Fréttablaðið - 06.02.2008, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 06.02.2008, Blaðsíða 18
[ ] Fyrstu bílarnir með búnaði sem fylgist með aksturslagi hafa verið teknir í notkun hérlendis. Talið er að það dragi úr hættu á umferðarslysum af völdu svefns og þreytu. Álitið er að svefnleysi og þreyta séu fjórða algengasta örsök alvar- legra umferðarslysa. Bílaframleið- endur hafa brugðist við þessu með framleiðslu vöktunarkerfa í bíla og hefur Volvo þróað slíkan búnað sem hefur verið tekinn í notkun hérlendis. „Eitt kerfið kallast Driver Alert eða veglínuskynjari,“ segir Ágúst Hallvarðsson, sölustjóri hjá Brim- borg. „Hann samanstendur af myndavél á milli rúðu og baksýni- spegils og búnaði í mælaborði. Myndavélin nemur ef bíllinn fer út á aðra hvora línuna og gefur frá sér væl auk þess sem kaffibolla- merki birtist í mælaborði sem sýnir að tími sé kominn fyrir pásu.“ Að auki skynjar búnaðurinn hvernig bíllinn ekur á veginum þótt engar línur séu fyrir hendi, hvort hann fylgi beinni veglínu eða rási. Ágúst hefur verið í sambandi við ökumann hérlendis sem segir það einmitt hafa komið sér vel þar sem vegir landsins hafi verið þaktir snjó undanfarnar vikur. „Það eru líka myndskilaboð í mælaborðinu, sem sýna fimm línur í upphafi,“ segir Ágúst. „Fari maður að þreytast og halla aftur augunum, fækkar línunum. Það eru fyrstu skilaboð um að gera eitt- hvað í sínum málum. Þegar hann pípir eru menn komnir á ystu nöf.“ Svo segir Ágúst líka fáanlegan árekstrarvarnabúnað frá Volvo, sem er með aðlögunarhæfum hraða- stilli. „Hann virkar þannig að keyri maður of hratt að bíl eða einhverj- um hlut án þess að bregðast við, þá skynjar varinn það og bregst við með því að pípa og flassa ljósi upp í rúðuna,“ útskýrir Ágúst og bætir við að með hraðastillinum sé hægt að stilla fjarlægðina í næsta bíl og bifreiðin heldur henni. Bremsi bíll- inn fyrir framan þá gerir bíllinn sem maður ekur það líka.“ Ágúst segir almenna hræðslu ríkja í garð hraðastilla; fólk telji að þeir geti brugðist of seint við og stöðvist ekki ef eitthvað gerist fyrir framan. Staðreyndin sé hins vegar sú að kerfið fari í gang þegar bíllinn er kominn yfir 64 kílómetra hraða og haldist virkt meðan hann er á 60 kílómetrum. Svo bremsi bíllinn niður ef ökumaðurinn geri það ekki og þótt það komi ekki allt- af í veg fyrir árekstur dragi það vissulega úr högginu. roald@frettabladid.is Hindrar svefn undir stýri Ágúst segir forsvarsmenn Volvo almennt gefa lítið fyrir þá gerð af athyglisvökum sem fylgjast með því hversu oft ökumenn blikka augunum, til að skera úr um hvort þeir séu orðnir þreyttir. Svoleiðis búnaður geti hæglega misreiknað sig, til dæmis ef menn eru með latt auga. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Fornbílaklúbbur Íslands sýnir heimildarmynd um jeppann í félagsheimili klúbbsins í Árbæ miðvikudagskvöldið 6. febrúar klukk- an 20.30. Í myndinni verður sagt frá því hvernig jeppinn kom, sá og sigraði á Íslandi á árunum eftir síðari heimsstyrjöld. www.fornbill.is Japan/U.S.A. STÝRISENDAR, SPINDILKÚLUR OG FÓÐRINGAR í jeppa í miklu úrvali Vagnhöfða 7 110 Reykjavík Sími: 517 5000 A u k i n ö k u r é t t i n d i - M e i r a p r ó f Upplýsingar og innri tun í s íma 567 0300 N æ s t a n á m s k e i ð h e f s t 9 . j a n ú a r

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.