Fréttablaðið - 06.02.2008, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 06.02.2008, Blaðsíða 6
6 6. febrúar 2008 MIÐVIKUDAGUR Lágmúli - Smáratorg - Laugavegur - Smáralind - Spöngin - Garðatorg - Setberg - Keflavík - Grindavík - Selfoss - Laugarás Borgarnes - Stykkishólmur - Grundarfjörður - Búðardalur - Ísafjörður - Bolungarvík - Patreksfjörður - Sauðárkrókur Blönduós - Hvammstangi - Skagaströnd - Húsavík - Kópasker Raufarhöfn - Þórshöfn - Egilsstaðir - Seyðisfjörður Fáskrúðsfjörður - Höfn - Neskaupstaður - Reyðarfjörður - Eskifjörður www.lyfja.is - Lifið heil Á BAK VIÐ FALLEGT BROS ERU VEL HIRTAR TENNUR! ÍS L E N S K A /S IA .I S /L Y F 3 59 11 0 1/ 07 TASKI swingo XP TASKI swingo 3500 B TASKI swingo 1250 B TASKI swingo 750 B Engin útborgun, engin fjárbinding, aðeins mánaðarlegar greiðslur. TASKI Swingo 1250 B Leitið nánari upplýsinga hjá sölumönnum og ráðgjöfum RV TASKI swingo gólfþvottavélar Einfaldar í notkun - liprar og leika í höndunum á þér Bjarnþór Þorláksson, bílstjóri hjá RV RV U N IQ U E 02 08 01 Rekstrarvörur - vinna með þér Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík Sími: 520 6666 • Fax: 520 6665 sala@rv.is • www.rv.is Gólfþvottavélar á rekstrarleigu Hringdu í síma ef blaðið berst ekki BORGARSTJÓRN Dagur B. Eggerts- son, borgarfulltrúi Samfylk- ingarinnar, fann kaupum Reykja- víkurborgar á húsunum við Laugaveg 4 og 6 allt til foráttu á borgarstjórnarfundi í gær. Taldi Dagur verðið, 580 millj- ónir króna, allt of hátt enda langt yfir markaðsvirði, auk þess sem viðskiptin gætu verið fordæmis- gefandi þrátt fyrir fyrirheit meirihlutans um annað. Komst Dagur að þeirri niðurstöðu að með kaupunum hefði í raun ekki verið verslað með hús heldur með sjálfan meirihlutann; að sjálfstæðismenn hefðu keypt Ólaf F. Magnússon til fylgilags við sig, gegn því að borgin keypti húsin tvö. Ólafur F. borgarstjóri sagði það mikils virði að borgin fengi í hendur á ný skipulagsvald á svæðinu. Götumynd Lauga- vegar yrði haldið þannig að hún laðaði að fólk og ferðamenn og yki líf við götuna. Ólafur sagði ekki liggja fyrir hvernig byggt yrði upp á númer 4 og 6 en lýsti þeirri skoðun sinni að það ætti að gera í sem upprunalegustu mynd og þá þannig að hægt yrði að ná fram auknu rými fyrir ýmsa starfsemi á baklóð og hugsanlega undir húsinu, neðanjarðar. Vinnuhópur hefur verið settur á fót til að fjalla um skipulag Laugavegarins. - bþs Kaupin á Laugavegi 4 og 6 rædd á borgarstjórn: Húsakaupin sögð vera valdakaup FUNDAÐ Í BORGARSTJÓRN Dagur B. Eggertsson telur kaup á húsunum við Laugaveg vera límið í nýjum meirihluta. