Fréttablaðið - 06.02.2008, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 06.02.2008, Blaðsíða 8
8 6. febrúar 2008 MIÐVIKUDAGUR 1 Hver er forstjóri orkufyrirtæk- isins Geysis Green Energy? 2 Hvað hefur íslenska lands- liðið í knattspyrnu karla skorað mörg mörk undir stjórn Ólafs Jóhannessonar? 3 Hvað heitir forseti Serbíu? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 30 ORKUMÁL Sameinað fyrirtæki Geysis Green Energy og Enex yrði eitt af stærstu aðilum í þróun á nýjum jarðhitaverkefnum í Bandaríkj- unum og hefði stærsta félag á sviði jarðhita- þróunar í Bæjaralandi í Þýskalandi á sínum vegum. Enex og Geysir eru ásamt Orkuveitu Reykjavíkur í jarðhitaverkefnum í Kína og verkefnum í Mið- og Suður-Ameríku. Fjárfest- ingar félaganna tveggja nema í dag fimmtíu milljörðum króna, að meirihluta hjá Geysi. „Markmið okkar er að verða leiðandi og stærstir í þróun jarðhitaverkefna á heimsvísu. Þetta er liður í því,“ segir Ásgeir Margeirsson, forstjóri Geysis. „Ef maður horfir á starfs- mannafjölda er Enex með töluvert fleira fólk en Geysir. Ef maður horfir á efnahaginn er Geysir miklu stærri en Enex. Sameinað félag hefur burði til að breyta þeim verkefnahugmyndum sem Enex hefur aflað sér í raunveruleika.“ Ásgeir rifjar upp að þegar sameina átti Geysi og REI í haust hafi Enex verið hluti af því og sameiningin orðið þreföld; REI, Geysir og Enex. „Enex hefði alltaf lent í þeim pakka en féll bara í skuggann. Nú er verið að horfa á þetta af því að við eigum 73 prósent í Enex. Þetta er bara B-útgáfan frá því í haust,“ segir hann. Orkuveita Reykjavíkur á 26,5 prósent í Enex í gegnum REI. Kjartani Magnússyni, stjórnar- formanni Orkuveitunnar, er kunnugt um sameiningaráhugann og býst við að erindi þessa efnis verði tekið fyrir á stjórnarfundi fljótlega. „En þetta mál er nýtilkomið hjá okkur,“ segir hann. „Það þarf að skoða þetta upp á nýtt og taka afstöðu til þess alveg sjálfstætt.“ - ghs BREYTA Í RAUNVERULEIKA „Hefur burði til að breyta þeim verkefnahugmyndum sem Enex hefur aflað sér í raunveruleika,“ segir Ásgeir Margeirsson, forstjóri Geysis Green Energy. Sameinað fyrirtæki Geysis og Enex yrði eitt af stærstu orkufyrirtækjunum: Fimmtíu milljarða króna fjárfestingar Aseta ehf Tunguháls 17 110 Reykjavík sími: 533 1600 aseta@aseta.is FLEX hágæða rafmagnsverkfæri í miklu úrvali e-Vildarkortið færðu á sérkjörum í Gull- og Platinumþjónustu SPRON Njóttu ávinningsins – sæktu um á spron.is Njóttu fríðindanna! Nánari upplýsingar fást í næsta útibúi SPRON, í þjónustuveri í síma 550 1400 eða á spron.is A R G U S / 0 8- 00 13 „Hvernig heldurðu að kosning- arnar fari?“ spurði Martinez leigubílstjóri mig í gær til að brydda upp á samræðum á leið minni í ráðhús San Francisco. Ég sagði honum að ég héldi að McCain myndi ná góðri forystu hjá repúblikönum en meiri óvissa ríkti hjá demókrötunum. Þó héldi ég að Hillary myndi vinna. Martinez hugsaði sig um og muldraði já. „En ég held samt að Obama muni hafa þetta á endan- um. Ég get ekki sagt út af hverju. Þetta er bara tilfinning sem ég hef. Ég byggi þetta á tilfinningu minni.“ Aðferð Martinez til að spá fyrir um úrslitin var síst verri en aðferðir fréttaskýrenda sem lát- laust blöðruðu um úrslit forkosn- inganna í Bandaríkjunum í sjón- varpinu í gærdag. Fólk hér í San Francisco segist hafa litla trú á skoðanakönnunum þessa dagana og það byggi spár sínar á tilfinn- ingu. Martinez var líka skynsamur. Hann sagði að þeir sem töluðu af mestri sannfæringu um úrslitin vissu minnst. Sjálfur sagðist hann ætla að kjósa Hillary. Hann væri frá Púertó Ríkó og Hillary hefði fengið mikinn stuðning innflytj- enda. Kalifornía væri suðupottur kynþátta og það gæti ráðið úrslit- um hvernig frambjóðendur höfð- uðu til einstakra hópa. Ég þakkaði Martinez fyrir fróð- legt spjall og steig út úr leigubíln- um fyrir framan ráðhúsið. Þar tóku á móti mér hópar sem voru að berjast hver fyrir sínum mál- stað. Það var mismunandi hvað stóð á skiltunum. Sumir vildu leyfa kannabisefni í lækninga- skyni. Aðrir vildu bæta hag fátækra. Og svo auðvitað stuðn- ingsmenn frambjóðenda. Þetta var einn suðupottur en auðvitað allt friðsamlegt. Og fjölmiðlafólk allt í kring. Flestir sem ég talaði við voru á þeirri skoðun að barátta demó- krata væri ekki ráðin. Þrátt fyrir að þriðjudagurinn mikli gæti skipt sköpum myndi spennan haldast áfram. Meginástæðan væri sú að Hillary og Obama fengju stuðn- ingsmenn á flokksþing demókrata í hlutfalli við atkvæði. En dagurinn var skemmtilegur. Og við verðum að bíða örlítið leng- ur til að fá úr því skorið hvort til- finning Martinez hafi verið rétt. Spá leigubílstjóra SPENNA Kjósandi á kjörstað í San Franc- isco í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP BJÖRGVIN GUÐMUNDSSON skrifar frá San Francisco VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.