Fréttablaðið - 06.02.2008, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 06.02.2008, Blaðsíða 21
][ Um miðjan janúar var stofnað nýtt félag áhuga- manna um ferðamennsku og útivist á vélhjól- um. Ferða- og útivistarfélagið Slóðavinir (F.Ú.S) heitir nýstofnað félag áhugamanna um ferðamennsku og útivist á vélhjólum. Markmið félagsins er að auka þekkingu vélhjólafólks sem og almennings, fjölmiðla og stjórnvalda á notkun vélhjóla (tví- og fjórhjóla) til ferðalaga og útivistar. Félagið mun þannig miðla upplýsingum um akstursleiðir, standa fyrir ferðum og fræðslufundum. Mikill áhugi er greinilega fyrir slíkum ferðum enda voru félagsmenn að nálgast 200 strax á fyrstu dögum eftir stofnun. Yfirlýst markmið félagsins eru: – að standa vörð um tilvist og akstur á torleiðum, þjóðleiðum og vegslóðum, hvort sem er á lág- eða hálendi í samræmi við lög. – að vernda og viðhalda akstursleiðum í þágu landnýtingar fyrir vélknúin farartæki. – að útbreiða og efla notkun vélhjóla sem almenningsíþrótt, heilsusamlega heilsurækt og útiveru. – að auka þekkingu félagsmanna sem og almennings, fjölmiðla, stjórnvalda og landeigenda á ferðalögum og útivist þeirra sem aka um á vélhjól- um. – að miðla upplýsingum um torleiðir, þjóðleiðir og vegslóða til félagsmanna. – að gefa gott fordæmi um umgengni með jákvæðri eftirbreytni og umræðu um náttúruvernd. – að gæta hagsmuna félagsmanna varðandi búnað og annað er lýtur að vélhjólum i samráði við viðkomandi yfirvöld. Nánari upplýsingar má finna á www.slodavinir.org. Standa vörð um tilvist og akstur á torleiðum Sýningarnar Matur 2008 og ferða- og golfsýningar 2008 verða í Fífunni í lok mars. Þrjár stórar sýningar verða haldn- ar dagana 28. til 30. mars næst- komandi í Fífunni í Kópavogi. Þetta eru sýningarnar Matur 2008, Ferðasýningin 2008 og sýningin Golf á Íslandi 2008. Samstarfs- aðilar Ferðasýningarinnar 2008 eru Ferðamálasamtök Íslands, Samtök ferðaþjónustunnar og Golfsamband Íslands. Föstudagurinn 28. mars er ætl- aður fagaðilum en opið verður fyrir almenning á laugardag og sunnudag. Frétt af www.ferdamalastofa.is Matur, ferðir og golf Fífan í Kópavogi. Námskeið í vetrar- fjallamennsku GRUNNATRIÐI Í FJALLAMENNSKU OG KLIFRI KENND. Íslenski alpaklúbburinn stendur fyrir námskeiðinu Vetrarfjalla- mennska miðvikudaginn 13. febrúar og helgina 16. til 17. febrú- ar. Markmið námskeiðsins er að nemendur læri grunnatriði fjalla- mennsku og klifurs að vetrarlagi. Að loknu námskeiðinu eiga þátt- takendur að vera færir um að fara í og skipuleggja stuttar ferðir til að byggja upp eigin reynslu. Enn fremur eiga þeir að geta tekist á við auðvelt snjóklifur af öryggi. Námskeiðið hentar öllum þeim sem hafa áhuga á vetrarferða- mennsku. Farið verður yfir grunna- triði fjallamennsku á miðvikudags- kvöldinu en síðan haldið til fjalla helgina eftir. Gist verður í skála. www.isalp.is Ísklifur Íslendingar nýta í sér í meiri mæli hótel landsins. Gisti- nóttum á hótelum í desember síðastliðnum fjölgaði um tæpt þúsund milli ára. Þar af fjölgaði gistinóttum Íslendinga um 21 prósent en gistinóttum útlendinga fækkaði um 8 prósent. ba Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 Akureyri • sími 461 1099 • www.heimsferdir.is KAUPMANNAHÖFN – LA VILLA Heimagisting á besta stað í bænum. Býður alla Íslendinga velkomna. Geymið auglýsinguna. www.lavilla.dk. S.0045 3297 5530. GSM. 0045 2848 8905 Kaupmannahöfn http://surprizetravel.is/ gistingdk.html Nánari upplýsingar í síma 822-3890 Gisting í Hörpuhúsi beint fl ug frá kefl avík Trans-Atlantic sérhæfi r sig í ferðum til Eistrasaltslandanna Verð miðast við gengi evru 15. jan 2008 Tímabil Brottför Hótel Verð 14.-19.mars( 5 nætur ) Kefl avík **** kr 76.295 MUNIÐ FRÁBÆR TILBOÐ TIL KENNARA Siglinganámskeið í Tyrklandi í apríl 2008 Seaways ehf. íslenska skútuleigan, áformar að halda tvö skútusiglinganám- skeið í Tyrklandi í apríl n.k. Þetta eru verkleg námskeið, ætluð þeim sem hafa afl að sér bóklegra skipstjórnarréttinda, pungaprófs eða annars sambærilegs. Siglt verður á 45 feta (13.72m) skútum, Jeanneau Sun Odyssey 45. Lengd námskeiða er 10 dagar. Hið fyrra stendur frá 7. – 18. apríl og hið síðara frá 18. – 28 apríl. Fyrra námskeiðið hefst í Göceck og lýkur í Antalya. Hið seinna hefst í Antalya og lýkur í Göceck. Þátttakendur búa um borð meðan á námskeiði stendur. Námsskrá er samkvæmt stöðlum RYA fyrir ICC & Day Skipper. Að þessu námskeiði loknu fá þáttakendur réttindi til stjórnunar seglskipa, sé bóklegu prófi lokið. Nánari upplýsingar verður að fi nna á vefsíðu Seaways, “www.seaways-sailing.com” Önundur verður í Snarfara og svarar fyrirspurnum 10. feb kl. 13-17 og á kynningarfundi Kjölbátasambands Íslands 11. feb A u g lý si n g a sí m i – Mest lesið

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.