemur í verslanir 7. febrúar! NFL Það varð ekkert að því að New England Patriots fullkomnaði draumatímabilið með því að vinna Ofurskálina í ameríska fótboltan- um á sunnudagskvöldið því öllum að óvörum voru það New York Giants sem fullkomnuðu ösku- buskuævintýri sitt og unnu titilinn eftir 17-14 sigur. Patriots-liðið var búið að vinna alla 18 leiki sína á tímabilinu en mistókst að endurtaka afrek Miami Dolphins frá 1972 sem vann alla leikina og titilinn. Það var því Manning sem leiddi lið sitt alla leið annað árið í röð en ekki Peyton eins og með Indiana- polis Colts í fyrra, heldur var það nú yngri bróðirinn Eli sem átti magnaðan leik og var kosinn mik- ilvægasti leikmaðurinn í leikslok. Giants vann þarna sinn ellefta útisigur í röð en liðið fór í gegn- um alla úrslitakeppnina á úti- velli. Eli fékk góða hjálp í leiknum og þá sérstaklega frá vörninni sem hélt niðri einu besta sóknarliði allra tíma. Tom Brady var óþekkjanlegur fram eftir öllum leik eða allt þar til hann keyrði áfram glæsilega sókn í fjórða leikhluta sem flestir álitu að væri sigursóknin. Brady sendi að lokum boltann á Randy Moss sem skoraði snertimark og kom Patroits í 14-10 þegar aðeins 2:42 voru eftir. Eli Manning hefur vaxið gríðar- lega í úrslitakeppninni og á þess- um stutta tíma keyrði hann í gegn 12 kerfi og fór alls 83 metra sem skilaði að lokum snertimarki hjá Plaxico Burress 35 sekúndum fyrir leikslok. Rétt áður hafði Manning átt 32 metra sendingu á þriðju tilraun sem David Tyree greip á ótrúleg- an hátt. Mistök hefðu þýtt tap en Manning reif sig frá varnarmönn- um sem voru allt í kring og farnir að toga í peysu hans og sendi þessa mögnuðu sendingu. - óój Mjög óvænt úrslit urðu í Super Bowl-leiknum í ameríska fótboltanum í Arizona í fyrrinótt: Öskubuskuævintýri Risanna frá New York FRÁBÆR Eli Manning vann Super Bowl hring ári á eftir eldri bróður sínum Peyt- on. NORDICPHOTOS/GETTY

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.