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN KJARAMÁL Finnbjörn Hermanns- son, formaður Samiðnar, segir að ekkert nýtt sé til umræðu. „Við erum bara að hjakka í sama far- inu,“ segir hann. Samtök atvinnulífsins hitta í dag fulltrúa Rafiðnaðarsambandsins til að kynna nánar fyrir þeim til- brigði við tillögur sem rætt er um í kjaraviðræðunum við Starfs- greinasambandið og Flóabanda- lagið. Guðmundur Gunnarsson, formaður Rafiðnaðarsambands- ins, segir að fundur með SA í gær- morgun hafi verið svo lauslegur að ekki sé hægt að taka afstöðu nema fá skýrari upplýsingar hvað sé til umræðu. Það fáist í dag. Ríkisútvarpið greindi frá því í gær að í viðræðum SA og Starfs- greinasambandsins væri rætt um þriggja ára samning þar sem launa- hækkanir yrðu ákveðnar eftir á. Lágmarkslaun hækkuðu í 145 þús- und og taxtar um 7.500 krónur 1. mars 2009 og aftur eftir tvö ár. Miðað væri við launahækkun upp á fjögur prósent en horft til baka á árs fresti. Sá sem hefði fengið meiri hækkun fengi ekki neitt. Skúli Thoroddsen, framkvæmda- stjóri Starfsgreinasambandsins, segir að ýmsu hafi verið kastað fram. Talað væri um svokallaðan „baksýnisspegil“ að því gefnu að viðunandi taxta- og kauphækkanir fengjust. „Engin niðurstaða er komin í það mál,“ segir Skúli. - ghs Finnbjörn Hermannsson, formaður Samiðnar, um kjaraviðræðurnar: Hjakkað í sama farinu Á VIÐRÆÐUFUNDI Forysta Starfsgreina- sambandsins á viðræðufundi með forystu Samtaka atvinnulífsins hjá ríkis- sáttasemjara. Vilt þú taka upp evru á Íslandi? Já 61,8% Nei 38,2% SPURNING DAGSINS Í DAG Mun fasteignamarkaðurinn kólna enn frekar á næstunni? Segðu skoðun þína á visir.is FJÖLMIÐLAR Ný lestrarkönnun Capacent sýnir að Fréttablaðið heldur yfirburðastöðu sinni á íslenskum dagblaðamarkaði. Meðal- lestur landsmanna mælist nú 61,8 prósent á hvert tölublað. Þetta er nánast sami lestur og mældist í síð- ustu könnun, sem var framkvæmd í haust. Þá las 62,1 prósent Íslend- inga Fréttablaðið, en munurinn er ekki marktækur. Helstu tíðindi könnunarinnar eru þau að Morgunblaðið er komið niður í þriðja sætið yfir mest lesnu blöð landsins. Lestur Morgun- blaðsins hefur aldrei mælst minni, er nú 41,7 prósent og hefur dregist saman um 1,4 prósentustig frá síð- ustu könnun. 24 stundir eru komnar í annað sætið á blaðamarkaði. Lestur 24 stunda er samkvæmt könnun Capacent 45,7 prósent. Er það á svipuðum slóðum og þegar forveri þess Blaðið fór í morgundreifingu með aukið upplag haustið 2006. Talið í lesendum er staðan sú að á hverjum degi lesa 144 þúsund manns Fréttablaðið að meðaltali, 107 þúsund manns lesa 24 stundir og Morgunblaðið 97 þúsund manns. Það þýðir að á hverjum degi lesa 37 þúsund fleiri Frétta- blaðið en 24 stundir. Milli Frétta- blaðsins og Morgunblaðsins er þessi munur 47 þúsund manns. Sterk staða Fréttablaðsins á dagblaðamarkaði sést vel ef litið er til lesenda á aldrinum 18 til 49 ára. Í þeim aldurshópi breikkar bilið milli Fréttablaðsins og keppi- nautanna frá síðustu könnun. Daglegur meðallestur Frétta- blaðsins í hópnum 18 til 49 ára er 63,1 prósent, 24 stundir mælast með 40,1 prósent og Morgunblaðið með 33,2 prósent. Það þýðir að styrkur Fréttablaðsins umfram 24 stundir í þessum