Fréttablaðið - 06.02.2008, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 06.02.2008, Blaðsíða 10
10 6. febrúar 2008 MIÐVIKUDAGUR KJÖTIÐ KVATT Juliana Paes, fordansari í kjötkveðjuhátíðarskrúðgöngu Unidos da Viradouro-sambaskólans, sýnir listir sínar í Rio de Janeiro. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Tannheilsa 12 ára barna á Íslandi Hvert stefnum VIÐ? Og hver voru markmiðin? Stefnuskrá ríkisstjórnarinnar: “Tannvernd barna verði bætt með gjaldfrjálsu eftirliti, forvarnaraðgerðum og auknum niðurgreiðslum á tannviðgerðum barna” ! Tannlæknafélag Íslands tannsi.is 20 08 ÍS L E N S K A S IA .I S L B I 40 99 5 0 2. 2 0 0 8 Fjármálakvöld Landsbankans Landsbankinn kynnir „Fimmtudagskvöld eru fjármálakvöld“, röð fjármálanámskeiða fyrir almenning. Á námskeiðunum fjalla sérfræðingar bankans um þætti sem lúta að fjár- málum heimilanna, fjárfestingartækifærum og skatta- málum. Fjármálakvöldin hefjast kl. 20 og eru öllum opin án endurgjalds. Í boði eru kaffi og veitingar. Dagskrá fjármálakvölda 24. jan. Höfðabakki Fjármál heimilisins 7. feb. Tónbergi, Akranesi Fjárfestingartækifærin 21. feb. Laugavegur 77 Skattamál 6. mars Mjódd Skattamál 27. mars Vesturbær Fjárfestingartækifærin 3. apr. Ísafjörður Fjármál heimilisins 10. apr. Fjarðargata, Hafnarfj. Fjárfestingartækifærin 7. febrúar á Akranesi Sérfræðingar frá Landsbankanum fara yfir hvar fjárfest- ingartækifærin liggja, hvert stefnir á hlutabréfamarkaði, hvert krónan er að fara og hvað er á döfinni í vaxtamálum. Skráning á fjármálakvöldin fer fram á landsbanki.is eða í Ráðgjafa- og þjónustuveri í síma 410 4000. Athugið að fjármálakvöldið á Akranesi fer ekki fram í útibúi Landsbankans heldur í Tónbergi, sal Tónlistarskólans á Akra- nesi, Dalbraut 1. Nánari upplýsingar á www.landsbanki.is. ÍSRAEL, AP Hamas-samtökin lýstu í gær yfir ábyrgð á mannskæðri sjálfsmorðssprengingu í Ísrael í fyrradag. Daginn áður hafði Flokkur Al Aqsa- píslarvottanna, angi úr Fatah-hreyfingu Mahmoud Abbas Palestínuforseta, lýst ábyrgðinni á hendur sér. Yfirlýsing Hamas þykir auka líkur á harðari bardögum milli samtakanna og Ísraela. Ísraelsher svaraði með árásum á Gaza-ströndinni, sem er undir stjórn Hamas, og féllu átta Hamasliðar. Ein kona og ellefu særðust þegar sjálfsmorðs- sprengjumaður sprengdi sig í loft upp í ísraelska bænum Damona sem er fáséður atburður á ísraelskri grund. Lögregla skaut til bana annan sjálfsmorðs- sprengjumann áður en honum tókst að sprengja sig í loft upp. Er þetta fyrsta sjálfsmorðssprenguárásin í Ísrael í eitt ár. Talsmaður Flokks Al Aqsa-píslarvottanna, Abu Fouad, sagði árásarmennina hafa komist til Ísraels frá Egyptalandi eftir að þeir höfðu komist þangað frá Gaza gegnum landamærin sem voru rofin fyrir tveimur vikum. Talsmaður Hamas, Abu Obeida, sagði hinsvegar í gær að árásarmennirnir hefðu komið frá borginni Hebron á Vesturbakkanum, þrátt fyrir mikla öryggisgæslu Ísraela á svæðinu. Þó að Vesturbakkinn sé undir stjórn Fatah fer Hamas með völdin í Hebron. Ísraelsk