Fréttablaðið - 06.02.2008, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 06.02.2008, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA GRÆJUR ATVINNA TILBOÐ VINNUVÉLAR O.FL. Einar Þór Þorvarðarson varð landsfrægur fyrir meistaratakta í handboltamarkinu, en er minna kunnur fyrir tilburði sína á skíðum. Hann steig fyrst fæti í skíðaklossa í janúar. „Ég skrapp í skíðabrekkur Austurríkis til fundar við fjölskylduna eftir Evrópumeistaramótið í handbolta í Noregi og það var ofboðslega skemmtilegt, fjölskyldu- vænt og aktíft frí. Maður komst aldrei á skíði hér áður fyrr vegna spilamennsku í handboltanum og stórmótin voru alltaf haldin í janúar,“ segir Einar Þór Þorvarðar- son, framkvæmdastjóri Handknattleikssambands Íslands og stjarna íslenska landslið i árabil „Ég eyddi fjórum tímum á dag með skíðakennara og það var þó nokkuð erfitt, en framfarir voru ótrúlega hraðar og trúlega kæmist ég skammlaust niður íslenskar skíðabrekkur í dag. Ég sé alveg fyrir mér að þetta verði framtíðarmál; að komast árlega í skíðafrí með mínum nánustu,“ segir Einar, sem ótal sinnum ár hvert svífur um háloftin vegna vinnu sinnar. „Því miður hef ég ekki haldið utan um öll handbolta- ferðalögin, en hef komið þó nokkuð oft til Asíu, Bandaríkjanna og Evrópu sem keppnismaður og þjálfari og svo spilaði ég fyrir Tenerife árin 198 1987, en þá voru Íslendió Örfá skref til Peking Einari Þór Þorvarðarsyni, framkvæmdastjóra HSÍ, gafst enginn tími fyrir skíðamennsku á handboltaárum áður, en reyndi fyrir sér í fyrsta sinn í skíðabrekkum Austurríkis í janúar. Hann stefnir ótrauður með íslenska landsliðið á Ólympíuleikana í Peking í sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON STOLTIR BÚNINGAHÖNNUÐIRBörnin í leikskólanum Rjúpnahæð hanna og búa til sína eigin öskudags- búninga. BÖRN 4 UPPLÝSINGAR O is ing MjóddStaðsetning í Mjóddwww.ovs.is upplýsingar og Vinnuvélanámskeið Næsta námskeið hefst 8. febrúar n.k. WWW.N1.IS N1 HJÓLBARÐAÞJÓNUSTA SSR. Fáanlegt í 35”-38”, 15”-18” felgur. JEPPI ÓSKAST IROK. Fáanlegt í 33”-49”, 15”-18” felgur. MÚRVERK ER FJÖLBREYTT FAGRafn Gunnarsson kennari segir vélar og verkfæri sem notuð séu við múrverkið þróast ört. HEIMILI 3 verktakar Sprengir í sátt við álfa og mennMagnús Hjálmarsson er einn fárra sem getur státað af titlinum sprengjustjóri. BLS. 4 MIÐVIKUDAGUR 6. FEBRÚAR 2008 Sími: 512 50006. febrúar 2008 — 36. tölublað — 8. árgangur SIGURÐUR EGGERTSSON Hannar umslag fyrir Gnarls Barkley Glatað verkefni fyrir kjánalega hljómsveit FÓLK 30 FANGELSISMÁL Samtals 144 brota- menn sem dæmdir hafa verið í óskilorðsbundna fangelsisrefsingu hafa ekki hafið afplánun í fangels- um landsins, samkvæmt upplýs- ingum sem Fréttablaðið fékk í gær hjá Fangelsismálastofnun ríkisins. Til viðbótar þessu eru um það bil 25 einstaklingar sem nýverið hafa hlotið dóma, en ekki er formlega búið að boða inn til afplánunar. Hluta þessara 169 brotamanna verður ef til vill heimilað að afplána með samfélagsþjónustu. Alls eru 