hópi eru rúm 57 prósent og rúm níutíu prósent umfram Morgunblaðið. Ef skoðaður er meðallestur blaðanna í aldurshópnum 18 til 49 ára eingöngu þá fimm daga sem 24 stundir kemur út, þriðjudaga til laugardaga, þá breikkar bilið milli Fréttablaðsins og 24 stunda enn meira og fer í 63,4 prósent. Aðspurður um niðurstöður könnunarinnar segir Jón Kaldal, ritstjóri Fréttablaðsins, að mjög ánægjulegt sé að fá staðfestingu á ótvíræðum yfirburðum Frétta- blaðsins meðal þjóðarinnar. „Les- endur kunna augsýnilega vel að meta það sem við erum að gera hér á Fréttablaðinu. Samkeppnin er hörð, ekki aðeins við önnur dag- blöð heldur ekki síður við net- og ljósvakamiðlana. Á dagblaða- markaðinum verður fróðlegt að fylgjast með afdrifum Morgun- blaðins nú þegar það er komið í þriðja sæti. Íslensk dagblaðasaga segir okkur að brátt getur orðið um blöð á þeim slóðum.“ Könnun Capacent var gerð í síma og nær yfir tímabilið 1. nóv- ember 2007 til 31. janúar 2008. Niðurstöðurnar eru byggðar á svörum 2.473 manna á aldrinum 12 til 80 ára af öllu landinu. Ótvíræðir yfirburðir Fréttablaðsins Ný könnun Capacent á lestri dagblaða staðfestir sterka stöðu Fréttablaðsins. Morgunblaðið er komið í þriðja sæti og hefur aldrei mælst með minni lestur. 41,7% M or gu nb la ði ð 61,8% Fr ét ta bl að ið 45,8% 24 s tu nd ir MEÐALLESTUR Á TÖLUBLAÐI SKV. KÖNNUN CAPACENT VIÐSKIPTI Icebank skilaði mun verri afkomu fyrir árið 2007 en 2006. Hagnaðurinn nam 1.616 milljónum króna eftir skatta, miðað við 5.662 milljónir króna árið áður. Arðsemi eigin fjár Icebank eftir skatta var 13,5 prósent. Í tilkynn- ingu bankans kemur þó fram að hreinar vaxtatekjur hafi aukist um 87 prósent á árinu. Þær námu 2.341 milljón króna. Haft er eftir Agnari Hansen bankastjóra að árangurinn sé viðunandi miðað við aðstæður. Þá þrefölduðust nærri heildar- eignir Icebank, voru 252,5 milljarðar króna í árslok. Eigin- fjárhlutfall bankans (CAD) var í árslok 11,0 prósent. - óká Uppgjör Icebank 2007: Afkoman verri en á síðasta ári BANDARÍKIN, AP Bandaríkjamenn hefðu getað sparað sér ýmis af þeim vandræð- um sem þeir hafa átt við að etja í Írak hefðu þeir bara hlustað á ráð Breta og lært af reynslu þeirra. Þetta sagði Andrés Bretaprins í viðtali sem birt var í gær í International Herald Tribune. Ummælin vöktu athygli, ekki síst þar sem fátítt er að meðlimir bresku konungsfjölskyldunnar tjái sig opinskátt um stjórnmál. Andrés sagði að Bretar hefðu sem nýlenduveldi safnað dýr- mætri reynslu sem þeir gætu miðlað af. Í viðtalinu segir hann innrásina í Írak árið 2003 og eftirmál hennar hafa „skapað heilbrigða tortryggni“ í Bretlandi gagnvart því sem sagt væri í Washington og margir Bretar spyrðu sig: „Hvers vegna var ekki hlustað á það sem sagt var og þau ráð sem voru gefin?“ - aa Prinsinn gagnrýnir Bandaríkin: Hefðu betur hlustað á Breta ANDRÉS PRINS KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.