stjórnvöld sögðu í gær allt benda til þess að árásarmennirnir hefðu komið frá Hebron og hét Ehud Barak, varnarmálaráðherra Ísraels, því að „finna lausn á hryðjuverkum frá Hebron“. Flokkur Al Aqsa-píslarvottanna hélt áfram í gær að halda því fram að hann bæri ábyrgð á árásinni. Ísraelsk yfirvöld hafa verið með mikinn viðbúnað á landamærunum að Egyptalandi síðan Gazabúar byrjuðu að streyma þangað inn gegnum rofin landamæri. Egypsk yfirvöld lokuðu landamærunum að Gaza á sunnudag eftir að þau höfðu verið opin í tólf daga. Á þeim sjö mánuðum sem liðnir eru frá því að Hamas tók völdin á Gaza hafa Ísrael og Egyptaland lokað að mestu leyti landamærum sínum að Gaza. sdg@frettabladid.is Hamas-samtök lýsa yfir ábyrgð á tilræði Hamas-samtökin segjast ábyrg fyrir mannskæðri sjálfsmorðsárás í Ísrael í fyrra- dag. Angi úr Fatah-hreyfingunni hafði áður lýst yfir ábyrgð. Auknar líkur á harðari bardögum milli Hamas og Ísraels sem svaraði með árásum á Gaza. SPENNA Ísraelskur hermaður skoðar skilríki vegfarenda í Hebron á Vesturbakkanum. Hamasliðar halda því fram að tilræðismennirnir hafi komið þaðan. FRÉTTABLAÐIÐ/AP SERBÍA, AP Ríkisstjórn Serbíu rið- aði nánast til falls í gær út af áformum Evrópusambandsins um að senda 1.800 manna lög- reglu- og eftirlitslið til Kosovo. Vojislav Kostunica, hinn þjóð- ernissinnaði forsætisráðherra Serbíu, er andvígur þessum áformum. Hann óttast að þau tryggi það eitt að Kosovo lýsi yfir sjálfstæði. Hann sagði í gær að samning- ur við Evrópusambandið um nán- ari samskipti, sem fulltrúar Evr- ópusambandsins vilja undirrita strax á morgun, væri ekkert nema svikabragð. Ekki kæmi til greina að undirrita samninginn á sama tíma og Evrópusambandið ákvæði að senda lögreglulið til Kosovo. Einn stjórnarflokkanna, flokkur Boris Tadic, sem var endur kjörinn forseti Serbíu á sunnudaginn, er hins vegar ein- dregið fylgjandi því að samning- urinn verði undirritaður. Kostunica vill að serbneska þingið verði kallað saman til að taka ákvörðun í málinu. Velemir Ilic, sem er fjárfestingaráðherra í stjórn Kostunica, segir að stjórnarslit geti orðið ef félagar Tadic undirrita samninginn þrátt fyrir andstöðu Kostunica. - gb Áform Evrópusambandsins valda usla í Serbíu: Serbíustjórn að falli komin VOJISLAV KOSTUNICA Forsætisráðherra Serbíu segir ekki koma til greina að undir rita samning við Evrópusambandið. FRÉTTABLAÐIÐ/AP REYKJANESBÆR Tarantúla-köngu- lóin, sem lögreglan á Suðurnesj- um lagði hald á í Reykjanesbæ á mánudagskvöld, hefur verið drepin með eitri og verður henni fargað á öruggan hátt, eftir því sem fram kom á vef Víkurfrétta í gær. Ekki er vitað um uppruna köngulóarinnar né hvernig henni var komið til landsins. Köngulóin var haldin sem gæludýr í glerbúri í heimahúsi á Suður- nesjum og fóðruð á músum en köngulær af þessari tegund eru ólöglegar á Íslandi og er þeim snarlega eytt þegar vart verður við þær. - ghs Könguló í Reykjanesbæ: Tarantúla drep- in með eitri

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.