129 einstaklingar í afplánun óskilorðsbundinna fang- elsisrefsinga; 120 karlar og níu konur. Af þessum hópi eru fangar í fangelsum 110, þar af sjö konur. Þeir nítján sem ekki eru innan veggja fangelsa eru til að mynda á Vernd, Sólheimum, meðferðar- heimilum og fleiri stofnunum. Af þeim sem afplána refsivist nú eru 94 Íslendingar og 16 útlendingar. Þar af eru níu útlendingar sem ekki eru búsettir hér á landi. Í gæsluvarðhaldi voru í gær 22 einstaklingar, allt karlmenn og tveir yngstu 16 ára. Af þessum hópi eru fimm útlendingar. Sex eintaklingar eru í einangrun og 16 eru í lausagæslu. Samtals eru því í fangelsunum landsins nú 132 ein- staklingar, þar af 21 útlendingur. - jss Samtals 132 í fangelsum landsins, þar af 21 útlendingur: Um 140 dæmdir brotamenn lausir FÓLK Ferðaþjónusta bænda býður upp á ferð til Indlands í sumar, þar sem 35 ferðalangar munu hlaupa maraþon á Tíbet- hásléttunni. Maraþonið hefur verið útnefnt hið erfiðasta sem völ er á í heiminum af tímaritinu Forbes, en það fer fram í um 3.650 metra hæð yfir sjávarmáli. „Hæðin er svo mikil að fólk þarf að fara í töluverða hæðar- aðlögun áður en það hleypur,“ útskýrir Hugrún Hannesdóttir, sölustjóri utanlandsdeildar. Hún finnur fyrir aukinni eftirspurn eftir ferðum þar sem hreyfingu og ferðamannastöðum er gert jafn hátt undir höfði. - sun / sjá síðu 30 Íslendingar í Tíbetmaraþon: Hlaupa í 3.650 metra hæð > Markaðurinn Sögurnar ... tölurnar ... fólkið ... FYLGIR MEÐ FRÉTTABLAÐINU Í DAG Loftið hreinsað | Kaupþing til- kynnti að hætt hafi verið við yf- irtöku á hollenska bankanum NIBC. Þar með er ljóst að ekk- ert verður úr stærstu yfirtöku Ís- landssögunnar, sem á sínum tíma var metin á 270 milljarða króna Minni hagnaður | Heildarhagn- aður viðskiptabankanna þriggja, Glitnis, Kaupþings og Landsbank- ans, nam 137,6 milljörðum króna árið 2007 og dróst saman um tæp- lega nítján prósent milli ára. 69 vikur | Exista á lausafé til 69 vikna samkvæmt Lýði Guð- mundssyni forstjóra. Hagnaður félagsins var um fimmtíu millj- arðar íslenskra króna og jókst um ríflega þriðjung miðað við árið á undan. Mega eiga | Samkeppniseftir- litið heimilaði Kaupþingi að eign- ast 49 prósenta hlut í Ekortum, að uppfylltum skilyrðum. Ekort eru í eigu SPRON og Kaupþings. Metútgáfa | Fram kom að út- gáfa krónubréfa hefði numið 87 milljörðum króna í janúar og hefði aldrei verið meiri. Alls eru nú um 382 milljarða krónabréf útistandandi. Í endurskoðun | Moody‘s til- kynnti, í kjölfar þess að ljóst varð að ekkert yrði af yfirtöku Kaup- þings á NIBC, að lánshæfisein- kunnir stóru bankanna þriggja væru í endurskoðun. Frístundin Níu ára á mótorfáki 126 Sögurnar... tölurnar... fólkið... Miðvikudagur 6. febrúar 2008 – 6. tölublað – 4. árgangur Uppgjör bankanna Lituð af fjármálakreppu 8-9 Veffang: visir.is – Sími: 512 5000 F R É T T I R V I K U N N A R Ingimar Karl Helgason skrifar „Mikið ber í milli sjónarmiða í málinu,“ segir Finnur Árnason, framkvæmdastjóri Haga. Samkvæmt heimildum