Fréttablaðið - 06.02.2008, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 06.02.2008, Blaðsíða 33
MIÐVIKUDAGUR 6. febrúar 2008 25 Cheryl Cole hefur ákveðið að gefa hjónabandi sínu og fótboltamanns- ins Ashley Cole annað tækifæri. Upp komst um endurtekið framhjáhald hans á dögunum. Samkvæmt heimildum Daily Star hefur Cheryl tjáð eiginmanni sínum að hún geti fyrirgefið honum, en að hún muni ekki þola frekari hliðarspor. Bresku blöðin hafa greint frá nokkrum ástarævintýrum þessa smávaxna bakvarðar knattspyrnu- liðsins Chelsea og hafa jafnframt gert mikið úr því að Cheryl hafi leitað til Victoriu Beckham um ráð. Kryddstúlkan þurfti einmitt á sínum tíma að kljást við framhjá- hald síns manns, David Beckham, með Rebeccu Loos. „Hún elskar Ashley ennþá, og vill trúa honum þegar hann segist elska hana líka,“ segir heimildar- maðurinn. „Hún hefur ákveðið að reyna allt sitt til að bjarga hjónabandinu. Fyrir henni er þetta loforð til lífstíðar, sem hún vill ekki brjóta,“ segir hann. Cheryl fyrir- gefur Ashley SAMAN Á NÝ Cheryl Cole hyggst fyrirgefa eiginmanni sínum ítrekað framhjáhald. Fréttablaðinu hefur borist bréf vegna fréttarinnar „Gullæði á Djúpavogi“, sem birtist í blaðinu á sunnudaginn. Í greininni var fjallað um ýmsa fornmuni sem fundist hafa við endurbætur á Faktorshúsinu á Djúpavogi. Á meðal munanna er ljósmynd af stúlku sem tók þátt í fegurðar- samkeppni Teofani árið 1930. Myndin fannst á milli þilja. Nafn fegurðardísarinnar var óþekkt þar til núna. Bjarni Júlíusson skrifar: „Þessi fallega stúlka var amma konunnar minnar og hét Sigurbjört Clara Lúthersdóttir, en alltaf kölluð Clara. Hún var fædd 12. ágúst 1911 á degi heilagrar Clöru og þaðan kom nafnið. Myndin var tekin af Lofti Guðmundssyni ljós- myndara árið 1928 þegar Clara var 17 ára. Tengdamóðir mín, Haf- dís Bridde, dóttir Clöru, er fædd 22. júlí 1930. Clara var gift Jóni Inga Guðmundssyni sundkappa og sundkennara. Clara dó í mars 2001, nokkrum mánuðum áður en hún náði níræðisaldri.“ Teofani var vindlingategund sem Þórður Sveinsson og co., Hafnarstræti 10, hafði umboð fyrir. Þar fengust líka Swastika- vindlingarnir. Á þessum árum voru sígarettur auglýstar grimmt í dagblöðunum og oft með snörpu orðalagi eins og „Teofani er orðið, 1 króna 25 aurar á borðið“. Fegurðarsamkeppni Teofani fór þannig fram að myndir af stúlk- unum fimmtíu sem tóku þátt voru prentaðar á miða og gefnar með sígarettupökkunum. „Einn fræg- asti leikhússtjóri Englands“, Charles B. Cochrane, var svo fenginn til að dæma í keppninni og veitti hann „mynd númer 3“ fyrstu verðlaun, 500 kr. Fegurðardísin Clara TÓK ÞÁTT Í FEGURÐARSAMKEPPNI TEOFANI ÁRIÐ 1930 Sigurbjört Clara Lúthersdóttir. Bílaland B&L, Grjóthálsi 1 - 110 Reykjavík - 575 1230 - luxusbilar@bilaland.is. Komdu núna í Bílaland B&L og kynntu þér kostina Opið virka daga frá kl. 10 til 18 og á laugardögum frá kl. 12 til 16. L.R. RANGE ROVER Supercharged Nýskr: 07/2006, 4200cc, 400hestöfl, 5 dyra, Sjálfskiptur, Svartur, Ekinn 0 þ. Verð: 12.750.000 BMW 530i Nýskr: 01/2004, 3000cc, 4 dyra, Sjálfskiptur, Grár, Ekinn 28.000 þ. Verð: 4.690.000 BMW 335I Coupe Nýskr: 06/2007, 3000cc, 2 dyra, Sjálfskiptur, Svartur, Ekinn 10.000 þ. Verð: 6.850.000 L.R RANGE ROVER V8 diesel Nýskr: 12/2006, 3600cc, 5 dyra, Sjálfskiptur, Grár, Ekinn 25.000 þ. Verð: 11.100.000 Glæsilegt úrval lúxusbílaLÚXUS ALLIR INNFLUTTIR OG ÞJÓNUSTAÐIR AF UMBOÐI 575 1230 SMS LEIKUR Vin ni ng ar ve rð a a fh en di r h já BT Sm ár ali nd . K óp av og i. M eð þ ví að ta ka þ át t e rtu ko m in n í SM S k lú bb . 9 9 k r/s ke yt ið. F R U M S Ý N D 8 . F E B R Ú A R SENDU JA ROFÁ NÚMERIÐ1900 OG ÞÚ GÆTIR UNNIÐ! Vinningar eru Bíómiðar fyrir tvo, tölvueikir, DVD myndir,varningur tengdur myndinni og margt fleira! Auglýsingasími – Mest lesið

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.