Markaðarins telur Sam- keppniseftirlitið að Hagar hafi brotið gegn sam- keppnislögum árin 2005 og 2006, þegar mjólk var seld fyrir nánast ekki neitt í verslunum Bónuss. Krónan fylgdi í kjölfarið og undirverðlagði mjólkina einnig. Samkeppniseftirlitið ákvað í kjölfar verðstríðs lág- vöruverðskeðjanna að hefja athugun á matvörumark- aði. Meðal þess sem eftirlitið hugðist kanna var hvort aðili á markaðnum væri í ráðandi stöðu. Eftirlitið telur að brotið hafi verið gegn 11. grein samkeppnislaganna um misnotkun markaðsráðandi stöðu. Samkvæmt skýrslu norrænna samkeppnisyfir- valda um matvörumarkaðinn höfðu verslanir Haga 47 prósenta markaðshlutdeild um mitt ár 2004; versl- anir Kaupáss 21 prósent, Verslanir Samkaupa, fjórtán prósent og aðrir minna. Samkeppniseftirlitið gerði í haust húsleit hjá Bónus og Krónunni. Hagar vildu að mál á hendur sér hjá eftirlitinu yrðu sameinuð. Því var hafnað, en fram kemur í úrskurði áfrýjunarnefndar samkeppnismála að 5. nóvember í fyrra var Högum sent svonefnt and- mælaskjal vegna meintra samkeppnisbrota, sumar- ið 2006. Þar segir meðal annars að ætluð brot Haga kalli á verulega íþyngjandi viðurlög. Samkvæmt við- urlagakafla samkeppnislaga geta sektir numið allt að tíu prósentum af heildarveltu síðasta árs. „Ég er bjartsýnn á að svo verði ekki, enda fyndist mér það fráleitt,“ segir Finnur Árnason. Hagar hafa ekki gefið upp veltu Bónuss, en heildarvelta Haga hleypur á tugum milljarða króna. „Málið er til meðferðar hér. Við höfum fengið rök- semdir Haga í hendur,“ segir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins. Í andmælaskjalinu kemur fram að ekki liggi fyrir lokadómur varðandi ætluð brot Haga í þeim málum sem Samkeppniseftir- litið hefur til rannsóknar. Eftir því sem næst verður komist eru hins vegar engin dæmi um að Samkeppn- iseftirlitið hafi algerlega skipt um skoðun við mót- töku andmælaskjalsins. Óvíst er hvenær málinu lýkur. Samkeppniseftir- litið hóf um mitt ár 2006 rannsókn á íslenskum mat- vörumarkaði. Þá hafði verðstríð Bónuss og Krónunn- ar staðið frá árinu á undan. Það birtist meðal annars í því að mjólkurlítrinn var seldur fyrir nánast ekki neitt. Sú athugun leiddi til þess að Högum var sent andmælaskjalið. Fram kemur í starfsreglum Sam- keppniseftirlitsins að telji það að íþyngjandi ákvörð- un, þar með talin ákvörðun um stjórnvaldssektir, kunni að vera tekin, skuli taka saman andmælaskjal. Þar komi fram atvik málsins og greint frá grunni þess að tiltekin háttsemi kunni að ganga gegn sam- keppnislögum. Sektir vofa yfir Högum Samkeppniseftirlitið telur að Hagar hafi brotið lög með skaðlegri undirverðlagningu. Verulega íþyngjandi stjórn- valdssekt kann að fylgja. „Fráleitt,“ segir forstjóri Haga. London Acquisition hefur tryggt sér 99,5 prósenta hlutafjár í hol- lensku iðnsamstæðunni Stork N.V. Upp úr miðjum síðasta mán- uði hafði eignarhaldsfélagið tryggt sér 98 prósent. Lokauppgjör vegna útistand- andi bréfa á að eiga sér stað á morgun, 6. febrúar, en fyrir hlut- inn eru greiddar 48,4 evrur. Yfir- takan er með þeim stærstu í Evr- ópu frá upphafi lausafjárkrepp- unnar, upp á 1,7 milljarða evra, eða sem nemur yfir 160 milljörð- um króna. Stork á sér 180 ára sögu í Hol- landi og eigendahópurinn dreifð- ur. Því mun óvíst að hafist upp á þeim 0,5 prósentum hlutafjár sem út af standa. Sparnaðurinn sem af því myndi hljótast fyrir kaupend- ur samstæðunnar gefur nokkra mynd af stærð yfirtökunnar, því virði þessa hlutar nemur 807,5 milljónum króna miðað við yfir- tökuverð Stork. Að London Acquisition standa breski fjárfestingarsjóðurinn Candover með 75 prósenta hlut, Eyrir Invest með um 15 prósent og Landsbanki Íslands með tí- undapart. Eyrir myndi því spara sér rúmlega 121 milljón króna, Landsbankinn tæplega 81 millj- ón og Candover sýnu mest, tæpar 606 milljónir króna. Yfirtakan bíður enn samþykkis samkeppnisyfirvalda, en úrskurð- ar þeirra er vænst í mars. - óká Yfirtöku á Stork að ljúka í Hollandi Sparnaður af týndum bréfum gæti numið rúmum 800 milljónum króna. Tíma - og verkskráning Flotastýring og eftirlit www.trackwell.com Kaupþing og NIBC Risasamruninn sem aldrei varð „Það var ákveðið á stjórnar- fundi í nóvember að stofna sér- stakt fyrirtæki um túlkaþjónust- una,“ segir Einar Skúlason, fram- kvæmdastjóri Alþjóðahúss. Samkeppniseftirlitið hefur ákvarðað, í kjölfar kvörtunar frá Skjali þýðingarstofu, að Al- þjóðahús verði að skilja túlka- þjónustu frá öðrum rekstri. Hann fái opinber framlög en þessi hluti starfseminnar sé í samkeppni við einkaaðila. Einar Skúlason segir að túlka- þjónustan hafi áður verið aðskil- in frá annarri starfsemi í bók- haldinu, þótt reksturinn hafi verið á sömu kennitölu. - óká Breyting hjá Alþjóðahúsi EINAR SKÚLASON Búnir að stofna sér- stakt fyrirtæki um túlkaþjónustuna. MARKAÐURINN/GVA MIÐVIKUDAGUR EINAR ÞORVARÐARSON Steig í fyrsta sinn í skíðaklossa í janúar Ferðir Bílar Börn Heimili Í MIÐJU BLAÐSINS VERKTAKAR Sprengir í sátt við álfa og menn Sérblað um verktaka og framkvæmdir FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG Réttur allra barna í dag Dagur leikskólans er haldinn í fyrsta sinn í dag á sjálfan ösku- daginn. TÍMAMÓT 16 Hágæða nuddbaðker með og án nudds sem koma þægilega á óvart... Opið virka daga 8.00 -18.00 • laugardaga 10.00 -15.00 Smiðjuvegi 76 • 200 Kópavogi • www.tengi. is • Baldursnesi 6 • 603 Akureyri SAMKEPPNISMÁL Samkeppniseftir- litið telur, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins, að Hagar hafi brotið gegn samkeppnislögum sumarið 2006, þegar mjólk var seld fyrir nánast ekki neitt í versl- unum Bónuss. Keppinautar fylgdu fordæminu. „Það ber mikið í milli í málinu,“ segir Finnur Árnason, fram- kvæmdastjóri Haga, móðurfélags Bónuss. „Við teljum að verðlagn- ing í Bónus hafi ekki valdið skaða, heldur hafi neytendur notið hennar að fullu,“ segir Finnur. Eftirlitið telur að brotið hafi verið gegn 11. grein samkeppnis- laganna um misnotkun markaðs- ráðandi stöðu. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir að málið sé til meðferðar og Hagar hafi sent eftirlitinu röksemdir sínar. Samkeppniseftirlitið hefur ekki lokið umfjöllun um málið og er óvíst hvenær henni lýkur. Meint brot á samkeppnislögum kunna að kalla á „verulega íþyngj- andi viðurlög,“ að því er fram kemur í andmælaskjali sem Sam- keppniseftirlitið sendi Högum í nóvember. Samkvæmt samkeppnis- lögum er heimilt að krefjast sektar- greiðslu sem nemur allt að tíu pró- sentum af veltu fyrirtækis, vegna brota á lögunum. Velta Haga er um fimmtíu millj- arðar króna en óvíst er hver velta Bónuss er. Upphaf málsins má rekja til verðstríðs Bónuss og Krónunnar sem hófst árið 2005. Þá var mjólkur- lítrinn meðal annars seldur fyrir krónu. Samkeppniseftirlitið ákvað svo sumarið 2006 að hefja skoðun á matvörumarkaði. Eysteinn Helgason, fram- kvæmdastjóri Krónunnar, vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað. - ikh/Sjá Markaðinn Bónus mátti ekki selja mjólk á krónu Samkeppniseftirlitið telur að Hagar hafi brotið samkeppnislög þegar verðstríð Bónuss og Krónunnar hófst með undirverðlagningu á mjólk. Forstjóri Haga telur ekki að lög hafi verið brotin. Þungar sektir kunna að vofa yfir Högum. Snýr aftur í útvarpið Sverrir Stormsker snýr aftur á öldur ljósvakans með útvarpsþáttinn Miðjuna á Útvarpi Sögu. FÓLK 30 BJART EYSTRA Í dag verður fremur stíf suðvestan átt. Éljagangur sunnan til og vestan en bjart austan til á landinu. Hiti nálægt frostmarki með ströndum, annars vægt frost. VEÐUR 4             Hlynur bestur Hlynur Bæringsson var kosinn besti leikmaður umferða 9-15. ÍÞRÓTTIR 26 VEÐRIÐ Í DAG ÞÝSKALAND, AP Foreldrar níu mánaða stúlkubarns þurftu að taka þá erfiðu ákvörðun að láta dóttur sína falla niður fjórar hæðir þegar þau voru föst í íbúð sinni vegna eldsvoða í byggingu í þýsku borginni Ludwigshafen á sunnu- dag. Lögreglumanni tókst að grípa barnið heilt á húfi. Foreldrarnir komust lífs af, en níu manns létust, þar af fimm börn. Nokkrir stukku út um glugga en hittu ekki á björgunarnet. „Aðkom- an var svo hræðileg að sumir þeirra sem tóku þátt í aðgerðum vildu hætta í vinnunni eftir þetta,” sagði Wolfgang Fromm lögreglu- stjóri. - sdg Erfiðar aðstæður í eldsvoða: Þurftu að láta barnið sitt falla ERFIÐ ÁKVÖRÐUN Foreldrarnir þurftu að láta dóttur sína falla af fjórðu hæð. NORDICPHOTOS/AFP MEÐ PABBA Í VINNUNNI Frí í skólanum varð til þess að Ingveldur Esperansa Össurardóttir varði gærdeginum með föður sínum iðnaðarráðherranum. Hún fylgdist með skylmingum stjórnarandstöðu og stjórnarliða í þinginu en fékk á hinn bóginn ekki að sitja ríkisstjórnarfund um morguninn. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN Sakamálareyfari „Mál franska bankans Société générale sem tapaði á einu bretti 4,9 milljörðum evra vegna banka- starfsmannsins sem fór að spila sóló fær sífellt meira á sig svip sakamálareyfara,“ skrifar Einar Már Jónsson. Í DAG 12

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.